Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Jæja tölum um sökudólga!

Við skulum byrja á byrjuninni hérlendis. Hér voru áður reknir ríkisbankar og sparisjóðir sem aðallega miðuðu við hefðbundna bankastarfsemi. Og viðskipti voru nær eingöngu við fólk og fyrirtæki sem störfuðu hérlendis. Oft gengu þessi bankar ekki nægjanlega vel og fór eftir hversu vel gekk að veiða og selja fisk.

En upp úr 1995 var búið að taka þó nokkuð til í þessum bönkum og síðustu ár í ríkiseign voru þeir farnir að skila hagnaði.

Það var þá sem að hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins tók að brjótast upp á yfirborðið sem gekk út á að markaðurinn færi mun betur með fé og sem flestar eignir ríkisins ætti að selja einstaklingum og fyrirtækjum því að þeir mundu veita mun betri þjónustu og á lægra verði vegna samkeppni.

Og Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku að sér að framkvæma þetta.

Og þá fór skriðan af stað.

Árið 1990 sameinuðust fjórir bankar, Iðnaðarbanki Íslands, Alþýðubanki Íslands, Verslunarbanki Íslands og Útvegsbanki Íslands undir nafninu Íslandsbanki. Árið 2000 sameinuðust svo Íslandsbanki og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins undir nafninu Íslandsbanki-FBA. Í mars 2002 var nafninu aftur breytt, þá í Íslandsbanka.

Og þetta varð Glitnir

Til að stýra þessum banka var valinn Bjarni Ármannsson sem var eitthvað um 30 ára og hafði komist í sviðsljósið þegar hann var ráðinn enn yngri til að stýra Fjárfestingabanka atvinnulífsins sem aftur var samansafn af sjóðum sem áður höfðu verið starfandi á vegum ríkisins. Hann hafði enga reynslu af stjórn banka fyrir .

Síðan var það næst á dagskrá í bankageiranum að Valgerður Sverrisdóttir tók við af Finni Ingólfssyni við að einkavæða Landsbanka og Búnaðarbanka. Þar var ákveðið að flokkarnir skildu skipta með sér bönkum. Það var gert málamynda mat á þeim sem síðar kom í ljós að var ekki í neinum tengslum við raunvirði.

Til að réttu hóparnir fengju bankana voru stundaðar ýmiskonar sjónhverfingar. Mögulegir aðrir kaupendur eins og sænskur banki hraktir í burtu, þýskur banki gefinn upp sem aðili að kaupum sem reyndist svo ekki rétt eða vafasamt. Og lokin urðu að S- hópurinn sem voru menn sem störfuðu m.a áður hjá kaupfélögum og Sambandinu og eignuðust þar eignir fyrir lítið, eignuðust nú Búnaðarbankann án þess að greiða neitt fyrir hann í raun. Þeir tóku út úr honum hagnað eftir nokkrar vikur til að borga upp í kaupverðið.

Og svo voru það Björgúlfs feðgar sem keytu Landsbankann.

Þessi 3 bankaveldi hafa síðan þróað hér viðskiptamótel sem gengur út á skuldsettar yfirtökur. Þannig bæði þeir sjálfir og eigendur þeirra og vinir stundað það að kaupa hér gömul og gróin fyrirtæki eða stofnað ný. Skuldsett þessi fyrirtæki í botn með lánum úr bönkunum sem öll viðskiptaveldin áttu í. Síðan þegar fyrirtæki var að fullu skuldsett þá sameinuðu þeir það öðru eða seldu og notuðu peninga til að skuldsetja það næsta. Þannig að staðreyndin er sú að allflest fyrirtæki í dag eru svo skuldsett að þau ganga ekki lengi án lánafyrirgreiðslu.

Svo þegar að Ísland dugði ekki til þá færðu þeir sig erlendis með peninga sem þeir voru búnir að mjólka hér út úr atvinnulífi og okkur neytendum og fela í Lux og fleiri löndum. Þar erlendis hafa þeir haldið áfram.

 Svo hverjum er um að kenna:

Davíð Oddsyni: Hann var leiðtoginn sem ákvað að selja bankana. Undirbjó það illa. Kannaði ekki hvaða hluti þurfti að varast og tók þátt í að skipta bönkum milli einkavina flokkana í stjórn. Davíð Oddsson sem setti bönkunum ekki skýrar reglur, heldur montaði sig af því í tíma og ótíma að hér væri öllum reglum og höftum haldið í lágmarki til að markaðurinn blómstraði. Og markaðurinn sæi um allt aðhald sjálfur m.a. með samkeppni og hagnaðarvon. Og Davíð sem lækkaði bindiskyldu bankana. Davíð Oddson sem Seðlabankastjóri og þar af leiðandi banka bankana, fylgdist ekki nógu vel með vöxtu bankana í samanburði við landsframleiðslu. Og kom áhyggjum og hugmyndum um það sem betur mætti fara ekki almennilega á framfæri. Davíð Oddsson sem Seðlabankastjóri fyrir að gæta ekki að gjaldeyrisvaraforða okkar. Og svo mætti lengi telja.

Halldór Asgrímsson fyrir að taka þátt í þessu öllu

Valgerður Sverrisdóttir tók við af Finni Ingólfs sem var búinn að fá feitan díl í Búnaðarbanka í tengslum við helmingaskipti Sjálfstæðismanna og Framsóknar.

Hún hafði ekki rænu á að efla fjármálaeftirlitið, ekki að setja þessum bönkum neinar almennilegar reglur og heldur var það að reglum var aflétt af þeim.

Alþingi eins og það leggur sig fyrir að fljóta sofandi að feigðarósi öll þessi ár.

Ríkisstjórnir eins og þær leggja sig bæði fyrri og núverandi. Þær gerðu ekkert í að koma í veg fyrir þetta

Fjármálaeftirlit sem gaf þessum bönkum heilbrigðisvottorð en var ekki að skoða alla þætti þar sem skiptu máli.

Seðlabanki

Svo eru náttúrulega þessir 15 til 25 menn sem bæði fengu bankana eða eignuðust þá síðar. Þessir menn svo gjörsamlega blindaðir af gróðafíkn sökktu okkur í skuldir, skuldsettu fyrirtæki og tók úr þeim eins mikinn pening og þeir gátu og lifðu eins og einhverjir stórfurstar. En skildu eftir sig sviðna jörð og skuldsetta banka erlendis. Og þeir áttu milljarðatugi eða hundruð. En ef við hugsum það í hvað ætluðu þeir að eyða þessu öllu. Held að þeir þyrftu að eina mikið ef þeir þyrftu meira en 500 milljónir fyrir ævina. 

Þjóðin var eins og hrægammur á þessa ódýru peninga sem þeir voru að bjóða okkur. Fólk tók sig til að sóðai eins og brjálæðingar. Keypt voru flott hús og þau rifin til að byggja nýtt. Fólk keypti hús og íbúðir og rifu allt úr þeim og innréttuðu aftur fyrir jafnmikið og það borgaði fyrir húsnæðið.

Fólk keypti sér 12 milljón króna jeppa á lánum og átti 2 til 4 bíla á heimili. Og bara almennt bruðl.

Svona er þjóðin. Það vilja allir vera flottari en nágranninn. Og allir verða ríkir. Við munum Vídeóleigurnar allar, pizza veldin, internetbóluna, píramídabréfin og svo framvegis.

Og síðast en ekki síst er það Krónan. Þessi helsjúki gjaldmiðill. Sem notaður var hér áður til að hyggla skuldsettum útgerðum með því að fella hana. Og síðan hefur hún sveiflast. Á tímabilum búið til auð hér sem engin verðmæti voru raun á móti og síðan hefur hún fallið aftur. Fáir erlendis vilja í eðlilegu ástandi eiga viðskipti við krónununa og þá helst í eitthvað brask eins og Jöklabréf sem aftur hafa viðhaldið háum vöxtum hér því engin þorði að styggja þessa menn sem áttu þessi krónubréf svo þeir færu ekki með allt í burtu og þar með gjaldeyrin okkar.


mbl.is Geir ræddi við alla norrænu forsætisráðherrana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn hefur náttúrulega ekki tekið eftir að gengið féll!

Hann hefur heldur ekki tekið eftir því að vandamál bankana var að þeir fengu ekki evrur en áttu nóg af Íslenskum krónum. Come on!
mbl.is Atburðir síðustu daga kalla á skýrari rök ESB-sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með Icesave?

Fannst hann sleppa frekar billega enda maðurinn snjall.

Hann slapp frá:

  • Að viðurkennað að hann seldi bankana án nægs undirbúnings
  • Að eftirlit og rammi fyrir bankana var nær engin
  • Að hann sem ráðherra og seðalbankastjóri sá hvað bankarnir voru orðnir stórir og hefði átt að óska eftir lagheimildum til að stoppa þetta
  • Að skýra okkur almennilega frá því hað hann átti við með því að við þyrftum ekki að borga fyrir fjárfestingar erlendis.
    • Eru ekki lán og ábyrgðir á bönkum hérlendis vegna þessara fjárfestinga?
    • Hvað með Icesave?
  • Hvernig stendur á því að stjórnendur bankana eru beðnir að starfa áfram er þeir fóru gjörsamlega offari?
  • Er það traustvekjandi að banki sem nærri er komin í þrot og ríkið þjóðnýtir sé áfram stjórnað af sömu mönnum
  • Hvað með lækkun bindiskyldu á bönkunum þannig að þeir gátu lánað meira af innlánum en annars?
  • Ef hann sá þessi vandamál í uppsiglingu af hverju gerði hann ekkert. Nema að tala um þetta í ræðum?

mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taktlaust tal hjá lífeyrissjóðum!!

Var að hlusta á útvarpsfréttir áðan. Þar var m.a. haft eftir Hrafni Magnússyni yfirmanni samtaka lífeyrissjóða að þeir væru ekkert vissir um að taka þátt í aðgerðaáætlun lengur. Og eins að þeir væru að tapa peningum sem þeir áttu í þessum bönkum.

En síðan lætur hann út úr sér að þeir gætu þurft að lækka lífeyrisgreiðslur á næsta ár. Mér finnst þetta taktlaust að koma svona inn í umræðu daginn sem fólk er að reyna að gera sér grein fyrir stöðu sinni. Og auka þarna á áhyggjur fólks með einhverju sem getur verið eða ekki.

Held að lífeyrissjóðir hljóti að geta á næsta ári úthlutað óbreyttum lífeyri. Þeir hafa jú ávaxtað peninga langt umfram spár síðustu ár. Og eins þá er þetta óhefðbundnir tímar og óbreytt úthlutun getur ekki breytt svo miklu í eitt ár. Við ætlum t.d.jú að auka aflaheimildir í sjó þó við vitum ekki hvort það gengur nærri stofnunum í sjónum.


mbl.is Fjölgar á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Geir

Var að horfa á útsendingu frá blaðmannfundi Geirs og Björgvins áðan. Í enska hlutanum var eitt sem mér fannst gott hjá Geir. Það var þegar hann lýsti miklum vonbrigðum með viðbrögð vinaþjóða okkar annarra en Norðurlandaþjóðana. Og þegar hann klikkti  út með því að segja að þegar vinir manns brigðust í svona aðstæðum yrðu menn að leita sér nýrra vina og þar hefðu Rússar komið sterkir inn.

En rosalega virtist Geir þreyttur.


mbl.is Ekki búið að ganga frá lánskjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú erum við að tala saman!

Allir að leggja sitt af mörkum til að lækka verðbólguna strax. Allir að spara eins og hægt er, halda í sér með verðhækkanir og draga úr neyslu og innflutningi.

Lækka síðan fljótlega stýrivexti og kannski er þá hægt að segja að þetta áfall verði Íslandi starx til góðs á næstu mánuðum.


mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna fara vinir í raun!

Glæsilegt hjá vinaþjóð okkar. Þetta ætti að ýta við þjóðum sem hafa ekki viljað af okkur vita. Næst ættum við kannski að semja við þá um varnir Íslands. Svona bara til að hýða Bandaríkjamenn fyrir framkomu þeirra gagnvart okkur síðustu ár, sem og þessi efnahagslegu  hryðjuverk sem þeir hafa staðið fyrir í heiminum síðustu misseri. Þessi kreppa er jú komin þaðan. Og þessi hryðjuverk eiga sér víst upphaf hjá Bush eldri. Þá byrjuðu einhver viðskipti milli banka í USA sem nú eru kölluð eiturbréf. Og þau eru meðal annars góðgætis í þessum vöndlum sem innhéldu undirmálslánin.

Og í alvöru held ég að heimurinn ætti alvarlega að skoða hvort að hann getur í framtíðinni dregið úr vægi Bandaríkjana í heimsviðskiptum. Sýnist  í fljótu bragði að í kjölfarið á þessari kreppu ætti það að vera raunhæfur möguleiki. Það er bara ekki hægt að treysta á þá.


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vona að þetta skili árangri

En það þarf að kanna hvað fór úrskeiðis. Og læra af því. Þannig að þegar við erum komin út úr þessu með tíð og tíma þá gerum við þetta ekki svona aftur. Mér hefur verið hugsað til Spaugstofunar síðasta laugardag. M.a. þetta:

 


 


mbl.is Ný lög um fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónas lætur þá heyra það!! - Ég er nú bara nokkuð sammála!

Jónas Kristjánsson er búinn að þróa stíl þar sem hann pakkar á netinu hugsunum sínum í nokkrar línus en þær segja það sem þarf:

06.10.2008
Nú þarf að skipta um menn
Ég hef enga trú á, að núverandi yfirmenn Fjármálaeftirlitsins hafi burði til að stýra fjármálakerfum þjóðarinnar. Þeir sváfu værum svefni, meðan bankarnir flutu að feigðarósi. Sáu ekki, að þeir voru að skuldsetja ríkið fyrir ábyrgðum á innistæðum erlendis. Sáu ekki, að Glitnir var gjaldþrota. Skipta verður um yfirmenn í eftirlitinu. Setja þar inn klára menn á borð við Vilhjálm Bjarnason. Einnig skipta út rugluðum seðlabankastjórum, setja þar inn klára menn á borð við Þorvald Gylfason og Ólaf Ísleifsson. Loks þarf að reka og lögsækja alla bankastjóra landsins. Þeir stálu fjöregginu.

Held að hann hafi mikið til síns máls þarna.


mbl.is Verndum hagsmuni almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband