Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Föstudagur, 8. febrúar 2008
Og samt fá forstjórar 15 þessara fyrirtækja samtals um 1,2 milljarða í laun
Var að lesa þetta á visir.is
Alls hafa þessir 15 forstjórar 1,2 milljarða króna í árslaun, en það samsvarar rúmlega 317földum árslaunum manns með meðallaun á Íslandi, samkvæmt launakönnun Hagstofunnar sem birt var síðastliðið sumar.
Og með þessari frétt fylgdu listar yfir fréttir um laun þeirra sem ég fæ lánað og set hér:
- Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Straumi fékk 273 milljónir
- Ari Edwald með 54 milljónir í árstekjur
- Guðmundur Hauksson með 5 milljónir í mánaðarlaun
- Forstjóri Össurar með 64 milljónir í árslaun
- Lýður fékk 150 milljónir í fyrra
- Lárus fékk 300 milljónir fyrir að gerast Glitnisforstjóri
- Bakkavararforstjóri með 130 milljónir í árslaun
- Hreiðar og Sigurður samanlagt með 250 milljónir í laun í fyrra
- Árni Pétur fékk 83 milljónir í árslaun
- Eimskipsforstjóri með fimm milljónir í mánaðarlaun
- Straumsforstjóri með 412 milljónir í árslaun
- Sigurjón með 13,6 milljónir á mánuði
- Þórður með 34,7 milljónir í árslaun
- Hannes segist hafa verið ódýr forstjóri
Þetta er svo rökstutt af fyrirtækjunm með því að annars mundur þau missa þessa menn til fyrirtækja erlendis. Hefur einhver séð straum af erlendum fyrirtækjum sem slást um þessa menn? Það eru þá væntanlega einhver fyrirtæki sem íslendingar eiga.
![]() |
Hlutabréf lækkuðu í verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Og hvað græðir Landsvirkjun á þessu?
Það sem ég er að velta fyrir mér hvað græðir Landsvirkjun á því að stofna Landsvirkjun Power. Mér sýnist að innan þess fyrirtækis sé svona um það bil verk- og framkvæmdarsvið Landsvirkjunar. Þessu fyrirtæki virðist mér vera ætlað að gera allt sem Landsvirkjun gerði áður nema að reka virkjanirnar og selja orkuna. En nú í stað þess að þessi starfsemi væri innan LV þá er staðan væntanlega súr að Landsvirkjun þarf að kaupa þessa þjónustu af dótturfélagi sínu. Það hlýtur að vera eitthvað annað þarna að baki.
Landsvirkjun Power er að fullu í eigu Landsvirkjunar og verkefni félagsins felast í undirbúningi, rannsóknum, hönnun og byggingu jarðvarma- og vatnsaflsvirkjana fyrir Landsvirkjun auk sérfræðiráðgjafar. Landsvirkjun Power er ætlað að taka þátt í hvers konar fjárfestingu á sviði orkumála. Hjá Landsvirkjun Power starfa um 40 manns sem flestir störfuðu áður á verkfræði- og framkvæmdasviði Landsvirkjunar.
Eins vekur athygli mína að lesa á síðu LV um megin verkefni fyrirtækisins sem er skv. síðunni
- Aukið verðmæti fyrirtækisins
- Sterk staða á innlendum orkumarkaði
- Traust ímynd
- Árangursríkur, skilvirkur og umhverfisvænn rekstur
- Markviss þekkingarstjórnun og framþróun
- Sókn á nýja markaði
Ég hélt í barnaskap mínum að meginhlutverk LV væri að skaffa okkur sem eigum fyrirtækið orku á sem lægstu verði.
Og þó ýmislegt sé gott í framtíðarsýn þeirra þá sé ég ekki hvað ríkisfyrirtæki er að setja síðasta liðin inn hjá sér
Við keppum að því að Landsvirkjun verði:
- Ábyrgt fyrirtæki sem starfar í anda sjálfbærrar þróunar
- Sveigjanlegt fyrirtæki sem þekkir og sinnir þörfum viðskiptavina
- Eftirsóttur og örvandi vinnustaður sem byggir á hæfileikum og frumkvæði starfsmanna
- Öflugt fyrirtæki á alþjóðavettvangi
Hefði haldið að þarna stæði eitthvað um að þeir miði við að skaffa okkur neytendum/eigendum orku á sem lægstu verði og að orkuverð til almennra neytenda yrði með því lægsta í heiminum.
EN með því að skoða síðu Landsvirkjunar og öllum þeim fyrirtækjum sem þeir eru að stofan einir eða í samstarfi við aðra er augljóst að mínu mati að verið er að undirbúa að hluta fyrirtækið niður og selja allt sem seljanlegt er til einkaaðila. Vona að menn séu ekki að hugsa um að afhenda virkjanir eða virkjunarrétt LV til einkaaðila því þá held ég að þjóðin yrði fyrst vitlaus. Ég hræðist líka að þessir drauma LV og eins OR um stóra vinninga í orkuvinnslu erlendis séu áhættustarfssemi af verstu sort. Það sýna líka löndin sem þeir eru að skoða. Suður Ameríka þar sem t.d. þjóðnýtingu hefur reglulega verið beitt. Kína gæti nú blessast en sé ekki hvernig að lönd þar sem að fyrirtæki og neytendur hafa takmarkað fé og geta því ekki greitt mikið fyrir orku, geta verið draumalönd í orkuframleiðslu fyrir okkur.
![]() |
Breytingar á framkvæmdastjórn Landsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Hlutabréfamarkaður leikur með tölur?
Hef verið að hugsa um þetta fall á hlutabréfum síðustu mánuði. Og í framhaldi farið að velta fyrir mér hvað fjármálalífið hér og reyndar annarsstaðar er orðið skrýtið. Nú í dag virðast nær öll stærri fyrirtæki hér á Íslandi lifa og starfa við það að ávaxta peninga sem þeir hafa fengið að láni og keypt fyrir í öðrum fyrirtækjum.
Það er mun minna um það að þessi stærstu fyrirtæki hafi hagnað af eigin framleiðslu. T.d. Bankarnir eru stórfjárfestar í öðrum fyrirtækjum og lána öðrum til að fjárfesta í hlutabréfum. Það er ekki fyrr en nú síðustu vikur sem að bankarnir eru aftur farnir að leggja áherslu á að hvetja fólk til að spara og ávaxta peninga þeirra og hagnast svo um vaxtamun. Þeir hafa lagt áherslu á að fá fólk til að taka lán á háum vöxtum og verðtryggingu því að bankarnir taka sýn lán vertryggingarlaust og á mun lægri vöxtum. Því má segja að bankarnir séu svona gegnumstreymis fyrirtæki sem hagnast á þessum lánum eins og hlutabréfum þ.e. að þeir selja bréf og peninga á hærra verði en þeir kaupa á.
Önnur stór fyrirtæki ganga helst út á að ná undir sig fyrirtækjum. Hluta þau niður, skuldsetja þau og hirða hagnaðinn eftir nokkur ár og selja öðrum á hærra verði.
Það eru í raun fá af þessum stóru sem eru skapa það sem maður telur vera raunverulega verðmæti (í fáfræði sinni) Þ.e. vöru sem er framleidd og seld. Það er eitthvað fast í hendi. Þetta er finnst manni núna bara samskipti milli manna við tölvur sem flytja tölur á milli þeirra. Það sjást engin verðmæti eða afurðir. Hvað þá peningar.
En einhvernvegin finnst mér að það hljóti á endanum að vera einhver nauðsyn á einhver raunveruleg verðmæti séu á bakvið þetta allt. Því annars er þetta eins og pýramída kerfi sem í einhverjum reglulegum sveiflum hrinur í andlitið á fólki.
![]() |
Hlutabréf lækkuðu í byrjun dags |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Eitthvað segir mér að Kastljós í kvöld hafi verið jarðaför stjórnmálferils Villa Vill
Það var ekki laust við að maður héldi að spaugstofan fyrir hálfum mánuði væri endurtekin í Kastljósi í kvöld. Þar var marg sýnt þegar Vilhjálmur reyndi að ljúga sig frá þessu máli. Hann vissi ekkert um kaupréttarsamninga sem hann hafði talað um sem eðlilagasta mál 4 dögum áður. Hann hafði ekki séð minnisblöð sem menn voru að kynna honum um kvöld á heimili hans. Skv. skýrslunni hafð hann ekki umboð til að taka svona ákvarðanir frá borgarstjórn eða sínum eigin flokki. Haukur Leóson fulltrúi hans í stjórninni segir að hann hafi verið upplýstur um allann aðdraganda þessa máls. En hann lét alltaf eins og hann vissi bara alls ekkert um málið.
Og tenging við FL group er órtúrleg!
[Hér hefur hlut verið fjarlægður þar sem ég fór fyrirtækja villt og nóg er bullið í manni samt]
![]() |
REI skýrslan áfellisdómur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2008 kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Ég trúi ekki að verkamenn ætli að sætta sig við þessar hugmyndir sem eru komnar fram
Eins og þetta sem heyrst hefur í dag að þeir sem ekki hafa notið launaskriðs fái 4% hækkun sem fari síðan minnkandi eftir því sem þeir hafa fengið um fram kjarasamningshækkanir. Þetta þýðir að einhver sem er kannski með 160 þúsund og hefur ekki fengið umfram taxta hækkar kannski um 6000 þúsund á mánuði. Vá en á meðan hafa framkvæmdarstjórar, forstjórar og aðrir í samafyrirtæki hækkað kannski um hundruð þúsunda eða milljónir í sama fyrirtæki.
Og 10% hækkun á 3 árum er bara ekki neitt í 5 til 8% verðbólgu. Finnst að hækkunin ætti vera mun meiri til að vega bara upp á móti því hvað lánin hafa hækkað vegna verðtryggingar og hárra vaxta en það er a.m.k. 12 til 15%.
Get ekki séð annað en að flest þessi fyrirtæki hafi á síðustu árum verið að skila hagnaði svo um munar og m.a. á því að ráða inn útlent vinnuafl til að vinna á einmitt taxtalaunum.
![]() |
Kjaraviðræðum miðar hægt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Ekki skrýtið að SPRON skuli lækka. Stjórnarformaður hafði ekki mikla trú á félaginu
Var að lesa eftirfarandi á visir.is
Hildur Petersen, stjórnarformaður SPRON, segist hafa selt hluta af hlut sínum í félaginu áður en það fór á markað. Þetta kom fram í hádegisviðtali Markaðarins í dag.
Stjórn SPRON hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að birta ekki upplýsingar um sölu stjórnarmanna á hlutum í félaginu áður en það fór á markað. Hafa samtök gagnrýnt svör fyrirtækisins vegna þess. Þar hefur komið fram að SPRON hafi ekki verið heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna þar sem það var talið geta valdið ruglingi við hlutabréfamarkaðinn."
Hildur sagði í viðtalinu að settar hefðu verið reglur um stofnfjármakað sem Fjármálaeftirlitið hefði blessað og fyrirtækið hefði farið í einu og öllu eftir því. Það væri regluvörður innan fyrirtækisins sem samþykkti öll viðskipti innherjaviðskipti hjá SPRON.
Aðspurð um sölu stjórnarmanna á hlutum í SPRON fyrir skráningu á markað sagði Hildur að hún gæti ekki upplýst fyrir aðra en hún hefði sjálf selt. Hún hefði verið að kaupa og selja í félaginu og fyndist það í lagi því hún hefði farið eftir bestu samvisku og bestu reglum.
Aðspurð hvort hún hefði ekki haft trú á fyrirtækinu sagði Hildur að hún hefði hana. Aðspurð hvers vegna hún hefði viljað eiga hlut áfram sagði Hildur: Kannski vildi ég eiga minni hlut í því af því að þessi hlutur hafði vaxið mikið. Gengið hafði hækkað mikið."
Síðar segir hún:
Hildur var einnig spurð hvort ímynd SPRON hefði ekki beðið hnekki við þessa umræðu og svaraði hún því til að hún héldi að svo væri ekki. Markaðsaðstæður hefðu verið erfiðar þegar SPRON fór á markað en fyrirtækið hefði allt eins getað hækkað
![]() |
Úrvalsvísitalan lækkar um 1,59% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Finnst þetta ekki heppileg notkun á orðinu "Veikur"
Finnst óheppilegt þegar að menn eru ofnota svona orð eins og að krónan veikist. Þó ég sé á því að evra væri heppilegri fyrir okkur kann ég illa við að vera hér með helsjúkan gjaldmiðil þangað til. Jú ég að veit að þetta er málfræðilega rétt að nota: að veikjast og að styrkjast. En afhverju geta menn ekki bara talað um að gengi krónunar hafi lækkað eða hækkað. Ef að krónan lækkar mikið ætla menn þá þá að tala um að hún hafi fárveikst. Nei þá tala menn yfirleitt um að hún hafi snar fallið/lækkað eða eitthvað svoleiðis.
![]() |
Krónan veiktist í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Vildi að vinnueftirlitið fylgdist svona vel með öðrum vinnustöðum
![]() |
Vinnueftirlitið með eftirlit á börum um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Eitthvað er virði og staða EXISTA á reiki.
Var að lesa eftirfarandi inn á visir.is
Þrjár lykileignir Exista, Sampo, Kaupþing og Bakkavör, hafa rýrnað um 42 milljarða frá því um áramót. Í máli forsvarsmanna Exista á kynningarfundi á föstudag kom fram að eigið fé hefði ekki minnkað nema um 7,4 milljarða á sama tíma. Sigurður Nordal, upplýsingafulltrúi Exista, segir að félagið hafi varnir sem skýri mismuninn.
Í ársskýrslu Exista kemur fram að bókfært virði Sampo og Kaupþings sé um 450 milljarðar en markaðsvirði félaganna um áramót var 355,7 milljarðar. Það er munur upp á 92,4 milljarða. Eigið fé Exista samkvæmt ársskýrslu var 216 milljarðar um áramót. Hlutir Exista í Sampo og Kaupþing hafa samtals rýrnað um 32,4 milljarða frá áramótum. Þegar við er bætt að hlutur Exista í Bakkavör hefur rýrnað um tæpa 10 milljarða frá bókfærðu virði í ársskýrslu myndu flestir halda að eigið fé Exista hefði minnkað sem þessu nemur eða um 42 milljarða. Það myndi þýða að eigið fé Exista væri í dag um 80 milljarðar og eiginfjárhlutfallið rétt tæp 14%.
Svo er þó ekki að sögn forsvarsmanna Exista sem halda því fram að rýrnun eigin fjár félagsins sé aðeins um 7,4 milljarðar frá áramótum. Aðspurður um skýringar á þessum mun segir Sigurður að félagið hafi varnir gegn gengistapi á bréfum félagsins og þær skýri af hverju eigið fé minnkar ekki takt við gengistap bréfa félagsins í skráðum félögum. "Ég get ekki gefið upp nákvæmlega hvað varnir þetta eru af markaðsástæðum," segir Sigurður við Vísi.
Vegvísir Landsbankans sendi frá sér greiningu um eiginfjárstöðu Exista á föstudag. Þar var leitt líkum að því að eiginfjárhlutfall félagsins sé um 14% en hækki um 4% ef víkjandi lán, sem gefið var út á fjórða ársfjórnungi sé tekið með í reikninginn.
![]() |
Uppreiknað hlutfall Exista 23% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Aldrei þessu vant er ég sammála Birni
![]() |
Dómsmálaráðherra segir snúið út úr orðum hans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Innlent
- Þorgerður um nýjustu vendingar: Honum var alvara
- Barnið svaf samfleytt í þrjá sólarhringa
- Neikvæð áhrif skattlagningar
- Enn rýkur upp við varnargarðana
- 10% tollur á Ísland en 20% tollur á ESB
- Meirihlutinn fylgir fordæmi ríkisstjórnarinnar
- Fyrstur Íslendinga til að gegna svo háu embætti
- Lokað því starfsfólk treysti sér ekki til vinnu
- Einn með fyrsta vinning í Jóker kvöldsins
- Stöðvuðu smygl á 20 þúsund Oxycontin-töflum
Erlent
- Tollar Trumps: Sjáðu listann
- Hlutabréfaverð í Teslu á uppleið eftir dýfu
- Úrslitin högg fyrir Trump
- Risastór vettvangur fyrir barnaníðsefni leystur upp
- Heathrow fékk aðvörun nokkrum dögum fyrir lokun
- Finnar vilja út úr jarðsprengjubanni
- Þúsundir án rafmagns
- Lífstíð fyrir víg raunveruleikastjörnu
- Frelsisdagur Trumps runninn upp
- Björguðu manni úr rústum fimm dögum eftir stóra skjálftann
Fólk
- Grenntist með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja
- Íslensk sjónvarpssería á Cannes Series-hátíðinni
- Katrín Tanja syrgir hundinn Theo
- Meðal þeirra bestu á níunda og tíunda áratugnum
- Val Kilmer látinn
- Útdeildi eiturlyfjum til stjarnanna
- Ekki tilkynnt um meiðsli í árekstrinum
- Suður-kóreska stjarnan Kim Soo-hyun neitar ásökunum
- Myndskeið: Katrín sló persónulegt met
- Hvar voru Brooklyn og Nicole?
Viðskipti
- Hlutabréfaverð Nike hrundi eftir tilkynningu Trumps
- Nýskráningar ólíklegar í ár
- Vilja tífalda viðskiptin
- Jón Haukur til Ceedr
- Bakkavararbræður fá 100 milljarða
- Ísland dæmt fyrir vanrækslu EES samningsins
- Grunnrekstur Garðabæjar styrkist
- Gæti þýtt allt að þreföldun veiðigjalda
- Um eitt þúsund manns til Póllands á vegum Samherja
- RÚV tapar 188 milljónum og stjórnarmenn telja skuldir of miklar
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 969738
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson