Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Fimmtudagur, 4. september 2008
Skuldir banka og fyrirtækja
Hef verið að velta fyrir mér eftir að Stöð 2 sló því fram í viðtali við Geir Haarde að skv. hálfs árs uppgjörum 11 eða 12 fyrirtækja sem þau litu á skulduðu þau um það bil 1.800 milljarða. Því finnst mér eðlilegt að velta fyrir sér nokkrum atriðum:
- Er virkilega möguleiki á að þessi fyrirtæki geti einhvern tíma borgað upp þessi lán?
- Er velta þeirra nóg til þess að einhvern tíma verði hægt að borga lánin.
- Ef það er taprekstur á þeim t.d. núna hljóta skuldirnar að hækka en frekar
- Mikið af þessum lánum eru erlend en samt skilst mér að meirihluti sé frá innlendum bönkum eða með þeirra atbeina. Eru starfsmenn þessara banka ekki með öllu mjalla? Eru þeir að lána svona háar upphæðir út á ótrygg veð eða spár einhverja misvitra greiningardeilda?
- Mig minnir að samtals skuldi fyrirtæki um 8.000 milljarða erlendis. Er það ekki að segja okkur að nær öll þenslan, fjárfestingar og kaupmáttaraukningin er tekin að láni. Og er ekki nokkuð ljóst að þar með verður ekki komist hjá niðursveiflum nærri sama hvað við framleiðum og seljum?
- Er þetta ástand kannski vegna þess að sömu menn og voru að fá lánað svona gríðarlega eiga líka bankana?
Er það síðan eðlilegt að við almenningur hlaupum svo þeim til hjálpar nú þegar veruleikin er farinn að blasa við?
![]() |
Engar róttækar breytingar á bankakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 3. september 2008
Vilhjálmur í Landsvirkjun? - Landsvirkjun á leið í hundana?
Ég held að maður sem hefur orðið ber af því að geta ekki heldið saman 7 manna borgarstjórnarflokki, man ekki undirhafð hann er að skrifa eða hvað hann les, fer í laxveiði í boði fyrirtækja sem eru að semja við OR eigi ekki heima í forstjórarstólk Landsvirkjunar. En var að lesa þetta á www.dv.is
Ég vil nú ekki upplýsa það hverjir hafa rætt þetta við mig, þeir eru nokkrir en enginn frá Landsvirkjun, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna. Nafn Vilhjálms heyrist nú æ oftar nefnt í tengslum við starf forstjóra Landsvirkjunar sem auglýst var laust til umsóknar um síðustu helgi.
Aðspurður hvort hann tæki að sér starfið ef honum yrði boðið það segir Vilhjálmur einfaldlega: Ég auðvitað velti öllu fyrir mér.
![]() |
Ólafur hellti sér yfir Vilhjálm Þ. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 2. september 2008
Þarna missti Lýsing af frábæru tækifæri til bæta ímynd sína!

![]() |
Fékk styrk til að leysa út vélarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. september 2008
Aðeins meira um Palin!
Rakst á þetta inn á www.jonas.is .
Þetta bætist við að það hefur verið upplýst að McCain hafði bara einu sinni hitt Palin áður en hún var tilkynnt sem varaforsetaefni hans. En aftur að www.jonas.is
01.09.2008
Sólarhrings fegrunaraðgerð
Í sólarhring fyrir val Sarah Palin sem varaforsetaefnis repúblikana sat YoungTrigg við tölvuna sína. Hann var að auka og bæta texta Wikipedia um Palin. Þetta segir okkur, að hún hafði verið valin sólarhring áður en hún var kynnt opinberlega. Enn merkara er samt hitt, að kosningavél taldi nauðsynlegt að hagræða æviferli hennar í tæka tíð. Hún gaf sér sólarhring til verksins. Allt ferli YoungTrigg við skráningunna er rakið eins og ferli annarra skráninga í Wikipedia. Menn tóku fljótt eftir þessu og leiðréttu spunakarlinn. Þetta sýnir, að veraldarvefurinn skiptir miklu í pólitík.
![]() |
17 ára dóttir Palin á von á barni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 1. september 2008
Ég vill einhverja í stjórn bankana sem kann með peninga að fara!
Ég tel að þessi hamslausa græðgisvæðing sem greip öll fjármálafyrirtæki og einstaklinga með aðgang að fjármagni, sé það sem er að koma í flest þessi vandamál sem við eigum við að etja.
Fjármálstofnanir hafa sprottið upp einsog gorkúlur og svo þegar eignarhaldið er skoðað eru þetta í raun örfáir aðilar sem fara stærsta eignahlut í þeim öllum með örfáum undantekningum.
Held að þetta væl núna um sameiningu er bara til að illa stödd fjármála fyrirtæki og einstaklingar fái tækifæri til að braska meira með fé sem á endanum er tekið frá almenningi með einum eða öðrum hætti.
Svona eins og með þessum æfingum að setja fyrirtækin á markað og taka þau af markaði þegar þau eru orðin skuldsett og hlutféð fallið niður í ekki neitt.
Nokkuð ljóst að þeir sem stjórna þessum stofnunum eru ekki starfi sínu vaxnir ef að hagnaður síðustu ára gerir þeim ekki kleyft að lifa af svona niðursveiflu.
![]() |
Vill fjóra stóra banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. september 2008
Bólurnar teknar að springa.
Svona í tilfengi þessara frétta skrifaði ég þessa færslu i gær
Eru fjármálasnillingarnir okkar bara bólur?
Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Það er nú farið að læðast að manni að margar af þessum hugmyndum og fjárfestingum þessara snillingar okkar séu bara bólur. Þær virðast í upphafi vera sniðugar og margir koma að og fjárfesta í þessu. Þeir frumkvöðlarnir sjálfir virðast oftast ná einhverjum hagnaði í upphafi fyrir sig en síðan virðist fjara undan þeim. Gott dæmi er FL group. Nú er þetta dæmi með Nyhedsavisen að rúlla. Íslendingarnir voru að mestu búnir að losa sig úr þeim rekstri. Nú er bara að sjá hvað kemur næst.
Mér barst bréf í dag og hélt að þetta væri bara spam en viti menn þetta er frá manni sem heitir Eric ig býr hér á landi og birti ég það hér í heild:
Hi MaggiYou could mention the fact that the so called Icelandic "Snillingar" laughed at the news in British Media that the "Icelandic bubble" was about to burst. It was so simple really........The Icelandic standard of living is based on borrowed money.Many people of Western world Countries could drive around in gas guzzling "Jeeps" ....own "big houses"......live "like a Lord"....If they had the same mindset as an Icelander........" I want it, and if I can borrow money to get it I will"......A more diciplined western civilization would not allow themselves to get into such debt......A very good example is a Brit who ownes his semi detached home.....ownes his Ford Mondeo......goes to Tennerife on holiday.... has 8 million in the bank and doesn´t owe a penny as opposed to the Icelander who drives a big Range Rover.....Has a 5 bedroom detached house.......goes to " Monterife".......has a grill 2 metre wide and two metre long and ownes nothing...........................The bank ownes it all...........For Iceland it is now "Payback time" unfortunately.Plastic and loans don´t work anymore.....I feel sorry for the people who "invested" in housing.......Those that invested in big "Jeeps" and "Jacusis"........tough shit. They deserve what they get.CheersEric
![]() |
Gunnar Smári: Samdráttur á markaði gerði útslagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. september 2008
Verðtryggingu af!
Ísland er eina landið í heiminum held ég þar sem verðtrygging er nær alfarið á öllum lánum til lengri tíma. Ég hef alltaf talið að vextir væri það sem lánveitandi hefði sem tekjur af því að lána almennig peninga. En við tókum upp verðtryggingu á sínum tíma með því loforði að vextir hér yrðu mun lægri enn annarstaðar í staðinn. EN hvernig er staðan? Nú í dag lána bankar t.d. til íbúðakaupa með 7 til 8 prósent vöxtum og með verðtryggingu ef þeir lána á annað borð. Þetta þýðir að fólk er þá að borga nú í dag kannski 21% vextir nema að hluti þeirra er ekki innheimtur heldur legst við höfðustólinn og hækkar því afborganir næstu áratugina.
Bankar aftur fá sína peninga lánaða erlendis á 2 til 3% vöxtum. Því hirðir bankinn allan verðbótaþáttinn inn sem gróða til sín. Ég get tekið undir eftirfarandi orð Gísla Tryggvasonar talsmanns neyenda:
Ég hef einkum - en ekki eingöngu - gagnrýnt svonefnda verðtryggingu út frá tveimur sjónarmiðum - þannig að umfjöllun mín hefur ekki verið órökstudd
þó að ég hafi ekki komist að formlegri eða endanlegri niðurstöðu og þótt sumir ljósvakamiðlar og jafnvel prentmiðlar klippi og skeri þegar þeir spyrja mig um svo flókið og umdeilt mál.
Í fyrsta lagi hef ég vakið athygli á því neytendasjónarmiði að óréttmætt sé að annar aðilinn, sá veikari, skuldarinn (oft neytandi) beri alla áhættuna af óvissum atburði - sem hann hefur enga stjórn á einn og sér, verðbólgunni; hinn aðilinn, t.d. banki, hefur hins vegar oft nokkkur áhrif á þenslu og þar með verðbólgu með athæfi sínu. Sú óskipta áhætta skuldarans er auk þess ekki háð neinum takmörkunum; maður gæti sagt:
"the sky is the limit."
Þetta taka sumir lögfræðingar undir og stundum útlendingar - ef þeir skilja yfirleitt fyrirbærið sem ég er að reyna að lýsa. Mótrökin um að neytendur ávaxti líka fé eiga ekki fyllilega við að mínu mati þar eð þeir gera það ekki í atvinnuskyni - enda teldust þeir þá ekki neytendur samkvæmt skilgreiningu; neytendur sem ávaxta fé - annað hvort sem frjálsan sparnað eða (skyldu)bundinn lífeyrissparnað - gera það ávallt fyrir milligöngu sérfróðra aðila - svo sem banka og lífeyrissjóða - sem ströng skilyrði og ítarlegur lagarammi gildir um og verndar hann m.a. neytendur - auk samkeppnislögmála um bestu ávöxtun og markaðs- og efnahagslögmála um vaxtastig.
Í öðru lagi hef ég haldið fram því efnahagslega sjónarmiði - sem vissulega er ekki á sérsviði mínu - að "verðtrygging" sé ekki bara lögvernduð afleiðing verðbólgu heldur líklega að nokkru leyti orsök hennar; sterkir aðilar á markaði hafa m.ö.o. ekki sérstakan hag af því að halda niðri verðbólgu því að þeir fá vextina ávallt (sem eru ekki lágir hérlendis) auk verð"bóta" ofaná - óháð sinni fjármögnun. Jafnvel kunna einhverjir að hafa hagnast af meiri verðbólgu án þess að ég hafi ennþá beinlínis leitað uppi slík dæmi
Það er ófært að það séu lánþegar sem beri alla ábyrgð í þessu máli. Styð hugmynd Gísla að verðtrygging verði a.m.k. tekin út að hluta.
Mánudagur, 1. september 2008
Heiðmörk
Maður þarf ekki alltaf að fara langt til að finna fallega staði. Við Gutti förum reglulega upp í Heiðmörk og erum alltaf að finna fallega og skemmtilega staði
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 969740
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson