Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hér kemur vandamál krónunar vel í ljós!!!

Ef þessi frétt er lesin er aðalatriðið þetta:

 Séu lönd Evrópska efnahagssvæðisins (EES) borin saman fellur Ísland í 9. sæti þeirra úr 3. sæti á árunum 2006 og 2007. Rétt ofan við okkur eru Hollendingar, Finnar og Svíar. Næst á eftir okkur koma Austurríkismenn, Belgar, Frakkar, Þjóðverjar og Bretar
 

En ef evran verður 170 kr fyrir 1 evru föllum við í 15 sæti og ef krónan verður verðminni en það föllum við jafnt og þétt niður.

Þá ber líka að horfa til þess að vöruverð hér var fyrir gengisfallið hærra en í ESB löndum og því má bæta því við sem - við stöðu okkar.  Því mætti færa að því rök að ef við værum með evru væri hægt að spá fyrir stöðu okkar með mun meiri nákvæmni sem og að ef við værum í ESB værum við líklega að borga 25 til 35% minna fyrir matvöru og margar neysluvörur og því væri staða okkar eftir allt saman svipuð eða betri en meirihluti ESB ríkja.  


mbl.is Ísland áfram í efstu deild þjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu var það Alcoa sem hætti við í bili að skoða Bakka dæmið

Finnst þetta nú vera langsótt. Það var sameiginleg ákvörðun aðila að fresta frekari athugunum á þessu dæmi. Við sitjum nú í súpunni varðandi Álverið á Reyðarfirði og Kárhnjúkum sem m.a. IMF og fleiri telja að hafi aukið á þennslu hér sem aftur leiddi til hrunsins hér í haust. Og þessi vitleysa að tengja allt við að stjórnvöld séu að hygla höfðuborgarbúum er náttúrulega orðið dálítð þreytt. Aðalsteinn hlýtur náttúrulega að vita að Reykjanes tilheyrir suðurlandskjördæmi.  Síðan er allt í lagi að benda manninum á að það atvinnuleysi sem nú geysar er að stærstu hluta hér á höfðuborgarsvæðinu. Enda býr hér um 70 til 80% þjóðarinnar.

Hann er væntnlega búin að gleyma að stærstu framkvæmdir haf jú verið á svæðinu hans og í næstanágreni. T.d. Héðinsfjaraðrgöng, Kárahnjúkar, Reyðarálverið.

Það er náttúrulega ekki góð staða á Húsavík en maður spyr er álver eina lausnin? Og eins að það eru ekki stjórnvöld sem eru að byggja eitt eða neitt álver. Ríkið er ekki að skaffa rafmagn heldur eru það orkuveitan og HS minnir mig.

Svo eru líka framkvæmdir hafnar við Álverið í Helguvík. Ekki á vegu Ríkisins heldur einkaaðila.


mbl.is Ósáttur við forgangsröðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband