Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Laugardagur, 11. október 2008
Geta þessi félagar komið neinu frá sér án þess að það misskiljist ?
Alveg er þetta makalaust. Kjartan frábiður að hann sér kallaður:"Óreiðumaður". En hann er nú á því að hann hafi ekki verið að setja ofan í við Davíð.
Davíð segir að Ísland ætli ekki að greiða erlendar skuldir fyrir óreiðumenn. Og kemur af stað milliríkjadeilum En er svo ekki að meina þetta svona.
Held að þeir félagar ættu að fara saman á eitthvað námskeið.
![]() |
Ekki gagnrýni á Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 11. október 2008
Vinslit???!!!
Var að lesa á www.dv.is að Kjartan Gunnarsson teldi sig ekki "Óreiðumann" en hann sat einmitt í bankastjórn Landsbankans. Hann tapaði víst miklum fjármunum við ríksvæðingu bankans.
Vinslit Davíðs og Kjartans Gunnarssonar
Kjartan Gunnarsson tapaði gríðarlega miklu við fall Landsbankans.
Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og bankaráðsmaður í Landsbankanum, hélt tilfinningaþrungna ræðu á flokksráðsfundi í Valhöll í morgun. Þar sagðist hann ekki vera ,,óreiðumaður" sem skilst sem svo að hann sé að höggva til vinars síns, Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Kjartan sagði frá því að hann hefði við fall Landsbankans tapað miklum fjármunum. Heimildir DV herma að Kjartan hafi misst tæpa milljarða í eign í hlutabréfum. Lýsti Kjartan miklum sárindum sínum vegna þess hvernig fór og að Seðlabankinn skyldi ekki koma til hjálpar en taldi að nú væri ekki tími til að vera með stórar yfirlýsingar og ásakanir
Líklegt er að ræða Kjartans marki slit á áratugavináttu milli Davíðs og hans. Lýsti Kjartan yfir stuðningi við Geir H. Haarde í því erfiða verkefni sem framundan væri. Fundarmenn risu úr sætum sínum og klöppuðu fyrir Kjartani. Hermt er að Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafi yfirgefið fundinn undir ræðu Kjartans með hurðarskelli en Hannes er einnig í þeim vinahópi sem tengdur er Davíð Oddssyni.Sá
![]() |
Mikilvægt að skilyrði skapist fyrir vaxtalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 11. október 2008
Hvert fóru peningarnir?
Afsakið fávísi mína. En ég er að velta fyrir mér einu. Þ.e. hvert fóru þessar innistæður á IceSave reikninum. Nú lagði fólk þarna inn peninga, sem bankinn notar væntanlega í að lána áfram til að ávaxta þá. Reyndar fyrir minn smekk ætti að skilda banka til að geyma hluta þessara peninga í öruggum bréfum.
En nú spyr ég í hvað fóru þessir peningar? Eru þeir gufaðir upp eða hvað? Eru þeir kannski bundnir í lánum til fyrirtækja eða einstaklinga og af hverju er fólk þá að tala um að þeir séu tapaðir? Eru þeir kannski bundnir í Íslenskum fyrirtækjum og þau geti ekki borgað? Geri mér grein fyrir að þessi lán eru væntanlega til lengri tíma og ekki hægt að sækja peningana strax en það er bara allt annað en að þessir peningar séu horfnir. Ef svo væri gæti þjóðin innheimt á móti útgjöldum nú vegna þessara innistæðna í framtíðnni.
Ef þeir eru horfnir í hvað fóru þeir þá?
![]() |
Samkomulag náðist við Holland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 11. október 2008
Nú er tími til að rífa sig upp!
Var fyrir slysni að ramba inn á Baggalút í fyrsta sinn í langan tíma. Ég verð að viðurkenna að nú er þeir að brillera. Þetta kemur manni í gott skap. Rétta leiðin að takasta á við kreppu. Hér er t.d. ein frétt frá þeim:
Kolaportið fær inni í KauphöllinniKauphöll Íslands, eða Kolahöllin.Skransölumarkaðurinn ástsæli, sem kenndur er við Kolaportið, mun á næstunni flytja í húsnæði kauphallar Íslands, til að skapa á ný skilyrði fyrir skapandi og lífleg viðskipti á markaði eins og það er orðað í tilkynningu.
Þá er gert ráð fyrir að Bæjarins beztu pylsur flytji fljótlega í nýtt og glæsilegt framtíðarhúsnaði, þar sem áður var Faxaskáli, um leið og það verður fokhelt.
Listaháskólanum verður um leið úthlutað gamla pylsuvagninum.
Bendi fólki að fara og lesa fréttinar þeirra þær koma manni í gott skap.
Og svo þetta hér fyrir neðan. Flott myndband sem ég fann á YouTube
![]() |
Mesta hættan liðin hjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 11. október 2008
Það verður einhver að upplýsa Breta hvernig þessu máli sé raunverulega háttað.
Það er með öllu óásættanlegt að hlusta á fréttir eins og þær eru sagðar af þessu máli í fjölmiðlum erlendis. Sagan er stöðugt að verða meira og meira eins og það hafi verið Íslenska ríkið sem var að reka starfsemi þarna eða það hafi verið bankar með ríkisábyrgð.
Menn eru stöðugt að rugla saman IceSave og Kaupthing edge og setja það saman í einn hatt.
Og í umræðunni er alltaf talað um að allir þessir peningar eigi að koma frá Íslenska ríkinu. Þeir átta sig ekki á að í þessum fyrirtækjum eru einhverjar eignir og því óvíst hvað stendur út af.
Þá vantar að leggja áherslu á að aðgerðir Bresku stjórnarinnar þar sem þeir lokuðu á Kaupthing sé aðgerðir sem valda öllum skaða en Kaupthing edge fyrirtæki sem er skráð með höfuðstöðvar í Bretlandi og því er ábyrgð Íslenska ríkisins ekki í gildi þar. Sem og þarf að benda fólki þarna út á að sú ábyrgð sem Íslenska ríkið ber aðeins upp að 20.000 everum eða var það 18.000 evrur.
Við verðum að tala okkar málstað þarna úti, ekki láta Bresku stjórnina drepa niður mannorð okkar aðeins af þvi að hún vill dreifa athygli fólks frá stöðunni í efnahagsmálum þeirra.
Föstudagur, 10. október 2008
Leynireikningar í Luxemburg
www.dv.is er að benda á eftirfarandi atrið og fannst mér að ég yrði að líma það hér inn .Ég vona að þetta sé satt og upp um þessa menn komist.
"Umtalaðir leynireikningar Íslendinga eru nú komnir undir forræði Fjármálaeftirlitsins í Luxemburg. Talið er að ótaldir milljarðar króna hafi verið færðir í svokallaðar skattaparadísir á aflandseyjum í því skyni að fela þá fyrir augum yfirvalda og losna undan skattagreiðslum. Hingað til hafa menn talið sig vera með fyrirtæki sín örugglega falin í gegnum allt að þrjú lönd en nú er komið á daginn að það ómögulega hefur gerst. Íslensku bankarnir í Luxemburg eru komnir í þrot og yfirvöld þannig með óheftan aðgang að leyniskjölum varðandi skattaparadísir. Tiltölulega auðsótt ætti að vera fyrir Fjármálaeftirlitið íslenska að sækja umrædd gögn með dómsúrskurði. Til útskýringar á því hvernig hægt er að koma upp fyrirtæki í skattaparadís er sögð eftirfarandi dæmisaga. Bör Börsson eignast peninga sem hann vill ekki láta vita af eða lenda í skattgreiðslum. Hann hittir sína bankamenn, til dæmis í Luxemburg og ber upp vandræði sín. bankamenn taka erindinu vel. Ekkert mál. Við skulum fela þetta fyrir þig, kæri vinur. Það eina sem Bör þarf að gera er að stofna fyrirtæki á aflandseyju sem er með bankaleynd. Cayman eyjar, Kýpur, Malta eða Gurnsey eru kjörnar. Þetta verður eingöngu heimilisfang fyrirtækisins þíns. Peningarnir geta verið allsstaðar í fjárfestingu í gegnum okkur í nafni þessa fyrirtækis sem þú stofnar. Og þú þarft ekki að óttast að neinn komist ekki að neinu. Þú vilt eflaust nota okkar póstfang hér í Lúxemburg þangað sem yfirlitin frá hinum ýmsu fjárfestingafyrirtækjum sem þú ert að nota og auðvitad frá okkur. Bör er með efasemdir: Já, þetta er skynsamlegt en get ég fengið betri vörn svo enginn komist að neinu? Já audvitað geturðu það. Við stofnum fjárfestingasjóð í Lichtenstein sem á fyrirtækið sem þú stofnar á aflandseyjunni. Þá þurfa stjórnvöld á Íslandi að fara i gegnum þrjú lönd, Luxemburg, aflandseyjuna og Lichtenstein með dómsúrskurði frá Íslandi til þess að fletta ofan af þér. Og það er audvitað mjög torsótt. Bör er enn efins: Þanning að ég er alveg öruggur? Já, Já, nema að við förum á hausinn, " segir bankamaðurinn og skellihlær. Fjármálaeftirlitið hér í Luxumburg tekur yfir bankann, segir bankamaðurinn á milli hláturrokanna. Og færir íslenskum yfirvöldum aðgang að öllum yfirlitunum þínum. Fyrr mun frjósa í helvíti en að það gerist. Það getur aldrei gerst!!!."
![]() |
Bresk líknarsamtök að tapa meira en 22 milljörðum á íslensku bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 10. október 2008
Ísland gjaldþrota? - Svo segja sérfræðingar sem New Yorke Times ræddi við
Eftirfarandi er af New Yorke Times. Takið sérstaklega eftir kaflanum um krónuna. Og svo þá er eini möguleiki okkar að kalla til Alþjóðagjaldeyrissjóðin og með því verðum við ekki lengur fjárráða á meðan verið er að endurskipuleggja efnahagsumhverfið. Þetta hefur verið gert í Mexico, Fillipseyjum og fleiri löndum með góðum árangri.
Iceland is bankrupt, said Arsaell Valfells, a professor at the University of Iceland. The Icelandic krona is history.The I.M.F. has to come and rescue us.
Prime Minister Geir Haarde, who had warned this week of the threat of national bankruptcy, said Thursday that Icelands finance minister, Arni Mathiesen, would be in Washington this weekend for the autumn International Monetary Fund/World Bank meetings.He declined to say whether Iceland was seeking a rescue package from the international lender.
We will certainly keep this option open, but we have not yet made a decision, Mr. Haarde said Thursday at a news conference.
The I.M.F. managing director, Dominique Strauss-Kahn, said in Washington that he had activated an emergency financing system, last used during the Asian financial crisis of the late 1990s, to help countries in crisis. Though not mentioning Iceland by name, he said: We are ready to answer any demand by countries facing problems.
Iceland has approached Russia about a 4 billion euro, or $5.5 billion, loan to help see it through the crisis, but Mr. Haarde said no agreement had been reached.
An I.M.F. intervention in Iceland, which would necessarily involve accepting a series of harsh measures to restore fiscal and monetary stability, would underline the extraordinary reversal in the countrys fortunes after a decade-long, debt-fueled binge by the countrys banks, businesses and some private citizens. The banks, while avoiding the toxic mortgage securities that have humbled Wall Street, expanded aggressively at home and abroad. When credit tightened and the krona fell this year, they were unable to finance their debts.
In these circumstances, going to the I.M.F. is probably the only thing Iceland can do, said Richard Portes, an economist at the London Business School.
Events have moved so fast that the full import of national bankruptcy has yet to sink in here. It has happened before, of course, but in places like Argentina and Thailand, not a country that likes to think of itself as close to Europe.
Eins er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn farinn að undirbúa sig undir aðgerðir vegna krísunnar í heiminum. Og það þykir til marks um að hann reikni með að koma að málum einhverstaðar fljótlega
![]() |
Segir sig úr bankaráði Seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Svona líta Bretar á þetta í kvöld
Fimmtudagur, 9. október 2008
Ég verð nú bara að segja: Anskotans aumingjar.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir að það er erfitt ástand hjá þeim líka. En mennirnir eru nú svo upplýstir að þeir hljóta að gera sér grein fyrir að Ísland er að berjast fyrir lífi sínu. Og hvernig má það vera að þeir horfa upp á örbanka á Íslandi koma og opna hávaxtareikninga á þeirra markaði og fylgjast ekki betur með en þetta.
Eins þá vissu þeir um ofurskuldir bankanna hjá okkur því þeir neituðu okkur um aðstoð á grundvelli þessi í sumar.
Af hverju voru þessir menn ekki snjallari í sumar þegar þeir sáu að þessir reikningar hlytu að valda vandamálum og komu á viðræðum við okkur og bankana um að á einhvern hátt yrðu innistæðurnar minnkaðar og dregið úr þessari starfsemi. Þetta ættu nú Bretar að kunna.
En vilja þeir heldur að Ísland verið gjaldþrota og greiði þá bara ekki neitt af þessum skuldum. Þeir virðast vera að reyna það með gjörðum og yfirlýsingum. Þeim vanta kannski landið til að eiga trygg olíuréttindi á svæðinu milli þeirra og okkar Hatton Rockall eða hvað það heitir. Og ætla kannski að kaupa landið úr þrotabúinu.
Þeir verða bara að sætta sig við að fyrst björgum við okkur og síðan tökumst við á við önnur vandamál.
PS. horfði á Sky news áðan og þar var fólk að velta þessu fyrir sér. Þar rataðsit einum satt orði í munn þegar hann sagði: Hvernig datt fólki og meira að segja opinberum sjóðum að að leggja inn fé í sjóð sem rekinn er af þjóð sem er minni en meðal borga í Englandi.
![]() |
Sendiherra kallaður á fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Mér er sama hvað hver segir - Þessi banki átti ekki að komast upp með þetta!
Mér er í raun sama hverjum þetta er að kenna. Hvort sem það var fjármálaeftirlitið sem fór ekki eftir þeim lögum sem þeim eru sett hér um að þeir verði að skoða og samþykkja að íslenskur banki stofni útibú í eigu aðalbankans erlendis eins og Helgi Seljan las upp á blaðamannafundi [og Geir kallaði hann "Asna og dóna" fyrir ].
Eð hvort það var fjármálaeftirlitið í London sem átti að fylgjast með þessu. Manni finnst að það sé í meiralagi gruggugt að örbanki á Íslandi geti farið erlendis og boðið hærri vexti en þarlendir bankar og nýtt svo þessa peninga í aðrar hæpnar fjárfestingar og treyst á að geta slegið lán til að borga þeim aftur. Spurning hvar í ósköpunum þeir höfðu einhverjar eignir til að bakka svona risa innlán upp ef þeir eyddu sífellt af höfuðstóli innlána.
Það er að koma í ljós að bankarnir hafa auk þess að skaffa eigendum sínum umtalsverðar upphæðir í tilbúnum gróða, sjálfsagt milljarðahundruðum, þá hafa þeir sogið nær allar eignir út úr íslenskum fyrirtækjum og skilið þau eftir nær eignarlaus þ.e. allt skuldsett í botn. Þeir keyrðu upp hlutabréfamarkaðinn þannig að hlutabréf hér voru komin í verð sem raunverulegur arður af venjubundinni starfsemi stóð ekki undir. Sem og að fyrirtækin mættu þessu með því að vera sífellt að kaupa aðila í skildum rekstri til að geta skuldsett meira. Eins þá héldu bankarnir uppi stöðugum áróðri um að fólk ætti að skuldsetja sig. Þeir voru farnir að reyna að fá börn í þennan pakka á tímabili.
Eins leyfi ég mér að efast um hagsmuni viðskiptavina bankana við allar þessar sameiningar þeirra. Held að það hafi sýnt sig, að það var bara leið til að geta fengið stærri lán til að lána eigendum og öðrum í fjárfestingafylleríinu.
Og þessu leyfðum við að þróast og tókum þátt í. Og Seðlabankinn afnám bindiskyldu svo bankar gætu lánað enn meira og fólk fagnaði og tók hærri lán. Og Seðlabanki hækkaði vexti og það virkaði ekkert því fólk tók áfram lán eins og það væri engin morgundagur og engin greiðsludagur.
Ætli ástandið hér í vetur verði ekki eins og eitt samfellt þynnkukast. Ef við hreinlega drepumst ekki úr neyslueitrun eða fráhvarfi.
![]() |
Bretar settu 1% í Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson