Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Kannski að þarna sé fundin ein leið til að draga máttin úr þessum öfgamönnum.

Finnst þetta nú alveg tilraunarinnar virði. Ef að Sádi fjölskyldunni tekst að draga úr fylgi við þessa öfgamenn og koma á umburðarlyndari trúartúlkunum hjá sér er von að þetta smiti út frá sér.

Eða eins og segir í fréttinni:

Yfirvöld í Sádi-Arabíu hyggjast senda 40 þúsund múslímaklerka í endurmenntun og mun það vera liður í baráttunni við herskáa bókstarfstrúarmenn. Að sögn fréttastofu BBC mun þetta vera liður í stærra verkefni sem á að hvetja til hófs og umburðarlyndis í Sádi-Arabíu.

En Bin Laden er jú einmitt frá Sádi Arabíu og tilheyrir Sádi fjölskyldunni.


mbl.is Klerkar endurmenntaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er hægt að sjá ástæðu þess að gengið fellur

Rakst á þessa skýringu hjá Agli Helgasyni sem honum barst frá manni sem er í þeirri stöðu að hann vill ekki gefa upp nafn sitt.

Þar segir m.a.

Frá þessum tíma hafa bankarnir haldið áfram að kaupa gjaldeyri jafnt og þétt og í dag nemur heildar eign bankanna í gjaldeyri yfir 700 miljörðum króna.  Af þessu sést að bankarnir hafa í raun keypt allan gjaldeyri sem hefur komið inn í landið í formi krónubréfa og næstum aðra eins fjárhæð til viðbótar.  Þessi fjárhæð nemur u.þ.b. 70% af þjóðarframleiðslu og er ekki nokkuð dæmi um önnur eins gjaldeyriskaup innlendra banka á erlendum gjaldeyri hjá nokkurri þjóð.

Það er því kannski ekki skrýtið að gengi krónunnar hefur fallið um yfir 20% á sama tíma og krónubréf og annar gjaldeyrir hefur flætt inn í landið.  Auðvitað spilar viðskiptahallinn þarna inn í en hann hefur verið fjármagnaður að fullu með erlendum lántökum og hefur því ekki valdið veikingu krónunar yfir þetta tímabil, þó hann gæti átt eftir að gera það síðar meir þegar þarf að endurgreiða þessi lán með vöxtum.  Fjárhæðin sem bankarnir hafa keypt af gjaldeyri jafngildir öllum útflutningi Íslands á vörum og þjónustu í rúm 2 ár.

Lesið greinina í heild hún er mögnuð. 

 


mbl.is Krónan lækkar um 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun gengis - Bankarnir að falsa uppgjör?

Ég heyrði í fréttum í hádeginu að stóran hluta af þessari lækkun krónunnar sé hugsanlega hægt að rekja til þess að bankarnir eru að fara að skila ársfjórðungsuppgjöri í næsta mánuði. Og nú sjá þeir sér hag í því að hamstra gjaldeyri og skipta krónum í gjaldeyri vitandi að gengið fellur og þar af leiðandi verður gjaldeyririnn verðmætari. Og með þessu geti þeir sýnt fram á betri stöðu en hún raunverulega er þar sem að gjaldeyrir þeirra verður náttúrulega verðmætari við fall krónunnar. Þarna séu því bankarnir að spila einhvern leik sem bitnar náttúrulega á okkur.

Menn sá ekki að þetta séu erlendir spákaupmenn sem standi fyrir þessum leik með örkrónuna. En ætli þeir fylgi ekki í kjölfarið.

Minni bara á að þessi leikur væri ekki mögulegur í svona miklu mæli ef við værum með EVRU


mbl.is Bandaríkjadalur stendur í 78,20 krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef að þetta er rétt gengi - Þá eru launin í landinu allt of lág

Hef nú ekki mikla trú á því að LÍÚ sé með hag þjóðarinnar í huga þegar þeir segja nokkurn skapaðan hlut. Þeir hafa þegar fengið allan fisk okkar í sjónum til að braska með og fagna nú þegar að þeir fá aðeins meiri pening í kassann þó þeir skuldi reyndar nokkrum milljörðum meira við þessa gengisfellingu.

Þeir væntanlega gera sér grein fyrir því að svona fagnaðarlæti fara öfugt ofan í verkafólk sem var að semja nú um daginn. Nema að þeir ætli að að hækka verulega, svona aukalega laun við verkafólkið sem vinnu í fiskvinnslunum.


mbl.is Segir gengi krónunnar næstum rétt skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi stjórnunarhættir í Kópavogi eru bara ekkert í lagi!

Það er mín skoðun að stjórnunarhættir Gunnars Birgissonar og co eru bara ekki í lagi og nálgast það að vera einræðisstjórn.

Mér finnst það bara ekkert í lagi að bæjarfélag sé rekið með bullandi hagnaði en geti síðan ekki veitt almennilega félagsþjónustu. Man fyrir nokkrum misserum þá kom í ljós að málefni eins og barnavernd og tengdar þjónustur voru með langa biðlista þar sem að ekki var fólk til að sinna því. Og ég vill meina að bæjarfélag sé samfélag fólks sem kýs að búa saman á ákveðnum stað. Þau borga gjöld til að standa undir góðri þjónustu en allt umfram það á að greiða þeim til baka.

Mér finnst bara alls ekki í lagi með mannaráðningar í Kópavog. Man í augnablikinu t.d. eftir því að Gunnar réð vin sinn og samstarfsfélaga úr verktaka bransanum til að vinna að skipulagsmálum og borgaði honum mun hærra en öðrum sem unnu sambærileg störf.

Mér finnst bara alls ekki í lagi með skipulagsmál í Kópavog þar sem að einka flipp Gunnars og vina hans eru bara umsvifalaust sett á koppinn án þess að hugað sé að þeim Kópavogsbúum sem búa í grennd t.d. við þessa turna sem þegar eru ákveðnir og fleiri á leiðinn. Þá var að koma í ljós að Kópavogur er að reyna að fá leyfi til að byggja alveg niður að Elliðavatni inn á vatnsverndarsvæðum.  Bendi síðan á blogg bæjarfulltrúa í Kópavogi þar sem segir m.a.

 Smáranum og næsta nágrenni eru í dag um 190 þús. fm af verslunar- og þjónusturými. Þegar hefur verið samþykkt viðbót upp á 100 þús. fm og í farvatninu eru ríflega 400 þús. fm. því til viðbótar, hátt í þrefalt það sem komið er. Í dag samsvarar verslunar- og þjónusturúmi í Smáranum þremur Smáralindum en verði þetta að veruleika verður það á við 12 – 13 Smáralindir. Munar þar mestu um hinn svokallaða Glaðheimareit en þar eru áform um að byggja álíka mikið og þegar hefur verið byggt í Smáranum. Hugmyndir eru um að byggðin verði háreist og upp úr henni skagi turnar svipaðir og hærri en sá sem nú er risinn

Ég krefst þess að Kópavogsbúar gæti að því að kjósa aldrei aftur yfir sig slíkann einræðisherra.


mbl.is Fyrrverandi formaður íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs úrskurðaður vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki nauðsynlegt að endurskoða stjórnarsáttmálan og fara að kanna kosti og galla inngöngu í ESB áður en....!

Held að Ísland [örríki með örmynnt] þoli ekki þessar sveiflur í efnahagsmálum til lengdar. Hér hefur síðustu ár verið rekið lúxus samfélag á lánum. Hér hafa allir verið hvattir til að skulda sem mest og greiningardeildir huggað fólk með því að þetta yrði allt í lagi. "Mjúk lending" er eitthvað sem allir sérfræðingar banka hafa talað um. Nú er svo komið að það er nokkuð ljóst að þeir sjá ekki skýrt fram í tíman, nema kannski svipað og veðurfræðingar .

Þetta opna örhagkerfi hér hegðar sér ekki eins og kerfin sem þessir sérfræðingar lásu um í bókum. Enda kannski vegna þess að spákaupmenn sem eru að hösla með krónurnar okkar eru ekki með sömu menntun og sýn og þeir.

Ég held að Samfylking ætti alvarlega að fara að þrýsta á það að alvarleg umræða og kannanir fari af stað til að undirbúa samningaviðræður um inngöngu okkar í ESB. Það er betra að gera þetta núna áður en hér fer allt til andskotans.

Ég held að þjóðin mundi standa með Samfylkingunni ef að hún tæki af skarið. Svona eins og staðan er í dag getur ekki gengið lengur.

Hér er verðbólga að fara af stað upp í tveggja stafa tölu um næstu mánaðarmót, verðlag er að hækka á öllu, innlendum matvælum, innfluttum matvælum, olíu, ferðalögum, bara öllu!

Verðmæti fyrirtækja í Kauphöllinni hefur rýrnað um 40 til 50% á nokkrum mánuðum. Lán í erlendri mynt hefur hækkað um 30% frá áramótum.

Eftir hverju erum við að bíða?


mbl.is Óraunhæft að vextir lækki í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu var Geir ekki í útlöndum í síðustu viku að segja að hér væri allt "under control"

Svo bara titrar hér allt nokkrum dögum seinna. Mér skilst að þetta sé að stórum hluta vegna þessara Jökla og Krónubréfa. Þau séu m.a. ástæðan fyrir því hve tregur Seðlabankinn er að lækka stýrivexti. Því við það mundi skriða af erlendum spákaupmönnum innleysa bréfin og þá eiga bankarnir lítið lausa fé til að greiða þeim.

Þetta sýnir okkur að þessi æðibunugangur í bönkunum í að þenja sig út um allt bæði hér erlendis er bara mjög áhættu samt. Einnig má benda á þessi eignatengsl milli fyrirtækja hér þar sem að fyrirtæki á í banka, sem á í fyrrnefnda  fyrirtækinu  sem svo saman eiga í flest öllum öðrum fyrirtækjum er bara ekkert sniðugt. Þarna hafa t.d. eignir bankana dregist saman um kannski 40% síðustu mánuði. Og ekki bara það heldur hafa bankarnir lánað öllum hinum eigendum í þessum fyrir tækjum fyrir þeirra hlutum. Því má ekki mikið út af bregða ef bankarnir eiga ekki að tapa milljörðum, milljarða tugum eða jafnvel meira ef þetta verðfall  heldur áfram.


mbl.is Miklir óvissutímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað var Greiningardeild Glitnis að spá?

Þann 13.03 birti Greiningardeild Glitnis spá um gengi krónunar á þessu ári. Þar segir m.a.

Við spáum því að gengi krónunnar lækki á komandi mánuðum og að það verði lægst á
sumarmánuðum þessa árs. Evran verður þá í kringum 107 kr. og dollarinn nálægt 73 kr.

En staðan er í dag :

Gengi dals er nú skráð tæpar 74 krónur, evrunnar 116,8 krónur


mbl.is Gengi krónunnar lækkar um 5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikur að tölum

Var að lesa það á blogginu að við ólíkt öðrum þjóðum teljum með kostnað við hjúkrunarheimili og öldrunarstofnanir sem gera það að verkum að við mælumst svo hátt.
Aðrar þjóðir flokka elliheimili og þvílíkt undir félagsþjónustu.

Því ættum við að fara varlega í að skoða þessar tölur í samanburði við aðrar þjóðir.

Finnst samt svakalegt að heimilin í landinu borga um en hlutur heimila 20,5 milljarða eða um 17% af þessum kostnaði. Sem er í raun enn hærra ef að ölrunarþjónustan er tekin frá .


mbl.is 9,2% af landsframleiðslu til heilbrigðismála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýting innlendrar orku og fleira.

Það furðar mig að umræða um innlenda orku og nýtingu hennar í stað aðkeyptrar orkugjafa eins og olíu sé ekki komin lengra. Það er rætt um þetta á hátíðastundum en þess á milli er eina sem kemst að er að selja orkuna erlendis. Þ.e. að hún er notuð til að bræða erlent hráefni sem síðan er sent beint úr landi aftur. Og þetta innan sömu fyrirtækja þannig að arður okkar er aðallega af rafmagninu.

  • Hefði haldið að hækkandi olíuverð væri spark í rassinn á okkur í að koma hér upp öflugu lestarkerfi. Það getur verið að stofnkostnaður sé nokkur en ávinningurinn er náttúrulega að með öflugu lestarkerfi mundi sparast bensín kostnaður á ökutæki og flugvélaeldsneyti á flugvélar. Auk þess mundi hér sparast losunarkvóti af CO2.  Það mundi sparast milljarðar í Reykjavík því að þar mundir fást landsvæði þar sem Reykjavíkurflugvöllur er og þétta byggð og minnka þörf margra fyrir að keyra langar leiðir.
  • Einnig minnkar þetta viðskiptahalla og gjaldeyriskaup
  • Af hverju eru öll gjöld ekki feld niður á ökutæki sem nota lítið eða ekkert aðra orku en innlent rafmagn?
  • Af hverju er fólk ekki hvatt til að kaupa t.d. hybrid bíla. Með því að lækka öll gjöld af þeim?
  • Af hverju eru ný eða endurbyggð þjónustu og verslunarhverfi hönnuð þannig að þar er varla hægt að fara milli húsa nema í bíl. Bendi t.d. á hvernig Borgatún er orðið, Dalvegur í Kópavogi og Hlíðarsmárahverfi. Þarna er ekki hægt að fara á milli nema í bíl. Einnig hverfið þar sem IKEA er þar eru stór hús með risabílastæðum og hundruð metra ef ekki kílómetrar milli húsa á sama svæði.

Er ekki hækkandi olíuverð í heiminum spark í okkur að fara að snúa okkur að því að nýta innlenda orku fyrir okkur? Þá verðum við að passa að öll auðvirkjanleg orka sé ekki bundin í samningum við álbræðslur næstu hálfa öldina.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband