Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Þetta finnst mér nú sýna vel hvað þetta er óljóst hjá Sjálfstæðismönnum
Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Þetta er nú ekki merki um stöndugan flokk
Ekkert ákveðið, ekkert breytist. Málið aftur skoðað eftir ár!
Alveg furðulegt að svona gróinn flokkur skuli skiptast í svona skýrar fylkingar þar sem enginn virðist geta tekið ákvörðun. Og eins þá er það augljóst að í borgarstjórnarflokknum er fólk sem ekki er að valda þessu embætti að vera kjörinn fulltrúi flokksins í borgarstjórn. Þau virðast felst vera þarna til að skara eld að eigin köku og þess arms sem þau standa fyrir. Og fyrir vikið verður þarna næstu misserin fólk sem ekkert þorir að gera til að rugga bátnum.
Ákvörðun síðar um borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 23. febrúar 2008
Menn auðsjáanlega orðnir blóðþyrstir hér á landi
Að menn skuli gera sér ferð á staðinn til að sjá hvort þeir verði heppnir og fái að fara á fjöll og drepa eins og eitt hreyndýr finnst mér full langt gengið. Ég vona bara dýrana vegna að það séu ekki lélegar skyttur í þessum hóp. Finnst algörlega nauðsynlegt að þessi dýr séu drepin án þess að dauðastríðið sé langt eða að særð dýr sleppi.
En ég verð að viðurkenna að hreindýrakjöt er gott. Vild að það væri bara hægt að fara með þau í sláturhús eins og annað kjöt sem við borðum.
Eftirvænting vegna útdráttar hreindýraveiðileyfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 23. febrúar 2008
Er eitthvað að marka þetta?
Þorsteinn Már hefur farið mikinn í blöðum síðan að hann tók við. Til að byrja með er hann Stjórnaformaður og stjórnar því í umboði stjórnar þannig að yfirlýsingar hans eru væntanlega eitthvað sem stjórnin hefur ákveðið.
Eins þessar yfirlýsingar um enga starfslokasamninga náttúrulega ekkert sem er að marka fyrir en á því er tekið. T.d. þegar að bankinn þarf að losa sig við einhvern háttsettan þá efast ég ekki um að við hann verður gerður starfslokasamningur.
Eins þá bendir allt hans fas nú síðustu daga til þess að það sé eitthvað að hjá Glitni. Ef að það þarf að draga svona úr kostnaði þá hefur hann væntanlega farið úr böndunum eða að bankinn er að komast í mikla erfiðleika. Þá vekur athygli að Lárus bankastjóri skuli ekki hafa þegar verið byrjaður á þessu. Það þurfti jú að kosta milljóna hundruðum í að kaupa hann til bankas.
En vonandi er þetta byrjunin á því að launkjör stjórnenda fjármálafyrirtækja hér fara að verða eitthvað eðlileg. Ekki þannig að þau taki mið af hæstu launum í stærstu fyrirækjum veraldar. Þau rök að þessir stjórnendur séu svo eftirsóttir um allan heim eru ekki að halda. Sé t.d. ekki að Bjarni Ármanns hafi lent í því að það hefði verið slegist um að ráða hann. Og eitthvað virðast menn hafa að athuga við stöðu íslenskra banka fyrst að þeir snarhækka skuldatryggingarálagið á þá svona mikið.
Ekki fleiri starfslokasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 23. febrúar 2008
Af hverju eru íslenskir bankar með svona hátt tryggingarálag?
Álagið í hæstu hæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 22. febrúar 2008
Fyrst við erum að tala um Reykjavík þá las ég í DV.is að Villi verður áfram
Svona áður en ég hendi inn hér tilvitnun í dv þá er kannski rétt að benda á að kennarar frá þarna heilar 69 þúsundi í álagsgreiðslu á 3 mánuðum. Veit ekki hvort að fólki finnst þetta mikið. Mér finnst það ekki. Þetta samsvarar um 7 til 8 yfirvinnutímum á mánuði. Þetta finnst mér ekki mikið hefur ekki verið að greiða hjá öðrum sveitarfélögum allt að 30 þúsundum í allan vetur.
En sem sagt ég las þetta á www.dv.is
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, í borgarstjórn hefur ákveðið, samkvæmt heimildum DV, að sitja áfram sem oddviti í Reykjavík. Hann mun hafa tekið um þetta ákvörðun í gær og tilkynnt nánustu samverkamönnum sínum, meðal annars Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hún og fleiri fulltrúar hafa lýst yfir því að þeir muni styðja Vilhjálm í þeirri ákvörðun sem hann taki.
Aftur á móti skilja ekki allir borgarfulltrúarnir samtöl Vilhjálms í gær þannig að hann hafi afdráttarlaust lýst ákvörðun sinni. Vilhjálmur hefur engin önnur áform en að taka við borgarstjóraembætti að ári en um það er rætt innan flokks að prófkjör verði haldið í mars eða apríl á næsta ári. Eða um það bil sem hann á að taka við borgarstjóraembættinu. Með ákvörðum Vilhjálms er lokið þeirri óvissu sem staðið hefur í nokkrar vikur um fyrirætlanir hans.
Kennarar í Reykjavík fá álagsgreiðslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Bölvuð vitleysa
Eru menn að reyna að halda því fram að lækkun eða niðurfelling stimpilgjalda geri útslagið fyrir hvort fólk kaupir íbúð eða ekki. Þetta er hvað eitthvað um 1% gjald sem sagt nokkur hundruð þúsund. Svona fréttir eru bara auglýsing fyrir fasteignasala sem eru að reyna að glæða viðskiptin.
Bankar hættir að mestu að lána nema á háum vöxtum, íbúðarverð út úr öllu korti og þessháttar er það sem heldur fólki frá markaðnum.
Þetta er held ég tilbúin frétt. En auðvita er ég eins og aðrir glaður með að þetta óréttláta stimilgjald sé að hverfa vonandi.
Rót virðist komið á fasteignamarkaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Ekki skrítið að Omega er alltaf að betla peninga!
Rakst á þessa mynd hér á netinu. Þetta er víst bifreið Eiríks omegastjóra sem þarna er lagt í stæði fyrir fatlaða. Ekki nóg með það heldur er þetta jeppi upp á kannski 3 til 4 milljónir. Svo voga þessir menn þarna hjá Omega að koma fram og bera það á borð fyrir okkur að þeir séu nánast í sjálfboðaliðsstarfi. Þeir hafa nú á síðustu árum keypt jörð fyrir austan heilan skóla og alles.
Held að fólk ætti að athuga í hvað það er að gefa þegar það sendir þeim peninga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Hvað er að fólki? ESB ríki eru eins sjálfstæð og við!
Nú fagna allir síðustu ár að við höfum gengið í EES og samið við ESB. Menn eru ekki svo mikið að taka eftir því að við það þá afsöluðum við okkur hluta fullveldis til ESB og EES samningsins. Þetta lýsir sér m.a. í því að við þurfum að innleiða nær öll lög og reglugerðir sem ESB setur. Hef ekki séð að það hafi haft svo mikil áhrif hér á landi nema kannski til góðs.
Held að menn ættu að horfa til þeirra landa sem þegar eru í ESB og spyrja sig að því hvort að þau hafi ekki haldið sjálfstæði sínu. Hvað t.d. með Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Bretland, Spán, Frakkland, Ítalíu, Belgíu, Holland og svo mætti lengi telja.
Það hefur sýnt sig að bæði fyrir Finnland og Svíþjóð hefur þetta haft gríðarlega hagsbót í förm með sér fyrir fólkið sem býr þar. Matarverð lækkað um tugi prósenta og almennt tryggt aukna samkeppni.
Eftir vill ættu menn að fara og lesa hvað menn sem voru á móti EES sögðu að myndi gerast hér þegar það mál var á dagskrá 1990. Þessir sömu menn passa sig á að rifja það ekki upp. Og enginn þeirra er með á stefnuskránni að segja samningnum upp ef þeir komast í stöðu til.
Allir eru nú að tala um stöðu krónunnar og stýrivexti. Engin leið hingað til hefur virkað til að bæta ástandið. Af hverju má ekki kanna hvað hugsanleg innganga gæti skilað okkur? Og hvað er að því að vera tilbúin ef aðstæður eru réttar að sækja um.
Flestir sem ræða um ESB vita ekkert út á hvað það gengur. Þeir hafa bara tileinkað sér röflið um báknið í Brussel sem Mogginn og fleiri hafa haldið að okkur í gegnum árin. Ég er ekki að halda því fram að þar sé allt fullkomið. En er ástandið hjá okkur í dag t.d. á Alþingi fullkomið hér. Minni bara á eftirlaunafrumvarp , kvótaframsalið og landshlutapot þingmanna .
Eina leiðin að sækja um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Ég verð nú að segja að þessi áætlun er loðin
Var að fyrir forvitnissakir að kýkja á þessa 3 ára áætlun. Mér finnst það nú meiriháttar furðulegt að þrátt fyrir að samningar séu nú lausir við starfsfólk borgainnar þá reikna þeir ekki með hækkun á launalið milli ára næstu 3 árin. Verða engar hækkanir hjá borgarstarfsmönnum. Á ekki skv. þessari áætlun að stór auka þjónustu og pláss á leikskólum t.d.
Þá finnst mér þetta skrítð markmið:
Lögð er áhersla á að draga úr mengun og tryggja íbúum vistvænt og öruggt umhverfi. Haldið verður áf ram meðverkefnið frítt í strætó fyrir framhaldsskólanema og börnum, öldruðum og öryrkjum einnig boðið frítt í strætó. Jafnframt verða gerðar forgangsakreina fyrir almenningssamgöngur sem mun bæta þjónustu við almenning. Stórátak verður gert varðandi göngu- og hjólreiðaleiðir þar sem áhersla verður lögð á að tryggja gangandi og hjólandi vegfarenda.
Og hvernig hafa þeir hugsað sér að tryggja fólki vistvænt og öruggt umhverfi án þess að leggja út í milljarða eða milljarðatuga framkvæmdir.
Og er ekki staðreynd að lang vistvæna framkæmd sem þeir gætu farið í er jú að byggja í Vatnsmýri.
Eins á þá velti ég því fyrir mér hvernig þeir ætla að koma þessum forgangsakgreinum yrir á þessum þröngu akgreinum sem eru jú víðast í í Reykjavík. Þetta hlýtur þá að kosta að taka verður allar götur upp og breyta með tilheyrandi kosnaði.
Og þessi kafli er skrýtinn:
Metnaðarfull áform eru um að auka þjónustu á leikskólum borgarinnar og annara rekstraraðila á næstu þremur árum. Gert er ráð fyrir verulegri fjölgun leikskólaplássa á borgarreknum leikskólum. Stefnt er að því að fjölga þjónustuúrræðum sem eru í boði fyrir yngstu börnin.
Hvað er átt við með að: "fjölga þjónustuúrræðum fyrir yngsu börnin? Og hvaða þjónustu geta leikskólanir aukið? Verða þeir opnir fram á kvöld?
Svo eiga þetta að heita aðhaldssöm áætlanir. Leyfi mér að halda að það verði minna úr efndum á þessum loforðum þegar aá hólmin er komið.
Þriggja ára áætlun um framkvæmdir í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson