Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Kínversk hlið á stöðu Tíbet

Alveg hræðilegt ástand þarna í Tíbet. Maður hefur heyrt að fyrir þessu standi m.a. últlægir Tibetar sem eru ósammála þeirri stefnu Dalai Lama og í stað þess að vilja sjálfsstjórn eins og hann, þá vilja þeir stjálfstæði. Síðan bregst kínastjónr eins og venjulega við af allt of mikilli hörku.
Rast á eftirfarandi videó á youtube. Þar er horft á stöðuna frá öðru sjónarhorni en við heyrum venjulega

 

 
og svo þetta:

 

 


 


mbl.is 140 sagðir látnir í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú ekki fyrir neinn meðal Jón að skilja þessa vitleysu!

Nokkur atrið sem eru að flækjast fyrir mér

  1. Fyrir nokkrum dögum/vikum voru allir sérfræðingar á því að hér þyrfti nauðsynlega að lækka stýrivexti því annars væri líkur á að allt færi til helvítis. En nú eru allir voða kátir yfir stýrivaxta hækkun.
  2. Ef að satt er þá geta 3 bankar leikið sér að því að fella krónuna um fleiri tugi prósenta skömmu fyrir ársfjórðungs uppgjör til að að verðgildi gjaldeyris sem þeir hafa hamstrað auki eingnir og hagnað þeirra rétta á meðan ársfjórðungsuppgjörið fer fram.
  3. Ef að krónan er svo lítil að menn geti með eins og ég heyrði í kvöld "að taka stöðu gegn krónunni" fellt hana um þetta mikið, af hverju vilja þá menn halda í hana. Heyrði í dag að eina ástæðan væri að eiga möguleika á því að fella hana til að auka tekjur útflutnings greinana og um leið að lækka kaupmátt okkar.
  4. Hvernig geta nú allir sagt að allar þessar framkvæmdir sem eru í pípunum eins og álver, virkjanir, jarðgöng og allar þær verslunar og skrifstofubyggingar sem eru á leiðinni t.d. í Kópavogi komi ekki til með auka þenslu. Eru þær ekki einmitt ávísun á aukin viðskiptahalla, þenslu á atvinnumarkaði og þar með enn meiri hækkun á vörum.
  5. Eitt finnst mér líka skrýtið. Ef að menn og fyrirtæki voru að kaupa hlutabréf þegar að gengið var komið upp í 9.000 stig hljóta að hafa tapast um eða yfir 40% af þeim peningum. Mér er spurn hver hefur tapað þeim, voru þessi peningar einhvern tíma til eða er þetta allt leikur að tölum í tölvum og engir raunverulegir peningar á bakvið þetta? Og ef einhverjir hafa tekið lán fyrir þessu finnst manni skrýtið að ekki heyrist mikið um gjaldþrot.

Svona getur maður verið heimskur en ég skil þetta bara ekki.


mbl.is Stýrivaxtaákvörðun skiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú gleðst Guðmundur (Zumann)

Varð bara að setja þetta inn þar sem að Guðmundur Jónas Kristjánsson(zumann) hefur gagnrýnt Ingibjörguog ríkistjórnina harðlega  fyrir að við höfum ekki í eigin persónu gagnrýnt Kína vegna Tibet, heldur aðeins í samfloti við ESB
mbl.is Utanríkisráðherra lýsti yfir áhyggjum vegna Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og skynsamlegustu viðbrögð við þessu er að klúfa lögregluna á Reykjanesi

Finnst nú rétt að skoða hvernig að löggæslu er háttað þarna á Reykjanesi og fylgjast betur með þeim sem við erum að hleypa inn í landið. Ef að þetta er rétt að lögreglan viti um þessi gengi verður að manna lögregluna og auka samstarf og samvinnu þannig að þessi ófögnuður fái ekki þrifist hér á landi. Þetta kemur líka óorði á þá duglegu verkamenn sem flestir Pólverjar sem hér eru. Einnig algerlega ólíðandi að þessi glæpa kvikindi séu að þrífast á að kúga og ræna frá því verkafólki sem við erum að ráða til starfa hér á landi.

Hefð því haldið að nauðsynlegt væri að lögreglan væri undir sama embætti bæði við flugstöðina sem og á Reykjanesi.


mbl.is Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki beint hægt að segja að miðbærinn hafi batnað með nýrri stjórn!

Ekki er hægt að segja að mikið hafi verið unnið í helsta málinu á málefnasamning Ólafs og xD. Keyrði þarna niður um daginn og þarna standa hús í röðum ónotuð og meira að segja neglt fyrir glugga. Og svo eru það brunarúsirnar á Lækjartorgi og nú Sirkus. Svo má ekki gleyma kofunm sem var bjargað á Laugarvegi sem nú fá að drabbast niður.

Held að það sé að koma betur og betur í ljós að þessi draumsýn Ólafs gæti orðið Reykjavík ofviða!

Held að menn verði að átta sig á að borgir þurfa að þróast. Það er jú hægt að leggja áherslu á verndun og að hús í miðborgum taki mið að eldri húsum í kring eins og farið er að gera víða erlendis. En fólk í dag vill ekki verlunarhús þar sem að fatlaðir komast enganvegin um, hús þar sem að vörur og annað kemst ekki auðveldlega inn og út.

Gæti sem best trúað að til að bjarga því sem bjargað verður verði að lokum farið í að rífa flest þessi hús, en í staðinn verði gerð krafa um ákveðið byggingarlag á þau hús sem koma í staðinn.


mbl.is Grunur um íkveikju í Sirkushúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er náttúrulega bara vitleysa - Er það ekki?

Það kemur náttúrulega frétt eftir helgi þar sem að Kaupþing mótmælir þessu og segir að þessir "sérfræðingar" sem SundayTelegraph talaði við séu bara ekki nógu greindir. Allir klárustu "sérfræðingarnir" séu á Íslandi og þeir segi að allt sé hér i himnalagi. Og benda á að ef allt færi á vesta veg í þessu fjárfestingum þá munum við glöð hjálpa bönkunum og tryggja að stjórnendur þeirra fái áfram sín laun sem slaga í það hæsta í bönkum á vesturlöndum.

Það er af því að þessir stjórnendur í bönkunum hér eru svo eftirsóttir að það er öllum brögðum beitt til að fá þá til starfa. Þess vegna heyrum við um svo marga bankastjóra hér sem eru komnir í störf hjá erlendum aðilum. Eða hvað?


mbl.is Eitraður vogunarsjóður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein rökin enn gegn Reykjavíkurflugvelli

Þessi rannsókn sem vitnað er til í þessari frétt er ein stoðin en undir að innanlandsflug verði flutt. Skv. þessari frétt er ekki ekki rekstrargrundvöllur fyrir farþegaflug með flugvélum undir 50 farþegum. Og þar með eru ekki margir staðir innanlands sem hagkvæmt er að fljúga til innanlands á svo litlum flugvélum sem eru að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Ekki held ég að fólk almennt hér í Reykjavík sé tilbúið að hafa stórar þotur fljúgandi yfir meðbænum oft á dag allt árið.

Þeir sem rökstyðja þetta með sjúkraflugi hljóta að sjá að það væri t.d. hægt að nota eitthvað af hagnaði sem fengist með því að byggja í Vatnsmýri mætti nota til að kaupa fleiri þyrlur sem þurfa jú ekki nema smá pláss til að lenda á? t.d. Þyrlu sem yrði staðsett á Akureyri og aðra á Vestfjörðum.

Annars stefnir þessi völlur í að verða einka þotustæði fyrir fjármála snillingana okkar öllum öðrum til leiðinda.

Úr fréttinni á mbl.is

Samkvæmt rannsókn bandarísks flugrekstrarráðgjafafyrirtækis hefur hækkandi eldsneytisverð gert margar farþegaflugvélar „fjárhagslega úreltar“ þar sem rekstrarkostnaður við þær er einfaldlega of mikill. Á þetta helst við litlar þotur sem taka innan við 50 farþega og eru notaðar til að flytja farþega frá smærri stöðum til stórra flugvalla.


mbl.is Litlar farþegaþotur „fjárhagslega úreltar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og nú koma allir hræsnararnir fram

Hef verið að lesa nokkur blogg þar sem menn eru að missa sig yfir þvi sem Vantrú var að gera þarna á Austurvelli.   Á mörgum þessara blogga eru þessi sömu að finna að því að múslimar séu ósáttir við skopteikningar af Múhameð og því að komur kjósi að nota slæður! Og menn æst sig yfir að Ingíbjörg Sólrún sást með slæðu í Aganistan

En hvernig er þetta hjá okkur hér í vestræna heiminum

Hef engan heyrt kvarta yfir því að í mörgum löndum þurfa konur að hylja axlir og hné áður en þær fara inn í kaþólskar kirkjur.

Hér áður fyrr var t.d. bannað að flytja hluta af Lifun eftir Trúbrot í útvarpi. Plötur voru rispaðar til að ekki væri hægt að spila þar lög sem þóttu óguðleg.

Og svo þegar einhver spila bingó á Austurvelli þá er allt í lagi að æsa sig. Þetta sýnir að þessum mönnum er ómögulegt að átta sig á því að okkar trú og og okkar siðir eru líka kreddufullir. Hver var það t.d. sem ákvað að Föstudaginn Langa mætti ekkert gera? Kannski kirkjan og hvaða vald hefur hún til þess að ráðskast með svona veraldleg mál?

Finnst að það ætti að vera fólki frjálst hvort og hvaða starfsemi er stunduð hér á hvað degi sem er.


mbl.is Vantrúaðir spila bingó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt veður - Glæsilegur hundur

Glæsilegt veður í Heiðmörk í dag. Enn  hægt að finna smá snjó. En glampandi sól og gott að komast aðeins út úr skarkalanum. Geri þetta reyndar reglulega.  

Gutti á föstudaginn langa 08

Gutti á föstudaginn langa 08

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband