Leita í fréttum mbl.is

Ofsalega er ég orðinn þreyttur á að láta ljúga að mér!

Var að hlusta á Þorvald Gylfason og fyrr í dag hlutaði ég á Jóni Daníelsson, prófessor í fjármálum við London Scool of Economics Þeir báðir benda sterkt á Alþjóða gjaldeyrissjóðin sem vænlega leið. Þeir segja báðir að þar séu bæði fjármunir í boði sem og kunnátta og tækni til að hjálpa okkur í gegnum þetta.

Þar hefur sænski seðlabankastjórinn mótað reglur og aðferðir sem sjóðurinn beitir og er byggður á því hvernig Svíar komustu á nokkrum árum út úr sinni bankakreppu á tíunda áratug og standa nú eins og Norðmenn styrkum stoðum eftir að hafa umbylt bankakerfinu hjá sér og sett skýrar reglur.

En hér fyrri í vikunni voru sérfræðingar og stjórnmálamenn hér að tala um þennan sjóð sem lítinn og ómerkilegan og það væri lítið sem hann mundi geta gert.


mbl.is Allir róa í sömu átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Já, ég horfði með andakt á Þorvald Gylfason í Silfri Egils rétt áðan. Hann var frábær og mér fannst hann mjög trúverðugur. Hlustið á kallinn á vefnum!

Jón Ragnar Björnsson, 5.10.2008 kl. 13:58

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Samkvæmt því sem Þorvaldur Gylfa sagði í þætti Egils lítur út fyrir að hann hafi lesið bloggið mitt . !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 5.10.2008 kl. 14:38

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það liggur alveg ljóst fyrir að með því að leita til IMF væru Íslendingar þar með að afsala sér efnahagslegu fullveldi a.m.k. tímabundið. Það myndum við svosem auðvitað líka vera að gera ef við gengjum í Evrópusambandið og tækjum upp Evru. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er eins og seðlabankar og slíkar stofnanir fremur lokuð og óaðgengileg hinum venjulega manni, gegnsæið er ekki mikið og oft óljóst hvaða rök liggja að baki ákvarðanatöku o.s.frv. eins og við þekkjum af nýliðnum atburðum hérlendis þar sem enginn venjulegur maður virðist skilja hvað er á seyði á Kalkofnsveginum. Þar að auki stjórnast bæði Alþjóðabankinn og IMF af rótgrónum alþjóðlegum bankahagsmunum með tengsl við fyrirtækjasamsteypur sem eru svo stórar og voldugar að ákvarðanataka þeirra getur ráðið örlögum heilla þjóðríkja ef þeim sýnist svo, og á því sviði er það einfaldlega sá stærsti sem ræður mestu og stærð Íslands í því samhengi er á við maur. Þetta verður að varast því það eru slík óeðlileg hagsmunatengsl og "krosseignarhald" sem hafa einmitt komið okkur þessa kreppu til að byrja með, bæði alþjóðlega sem og hér heima. Með því værum við ekki að leysa neinn vanda heldur eingöngu að koma okkur undan ábyrgð með því að flytja hann úr landi þar sem við fáum ennþá minna ráðið um örlög okkar. Sama á svosem við um Evrópusambandið, nema hvað ég held að flestir hér þekki betur til þess og viti fyrir hvað það stendur, kannski ekkert mikið gegnsærra heldur bara einfaldlega kunnuglegra og samskipti okkar við Evrópulönd hafa ávallt verið frekar góð. Munurinn felst fyrst og fremst í því að ákvörðun um inngöngu í ESB verður seint tekin til baka, ég hef aldrei heyrt um ríki sem hefur getað "sagt sig úr" slíku ríkjasambandi með góðu, suðurríki USA reyndu það eitt sinn svo dæmi sé tekið en uppskáru blóðuga og kostnaðarsama borgarastyrjöld fyrir vikið. Sjálfur er ég á móti hverskyns fullveldisafsali, hvort sem það er til ESB, IMF, CIA, KGB eða nokkurar annarar erlendrar stofnunar þar sem málin eru afgreidd í ennþá lokaðari og reykmettaðari bakherbergjum. Vilji Íslendingar geta kallað land sitt fullvalda ríki verðum við að fara með stjórn okkar efnahagsmála sjálf, annars er eins gott að lýsa bara yfir gjaldþroti strax og taka þá einfaldlega skellinn, enda er illu best af lokið eins og gamalt og gott máltæki segir. Ef á annað borð á að framselja vald í hendur erlendra aðila, þá mætti e.t.v. fyrst athuga hvort það væri ekki bara illskárri kostur að gangast aftur undir þær herraþjóðir sem áður hafa haft með okkur umsjón og eru okkur skyldastar, en þá er ég að tala um Dani og Norðmenn. Ekki síst þá síðarnefndu sem búa yfir miklum auðlindum og afar sterkum efnahag sem er að stóru leyti í eigu þeirra sjálfra og eru þeir því ekki eins háðir aðstæðum í "hinu alþjóðlega umhverfi" eins og við Íslendingar svo dæmi sé tekið. Í rauninni er það eina sem ég hefði á móti því að við yrðum aftursett undir Noregskonung, að Geir H. Haarde er víst af norskum ættum... en hann er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2008 kl. 15:06

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og er betra að spilum frá okkur efnahagslegu fullveldi á einhvern óljósan hátt. Sýnist í fljótu bragði að við höfum ekki hugmynd um hvað við erum að gera í þessum málum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.10.2008 kl. 15:20

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og þetta með að segja sig úr bandalaginu. Er einhver sem í raun hefur viljað það?

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.10.2008 kl. 15:22

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Úrsögn er "ekki valkostur", svo einfalt er það. Hinsvegar er (mögulega) hægt að borga sig upp úr gjaldþroti. Ef hrakfarir eru óhjákvæmilegar, þá er augljóst hvor kosturinn er skárri.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband