Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Og auðvita erum við að fara á fullu í jarðgöng og álver

Eins og margir hafa bent á er þetta kannski ekki heppilegasti tími fyrir okkur að ráðsta í stórframkvæmdir. EN viti menn auðvita nú á að fara af stað í Helguvík og jarðgöng í gegnum Vaðlaheiði.

Væri ekki sniðugt að einhverjir færu að standa á bremsunni. Og leyfa okkur aðeins að jafna okkur á Kárahnjúkum og Reyðaráli.


mbl.is Spáir mikilli verðbólgu í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og skv. bönkunum hér er þetta bara af því að erlendir bankamenn eru svo vitlausir

Maður fer nú að velta fyrir sér stöðu þessara banka sem eru hér á landi. Þeir keppast um að segja okkur að það sé allt í himnalagi hjá þeim. Þetta sé bara einhver vitleysa í erlendum bönkum sem þurfi að leiðrétta. En ég hallast nú að því að hjá svona stórum bönkum og fjármálafyrirtækjum starfi jú reyndara fólk en í okkar ungu og litlu bönkum. Minni á að bankarnir voru einkavæddir fyrir eitthvað um 4 eða 6 árum. Þarna starfa þvi starfsfólk að stórum hluta sem hefur aldrei þurft að takast á við svona bankakreppu áður. Þarna er líka fólk að sýsla við að fjármagna útrásina sem hefur ekki verið áður í miklum viðskiptum erlendis.

Þetta virtist ganga vel þegar að allir litlu kóngarnir hér á Íslandi vildu verða sér út um viðskiptaveldi erlendis. Bankarnir sem þessi sömu menn áttu dældu í þá peningum sem þeir fengu ódýrt erlendis. Talað var um að allt gengi svo vel. En síðan hefur maður heyrt að öll þessi kaup hafi verið fjármögnuð með lánum. Og að hagnaður hafi að mestu verið reiknaður út frá virði hlutabréfa en ekki innkomu. Og eins og við vitum eru hlutabréf mjög óstöðugt viðmið.

Við sjáum hjá Fl group að flott líf þeirra kónga sem eiga þar hlut er færður sem kostaður á fyrirtækið. Þá sást í skýringum á aðalfundi um daginn. Þar sem forstjórinn fékk 92 milljónir frá FL group fyrir að leigja þeim einkaþotu. Og annar eigandi skuldaði FL group 72 milljónir vegna leigu á einkaþotu.

Finnst að bankarnir hér ættu nú að fara að átta sig á orðspori sínu. Taka til hjá sér og fara að einbeita sér að því að sinna viðskiptavinum sínum hérlendis með betri kjörum. Því að skv. öllu er það þeirra öruggasta stoð í dag.


mbl.is Skuldaálag í methæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvítis spákaupmennska

Hef bloggað um þetta áður. Skv. heimildum er í raun næg olía í boði. En það virðist vera að það sé nóg að einhver reki við einhversstaðar þá er það gefin upp sem ástæða fyrir hækkunum. Síðan eru það braskarar sem fylla alla tanka sem þeir ná í til að fela olíu til að selja svo þegar markaðurinn fer upp. Minni á þegar að tankarnir í Hvalfirði voru fylltir nú fyrir nokkru af olíur sem einhverjir Norðmenn höfðu keypt.New%20Oil%20Company%20Logo

Hversu oft nú síðustu misseri hefur olía hækkað vegna orðróms um slæma birgaðrstöðu í USA. Sem síðan kemur í ljós að er ekki rétt.

Held að það besta sem gæti gerst nú sé að bílaframleiðendur setji nú í gír við að framleiða sparneytnari bíla. Ég vill fara að sjá bíla sem eyða ekki meira en 2 tll 3 lítrum á hundraði á viðráðanlegu verði.

Eins á land eins og Ísland að hvetja fólk til að nota bíla sem nýta innlenda orku. Fella niður gjöld á rafmagnsbílum sem og að veita mönnum aðgang að ódýru rafmangi fyrir þessa bíla. Hér eiga að koma rafdrifnar lestar milli landshluta til að spara flugvélabensín og svona almennt að gera flest til að við losnum undan oki olíunnar.


mbl.is Olíuverð yfir 111 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held að greiningardeild Glitnis ætti nú að fara í endurhæfingu

Í þessari frétt stendur:

Greining Glitnis spáir  því að gengi krónunnar lækki á komandi mánuðum og að það verði lægst á sumarmánuðum þessa árs. Evran verður þá í kringum 107 kr. og dollarinn nálægt 73 kr.

„Gengi krónu tekur að hækka að nýju á haustmánuðum og spáum við að krónan styrkist hægt og bítandi út spátímann eftir því sem dregur úr ytra ójafnvægi í þjóðarbúskapnum, áhættulyst fjárfesta eykst að nýju og hagvaxtarhorfur fara að glæðast. Minnkandi vaxtamunur kemur þó í veg fyrir að gengishækkun krónu á komandi misserum verði í líkingu við þróunina á fyrri hluta síðasta árs, þegar krónan styrktist um 12% 
En nú klukkan 15:00 eða 6 klukkustundum eftir að þessi spá þeirra kemur út er evran komin í 111 krónur. Og dollarinn er komin í 71 krónu. Það er ekkert að marka þessa menn! 

 


mbl.is Krónan heldur áfram að veikjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt! - Panta eftirfarandi sem fyrst!

  • Þáttur sem Laddi, Gísli Rúnar, Edda og fleiri gerðu og heitir "Gættu að hvað þú gerir maður" minnir mig. Þarna komu fram flestir barandarar sem síðar komu aftur í Heilsubælinu.
  • Eins áramótaskaupið þar sem menn voru að baða sig í Snorralaug og fleira. Verð að bara að sjá þetta.

 Þessir 2 þættir voru skylduáhorf áður en ég og vinir mínir fórum út að skemmta okkur í denn.


mbl.is RÚV semur við félög leikara og tónlistarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006

Eftirfarandi er úr frétt á www.visir.is

Ísland er í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 samkvæmt samtantekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD.

Einnig má lesa þar:

OECD bendir á að í þeim löndum sem aðild eiga að stofnuninni hafi skattabreytingar jafnan verið í þágu þeirra sem lág hafa launin. Hins vegar hafi skattabreytingar í nokkrum löndum, þar á meðal Íslandi, fyrst og fremst hagnast þeim sem hærri tekjur hafa.

Í þessu samhengi þá má benda á þetta úr frétt á www.eyjan.is

Meðalmánaðarlaun 8.222 starfsmanna íslensku bankanna þriggja voru um 1,1 milljón króna á síðasta ári, samkvæmt því sem fram kemur í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í dag. Landsbankinn greiðir hæstu meðallaunin. Laun Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, eru nú rúm milljón á mánuði.

Því er ljóst að skattastefna síðustu ára hér á landi hefur miðað að því að lækka skatta á fyrirtæki í fjármálastarfsemi, sem og þá hálauna starfsmenn sem vinna hjá þeim.


mbl.is Áfellisdómur yfir skattastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður hefði nú haldið að menn pössuðu eignir sínar betur

Var að hlusta á þessar fréttir í kvöld. Kostnaður við hvert stöðugildi yfir 120 milljónir. Vilhjálmur ofur smá fjárfestir taldi eðlilegt að það væri kannski 20 til 30 milljónir. Dagpeningar upp á 200 þúsund á dag fyrir að skreppa á fundi til Finnlands. Forstjóri leigir félaginu einkaþotur fyrir 92 milljónir. Þá vitum við það að þessar einkaþotur sem þessir menn eru sagðir eiga eru náttúrulega kostaðar af þeim hlutafélögum sem þeir eiga meirihluta í. Gaman að vita hvort að allir hlutahafar eigi möguleika á að nýta þær.

Annar stjórnarmaður skuldar félaginu 70 að 80 milljónir. Tap á eignarhlutum í 3 félögum upp á 38 milljarða og öðrum eignum þá upp á 31 milljarð.

Hélt að menn sem ættu svona miklar eignir pössuðu betur upp á þær


mbl.is Tap vegna AMR, Commerzbank og Finnair nam 38 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til þeirra sem tala gegn ESB og Evru

Rakst á skemmtilega færslu þar sem safnað er saman nokkum ummælum úr greinum um ESS samningin á árunum  1990 og 91. Þetta minnir mann óneitanlega á umræðunna í dag. Þar kemur m.a. fram:

"Greint var frá því í DV nýlega, í þætti um viskipti, [svo] að hugsanlegur hagnaður okkar af EES-aðild væri um tveir milljarðar á ári [...] Fyrir þetta vilja sumir Íslendingar selja fullveldið"
[...]
"Íslendingar [munu] þurfa að stórefla landshelgisgæsluna verði af EES-samningi. Ófyrirsjáanlegur kostnaður yrði því samfara þótt nær ógjörlegt yrði að fylgjast með þeim fiskiflotum sem ryðjast myndu á miðin við Ísland."
(Jóhannes R. Snorrason, MBL, 23.08.91 bls. 40)

Og einnig:

"Okkar fagra tunga, okkar fagra land og þessi góða þjóð - munu falla í gleymsku og dá"
[...]
"Ég hef heimildir fyrir því að nokkrir milljónamæringar í Þýskalandi séu þegar farnir að ræða um kaup á fossum okkar til stórvirkjana, bæði til sölu á rafmagni yfir Evrópu og til stóriðjuframkvæmda hingað og þangað um landið, spúandi eitruðu lofti í allar áttir"
[...]
"Við getum reiknað með lágmark 100 til 200 þúsund manns á einu bretti, jafnvel uppí 400 til 500 þúsund"
(Matthías Björnsson, MBL 12.09.91 bls. 23)

Fleiri góð ummæli sem féllu þegar EES samningurinn var í umræðu Sjá nánar á www.baldurmcqueen.com  

Held að fólk ætti að hafa þetta í huga þegar það er fer hamförum í lýsingum á öllum þeim hörmungum sem fylgja því að taka upp viðræður við ESB. 


mbl.is Krónan veikist enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var nú ekki nákvæm frétt

Ég hlutstaði á Gylfa í útvarpinu í gær. Hann sagði að að á síðasta ársfjóðungi síðasta árs hefðu eignir Íslendinga erlendis rýrnað vegna verðlækkunar á fyrirtækjum um 500 milljarða. Þar af leiðandi hefðu skuldir aukist um sem nemur 500 milljarða. Hreinar skuldir þ.e. lán að frádregnum eignu eru um 1800 millarðar erlendis. En brúttó skuldir eru víst um 8000 milljarðar. Hann sagði að þessi útrás fyrirtækja á Íslandi hefðu byggst á að fyrirtækin keyptu skuldsett erlendis og bankarnir íslensku hafi að mestu fjármagnað þetta. Treyst haf verið á stöðugar hækkanir á virði þessara frjárfestinga en sú hafi ekki verið raunin síðustu mánuði. Nú þegar að lækkanir verða á mörkuðum gangi þetta módel ekki upp og hann spáir verulegum niðursveiflum og erfiðleikum.

Má heyra allt viðtalið við hann í þættinum Krossgötum á Rás 1 hlusta  hér. Viðtalið er snemma í þættunum. Merkilegt viðtal


mbl.is Íslendingar skulda mest í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvet alla til að lesa mjög upplýsandi grein eftir Egil Helgason um þessi mál

Í greininni á síðunni sinni segir Egil m.a.

Ég hef ekki mikla samúð með samtökum eins og Hamas. En ég hef séð með eigin augum ástandið sem rekur unga Palestínumenn í fangið á öfgamönnum. Menn verða að gæta þess að rugla þessu ekki saman við umræðuna um íslamismann.

Þegar ungur maður sem býr í breskri borg sprengir neðanjararlest hefur það ekkert með kúgun að gera. Hann hefur einfaldlega gefið sig á vald ofstækisfullri hugmyndafræði. Mohammed Atta var maður sem hafði öll tækifæri í lífinu líkt og tilræðismennirnir 11. september 2001.

Palestínumenn eru hins vegar undirokaðir og píndir á alla lund. Ísraelsmenn beita öllum brögðum til að ræna landi þeirra; þeir reisa landnemabyggðir í trássi við alþjóðalög, leggja vegi sem þeir einir mega nota, stela vatni, beita stöðugu ofbeldi þar sem mælikvarðinn er eins og við höfum séð síðustu daga í árásunum á Gaza – hefndin þarf helst alltaf að vera hundraðföld og það er passað að hún bitni á óbreyttum borgurum.

Síðan endur birtir hann eldri grein sem er mjög upplýsandi um sögu m.a. Zionisa í fáum orðum


mbl.is Ísraelsk yfirvöld gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband