Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Gunnar búinn að fara yfir strikið einu sinni enn!

Gunnar Birgisson lætur alltaf eins og að hann sé að reka Kópavog sem verktakafyrirtæki. Og að bæjarbúar séu eitthvað sem er að flækjast fyrir honum. Það er eins og honum finnist að bæjarbúar hafi það sem hæsta markmið að fjölga í bænum og að byggja sem stærstu turna. Get ekki séð hvernig mér sem Kópavogsbúa gagnast að næstu árin verið ég fyrir sífeldum umferðartöfum vegna framkvæmda. Og það framkvæmda í hverfum sem eiga að vera nær full byggð.

Síðan ef einhver vogar sér að mótmæla nokkru þá eru það einhverjir skíthælar að hans mati og hann eys yfir þá fúkyrðum. Er ekki viss um að neinn annar bæjarstjóri mundi láta hafa eftirfarandi eftir sér:

Gunnar veltir því fyrir sér hvort stofnun íbúasamtakanna í Lindahverfi eigi sér pólitískar rætur. „Guðríður Arnardóttir [Samfylkingu] stóð alltaf þarna fyrir utan dyrnar og Sigurður Þór [formælandi samtakanna] fór alltaf út og leitaði ráða hjá
henni,“ segir Gunnar. „Málið er þá allt í einu orðið pólitískt og verið að toga íbúana inn í pólitískar erjur,“ segir Gunnar og klykkir út með því að Samfylkingin hafi alltaf verið „á móti öllum góðum skipulagsmálum í Kópavogi“.


mbl.is Vísar ásökunum bæjarstjóra á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég bara spyr! Eru menn ruglaðir?

Ég hef nú fjallað um þetta mál þarna í Lindahverfi, Smáranum og Glaðheimasvæði oft og iðulega og þetta mál snertir mig persónulega því að ég bý í Smárahverfi og þarf daglega að fara þessar leiðir oft.

En ég má til með að upplýsa sem ekki kemur fram í þessari frétt að umferðamagn sem bætist við við þegar turnar og annað koma í Glaðheimsvæðið er á bilinu 30 til 40 þúsund bílar. Nú þegar eru hnútar reglulega við Smáralind og sífellt verið að breyta götum til að reyna að laga það.

Menn skulu ekki halda að umferðin fari bara eftir Reykjanesbraut. Það verður keyrt í gefnum íbúðabyggðir eins og Digranesveg, ýmsar götur í Lindunum, og eins eftir öllum götum Smárahverfis.

Held að Ármann Kr sé nú kannski ekki rétti maðurinn í að svara til um þetta. Honum hefur gengið afleitlega að skipuleggja Strætó.

Velti líka fyrir mér hvað eigi virkilega að nota allt þetta húsnæði í. Miðað við ástandið í dag er verslunar- og skrifstofuhúsnæði víða að tæmast og sendur autt.

Meira síðar


mbl.is Íbúar hræðast aukna umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju hækkar verðið?

Nú er nokkuð ljóst að öll heimili landsins nota minna rafmagn en en framleitt er í einni af stóruvirkjunum. Mér skilst að 5 megawattstundir dugi um 1800 heimilum þannig að öll heimili í landinu þurfa kannski um 500 MW stundir.  Því   má færa rök að því að nær allar virkjanir sem hafa verið byggðar síðustu 20 árin eru ekki að skaffa okkur neitt rafmagn heldur fer það allt í stóriðju.

Eftir því sem ég best veit eru allar virkjanir eldri en þrjátíu ára búnar að borga sig upp. T.d. virkjanir í Soginu, Búrfellsvirkjun og fleiri. Þær skila því núna bara arði inn í fyrirtækin. Þetta eru almenningsfyrirtæki og eiga því að láta eigendurna [okkur] njóta þess. Eins hefur alltaf verið kynnt fyrir okkur að hagnaður af sölu orku til stóriðju kæmi okkur eigendunum til góða. En nú kemur í ljós að raforka hefur hækkað um 15% á síðustu misserum. Finnst mönnum þetta bara allt í lagi? Er ekki alveg ljóst að þarna er verið að henda á okkur hækkunum á fjármagnsgreiðslum af lánum sem þessi fyrirtæki tóku til að byggja virkjanir fyrir stóriðju?


mbl.is Raforkuverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvita bara 30 ferkílometra stórt lón inn á friðað land!

Alveg makalaust hvað Landsvirkjun leyfir sér. Af hverju halda menn að landsvæði sé á náttúruminjaskrá. Jú mikið rétt þetta er landsvæði sem er talið einstakt. Og allt þetta fyrir virkjun sem er ekki nema 45 megawattstundir. Eins þá þetta að vera miðlun fyrir virkjanir í Tungná og Þjósá. Finnst að það sé ekki ásættanlegt að skipuleggja og hanna virkjanir inn á friðlýst svæði eða svæði á náttúruminjaskrá. Og sérstaklega ekki þegra að virkjuninni fylgir manngert lón sem verður 6 stærsta vatn landsins. 

Þessi fyrirtæki verða að átta sig á að þau eru öll í almennings eign og þau verða bara að vinna í sátt við almenning í landinu.  Við verðum að fá tækifæri á að koma með heildstæða stefnu um hvar sé ástættanlegt að virkja og og hvar ekki. Því verki verður að hraða og þangað til verði ekki farið inn á svæði sem teljast óröskuð eða eða eru náttúruminjar. 


mbl.is Ný virkjun í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þessir menn að fara yfirum?

Held að þessir forstjórar ættu að muna hjá hverjum þeir vinna. Þetta eru forstjórar LV, Rarik, OR, Norðurorku og fleiri. Þetta eru allt menn sem stýra fyrirtækjum í almenningseign. Það þýðir væntanlega að t.d. LV er í eign almennings í landinu og Þórunn er kosinn af almenningi og síðan skipuð af meirihlutanum sem umhverfisráðherra. 

Síðan leyfa þessir menn sem skipa Samorku að hóta ríkinu! En það er ríki og sveitarfélög sem eru vinnuveitendur þeirra. Held að þessir menn ættu nú bara að slaka á. Enda kemur í ljós að þessi ákvörðun um samræmt mat umhverfisáhrifa er ekkert að tefja rannsóknir. Þessir menn verða bara að sætta sig við að nú viljum við sjá fyrir afleiðingar í heild áður en ráðist er framkvæmdirnar.


mbl.is Jafnvel leitað til dómstóla vegna úrskurðar ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónas Kristjáns um Sarah Palin

Jónas er ekkert að skafa af því á www.jonas.is

04.09.2008
Sarah Palin er algert frík
Sarah Palin minnir á Össur Skarphéðinsson. Hún vildi fá yfirmann heimavarna í Alaska til að reka fyrrverandi mág sinn. Þegar það tókst ekki, rak hún yfirmanninn. Hafnar forsendu allra vísinda, sjálfri þróunarkenningunni. Er andvíg fóstureyðingum undir öllum aðstæðum, jafnvel nauðgunum. Styður olíuleit á verndarsvæðum og byssueign. Er svo hægri sinnuð, að um skeið rúmaðist hún ekki hjá repúblikönum. Gekk þá til liðs við Alaskaflokkinn, sérflokk fyrir hægri öfga. Hún er algert frík, dæmi um allt það versta í bandarískri þjóðarsál. Þegar McCain deyr, verður hún verri forseti en Bush

Verð þó að virðurkenna að ég sé ekki líkindin við Össur


mbl.is Cindy McCain tekur ekki undir skoðanir Palins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendar skuldir 10.000 milljarðar

Held að fólk ætti að skoða þetta vel. Ég held að ef við höldum áfram svona þá lendum við í þroti. Síðan eru menn að áætla eignir erlendis á móti en þær eru flestar í formi hlutabréfa og þessháttar sem geta fallið um helming á einum degi sem og að matið er alltaf hlutlægt þar sem ekki eru líkur á að menn geti losað út þessar eignir nema með löngum fyrirvara.

tafla


mbl.is Viðskiptahalli aldrei meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir - Áhættusæknir fjárfestingabankar

Fannst athyglisvert í 24 stundum í dag þar sem ítarlegri frétt er um þessi mál að greinandi UBS bankans sagð að íslensku bankarnir væru allt öðruvísi en aðrir banakar á Norðurlöndum. Því bankar hér væru í raun: Áhættusæknir alþjóðlegir fjárfestingarbankar.

Eins vekur athygli hvað Friðrik Már Baldursson, prófessor í Háskólanum í Reykjavík er alltaf tilbúinn að gera lítið úr sérfræðingum erlendis. Hann hefur bæði í fréttum og fleiru svarað þessum erlendu sérfræðingum á þessa leið að þeir viti bara ekkert um þetta. Eins hefur hann verið að gera lítið úr skoðunum Þorvaldar Gylfasonar. Það væri nú kannski hægt að skoða það sem Friðrik hefur haldið fram varðandi bankamál og efnahagsþróun hér. Held að það standist fátt af því sem hann hefur sagt eða spáð. 

Er furða að maður styðji það að þessum bönkum sé gert að aðskilja eðlilega viðskiptabanka starfsemi frá þessu braski.  

Bendi t.d. á þessa frétt af www.visir.is   

 

Vísir, 04. sep. 2008 08:09

Sparisjóður Suður-Þingeyinga nær einn um að hagnast

mynd

Á sama tímabili og helstu sparisjóðir landsins hafa tapað stórfé á rekstri sínum, skilar Sparisjóður Suður-Þingeyinga hagnaði upp á tæplega 53 milljónir, eftir fyrstu sex mánuði ársins.

Heildareignir sjóðsins eru rúmir þrír milljarðar króna og eigið fé 486 milljónir. Ari Teitsson bóndi á Hrísum og stjórnarformaður sjóðsins sagði í viðtali við Fréttastofuna í morgun að það væri óþolandi rugl að sparisjóðirnir geti ekki rekið sig.

Annars væri lykillinn að velgengni sparisjóðsins sá að hann á ekkert í Exista, er löngu búinn að selja hlut sinn í Kaupþingi og hefur ekki tekið erlend lán. Formúlan sé einföld: útlán takmarkist af innlánsfé og því sýni hagnaðartölurnar núna beinan hagnað af reglulegri starfssemi, án nokkurra bókhaldskúnsta.


mbl.is UBS: Eigendur banka veikasti hlekkur þeirra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband