Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Föstudagur, 17. október 2008
Bíddu hverskonar verkstjórn er þetta eiginlega?
Maður hefði nú haldið að fyrsta verk ríkisstjórnar væri að hittast á hverjum degi á meðan við göngum í gegnum svona ástand. Þar væru aðgerðir mótaðar og sér í lagi svona aðgerðir. Geir tókst í dag eins og endranær að tala um að heræfingar og flug Breta væri seinni tíma mál. Honum tókst líka að gera Össur að ómerkingi í fjölmiðlum. Er það það sem við þurfum helst? Það virðist allt vera seinni tíma mál hjá Geir. Og þessi fögnuður hans yfir yfirlýsingu Breta varðandi aðra reikninga en Landsbankans er orðin hjákátlegur í ljósi yfirlýsinga upp á hvern dag að gjaldeyrismálin eigi nú að vera komin í lag.
Held að við mundum ekkert finna fyrir því þó að Bretum væri gefið frí. A.m.k. að fyrirlægi yfirlýsing um að hingað kæmu þeir ekki ef að Breta héldu áfram að neita að láta okkur fá fjármagn sem við eigum í löglegum reikningum í Bretlandi.
Það var rétt hjá Össuri að þjóðarstolt okkar leyfi það ekki að Bretar komi hér ef öll samskipti okkar við þá eru í uppnámi. Geir segir að við höfum beðið Nató um þessa viðveru þeirra hér. Nú þá bara biðjum við þá um að fresta því um ókominn tíma.
Egill Helgason er með góða hugmynd:
Bresku þoturnar
Það væri nú svolítið sniðugt að kyrrsetja bresku þoturnar í Keflavík.
Við gætum svo skilað þeim aftur einhvern tíma á næsta ári.
Eða þegar breska stjórnin lætur af tuddaskap sínum.
![]() |
Höfum ekki sagt NATO að Bretar séu óvelkomnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 17. október 2008
Ætlar stjórnin ekki að fara að huga að mannorði okkar?
Hversu lengi ætla menn að vera að því að skipuleggja viðbrögð okkar? Þetta nær ekki nokkurri átt. Það er með ólíkindum að einstaklingar eins og Eiríkur Bergmann og Gylfi séu þeir einu sem heyrist i á alþjóðavettvangi að tala máli okkar. Þessi nefnd ráðherra finnst mér taka sér allt of langan tíma til að koma upplýsingum á framfæri.
Mannorð er okkar verður ekki auðveldlega bætt ef við látum það drabbast niður nú á þessum örlagaríku vikum
Og ef engin treystir okkur verða að lokum engin viðskipti með vörur okkar erlendis og markaðir tapast.
![]() |
Úthýst vegna þjóðernis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 17. október 2008
Mikið óskaplega er þetta leiðinlegur siður!
Veit ekki hvort þetta er nauðsynlegt en það fer í taugarnar á manni að það er sífellt verið að auglýsa þessa blaðamannafundi en síðan kemur ósköp lítið fram á þeim sem ekki er vitað fyrir. Nú geri ég ráð fyrir að Ísland og Belgía séu að semja um skuldir á IceSave eða hliðstæðum reikningum. Þó er möguleiki á að Belgía ætli að hjálpa okkur með þá.
EN að auglýsa svona fund með svo löngum fyrirvara er ekki alveg að gera sig fyrir mig og gefur kost á sögusögnum
Vildi heldur að efni fundarins væri gefið upp þannig að fréttamenn væru undirbúnir með réttu spurningarnar.
Og draumurinn væri náttúrulega að Geir gæti komið með á þennan fund nákvæma áætlun um hvernig hann og félagar ætla að koma okkur út úr þessu og svo framtíðarsýn fyrir Ísland. Ekki alltaf að tala um að það sé ekki tímabært að ræða framtíðina.
![]() |
Blaðamannafundur hjá forsætisráðherra í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. október 2008
Það var marg búið að biðja um að hægt yrði á í Kópavogi
Það er nú hægt að segja að Kópavogur hafi hagað sér eins og þessir útrásarmenn. Það var sleitulaust verið að brjóta land undir byggingar og þá skipti engu máli þó að íbúar mótmæltu og bæðu um samráð. Það var reynt að valta yfir þá. Hugmyndir eins og hafskipahöfn sem kostaði Kópavog hundruð milljóna var rokið í og svo hætt við nokkrum árum seinna því að það voru stórskipahafnir báðum megin við sem önnuðu þessu.
Ég hef ítrekað bent á að gæði búsetu í Kópavogi væri ekki í nokkrum tengslum við útþenslustefnu bæjarins. Nú situr Kópavogur uppi með það að hafa eytt milljörðum í að skipuleggja svæði þar sem fáir vilja byggja nú.
Gustssvæðið sem korter fyrir kosningar var keypt á milljarða til að redda einhverjum fjárfestum sem höfðu gengið svo langt að borga 32 milljónir fyrir 40 ára hesthús er nú aftur komið í hendur á Kópavogi sem kostar bæinn tímabundið milljarða.
Svona miklar framkvæmdir kosta lántökur sem svo kalla á frekari útþenslu til að borga þau.
Bendi á stöðu Seltjarnarness til samanburðar. Þar geta þau m.a. haft lægra útsvar vegna lægri skuldastöðu.
Held að það væri nú vænlegt í framtíðinni að hugsa meira um þá bæjarbúa sem búa nú þegar í Kópavogi og gera vel við þá, án þess að kosta milljörðum í að þenja bæinn út. Þessi útþensla á líka eftir að flýta því að Kópavogur sameinast Reykjavík enda eru bæjarfélögin nú aðskilin á köflum með göngustígum milli húsa nær alveg upp að Elliðavatni.
![]() |
4-5 milljarðar vegna lóðaskila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. október 2008
Jæja þið aumu ESB andstæðingar lesið þessa frétt vandlega!!!!!!!!
Ég stenst ekki mátið að setja þessa frétt hér í heild sinni:
Segir Evrópusambandsaðild hafa bjargað Írum
Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, segir aðild landsins að Evrópusambandinu hafa bjargað landinu frá sömu örlögum og Ísland tekst nú á við í efnahagsmálum. Þetta kemur fram í viðtali á Cowen við fréttastofu Reuters. Í efnahagslegu tilliti, væri Írland í miklu verri stöðu ef landið hefði ekki verið aðili að Evrópusambandinu og þannig notið góðs af aðgerðum evrópska seðlabankans á undanförnum vikum og mánuðum, sagði Cowen í viðtali við Reuters fyrr í dag.Bankakreppan, sem leikið hefur fjármálastofnanir um allan heim grátt á undanförnum vikum og mánuðum, hefur skapað mikil vandamál víðar en á Íslandi. Cowen segir ljóst að það væri erfitt fyrir landið að takast á við vandann ef evrópska seðlabankans hefði ekki notið við. Aðgangurinn að evrópska seðlabankanum er miklu sterkari stoð heldur en seðlabanki Írlands eða Íslands. Það liggur í augum uppi, sagði Cowen og vitnaði til efnahagsvandamála sem Ísland glímir nú við. Ég vil ekki til þess hugsa sem staðan hjá okkur væri eins og hjá þeim (Íslendingum), með okkar eigin myntkerfi, bætti Cowen við.
Held að menn ættu svo að skammast sín og reyna að kynna sér málin almennilega áður en þeir tala um hlutina.
Og svo til þeirra sem hafa bent á Noreg til að bjarga okkur og ekki viljað sjá Alþjóðagjaldeyrissjóðin er hér frétt af ruv.is
Íslendingar yrðu fyrst að fallast á skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, leggja fram trúverðuga áætlun um lausn núverandi vanda og eftir það væri hefð fyrir að seðlabankar annarra ríkja legðu einnig fram fé. Þetta kom fram í opinni umræðu í norsku fjárlaganefndinni í dag. Kristín Halvorsen fjármálaráðherra Noregs ítrekaði boð um stuðning.
Vandi bankanna í Noregi, á Íslandi sem og í heiminum var til umræðu hjá þingnefndinni í dag.
Svein Gjedrem, seðlabankastjóri, var spurður á opinni umræðu í norska fjárlaganefndinni í dag hvers vegna ekki hefði borist meiri aðstoð frá Noregi til Íslendinga í bankakreppunni en þegar hefur verið veitt.
Hann sagði að aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri forsenda þess að aðrir aðstoðuðu. Ef Ísland þarf á aðstoða að halda er hefðin sú að biðja fyrst um áætlun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sagði seðlabankastjóri. Og í framhaldi af því fá lán frá sjóðnum.
Þær lánalínur sem þá opnast eru að vísu ekki umtalsverðar en hefð er fyrir að aðrir seðlabankar bæta þar við, sagði seðlabankastjóri.
Vandi bankanna í Noregi, á Íslandi sem og í heiminum var til umræðu hjá þingnefndinni í dag. Fjármálaráðherra, auk seðlabankastjóra og forstjóra fjármálaeftirlits voru boðaðir fyrir nefndina.
Gejdrem, seðlabankastjórinn, sagði að trúverðug áætlun íslenskra stjórnvalda um lausn vandans væri forsenda stuðnings frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Skilyrði sjóðsins þætti jafnan ströng og hvað varðaði Ísland nú þyrfti að endurskoða fjárlög, vinna bug á verðbólgu, koma upp gjaldgegnum gjaldmiðli og byggja upp nýtt bankakerfi. Vandi vegna viðskiptahalla leystist hins vegar nú af sjálfu sér.
Fjármálaráðherra ítrekaði í umræðunni að Norðmenn væri sem fyrr vinveitt þjóð og myndu koma til hjálpar ef beðið væri um. ,,Ég vil að þeir viti að við erum vinveitt þjóð," sagði Kristín Halvorsen ,,og ég held að undrunin yfir aðferðum Bretanna sé mikil á Íslandi núna."
Og andskotist þið núna til að endurskoða ykkar hugmyndir. Þetta er bæði meint til bloggara sem og Sjálfstæðismanna, forneskjuhluta Framsóknar og Vg.
![]() |
ESB bjargaði okkur segir Cowen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Fimmtudagur, 16. október 2008
Látum þá bara lögsækja okkur!
Það getur bara ekki verið að íslenska ríkið sé í ábyrgðum fyrir öllum gerðum íslenskra brjálæðinga sem höfðu yfir bönkum að ráða. Þetta var einkafyrirtæki og við neitum að bera meiri ábyrgð á því en Hollendingar bera á sínum fyrirtækjum.
Svo leyfum þeim bara að lögsækja okkur. Við höfum engu að tapa lengur. Álit á okkur er hvort eð er komið í skítinn. Það er óþarfi að við gerum þjóðina gjaldþrota líka.
![]() |
Hollendingar hóta málsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Ef Guðni fengi að ráða!!!
- Þá værum við að virkja allar ár í dag eða á morgun
- Allir mundu flytja í torfkofa
- Allir færiu út að slá með orf og ljá
- Engin samskipti yrðu við útlönd og helst engir samningar gerðir. Því allir væru að svindla á okkur og reyna að taka af okkur landið.
- Og að öllum yrði hleypt í fiskinn skítt með alla verndun. Við ættum bara að hugsa um daginn í dag.
- Og engar breytingar ætti að gera á seðlabanka eða krónunni.
En sem betur fer ræður Guðni ekki. Kann betur við Valgerði samflokks þingmanns hans að því leitinu til að hún er þó aðeins að hugsa til þess að við þurfum að huga að framtíðnni og framtíðin og krónan fara ekki saman.
![]() |
Samfylking hrærir í blóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 15. október 2008
Skrýtin tímasetning! - Maðurinn var nýbyrjaður!
Þetta er furðuleg tímasetning á starfslokum. Maðurinn ný byrjaður. Skildi hann vera eitthvað ósammála ríkisstjórn eða kannski bara Geir
Tryggvi hættir sem efnahagsráðgjafi
Tryggvi Þór HerbertssonForsætisráðherra og Tryggvi Þór Herbertsson hafa komist að samkomulagi um að sá síðarnefndi láti af störfum sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.
www.visir.is
![]() |
Tryggvi Þór hættur sem efnahagsráðgjafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 15. október 2008
Af hverju í ósköpunum er ekki haldnar ráðstefnur um þetta á hverjum degi.
Finnst þetta algjörlega ómögulegt. Það eru aðlar að koma í fjölmiðla og tala alltaf hver á móti öðrum um hvert skref sem stigið er. Um sumt eru menn sammála en í öðru þá ber þeim mikið á milli.
Mér fyndist í þessu árferði ættu að vera ráðstefnur eða málþing á hverjum degi þar sem menn ólíkra nálgana kæmu saman og ræddu sínar hugmyndir að lausnum. Það er ómögulegt fyrir okkur að mynda okkur skoðun þegar menn fá að tjá sig svona í bútum um sína skoðun en við fáum aldrei heldarmynd af stöðu og framtíðarmöguleikum
![]() |
Seðlabankinn stígi varlega til jarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. október 2008
Þetta er nú furðuleg kaupmennska- þessi spákaumennska
Vísitlahlutabréfa búin að falla um marga tugi prósenta. Síðan hækkar hún aðeins og menn selja eins og anskotinn og segjast vera að innleysa hagnað???? Hvaða hagnað? Jú kannski fyrir þá sem keyptu í gær en varla þeir sem áttu bréf fyrir? Þeir hljóta að vera í tapi. Þetta er eins og þegar olíuverð tók að hækka og alltaf var verið að tala um olíubirgðir í USA sem reyndust svo alltaf nægar. Eðlilegt að svona kerfi hrynji reglulega og í raun furða að það gerist ekki oftar. Þessi vísindi eru náttúrulega fáránleg. Fyrirtæki verða verðmætari en þau geta nokkurntíma staðið undir. Held að heimurinn væri betur kominn án þessara kauphalla til lengdar.
![]() |
Hlutabréf lækka á Wall Street |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 969770
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson