Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Alvarlegar athugsemdir um FME

Var að lesa neðangreinda frétt á www.ruv.is . Þetta er náttúrulega það sem margir hafa verið að hugsa. Stofnun sem gefur bönkum heilbrigðisvottorð hægri og vinstri og allt átti að vera í svo góðulagi en síðan kemur í ljós að hún álagsprófaði ekki fyrir lausa fé bankanna. Eins hafa matfyrirtækin öll út í heimi sætt gangríni og verða jafnvel rannsökuð

Með því að nýta tölfræði til að lýsa réttarfarslegum veruleika má sjá að fjármálaeftirlit á Íslandi jókst í engu samræmi við stækkun bankakerfisins, segir Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands, auk þess sem hagsmunaaðilar höfðu mikil áhrif á hversu miklum fjármunum var varið til eftirlitsins.

Vandinn sé hvernig hrinda eigi í lögum í framkvæmd þegar sá sem á að gera það hafi lítið bolmagn gagnvart þeim sem beita eigi lögunum á. Svo virðist sem bankakerfið hafi ekki viljað eftirlit.

Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands, fjallaði á lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri í dag um reynslu sína af lögfræðirannsóknum, þar sem tölfræði er beitt til að lýsa réttarfélagslegum veruleika og beindi hann sjónum sínum að bankahruninu og Fjármálaeftirlitinu.  

 

www.ruv.is

Það er náttúrulega með öllu óafsakanlegt að fyrirtæki séu að gera upplýsingar um stöðu banka án þess að það sé vel skoðað. Eins er náttúrulega svakalegt ef að bankarnir voru með puttana í því hversu mikla fjármuni FME fékk í starfsemi sína.


mbl.is Landsbankamenn svari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja þar fauk ein af ástæðum sem mann hafa nefnt fyrir því að taka ekki upp Evru

Nú er danir að sjá eftir að vera ekki búnir að taka upp Evru. En menn hafa jú alltaf vitnað í að danir hafi kosið að vera utan evru. Og nú segir forsætisráðherra þeirra

......þær hræringar sem átt hafi sér stað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sýni að það er ókostur fyrir Dani að standa fyrir utan myntbandalag Evrópu, evruna. Ráðherrann boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku evru fyrir næstu þingkosningar árið 2011.

og

Þar sem Danmörk á ekki aðild að myntbandalagi Evrópu var dönskum stjórnvöldum ekki boðið að taka þátt í viðræðum sem fjármálaráðherrar evru-ríkjanna áttu um helgina um hvernig bregðast ætti við kreppu á fjármálamörkuðum. Eins þurfti danski seðlabankinn að hækka stýrivexti í síðustu viku til þess að verja gengi dönsku krónunnar í síðustu viku á sama tíma og Seðlabanki Evrópu lækkaði stýrivexti.

 


mbl.is Fogh Rasmussen: Ókostur að vera ekki í myntbandalaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr, heyr

Ég held að fólk ætti nú að vera búið að átta sig á því að krónan er ekki lengur gjaldmiðill til að byggja á. Nú í morgun var ég að hlusta á Steingrím Joð þar sem hann var að mæra krónuna og talaði um að nú væri hún góður kostur því að hægt væri að halda gengi hennar í framtíðinni lágu til að auka útflutningstekjur. Fyrir mér eru það ekki glæsilegar framtíðarhorfur. Það þýðir í raun að krónan yrði notuð til að lækka verulega allan kaupmátt í landinu. Plús það að erlendar þjóðir hafa ekki áhuga á að skipta með krónur lengur sem mundi þýða að hér mundum við til framtíðar hafa takmarkaðan aðgang að gjaldeyri. Því kæmi upp að fólk sem færi erlendis þyrfti að sækja sérstaklega um að fá gjaldeyri. Allar innfluttar vörur yrðu til frambúðar hærri. Síðan ef við lentum í annarri kreppu mundi krónan halda áfram niður á við og á endanum yrðum við að fara með hjólbörur fullar af krónum í búðir.

Held að okkur væri betur borgið í ESB. Það yrði t.d. ljóst að misvitrir stjórnmálamenn hér hefðu minni áhrif á hag okkar.

EN aðalatriðið er að að við mundum ekki lenda í þessari gjaldeyriskreppu sem við erum í dag. Minni á að við höfum 3x þurft að fá aðstoð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum áður og þá var það einmitt vegna þess að við áttum ekki gjaldeyrir til að kaupa erlendis vegna óhagstæðs viðskiptajöfnuðar. Og hvað var þá gert. Jú við fengum aðstoð og svo var gengið stöðugt fellt. Og í kjölfarið kom tímabil verðbólgu og verðfalls krónu sem á endanum varð að breyta með því að taka 2 núll aftan af því hún var orðin verðlaus.


mbl.is Innganga í ESB eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til umhugsunar!

Nú reynir Borgarbyggð að ná til sín Sparisjóð Mýrarsýslu. Þessi sparisjóður var eitt sinn einn öflugasti á landinu áður en gróðafíkn varð honum að aldurtila. Held ef að þetta tekst að menn ættu að hafa eftirfarandi frétt sér til fyrirmyndar:

Sparisjóður S-Þingeyinga í blóma

Sparisjóður S-Þingeyinga í blóma
Sparisjóður Suður Þingeyinga

Á meðan hamfarir í íslensku efnahagslífi skekja helstu fjármálafyrirtæki landsins, er rekstur Sparisjóðs Suður Þingeyinga í blóma. Góð staða sparisjóðsins veldur því að nú hefur starfsfólk hans vart undan að taka við viðskiptavinum sem flúið hafa úr öðrum fjármálafyrirtækjum með sparifé sitt.

Sparisjóður Suður Þingeyinga varð til árið 1997, þegar fimm sparisjóðir í suður þingeyjarsýslu sameinuðust. Samkvæmt hálfs árs uppgjöri sparisjóðsins skilaði rekstur hans tæpum 54 milljónum króna í hagnað, en eigið fé hans er um 500 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall hans er ríflega 12%, en stofnfjáreigendur sparisjóðsins eru um 250 talsins.

Sparisjóðurinn skuldar ekkert í erlendum lánum og hefur í gegnum tíðina staðið vörð um atvinnu, menningu og byggðamál  í héraði.

Slæmt efnahagsástand og góð staða sparisjóðsins hefur laðað að fjölda viðskiptavina undanfarna daga.

www.ruv.is

Sparisjóðir voru settir upp og studdir til að þjónusta fólkið í viðkomandi byggðarlögum og sem slíkir staðið sig vel. Af hverju að vera að rugga einhverju sem er að skila sínu. Einhverju útvöldum var boðið að gerast stofnfjáreigendur en ekki til að þeir tækju síðan sjóðinn sem byggður var upp með innleggjum fólksins og nota í brask til að græða á.


mbl.is Fá heimamenn sjóðinn aftur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru þeir þá? Geir

 Þeir sem ekki styðja inngöngu í Evrópusambandið eru ekki sjálfkrafa talsmenn þess að hverfa aftur til fortíðar

Hve lengi eiga þessir menn að fá að röfla um hlutina? Þeir benda ekki á nokkuð í staðinn. Við erum hér með handónýta krónu og menn virðast ætla að halda áfram þessu torfi og hringavitleysu. Hafa ekki flestar aðrar leiðir reyndar og ekkert dugað. Krónan komin niður til andskotans og svo á að fresta því að taka á þessum málum eitthvað fram í framtíðina. Það verður að taka völd af þessum mönnum. Nú verður að láta sverfa til stáls. Jafn vel  þó það kosti stjórnarslit!


mbl.is Hvorki ESB né fortíðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er svona að velta fyrir mér öllum þessum skrifstofubyggingum - Hver á að nota þær?

Var á ferðinni í morgun bæði í Kópavogi og Reykjavík. Í Borgartúni og við Smáralind er verið að byggja turna og mörg önnur hús í smíðum á þessum svæðum og fleiri í startholunum . Það svona hvarlaði að mér hverjir áttu eiginlega að nýta þetta húsnæði. Hversu mikið húsnæði þarf undir skrifstofur í 300 þúsundmanna landi. Þetta er í raun alveg ótrúlegt. Hundruð þúsunda af skrifstofuhúsnæði hvefur risið á síðustu árum og það á tímum þegar fólk er sífellt að eiga meira af sínum viðskiptum á netinu. Held að það hljóti að verða margar draugabyggingar nú næstu árin. Og manni er nú bara nokkuð sárt um alla þessa milljarða sem hafa farið í þetta. Hefði sjálfsagt dugað til að byggja nýtt sjúkrahús nokkrum sinnum
mbl.is Vara við því að stöðva framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlum við ekki að svara fyrir okkur??

Var að lesa þessa frétt á visir.is og hef séð hana í Bretlandi líka. Mér finnst þessi kjaftur á þessum Darling með öllu óástættanlegur og óþolandi að engin svari þessum karli:

Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, segir yfirlýsingar að vænta innan tíðar varðandi aðstoð til breskra sparifjáreigenda sem lögðu fé sitt inn í Landsbankann. Íslendingar verði hins vegar að horfast í augu við vandann sem þeir standa frammi fyrir.  Þetta kom fram á blaðamannafundi í Downing stræti í morgun þar sem Darling og Gordon Brown sátu fyrir svörum. Darling segir að í aðgerðunum felist að fá tryggingar fyrir eignum bankans í Bretlandi.

„Frekari yfirlýsinga er að vænta um Landsbankann eftir skamma stund varðandi aðgerðir sem við höfum tekið sem gera breskum fyrirtækjum kleift að starfa áfram. Við höfum gert þetta kleift með því að taka tryggingu í eignum Landsbankans hér í Bretlandi."

Darling bætti við: „Ég hitti íslenska fjármálaráðherrann í Washington síðdegis í gær og sagði honum að það væri ákaflega mikilvægt að þetta mál leystist eins fljótt og auðið er."

„Í síðustu viku, þegar ljóst var að Íslendingar ætluðu sér að skilja breska innistæðueigendur útundan í þeim aðgerðum sem þeir höfðu áformað, gripum við til aðgerða til þess að tryggja eignir bankans."

„Ég hef sagt að við viljum leysa þetta mál, en íslenska ríkisstjórnin verður að taka ákvörðun um að leysa sín eigin vandamál og þeir eru að velta því fyrir sér núna,"sagði Darling.

Hann bætti því við að íslenska ríkisstjórnin verði að átta sig á vandamálinu. „Þeir verða að átta sig á því að þeir eiga í verulegum vandræðum sem verða einungis leyst þeð því að fara út í mjög viðamiklar aðgerðir. Á meðan mun ég gera allt til þess að verja hag okkar," sagði Darling.

www.visir.is

Hann er að gera svo lítð úr okkur að það nær engri átt. Ég vill að Íslenska ríkð kaupi auglýsingar í öllum helstu blöðum þarna úti til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Auk þess sem að við leitum eftir að finna í framtíðinni annað land til að eiga gjaldeyrisviðskipti við.


mbl.is Ábyrgjumst 600 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bið fólk að halda ekki að erfiðleikarnir séu búnir þó að IMF komi okkur til hjálpar!

Menn verða að mun að aðstoðin er aðallega fólgin í láni/lánum sem við þurfum að borga! Þetta þýðir fyrir ríki sem nú er að vinna að fjárlögum næsta árs og reiknar með halla upp á 57 milljarða að við þurfum að umbylta því á næsta og næstu árum. Þetta verða væntanlega tugir eða hundruð milljarða króna sem við þurfum að borga á ári.

  • Heyrist að stjórnvöld dreymi um að þetta eigi að nýta til að virkja hér allt sem virkjanlegt er. Nota þetta sem tæki gegn náttúruverndarsinnum. Þeir tala minnstakosti um kost þess að við erum nú að flytja út svo mikið af áli. Þeir gleyma því í dag að hingað þarf að flytja allt hráefni í framleiðsluna. Þannig að það streymir út gjaldeyrir á móti

Finnar tóku á sinn kreppu sem varð snemma á 10 áratug síðustu aldar með því að ákveða að Lapplandi skildi haldið ósnortnu og vinna að því að gera út á ferðamennsku. Þar var eftir fall fjármarkað um 50% atvinnuleysi sem leystist á nokkrum árum því að ferðamanniðnaður í Lapplandi er gríðarlegur. Þar er gert út á óspillt land. Myrkur, Þögn og Kulda m.a. Þar má finna heilu hótelin byggð úr ís. Þeir hafa hertekið Jólasveinin o.s.frv.

Finnar áttu sitt Nokia. Þeir fluttu tæknideild Háskóla að verksmiðjunum og stofnuðu tæknigarða þar sem að nú allir vita um árangurinn. Jú t.d. Nokia farsími og gsm.

En Finnar leituðu ekki eftir erlendri aðstoð heldur tókust á við þetta með því að draga úr neyslu og sparnaði. Svo mjög að fólk stóð í löngum biðröðum eftir matargjöfum hjá líknarfélögum, skólar fóru að bjóða upp á heitar máltíðir þar sem að í skólana komu börn sem höfðu ekki fengið heitan mat heilu helgarnar. Og með svona hörku komust þeir út úr þessu ástandi á nokkrum árum.

Við aftur á móti erum í þeirri stöðu að við erum þegar að flytja mikið út og ættum því að komast í gegnum þetta án svona öfga. En fólk ætti að gera sér grein fyrir að næstu ár verða:

  • Skattar sennilega hækkaðir
  • Launahækkanir í algjöru lágmarki. Vonandi ekki launalækkanir!
  • Óbeinir skattar á vöru og þjónustu verða einnig háir til að stýra neyslu

Vonandi þegar að bankarnir eru orðnir burðugir aftur verður hægt að selja þá upp í þessi lán. En til þess þarf að tryggja að aldrei aftur verði um einkavinavæðingu að ræða.


mbl.is Fundað stíft með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En kæri Gísli

Þú ættir kannski að frekar að velta fyrir þér hversvegna að við sitjum nú í súpunni og þurfum að borga hundruð eða þúsundir milljarða til banka erlendis.

Finnst að við ættum nú að fá að vita allt um einkavæðingu bankana og tengsl þeirra við Sjálfstæðisflokkinn. Og hvernig af nám bindiskyldunnar og það að opna hér á algjört frelsi fjármálafyrirtækja kom okkur í þessa stöðu.

Þetta eru allt afrek ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins.

Síðan ætti að skoða af hverju að þjóðir eins og Bandaríkin, Bretland og fleiri vildu ekki aðstoða okkur?

Síðan ætti kannski að skoða af hverju að Gísli heldur að samninga nefnd okkar í Rússlandi sé líkleg að semja um lán sem gengi þvert á þjóðarhagsmuni?

Svo að síðustu á þessu erfiðu tímum ætti Gísli kannski að velta fyrir sér hvort það sé verjandi að vera á launum frá Reykvíkingum í Skotlandi á meðan landið/Borgin er að ganga í gegnum kreppu?


mbl.is Gísli Marteinn: Vill frekari skýringar á Rússaláni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu við ég held að ríkið sé ekki ábyrgðum fyrir fyrirtæki og stofnanir?

Þó þetta sé ömurlegt ástand þarna í Bretlandi þá finnst mér að ég hafi heyrt að Íslenska ríkið sé aðeins í ábyrgðum fyrir inneign einstaklinga. Mér finnst það út í hött að við förum að borga milljarða til sveitarfélaga og annarra þarna í Bretlandi. Nóg er þetta slæmt samt. Og eins þá ná ábyrgðir okkar aðeins til banka í Bretlandi sem störfuðu á Íslenskur bankaleyfi og það eru bara reikningar á vegum Landsbanka. Vona að menn standi nú í fæturna og séu ekki að borga meira en t.d. mundi gerast ef að þessir bankar væru alfarið breskir.

Minni á að þetta voru einkareknir bankar sem stóðu að þessum innlánsreikningum ekki ríkið. Og frekar vil ég lifa aðeins lengri erfiða tíma en að skuldsetja okkur lengra fram í tíman en nauðsyn er. Það þarf líka að borga af öllum þeim peningum sem ríkið þarf að fá lánað til að greiða þessar bætur. Og þetta fer að líta út sem mikill  kostnaður. Við erum jú búin að láta Bretana vita að þetta eru forgangskröfur í þrotabúin þarna úti og sagt er að þar séu töluverðar eignir.

Við eigum ekki að kaupa okkur frið við Breta fyrir hvaða verð sem er!


mbl.is Óttast um laun starfsmanna sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband