Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Samkvæmt þessari frétt er bönkunum slétt sama um lánshæfismat Moody´s
Furðuleg viðbrögð banka. Þeim finnst þetta bara allt í lagi. Þeir eru að borga mjög hátt skuldaálag og eru að fá lækkun á lánshæfismati og finnst þetta bara allt í lagi. Hefði haldið að fleiri bankar færu í tiltekt hjá sjálfum sér eins og Glitnir er að gera.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, segist telja að nýtt lánshæfismat matsfyrirtækisins Moody's muni ekki hafa mikil áhrif, því markaðsaðilar hafi þegar gert ráð fyrir þessum breytingum.
Sama lánshæfismat og fyrir ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Bara svona að benda á myndir af pyndingum USA í Írak.
Þetta eru aðferðir sem hin siðmenntaða þjóð USA notar á fanga. Svo eru þeir að setja út á aðferðir Al Qaida.
Bush hvetur til lagaundanþágu á símahlerun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Sparnaðartillaga: Láta kaupin á Laugarvegi 4 og 6 ganga til baka!
Annars var ég að lesa þetta á http://www.eyjan.is/ordid/:
28. febrúar, 2008
Ólöf höfundur Laugavegsskipulagsins
Orðið á götunni er að aðalhöfundur deiliskipulagstillögunnar sem gerði ráð fyrir því að húsin við Laugaveg 4 og 6 yrðu rifin og nýtt hús byggt undir hótel í staðinn sé enginn annar en Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, nýr aðstoðarmaður nýs borgarstjóra, Ólafs F. Magnússonar.
Ólöf Guðný er arkitekt að mennt og vann sem starfsmaður hjá arkitektastofu Gylfa Guðjónssyni við gerð tillögunnar umdeildu. Ólafur F. Magnússon lét verða sitt fyrsta verk í borgarstjórastóli að ógilda deiliskipulagið þegar hann lét borgarsjóð kaupa húsin fyrir 480 milljónir króna - húsin sem nýi aðstoðarmaðurinn hafði skipulagt á bak og burt.
Aukið aðhald hjá Reykjavíkurborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Bara að benda á góðar greinar
Bendi á greinar á svæði Péturs Tyrfingssonr eftir Andrés Magnússon þar sem hann fjallar um þróun mála hér á landi frá einkavæðingu bankana. Hann kallar þessar greinar fögur er hlíðin og tekur þetta flott fyrir. ath. að greinarnar eru í öfugri röð þannig að það þarf hér og fletta svo áfram á næstu síðu.
Nokkrar tilvitnanir
Finnst almenningi umfjöllun íslenskra fjölmiðla um hin Glæstu uppkaup íslendinga erlendis vera í samræmi við veruleika súluritsins hér að ofan? Hrein staða Íslands var neikvæð um 122% en hrein staða án áhættufjármagns var nálægt 200% af vergri þjóðarframleiðslu. Aðeins eitt land í heiminum hefur hærri hluta af erlendum fjárfestingum sínum í áhættufjármagni. Erlendar skuldir innlánsstofnana voru 82% af erlendum skuldum íslendinga.
Önnur tilvitnun
Niðurstaðan af því sem hér hefur verið ritað, og sundurgreint í tölulið 1 til 4, er að alvarlegt þjóðarmein, vaxtaáþján, er látið viðgangast. En hið grafalvarlega í þessu máli er að meininu er viðhaldið með aðferðum sem benda til þess að veruleg brotalöm sé á íslensku lýðræði, nefnilega skortur á upplýsingum og umræðu.
Eftirtöldum spurningum þarf að svara:
1. Á fyrri hluta tíunda áratugarins, þegar bankar voru einkavæddir, varð gífurleg lækkun á vöxtum í Evrópu, fara þurfti 100 ár aftur í tímann til þess að finna jafn lága vexti. Á sama tíma varð sáralítil vaxtalækkun á Íslandi. Hvers vegna hækkuðu vextir hlutfallslega svo mjög á Íslandi miðað við önnur lönd á þessum tíma?
2. Yfirleitt eru hugsjónafélög lögð niður eða róttækt breytt þegar þau hafa ekki lengur neitt hlutverk og/eða þegar reksturinn gengur illa. Þessi skilyrði voru ekki til staðar þegar Sparisjóðirnir voru einkavæddir. Þvert á móti gékk rekstur þeirra sérdeilis vel, og hlutverk þeirra hafði aldrei verið mikilvægara þar sem bankavextir voru óviðráðanlega háir og sparisjóðirnir gátu lánað á lægri vöxtum (vegna þess að það var mikill tekjuafgangur á rekstri þeirra).
3. Hvað hefur orðið af margboðuðum útreikningunum hagfræðideildar H.Í. af þjóðhagslegum ávinningi útrásarinnar?
4. Hví hafa tölurnar frá Seðlabankanum um stöðuga versnun eignarstöðu Íslands aldrei náð inn í fjölmiðla en sífellt er þjóðinni talin trú um að íslendingar séu að eignast verðmæti erlendis? Hví er engin umræða í fjölmiðlafræðum og blaðamannafélaginu um hvort eignarhald fjölmiðlanna hafi áhrif á skrif um fjármál og vaxtamál?
5. Hver er kostnaður almennings af að hafa íslensku krónuna? Hvað myndi sparast ef almenningur fengi greitt í evrum og hægt væri að taka evrulán án gengisáhættu? Hvað myndi sparast með aukinni verðsamkeppni erlendis frá- og aukinni verðvitund ef evran yrði tekin upp? Hver er hagstjórnarmáttur krónunnar, hver er ágóðinn við að hafa hana og hví er ekki reynt að setja þessar stærðir inn í reiknilíkan?
6. Nú hefur gífurlegum eignum verið komið á fáar hendur á Íslandi, og samkvæmt frjálshyggjukenningum á það að leiða til aukinnar hagsældar alls almennings. Hafa þessar kenningar reynst réttar? Hvað hafa ráðstöfunartekjur aukist mikið þegar tekið hefur verið tillit til greiðslubyrði vegna ofurvaxtanna íslensku?
Tveir dánumenn hefðu orðið verulega vonsviknir ef þeir hefðu frétt af framistöðu Háskólanna á Íslandi í þessum málum, en það eru þeir félagarnir Platón og Jón Sigurðsson. Platón, stofnandi háskóla, var á móti mötun, en hvatti til umræðu og sjálfstæðrar hugsunar. Jón Sigurðsson var á móti verslunareinokun og því að miklu hærra verð þyrfti að greiða fyrir vörur á Íslandi en í Danmörku. Hann trúði því að ef íslendingar eignuðust eigin háskóla og vel menntað fólk, þá yrði ekki hægt að selja vörur einsog lán þrefallt dýrara á Íslandi en í nágrannalöndunum. En þar skjátlaðist honum. Menntunarstig þjóðarinnar virðist vera þannig að árum saman er hugmyndin um Útrás tuggð upp á þess að nokkur maður, hagfræðingur, fjölmiðlafræðingur, stjórnmálafræðingur, lögfræðingur eða viðskiptafræðingur, hirði um að kanna frumheimildirnar hjá Seðlabanka eða Hagstofu.
Úrvalsvísitalan niður fyrir 5 þúsund stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.2.2008 kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Hvaðan hefur Geir þær upplýsingar að meirihluti þjóðarinar sé á móti ESB?
Hefur þetta verið kannað nýlega? Eru ekki allir að tala um upptöku evru nú um þessar stundir? Hefur nú síðustu mánuði verið kannað um hug íslendinga varðandi inngöngu í ESB?
Hann sagði að þar sem að Sjálfstæðisflokkurinn leiddi ríkisstjórn og væri á móti inngöngu í ESB þá væri þetta mál ekki á dagsskrá. Auk þess sagði hann að meirihluti þjóðarinnar væri á móti inngöngu! En hvernig getur fólk tekið upplýsta ákvörðun um það án þess að sjá hvernig samning við fengjum?
Hann sagði einnig að gallar fyrir okkur um fram kosti við inngöngu væru það stórir að umsókn um inngöngu gæti ekki komið til greina. Væri gott að vita alla þessa galla. (fyrir utan fiskimiðin en þau eiga jú kannski um 1000 íslendingar í dag)
Geir: Einhliða upptaka evru gæti þýtt pólitíska erfiðleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Gatnamót Miklu- og Kringlumýrarbrautar verða alltaf vandamál- Nema
Það er alveg dæmt til þess að þessi gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrabrautar verða alltaf vandamál nema að samhliða séu gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar, Miklubrautar - Háleitisbrautar og Miklubrautar - Grensásvegar séu líka löguð um leið. Það er til lítils að hafa stöðugt flæði um ein gatnamót ef að við taka önnur sem hafa takmarkaða flutnings getu. Eins þá yrðu gatnamót Kringlumýrarbrautar og Laugarvegar sem og gatnamótin þar fyrir ofan. Einnig gatnamótin við Borgartún og Sæbraut. Það er nokkuð ljóst að ef að farin verður þessi leið við Kringlumýrarbraut/Miklubraut þá tekur við nokkra ára framkvæmdir með alveg ógurlegri umferðateppu vegna bráðabirgða hjáleiða.
Þetta er náttúrulega eitt af því sem bæjarfélög þurfa að huga að við ný skipulögð kerfi að umferðamannvirki séu strax hönnuð fyrir væntanlegt umferðamagn, þannig að fólk þurfi ekki að búa við það ár eftir ár að komast varla um hverfið þar sem að stöðugt er verið að vinna í að stækka umferðamannvirki með tilheyrandi þrengingum og ófærum.
Íbúasamtök gagnrýna hugmyndir um gatnamót við Kringlumýrarbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Var Ómar ekki á hálum ís líka á þessum tíma
Var að lesa dóminn í máli Ómars gegn Gauki. Þar í niðurstöðu dómara stendur m.a. í kaflanum þar sem dómari fer yfir málavöxtu:
Vill Paul Nikolov að Aron Pálmi Ágústsson rotni í fangelsi? Í greininni er fjallað um afstöðu Pauls Nikolov, sem var í framboði til Alþingis 2007, til máls Arons Pálma Ágústssonar. En þar er gefið til kynna að Paul Nikolov, undir notendanafninu jadetree og grapevine hvetji til skrifa um að Aron Pálmi eigi að rotna í fangelsi
Ég verð nú að segja að þetta er nokkuð grófar aðdróttanir finnst mér. Eins kemur fram í dómnum:
Á vefsíðu 4. maí 2007 birti stefnandi aulafyndni um málfarsleg vandræði pólskra verkamanna. Nokkur fréttaflutningur spratt af veikindum verkamanna við virkjanirnar að Kárahnjúkum. Blaðamaður Fréttablaðsins leitaði til stefnanda, blaðafulltrúa Impregilo, verktaka við virkjanaframkvæmdirnar og sem svar við spurningu um hvort skítt sé að vinna á Kárahnjúkum þá komi einfalt svar á þá leið að þeir sem hirði ekki um hreinlæti geti lent í djúpum skít. Ýmsum hafi fundist þetta svar kaldranalegt og niðurlægjandi gagnvart þeim sem höfðu veikst. Nokkrir höfðu í framhaldinu hörð orð um stefnanda án þess að það sé frekar rakið hér.
Sekur um meiðyrði á bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Orkuútrásin?
Hef verið að velta fyrir mér þessari meintu útrás okkar. Það hafa verið nefnd nokkur lönd sem möguleikar. Lönd eins og Indónesía og Kína. Lönd í Suður Ameríku, Afríku og Evrópu. Varðandi Suður Ameríku, Asíu og Afríku er ég að velta fyrir mér hagnaðarmöguleikum? Þarna erum við að tala um lönd með lága þjóðarframleiðslu, fátækt og ótryggt umhverfi í stjórnmálum. En væntanlega er kostaður við hönnun. boranir, byggingu virkjana og annað svipað og hér. Því fer maður að velta fyrir sér hver á að kaupa orku frá þessum virkjunum? Og eins eru jarðvarmavirkjanir eins hagkvæmar í löndum þar ekki er þörf á að nýta þann varma sem er umfram og afurð rafmagnsframleiðslu með jarðvarma? Hér m.a. notað til húshitunar sbr. Nesjavelli. Ekki mikil þörf á því þarna í Afríku t.d.
Er ekki líkur á í mörgum þessara landa að fyriræki sem reisir þar virkjanir geti lent í því að þær verði þjóðnýttar? Er ekki líkur á að í mörgum þessara ríkja þurfi að kosta miklu til í mútur til að fá virkjunarleyfi og þess háttar? Og er þetta þá eitthvað sem viljum leggja nafn Landvirkjunar, Orkuveitunnar við ? Hefur virkilega eitthvað verkefni skilað þessum fyrirtækjum Geysir Green og fleirum einhverjum hagnaði? Hvað með þetta háskólaþorp í Kína. Er sú hitaveita að skila þeim fyrirtækjum sem hana byggðu hagnaði?
Orkufjárfestingar jákvæðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Rosaleg harka - tóku myndir af þeim!
Eitthvað skrýtið við þessa frétt. Talað um roskalega hörku en svo var þetta bara myndartaka án þess að lögreglan sýndi skílrírki
Frétt af mbl.is
Lögregla í Danmörku gagnrýnd
Erlent | mbl.is | 25.2.2008 | 7:37
Mannréttindasamtök og stjórnmálamenn í Danmörku hafa lýst áhyggjum af harkalegri framgöngu lögreglu í landinu gagnvart ungmennum sem efnt hafa til óeirða á götum danskra borga og bæja að undanförnu. M.a. hafa verið teknar myndir af 13 til 15 ára piltum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten
Lögregla í Danmörku gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Ef Hanna og hinir styðja Vilhjálm - hvað hefur þá verið að gerast síðustu mánuði?
Ef allir styðja Vihjálm. Um hvað hefur þá umræðan innan Sjálfstæðisflokksins snúist síðustu mánuði? Ef að allir styðja hann - afhverju gátu þau ekki gefði þessar yfirlýsingar þegar á þau var gengið fyrir nokkrum vikum? Eru þessi krakkar virkilega að halda að fólk kjósi þau aftur ef þau bara sveiflast fram og til baka eftir skipunum frá örðrum?
Þetta er fólk sem upplifði það fyrir 4 mánuðum að oddviti þeirra var farinn að taka veigamiklar ákvarðanir án þess að hafa þau með í ráðum. Og síðan sátu þau í súpunni. Og nú eru þau bara sátt eins og daginn sem Björn Ingi gekk frá samstarfi við þau. Þá voru þau búin að hittast nokkrum sinnum og allt var bara í lagi.
Ekki hægt að segja að framtíð þeirra í stjórnmálum geti verið björt.
Björvin Valur lýsir þessu vel:
Óákveðnir
Þetta er augljóst, borðleggjandi - Vilhjálmur og sexmenningarnir eru ekki borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru fulltrúar óákveðinna kjósenda og Ólafur F situr í borgarstjórn fyrir auða og ógilda.
Rakst svo á þetta inn á www.dv.is
Það kom aldrei til greina að ég hætti sem borgarfulltrúi. Ég var alla tíð staðráðinn í því að láta ekki mjög neikvæða og afar einhæfa umfjöllun fjölmiðla segja mér fyrir verkum í þessum efnum, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, í viðtali sem birtist í DV á morgun.
Það hefði í raun orðið ólýðræðisleg niðurstaða og háskaleg skilaboð til fjölmiðla og almennings. Ábyrg gagnrýni málefnalegra fjölmiðla er lýðræðinu mikilvæg. En fjölmiðlar eiga ekki að segja stjórnmálamönnum fyrir verkum. Það gerir samviska þeirra - og kjósendur á
Styður yfirlýsingu Vilhjálms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 969479
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson