Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Laugardagur, 13. september 2008
Finnst þetta alveg fáránleg rök!
Þegar Geir fór að vitna í stöðuna í Georgíu til að rökstyðja ógnina af Rússum þá varð mér bara óglatt. Finnst það með ólíkindum að Evrópubúar sem eru nú í félagi við USA búnir að fara um lönd eins og Írak, Afganistan og styðja aðgerðir Ísrael í Palestínu og sprengja þar saklaust fólk svona sem meðafurð hægri og vinstri skuli bregðast svona við ástandinu í Georgíu.
Hann sagði að þeir sem hefðu sagt að sjálfstæðismenn væri fastir í hlekkjum kalda stríðsins þegar verið var að endurskipuleggja varnarsamstarfið við NATO eftir brottför Bandaríkjanna ættu kannski að heimsækja Gori í Georgíu þar sem Rússar létu sprengjum rigna yfir íbúana
Muna menn ekki eftir að stjórnvöld í Georgíu fyrirskipuðu árás á sitt eigið fólk og vitandi að það fólk fylgdi Rússum að málum og vilja sjálfstæði frá Georgíu.
Við vitum ekki hversu margir féllu þarna. Við vitum að talið er að stjórnvöld í Georgíu hafi fellt eitthvað frá 150 til 2000 borgara í eigin landi.
Sé ekki að RÚSSAR séu meiri ógn við okkur en USA. Þeir ögra Rússum stöðugt eins og t.d. að kaupa sér leyfi hjá Pólverjum að setja þar upp skotpalla fyrir eldflaugar. Rússar eru og hafa verið herveldi og þurfa að fljúga vélum sínum m.a. yfir Norður Atlandshaf.
En finnst ömurlegt ef Geir Haarde ætlar að nota þetta til aukinna hernaðarumsvifa hér á landi. Fannst eins og ræða hans væri byrjun á ásandi eins og var hér þegar Varið land var og hét.
Við eigum náttúrulega að fylgjast með flugumferð og umsvifum við landið en ekki að nota þetta til að hefja eitthvað kalt stríð aftur
![]() |
Enn stafar ógn af hernaði Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. september 2008
Ég get alveg fallist á þetta með Geir. EN........
Hvernig væri að Geir og ríksstjórn upplýsti okkur nákvæmlega hvernig við eigum að ná tökum sem fyrst á verðbólgunni? Mér finnst nákvæmar upplýsingar um hvað ríkið er er og ætlar að gera. Það þýðir ekki til lengdar að vinna þetta bakvið luktar dyr. Við viljum fá að fylgjast með. Og svona spár eins og að verðbólgan hjaðni hratt á næstu misserum er orðið dálítið þreytt. Þær haf hljómað síðustu ár en ekkert staðist.
![]() |
Ekki rétt að tala um kreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 12. september 2008
Held að ríkið þurfi að fara að læra!
Þessi kjaradeila ljosmæðra kalla á eftirfarndi viðbrögð:
- Ríkið þarf að átta sig á að með því að svara þessari deilu við ljósmæður með hörku á ekki eftir að skila þeim neinu nema að á endanum þarf ríkið að greiða meira. Þetta er vegna þess að með því að gera þær reiðar þá eru minn líkur á því að þær komi á móts við ríkið í samningum
- Eins og ljósmæður hafa bent á að nú er krafa um að ljósmæður ljúki fyrst hjúkrunarnámi og bæti síðan við sig 2 árum til að verða ljósmæður. Halda menn að fólk leggi á sig 2 ár í viðbótarnám fyrir jafnvel lægri laun en þær mundu fá sem hjúkrunarfræðingar. Þetta leiðir til þess að nauðsynleg endurnýjun verður ekki og þarf af leiðandi eru líkur á stórkostleg vandamál innan fárra ár vegna þess að engar ljósmæður koma inn í stéttina.
- Ljósmæður hafa ekki farið í verkföll um ára raðir og þar af leiðandi eiga þær sjóði til að ganga í verkfalli.
- Önnur verklýðsfélög koma til með að styrkja þær
- Ríkisstjórnin er búin að lýsa því yfir að unnið verði að því að auka veg umönnunar og kvennastétta.
- Og síðast en ekki síst þá veit ríkið að þeir þurfa að semja við þær. Held að með því að láta þessar deilur fara í hart græði ríkið ekkert nema að fá almenningálitið á móti sér.
- Held líka að samninganefndin hljóti að vita nokkrunvegin hvað tölur að lokum verður samið um og ætti að eiga möguleika á að semja um það strax.
![]() |
Nýbakaðar mæður finna mjög fyrir álaginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. september 2008
Ætli Gunnar fari nú í að rakka Sigurð niður
Gunnar hefur farið mikinn í að reyna að rakka niður fólk sem leyfir sér að gera athugasemdir við hans stefnumál. Frægast er sennilega árásir hans og Guðríði og Samfylkinguna. Og nú síðast heldur hann því fram að samtök fólks í Lindarhverfi séu stofnuð af Samfylkingunni. Nú hér í þessari frétt er Sigurður að bera á móti þessu, Guðríður er nú í Mogganum að bera á móti þessu. Það er eins og Gunnar geri sér ekki grein fyrir að jafnvel fólk sem kaus eitthvað annað en Samfylkingu sættir sig ekki við skert lífsgæði þar sem það býr bara til að hafa einhverja vini Gunnars góða og leyfa þeim að byggja háhýsi í grónu íbúðarhverfi. Og ég spyr nú bara í hvað á nota allt þetta húsnæði?
Síðan verð ég að nefna að í Mogganum í gær skrifað hækja Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Ómar Stefánsson líka og reyndi að hnýta í Guðríði.
Hann þar að halda fram að Guðríður væri á móti öllum framförum og nefndi þar Gæðavottun. Bærinn tók skyndiákvörðun um að fá vottun á starfsemi bæjarins. [ISO]. En það sem Guðríður var aðallega að setja út á að þetta dæmi var ekkert hugsað heldur var það rökstutt með því að bæjarritari hefði verið að lesa um þetta í Sveitarstjórnartíðindum og taldi þetta flott því þetta hefði verið gert í útlöndum. Það var strax ráðinn aðili sem gæðastjóri en ekkert skoða hvað þetta gæti kostað og vinnuna á bakvið þessa vottun. Og ekkert um hvað menn vilja að þetta skili. Hún talar a.m.k. ekki um það á heimasíðu sinni að hún sé á móti þessu. Hún veltir fyrir sér kostnaði og ástæðum!
Hef ekki legið á þeirri skoðun minni að Ómar ætti sem minnst að láta heyra í sér. Það fer honum best.
![]() |
Blautir kossar bæjarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. september 2008
Óttalega er þetta ódýr rök
Ætla menn að segja mér að þessi kostnaður sé ekki þegar inn í verði á vöru/þjónustu. Þetta hér er kannski ein skýringin
Í fyrsta lagi þá eru það fyrirtæki sem hafa atvinnu af því að innheimta. Mörg fyrirtæki sjá um þetta sjálf en önnur kjósa að láta aðra sjá um innheimtuna fyrir sig.
Þetta er fyrirkomulag sem hefur verið notað síðastliðin ár og er mjög hentugt fyrir alla aðila.
Alexander segir að eigi innheimtan að fara í gegnum Reiknistofu bankanna svo hún geti birst samstundis í heimabönkum þurfi að borga fyrir hana. Það kostar að setja þetta í heimabankana líka, segir hann.
Eðlilegt þegar það er kominn bisnes í kring um innheimtuna þá sé reynt að verja þetta kerfi.
![]() |
Ekki allir sammála um afnám seðilgjalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. september 2008
Bíddu gegnur frjálhyggjan út á þetta?
Hannes Hólmsteinn sem er aðalmaður í mótun efnahagsumhverfisins á Íslandi hefur alltaf sagt að það sé helsta markmiðið með einkavæðingu og frjálsræði í viðskiptum að þá taki menn ábyrgð. Það er nú ekki hægt að sjá það á þessu? Hér heima eru forstórar leystir frá störfum með feitum tékkum upp á hundruð milljóna. Og ekki er þetta skárra í USA. Hef á tilfinningunni að vinavæðing sé fylgikvistur frjálshyggjunnar og þegar að menn starfa saman í stjórnum hinna og þessa fyrirtækja þá komi svona upp á.
Þetta eru m.a rökin fyrir einkavæðingu ríkisfyrirtækja, þ.e. að forstjórar þar beri ekki raunverulega ábyrgð. En viti menn ef menn þeir gera það ekki heldur hjá einkafyrirtækjum ef þeir fá borgað nóg til að geta farið á eftirlaun um 40 fyrir að hætta eru þeir ekki að bera ábyrgð.
En eins og venjulega höfum við sem borgum þetta á einn eða annan hátt ekkert um þetta segja. Og ekki Bandríkjamenn heldur.
Það er okkar hlutverk að þegja og borga meira!
![]() |
Vænir starfslokasamningar vekja furðu Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. september 2008
Ekkert mál! - Það er heimsendir á morgun!
Þarna er kannski komin lausn á öllum okkar málum
Líkt eftir "Mikla hvelli" í Sviss
Í iðrum jarðar, á landamærum Sviss og Frakklands, hefur verið komið fyrir öflugasta hraðli í heimi. Inni í honum verður til mesti kraftur sem mannkynið hefur staðið að. Tilgangurinn er að skapa aðstæður sem líkastar þeim sem voru eftir Mikla hvell fyrir milljörðum ára. Tilraunin í Sviss er vafalaust mesta vísindatilraun sem mannkynið hefur staðið að. www.ruv.is
Miðvikudagurinn er merkisdagur í sögu eðlisfræðinnar. Aðstandendur verkefnisins hafa ráðið til sín almannatengla til að fullvissa almenning um að þeir muni ekki óvart búa til svarthol sem mun gleypa jörðina og alla íbúa hennar eða á annan hátt eyðileggja undirstöður þessa lífs á nokkurn hátt. www.mbl.is
![]() |
Gengi krónunnar aldrei lægra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. september 2008
Hvað eru margir í stjórn xF í Eyjafirði?
Hélt að frjálslyndir hefðu nú varla nógu marga í að stofna félag í Eyjafirði. Kannski að það sé bara stjórnin? Enda finn ég ekkert í fljótu bragði um stjórn á bloggsíðu þeirra né á www.xf.is . Nema hugsanleg þessa mynd sem prýðir bloggsíðuna. Held þá að þetta félag hittist á miðilsfundum.

http://xfakureyri.blog.is
![]() |
Vilja að Sigurjón gefi kost á sér sem formaður Frjálslynda flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.9.2008 kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8. september 2008
Við þurfum að auka opinbert eftirlit með virkjunum og stóriðju
Það er ekki nóg með að grunur sé um mengun þarna á Hellisheiði frá jarðgufuvirkjunum heldur er þrálátur orðrómur um að afrennsli frá Nesjavöllum hafi aukið kvikasilfur í Þingvallavatni og þar af leiðir í silungi þar. Það er því ekki beint hægt að segja að þetta sér græn orka ef að tæknin er þannig í dag að þetta valdi stórspjöllum á náttúrunni. Þetta með benssteinsvetnið var jú nefnt þegar að Hvergerðingar voru að mótmæla Bitruvirkjun. Ég man ekki betur en að OR segði þetta ekki menga. Og þeir mundu síðar ná að eyða lyktinni með nýrri tækni. En hún er bara ekki komin.
Þá hafa verið nefndar mælingar í Hvalfirði þar sem mengun fer yfir hættumörk að minnstakosti heyrðist það fyrir nokkrum mánuðum. Talað t.d. um að flúor væri þar á köflum langt yfri mörkum. En verksmiðjan þar neitaði því og síðan hefur bara engin rætt um þetta.
En eins og eftirlitið er í dag er það fyrirtækjanna að fylgjast að mestu með þessu sjálf. Mér finnst það ótækt og finnst að umhverfisstofnun eigi að stækka með auknum umsvifum og rannsóknadeild þeirra stöðugt að gera athuganir á þessu.
Það dugar ekki að gróðasjónarmið ráði eingöngu. Við eigum að gera kröfur um að frá þessum virkjunum og stóriðjum komi engin mengun eða því sem næst. Það er til tækni sem tekur á þessu flestu og við eigum ekki að sætta okkur við að mengun sé hugsanlega rétt undir hættumörkum. Við vitum að mælikvarðar um hvaða magn sé í lagi og ekki, breytist með árunum og lækkar yfirleitt.
![]() |
Hvetur til rannsókna á gróðurskemmdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. september 2008
Hátt bilur nú í tómum tunnum
Held að þessi bankamenn ættu nú bara að slappa af og fara varlega í að gagnrýna kollega sína í Seðlabankanum. Í annarri frétt hér á mbl.is kemur m.a. fram:
Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Seðlabankans, segir Seðlabanka Íslands vinna eftir alþjóðlegum stöðlum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar viðskiptajöfnuður er reiknaður út.
Þetta er náttúrulega eitthvað sem þessir menn þarna í bönkunum ættu að vita. Eins kemur fram í fréttinni:
Tómas sagði þennan skekkjulið vera til staðar í hagtölum allra ríkja. Dæmið gengi hvergi upp eins og gefið var í skyn að ætti að vera í gær.
Held að þessir yfirmenn greiningardeilda sem alveg fram á síðustu stundu spáðu því að hlutbréf ættu eftir að hækka stöðugt þegar þau voru í 9000 stigum, spáðu því að fasteignaverð ætti bara eftir að hækka, það yrðu aldrei verulegar raun lækkanir framar, spáðu því að gengið ætti aldrei eftir að sveiflast neitt verulega og svo framvegis ættu nú bara að gefa sér tíma til að fara erlendis í endurmenntun. Þeir hljóta að vita það að síðustu ár hefur fólk hlustað á þá í fjölmiðlum og í kjölfar greininga þeirra fjárfest og sitja nú margir hverjir í súpunni.
Og þessi viðbrögð þeirra um að aðrir fari með vitleysu, þegar að Seðlabankinn, erlendar greiningardeildir og fleiri koma með ábendingar og spár, er með öllu óþolandi.
![]() |
Ógnvænleg efnahagsþróun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 969738
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson