Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Mánudagur, 31. mars 2008
Ætli Exista sjá fram á styrki frá Ríkinu
Exista kaupir hlut í Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 30. mars 2008
Jæja loksins að einhverjir fara að tala um hvað á að gera.
Samkvæmt þessari frétt af flokksþingi Samfylkingar á að:
- Efla gjaldeyrisforða Seðlabankans. Reyndar alveg furðulegt að það sé ekki búið að gera fyrir löngu. Menn vissu jú að gjaldeyrissjóður bankas var ekki í neinu sambandi við öll viðskipti með krónuna.
- Lækka og afnema innfluttningstolla af matvöru. Gott og löngu tímabært
- Svo bendi Ingibjörg á að allir flokkar eru farnir að tala um nýja mynt. Þannig að allir eru farnir að huga að breytingum. Gott og þó fyrr hefði verið.
- Síðan kemur að því sem ég hef sagt. Það verur ekki unnið gegn verðbólgunni nema að það lendi á öllum. Og undan því kemur til með að svíða.
Erfiðar ákvarðanir framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 30. mars 2008
Ekki var þetta nú uppörvandi hjá Ólafi F
Var að lesa eftirfarandi i Fréttablaðinu nú á sunnudag:
"Ég geri mér vel grein fyrir alvarleika málsins og ætla mér að bregðast við. Ég held að bæði umræðan og tillögur í borgarstjórninni á næstunni muni leiða það í ljós," segir borgarstjórinn sem leggur áherslu á að vanda þurfi til verka.
"Umræðan hefur leitt í ljós að þeim borgum sem bera gæfu til að sameina söguna og uppbygginguna í miðborginni vegni betur til lengra tíma litið," segir borgarstjóri og ítrekar verkin verði látin tala. "Þess mun sjá stað eftir tvö ár að það hefur orðið veruleg umbreyting til hins betra í miðborginni og sérstaklega á Laugaveginum. Ég heiti því."
Er ekki viss um að fólk sé tilbúið að bíða í 2 ár eftir að sjá árangur. Finnst þetta reyndar út í hött. Eins þegar að hann segir í sömu grein:
"Öryggismál miðborgarinnar og endurreisn Laugavegarins eru mín hjartans mál," segir Ólafur F. Magnússon borgarstjóri sem kveður ástandið í miðbæ Reykjavíkur óásættanlegt vegna húsa sem þar drabbast niður."Ég lofa því að þessi mál verða sett á dagskrá alveg á næstunni og að snúa vörn í sókn. Þetta óviðunandi ástand er arfleið frá fyrri meirihlutum sem við ætlum okkur að bæta úr," segir Ólafur sem boðar áætlun um stóraukið öryggi og bætta umgengni á Laugavegi og annars staðar í miðborginni.
Ég man nú ekki eftir svona ástandi í Miðborginni fyrir 2 árum. Það var jú eitthvað um veggjakrost en felst húsin voru í notkun. Eins finnst mér eitthvað skrítið þegar hann hefur sagt að það verði ekki fyrr enn seint á þessu ári sem farið verður í að byggja upp Laugarveg 4 og 6 sem og húsin sem brunnu niður á Lækjartorgi.
Maðurinn hlýtur að gera sér grein fyrir að hann á ekki eftir að vera borgarstjóri nema í 11 mánuði í viðbót þannig að hann er að lofa lagnt fram á tímabil annarra.
Kraumandi óánægja kaupmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. mars 2008
Gæti verið að íslensku bankarnir komi þarna inn í einhverri mynd.
Ætli að það komi ekki í ljós að það eru íslensku bankarnir eða dótturfélög þeirra sem eru stórtækir í þessari atlögu að krónunni. Skv visir.is þá er grein á vefútgáfu blaðsins The Times sem áætlar að íslensku bankarnir hafi hagnast um 155 milljarða frá áramótum á falli krónunnar.
En svona í framhjáhlaupi þá finnst mér það skítt að við fáum allar helstu fréttir af efnahagsmálum hér á Íslandi frá útlöndum. Það er eitthvað að hjá íslenskum blaðamönnum ef að aðilar út í löndum hafa betri heimildir en blaðamenn hér.
Seðlabankinn leggi gildru fyrir spákaupmennina? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 29. mars 2008
Hvernig væri að einhverjir kæmu með einhverjar raunhæfar hugmyndir
Hér síðustu vikur hafa menn hrópað eftir aðgerðum til að ná tökum á efnahags ástandinu. Menn hafa talað um að ríkisstjórnin geri ekki neitt og fleira í þeim dúr.
En hvað vilja menn að sé gert? Af hverju kemur engin með tillögur?- Eftir því sem ég veit best eru einu raunhæfu tillögurnar eftirfarandi:
- Heimilin í landinu verða að fara að spara. Það verður að draga úr einkaneyslu!
- Ríkið verður að fara að spara. Það verður að draga úr framkvæmdum og gæta hagkvæmni á öllum sviðum.
- Draga verður úr framkvæmdum á vegum einkaaðila. Ríkið verur að fá þessi stóru fyrirtæki eins og orkufyrirtækin og stóriðjunnar til að fresta eða hægja á uppbyggingu nýrra álvera og þessháttar.
- Verðbólga stafar víst aðallega af því að þjóðin eyðir meira en hún aflar. Og til þess að ná tökum á henni verður fyrst að snúa þessu við. Í raun er því lýst að þegar við eyðum svo miklu er krónan í raun að hluta til bara pappír með ekkert á bak við sig.
- Við þurfum að vinna á óhagstæðum viðskiptajöfnuði við útlönd. Og því þurfum við að spara!
En þetta verður sársaukafullt fyrir alla aðila og því er enginn stjórnmálamaður tilbúinn að segja hlutina eins og þeir eru. Þá dreymir nú um að geta frestað þessum vandamálum með nýjum álverum en það er svona eins og pissa í skóinn sinn því að vandamálið kemur þá enn verr í hausinn á okkur síðar.
Það gæti þurft að draga úr jarðgangnagerð og fleiri áhugamálum Samgönguráðherra í sínu kjördæmi. Það þarf að velja vel verkefnin og láta þau sem eru þjóðhagslegast hagkvæm verða að hafa forgang eins og t.d. Sundabraut.
Þetta verður erfitt og sárt en við sem munum þegar verðbólgan var 80 til 90% vitum að allt er betra en það.
Enn meiri verðbólga í apríl? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. mars 2008
Þó að ég sé sammál því að öryrkjar og ellilífeyrisþegar ættu fá miklu meira! ÞÁ gleyma þeir...
Það eru umtalsverðar breytingar á þeirra kjörum á leiðinni:
af www.tr.is
1. apríl 2008
- Skerðing bóta vegna tekna maka verður afnumin.
- 90.000 kr. frítekjumark á fjármagnstekjur á ári gildir frá 1. janúar 2007. Leiðrétting vegna ársins 2007 verður gerð við endurreikning þess árs. Þann 1. apríl kemur til greiðslu leiðrétting vegna 2008 til þeirra er þessi breyting varðar.
- Skerðingarhlutfall vegna tekjutenginga ellilífeyris lækkar úr 30% í 25%.
Vasapeningar hækka í 38.225 kr. á mánuði og frítekjumark verður afnumið.
1. júlí 2008
- Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega 67-70 ára hækkar í 100.000 kr. á mánuði.
- Aldurstengd örorkuuppbót hækkar.
- Frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna örorkulífeyrisþega verður 25.000 kr. á mánuði.
Einnig er þar að finna:
Í tengslum við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefur fjármálaráðuneytið reiknað út að meðaltalshækkun lægstu launa þann 1. febrúar samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007. Í samræmi við það hefur félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, undirritað reglugerð sem kveður á um hækkun lífeyris almannatrygginga hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum um 4% frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Hækkunin tekur til allra lífeyrisflokka almannatrygginga og kemur til viðbótar þeirri 3,3% hækkun sem kom til framkvæmda 1. janúar síðastliðinn. Frá áramótum hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% eða sem nemur um það bil 9.400 krónum á mánuði miðað við óskertar bætur.
Og einnig stendur þar:
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur einnig í samráði við forsætisráðherra ákveðið að fela nefnd sem vinnur nú að endurskoðun almannatrygginga að móta tillögur að sérstöku lágmarksframfærsluviðmiði fyrir lífeyrisþega og jafnframt flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Lágmarksframfærsluviðmiðið taki meðal annars tillit til hækkunar lægstu launa í nýgerðum kjarasamningum og liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí 2008.
Segja ekki staðið við samkomulag um hækkun bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. mars 2008
Nú er þetta kallað "Íslandssmitið"
Var að lesa eftirfarandi hjá Hallgrími Thorst sem er duglegur að skanna erlenda fjölmiðla:
Ambrose Evans-Pritchard ritstjóri alþjóðaviðskipta lýsir þessu svona í grein í Telegraph í dag með fyrirsögninni: Iceland contagion may spread far and wide (Íslandssmitið gæti breiðst út víða)
As Iceland goes, so go the Baltics, the Balkans, Hungary, Turkey, and perhaps South Africa. All are living far beyond their means, plugging the gaping holes in their accounts with fickle flows of foreign finance
Evans-Pritchard talar um þetta sem sálfræðilegt markaðssmit og íslensku bankana segir hann með heilabólgu - encephalitic - sem er vírussjúkdómur.
Einnig fjallar hann þetta hér sem eru nú spaugilegra því þar er það Alec Baldwin sem er að lýsa áhyggjum af þessu smiti
S&P segir lánshæfiseinkunn Ísland geti lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Miðbærinn og ráðaleysi þeirra sem þar höndla um skipulag.
Ég hlustaði á Vilhjálm í dag og Gísla Martein. Og svei mér þá ég skildi ekki hvað Vilhjálmur var að fara. Hann var sífellt að tala um veggjakrot á meðan að fréttamaður var að tala um tóm hús og brotnar rúður sem og að skortur á heilstæðri áætlun um hvernig miðbærinn á að vera. Ef að engin býr eða nýtir húsin verða þau sífellt fyrir aðkasti og húsbroti. Og ég held að engum finnist prýði að húsum með neglt fyrir glugga og hurðir.
Hef heyrt í bæði erlendum sérfræðin sem og fyrrum frétta manni RÚV sem hefur rannsakað þróun miðbæja. Og þeir leggja báðir áherslu á að við verðum mynd miðbæjarins bæði með því að halda í þessi gömlu hús sem þar eru. Auðveldum eigendum að gera þau upp og ýmsir möguleikar nefndir í því sambandi. Þar sem verði byggt verði byggt í stíl þeirra húsa sem fyrir eru. Einnig nefnt að lögð yrði áhersla á hvaða starfsemi yrði á hverju svæði og t.d. gert ráð fyrir hugbúnaðar og tölvufyrirtækjum á ákveðnu svæði (þá væntanlega verið að vísa til þess að bæði lagnir þar og húsnæði geri ráð fyrir þeim möguleikum.
Finnst nauðsynlegt að borgin taki nú ákvörðun um nýtt deiliskipulag/aðalskipulag á þessu svæði svo öllum verði ljóst hvað þarna má og má ekki. Þá losnum við að húsin séu viljandi látin grotna niður á skömmum tíma svo hægt sé að byggja þar miklu stærri byggingar en fyrir eru.
Og þegar menn vita að þeir fá ekki leyfi til að rífa eða byggja þá hefst endurbygging þessara húsa. Reyndar finnst mér að nokkur þeirra meigi hverfa að skaðlausu en hvað veit ég.
Þetta kostar Reykjavík töluvert og þessi kaup þeirra á Laugavegi 4 og 6 flækja málin. En á móti kemur að Reykjavík hagnast á því ef Miðbærinn verður eftirsóknarvert svæði fyrir bæði okkur og túrista.
Smá viðbót!
Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn (t.d. í Borgarstjórn) bregðist við einhverju áður en þessi mál eru komin á það stig að allir er orðnir reiðir og þetta er orðið að fjölmiðlamáli. Þeir hljóta náttúrulega að sjá t.d. ástandið í Miðbænum en virðast sleppa sér í að ræða þetta fram og aftur í ár og áratugi og gera minnst lítið nema á svona 500 fm svæði í einu. Af hverju er t.d. ekki haldin skipulagskeppni um gamla Miðbæinn og Laugarveg i heild og síðan valdar út best heppnuðu tillögurnar og borgarbúum leyft að kjósa milli þeirra. Kosningar í dag eru svo lítið mál! Stór hluti reykvíkinga gæti kosið á netinu.
Átak gegn niðurníðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Nú væri rétt fyrir suma að fara að stunda dýralækningar!
Það er náttúrulega með ólíkindum að Árni skuli leyfa sér að koma með vangaveltur um hlutleysi umboðsmanns Alþingis. Þetta er það embætti sem hefur úrskurðað um mörg viðkvæm mál sem einstaklingar og hópar hafa átt í gegn stjórnvöldum. Og hingað til hefur embættið notið þess að allir hafa hafa borið virðingu fyrir því og talið að það hafi unnið af fullum heilindum. EN nú er búið að setja blett á embættið og það gert af ráðherra.
Og með þessari gjörð hefur Árni vegið svo illa að Umboðsmanni Alþingis að við það verður ekki unað. Þetta hefði í mörgum löndum orðið til þess að ráðherra hefði verið gert að víkja!
Það er svo kafli út af fyrir sig að þegar að einhver vandamál koma upp hjá Árna þá bregst hann þannig við að mér er til efs að hann geri sér grein fyrir því að hans embætti er náttúrulega fyrst og fremst til að þjónusta okkur íslendinga. Þetta er ekki vettvangur fyrir menn til að deila og drottna eftir sínum duttlungum.
Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Væri ekki nær að byrja á Miðbænum?
Eftir fréttir síðustu daga um hræðilegt ástand Miðbæjarins hefð maður nú haldið að menn einbeittu sér að því að koma stöðumála þar í lag í stað þess að þenja byggðina meira út. Sbr. frétt af www.ruv.is sem segir nú kannski allt:
Fyrst birt: 26.03.2008 12:17Síðast uppfært: 26.03.2008 13:27Búa í gámi í miðborg Reykjavíkur
Fólk hefur hafst við í gámi í Bergstaðarstræti í Reykjavík í nokkrar vikur. Það býr þar með leyfi verktaka. Þetta fullyrðir íbúi við götuna. Íbúinn, Kári Halldór, segir tvo til þrjá hafast við í gáminum sem stendur við hlið Bergstaðarstrætis 16 og skagar inn á lóðina númer 18 sem er í eigu Reykjavíkurborgar.
Verið er að gera húsið Bergstaðarstræti 16 upp en það var flutt af Hverfisgötu. Kári segist hafa séð þá sem í gámnum dveljast, skvetta úr koppum sínum utan við gáminn enda sé þar engin salernisaðstaða. Lögregla var kölluð til fyrir tveimur vikum en segir að ekkert sé hægt að aðhafast fyrst fólkið hefur leyfi eigenda gámsins.
Lögregla segir hann ósáttan við kvartanir nágranna, hann sé að verja eigur sínar, algengt sé að brotist sé inn í gáminn. Magnús Sædal, byggingarfulltrúi Reykjarvíkurborgar, hafði ekki heyrt um málið þegar fréttastofa Útvarps talaði við hann, hann segir að málið verði athugað á næstu dögum. Það sé í höndum Heilbrigðiseftirlits borgarinnar að skera úr um hvort húsnæði sé íbúðarhæft.
Byrjað að ryðja fyrir byggð í Reynisvatnsási | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 969567
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson