Leita í fréttum mbl.is

Og hvað svo?

Það tala allir eins og það verði hér allt í lagi ef tekst að redda nógu stórum lánum og á annan hátt hingað gjaldeyri. En ég spyr hvað gerum við ef þetta ástand kemur aftur? Verðum við ekki í þeirri stöðu að við erum búin að nýta okkur allra þær lánalínur, eignatilfærslur og eignasölu erlendis. Ef þetta dugar ekki til og ef að krónan fær ekki traust í gjaldeyrisviðskiptum. Eða ef að krónan hrinur aftur?

  • Verðum við ekki hugsa málið lengra en í svona smáskammta lækningum. Næst höfum við ekki svona möguleika eins og eru í dag.
  • Þarf ekki að vinna að því að koma skuldum erlendis niður? Jafn vel að selja eða flytja banka erlendis?
  • Verður ekki að setja bönkum og fjármálafyrirtækjum strangari reglur sem miðast við stærð okkar og þjóðarframleiðslu?
  • Ef ekki nauðsynlegt að komast í samstarf við aðrar Evrópuþjóðir. Og sækja um í ESB og síðar í myntsamstarf við þær?
Úr frétt af www.ruv.is 

Heimildarmenn fréttastofu herma, að aðilar vinnumarkaðarins ræði það í fullri alvöru, að ríkisstjórnin verði að gefa út afgerandi yfirlýsingu, fyrir opnun markaða á mánudag, að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og myntbandalaginu. 
Ekki er búist við niðurstöðu fyrr en langt verði liðið á morgundaginn, jafnvel ekki fyrr en aðra nótt.
Það stendur í mönnum hvernig eigi að halda á því að lífeyrissjóðirnir flytji erlendan gjaldeyri sinn inn í landið og með hvaða skilyrðum. Um er að ræða allt að tvö hundruð milljarða króna.
Launþegahreyfingin og vinnuveitendur eru á því að sú aðgerð ein og sér sé langt frá því að nægja til að leysa gjaldeyris- og efnahagsvanda þjóðarinnar og miklum mun meira verði að koma til, ef takast megi að ávinna Íslendingum aftur glatað traust á fjármálamörkuðum heimsins.
Enginn er enn sem komið er tilbúinn að segja fyrir um hvaða niðurstaða geti náðst, en meðal þess sem heimildarmenn fréttastofu segja vera skilyrði fyrir flutningi fjárins til Íslands er, að bankarnir leggi að minnsta kosti jafn mikið fram til gjaldeyrisforðans og sívaxandi þungi er í kröfunni um að stjórnvöld lýsi því yfir strax eftir helgi að Ísland muni sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Fyrir því eru færð þau rök, að efling gjaldeyrisforðans ein og sér dugi skammt, það sé í rauninni eins og að rétta fíkniefnasjúklingi einn skammt enn. Það lækni hann ekki, hann verði að fara í meðferð. Þess vegna verði að koma til afgerandi aðgerðir, sem skapi traust á íslenskt efnahagskerfi á ný, það sé ekki hægt nema með aðild að stærra myntkerfi sem ráði við að vera bakhjarl gríðarlegra erlendra skulda þjóðarbúsins. Öll vötn falli nú til Dýrafjarðar, engin leið sé til önnur en aðild að Evrópusambandinu.



mbl.is Geir: Höfum ekki allt á okkar valdi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband