Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Löggan

 


 

Mynd tekinn við Alþingishúsið í síðustu viku.


Göngufélagi minn 2 ára.

Hann Gutti er orðinn 2 ára. Hann er samt seinþroska og heldur enn að hann sé hvolpur. Við smelltum nokkrum myndum af garpnum í dag upp í Heiðmörk í tilefni dagsins.

 

Gutti 2 ára

 


Held að það sé rétt að slá á væntingar fólks. Þær eru úr hófi.

Held að fólk þurfi að átta sig á því að þessi ríkisstjórn gerir ekki kraftaverk. Það er ljóst að við erum stórskuldug og skuldirnar hverfa ekki. Ef þeim er létt af einhverjum þá lenda þær á öðrum.

Eins þessi hugmynd fólk um að í næstu kosningum geti allt verið komið á hreint varðandi nýja stjórnarskrá og "Nýtt lýðveldi" er náttúrulega út úr kú.

Fólk verður að átta sig á að svona endurbætur taka tíma. Og eins eru upphrópanir fólks eins og "Ekkert flokksræði", "Valdið til fólksins", "Beint lýðræði" og fleiri slík ekkert gildi í sjálfu sér. Það er ekki til það land í heiminum þar sem fólk hópar sig ekki saman í hópa/flokka til að hafa áhrif. 

Og svo það sem ég heyrði í dag í ræðum á Austurvelli varðandi "fulltrúalýðræði" sem neikvæðan hlut varð til þess að ég fór að hugsa um að fólki væri nú nær að skoða hluti áður en það fer að nota svona orð. Alstaðar þar sem kosnir eru einstaklingar á þing, hlýtur að verða fulltrúalýðræði. Við erum jú að kjósa okkur fulltrúa á þing. 

Held að mikið af þessum slagorðum og hugmyndum sem heftur rignt yfir okkur að undanförnum sé lýðskrum. 

Það tala margir um fyrirkomulag þar sem forsætisráðherra væri kosin sé og svo þingið sér til að aðgreina framkvæmdarvaldið frá löggjafarvaldinu sbr. Bandaríkin. En fólk hlýtur að vita að í Bandaríkjunum blómstrar einmitt lobbyismi, mútur og spilling þar sem að verið er að reyna að kaupa þingmenn til að vinna gegn hinum og þessum málum sem að ríkisstjórnin vill koma fram. Þetta fyrirkomulag býður upp á spillingu. Munið þið t.d. eftir baraáttu Clinton fyrir að takmarka byssueign. Og svo getur forseti stoppað mál frá þinginu.

Þannig að þetta kerfi er nú ekki fullkomið heldur. 

Held að við eigum að gera þá kröfu að stjórnlagaþing kynni sér fyrirkomulag þessara mála um allan heim áður en við ákveðum hvaða niðurstöðu við viljum fá út úr þessu.

En umfram allt ekki reikna með kraftaverkum. Við verðum að sætta okkur næstu mánuði við að stjórnvöld séu sanngjörn, geri það sem þau geta til að hjálpa skuldugu og illstöddu fólki. Og við hin sem betur stöndum verðum að reikna með að við þurfum að bera stærri hluta kökunnar um sinn.


mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikflétta Framsóknar!!!!

Minni á að það var framsókn sem bauð upp á að styðja minnihlutastjórnina á Landsfundi sínum fyrir 2 vikum. Nú leika þeir sér að þvi að setja Vg og Samfylkingu hin og þessi skilyrði til að sýna að þar fari flokkurinn sem í raun ráði öllu. Formaðurinn hefur marg oft sagt að flokkurinn ætli að bíða eftir endurnýjuðu umboði frá kjósendum en er nú á fullu að koma sínum málum að  bakdyrameginn  Held að þessi flokkur sé ekkert að breytast.

Finnst að Vg og Samfylking þurfi að passa sig á að samþykkja ekki hvað sem er frá Framsókn bara til að komast til valda. Kannski betra að kjósa bara núna.


mbl.is Ný ríkisstjórn eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir hefur ekki hlustað frekar en venjulega á þjóðina!

„Því miður Samfylkingin hefur, og kannski einhverjir fleiri, með ótrúlega skrýtnum hætti látið stjórnast af hatri á einum manni. Það virðist hafa úrslita áhrif í afstöðu þeirra til skipulagsbreytinga á stjórnkerfinu. Það er ekki góð ástæða til að endurskipuleggja í stjórnkerfinu,"

Þetta var nú ekki gríðarlega gáfulegt!

Er Geir búinn að gleyma:

  • Hver það var sem mótaði þetta efnahagsumhverfi sem hrundi hjá okkur
  • Kom með framtíðarsýn um að að við yrðum miðstöð fjármála en gleymdi að setja allar þær varnir sem þá hefðu þurft að vera.
  • Af létti allri bindiskyldu af bönkunum
  • Lét okkur ekki vita af erfiðleikunum
  • Hafnaði öllum lánum sem okkur bauðst á síðasta ári og taldi vaxtakjör og skuldatryggingarálagið móðgun við okkur.
  • Lánaði bönkum og fjármálafyrirtækjum ótæpilega
  • Kastljósþátturinn þar sem hann sagði að við værum ekki að borga Erlendarskuldir óreiðumanna
  • Ræðuna hjá Viðskiptaráði
  • og fleira og fleira.
Hvað ætlaði Geir að gefa honum oft tækifæri á að klúðra málum?
mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já er það ekki? Hvaðan kemur honum vald til að ákveða svona fyrir okkur?

Og hvað hefur Steingrímur hugasað sér að við leggjum til þessa samstarfs? Kannski aðgang að miðunum hjá okkur eða fjárfestingum í útgerðafyrirtækjum. Get ekki séð að hag okkar sé betur borgið í með því að láta innlima okkur í gjaldeyrismál Norðmanna. Get ekki séð að þei hafi neinn hag af því að þurfa að prenta meiri peninga til að leggja í hýtina hjá okkur. Held að norskur almenningur væri ekki sáttur við að norska krónan yrði að sveiflast líka eftir aðstæðum hjá okkur. Því að norska krónan er náttúrulega örmynnt í samanburði við evru, dollar og pundið.

Ég vill fá álit sérfræðinga á þessu. Mat á öllum þessum möguleikum og fá að vita kosti og galla! 


mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur einhver tillögur um aðra framtíðarsýn sem getur tryggt okkur stöðugleika?

  • Það er ljóst að myntin okkar er ónýt
  • Það er ljóst að ef við ætlum að stunda alþjóðleg viðskipti og fjárfestingar þá verðum við að hafa aðgang að Seðlabanka til þrautarvara sem er nógu öflugur.
  • Það er ljóst að einhliða upptaka annarrar myntar veldur því að við verðum viðkvæm fyrir sveiflum í því landi og á þeim mörkuðum sem við skiptum lítið sem ekkert við.
  • Það er ljóst að vöruverð hefur lækkað um allt að 30% í þeim löndum sem hafa gengið í ESB
  • Við erum þegar í  nánu samstarfi við ESB og bundin að mörgu leiti lögum og reglum þar en höfum engin áhrif.
  • Við erum í dag í alvarlegri kreppu. Við komumst væntanlega út úr henni en erum jafn óvarinn eftir það.
  • Við gætum fengið næstu kreppu eftir nokkur ár t.d. ef fer saman verðfall á áli sem og aflabrestur.
  • Það er ljóst að um 80% af ríkjum Evrópu eru nú þegar komin í ESB
  • Það er ljóst að EES samningurinn er eitthvað sem ESB hefur ekki mikinn áhuga á að endurnýja þegar hann verður úreltur og ekki víst að hann vari að eilífu.

Af hverju er fólk á móti því að kanna hvað okkur býðst í aðildarviðræðum?

Hvaða tillögur hefur fólk nú á tímum alþjóðavæðingar um framtíðarsýn fyrir Ísland? 


mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða vopnin ekki slegin úr höndum nýrra framboða?

Nú er þegar ljóst að eitt af því sem ný stjórn mun afgreiða í vor er stjórnlagaþing sem kosið verður á meðfram Alþingiskosningum. Á stjórnlagaþingi verður væntanlega unnið að því að setja nýja stjórnarskrá og sjálfsagt hægt að huga að réttindum kvenna að auki. Einnig koma til með að verða nær jafnmargar konur og karlar í ríkisstjórninni. Og forsætisráðherra verður kona.

Er þá ekki búið að slá vopnin úr nýjum framboðum eins og Neyðarstjórn kvenna sem og Lýðræðisbyltingunni?

Væri ekki spurnig fyrir þessi framboð að steypa sér í aðra flokka þegar starfandi til að fá sér grundvöll til að þrýsta á málefni sín?


mbl.is Fréttaskýring: Er tíminn réttur fyrir nýtt kvennaframboð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef sagt það áður og segi það enn

Nú eru þessi mótmæli að verða lífsstíll hjá hópi fólks. Hverju er verið að mótmæla núna? Nató? En mótmælendur geta ekki núna sagt að þeir hafi þjóðina með sér því meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi veru okkar í Nató!

Það er náttúrulega allt í lagi fyrir fólk að mótmæla en þetta ofbeldi verður að stöðva. Þetta er eitthvað sem enginn vill hafa hér? Við viljum ekki að lögregla hér fari að ganga vopnuð og að hótelgestir breiði út um allan heim að hér séu logi allt í látum og ofbeldi.


mbl.is Lögregla beitti piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú væri klókt hjá okkur að sýna Bretum samhug!

Ég held að lopavörugjöf Heimis og Kollu sé einmitt svarið sem við eigum a senda Bretum núna. Og fleira slíkt væri en betra. Þannig að við gætum komið umræðunni í þann gír að á meðan þeir settu á okkur hryðjuverkalög þá bregðumst við við þeirra erfiðleikum með því að reyna að hjálpa fólki í neyð.
mbl.is Næsta hrun í Bretlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband