Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Bíddu mega aðrir ekki hafa skoðun og hafa sig í frami en þeir sem fylgja mótmælendum

Finnst þetta nú furðulegt hjá fólki sem ætlast til að þau fái skilning á "Borgaralegri óhlýðni" og öðrum aðferðum. Þarna er 2 menn sem álpast þarna inn á mótmælasvæði með sínar skoðanir og það á að leggja þá í einelti fyrir þær.

Hvernig þætti þessu fólki ef að einhver færi að fara í vinnuna til þeirra og benda á að þau sem hylja sig með klútum séu að kasta steinum í lögreglu og efna til óláta, brjóta rúður og þessháttar.

 


mbl.is Afhenda uppsagnabréfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotans aumingjaskapur

Það er nú oft eins og opinberar stofnanir gleymi því að þær eru þjónustustofanir við almenning. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðuneyti eru skömmuð fyrir að svara seint eða ekki neitt. Held að það sé full þörf á að hrista aðeins upp í mannskapinum sem þarna ræður ríkjum. Það er lágmark að erindum til ráðuneytis sé svarað!


mbl.is Fjármálaráðuneytið svari erindum sem því berast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmynd að nýrri stjórnsýslu

 

Hugmynd sem var að vakna hjá mér!

Til að mæta þvi sem fólk er að mótmæla m.a. sem eru vanhugsaðar aðgerðir stjórnvalda sem og aðgerðarleysi. Það hefur líka heyrst að Alþingi sé að afgreiða lög og reglur án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Þá er einnig  upplýsingaskorti til almennings.

Því  gengur hugmynd mín út á að skipuð verið a.m.k. 3 ráð á vegum  Alþingis sem er jú æðsta stofnun ríkisins. Þessi 3 ráð hafi það hlutverk að fara yfir allar hugmyndir að lögum og reglum sem snerta fjárhagslegan hag almennings. Og skila frá sér álitum um kosti þeirra og galla og eins koma með hugmyndir að lögum og reglum sem vert er að breyta.

 

Þessi ráð yrðu eftirfarandi.

Þjóðhagsráð/hagráð: Þar færu allar ákvarðanir í gegnum sem vörðuðu hag þjóðarinnar. Ráðið legði mat á afleiðingar bæði kosti og galla. Kæmi með hugmyndir að lagfæringum ef að þyrfti. Frá ráðinu færum málin til Alþingis með álitinu og Alþingi því meðvitað um hvað það er að fjalla um.

Lögfræðiráð: Þar yrði fjallað um allar lagabreytingar, ný lög og reglugerðir og mæti þær út frá því hvaða áhrif það hefði á hagsmuni almennings,  Kosti og galla og skilaði áliti sínu til Alþingis. Eins gæti það fjallað um hugsanlegar breytingar á Stjórnarskrá.

 

Upplýsingaráð: Það sæi um að stórauka upplýsingastreymi til almennings og tryggði öllum aðgang upplýsingum á mannamáli varðandi allar stærstu stjórnvaldsaðgerðir. Þannig væri fólki gefin kostur á að mynda sér upplýstar skoðanir á þessum málum.

Í þessum ráðum mundu vera skipaðir okkar fremstu sérfræðingar og þeir sem hafa talað mest nú að undanförnu. T.d. Ólafur Ísleifs, Þorvaldur Gylfa, Friðrik Már, Gylfi Zoega og jafnvel Lilja Mósesdóttir

Í lögfræðiráðið gæti maður hugsað sér Sigurði Líndal, Björg prófessor í Hí og fleiri

Í upplýsingaráðið væru skipaðir hæfustu menn á svið upplýsinga, t.d. fréttamenn, menn frá almannatengslafyrirtækjum og fleiri

Þetta gæti verið byrjun á t.d. auknum þjóðaratkvæðagreiðslum.

Með þessum ráðum hefðum við  vissu um að vanhugsuð mál kæmust síður í gegn og að öllum sem að ákvörðunartökum kæmu væri fullkunnugt um afleiðingar þeirra.

 

rikisráð

Smellið á myndina til að stækka hana.

Þetta er bara hugarflæði sem ég ákvað að geyma hér til að gleyma þessu ekki.


mbl.is Hörður: Mótmælin rétt að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú ekki merki um að ríkisstjórnin vilji ná þjóðarsátt!

Var að hlusta á þátti Í vikulokinn því sem hann sagði þar en sérstaklega þó atriði sem snertir þessa frétt um óánægju með skipulagsbreytingar á heilbrigðiskerfinu okkar. Það er að nú sé nauðsyn fyrir þjóðina að ná sátt um hvert skal stefna.

Það er í raun furðulegt að nú þegar það er áríðandi að fá þjóðina til að þjappa sér saman og sætta sig við miklar skerðingar á næstu árum, komi ráðherra með slíkar grundvallar breytingar og kasti framan í starfsmenn og þjónustunotendur. Þarna er um að ræða eitthvað mál sem hefur verið pukrast með í ráðuneytinu og ekki kynnt að neinu leiti fyrr en því er kastað framan í fólk í gegnum blaðamannafund og þá sem þegar orðnum hlut.

Það er eðlilegt að fólk sé hrætt því það hefur alltaf verið undirliggjandi að Sjálfstæðisflokknum svíður sá peningur af skattfé sem fer í rekstur heilbrigðiskerfissins. Þeir hafa jú líst því oft yfir "stuttbuxnaliðið" að þeir sem noti þjónustuna eigi að borga. EN annars eigi bara að lækka skatta. Menn geti bara keypt sér tryggingar. þe. Bandarískskakerfið.

En að henda þessu fram núna: Innritunargjöldum og skipulagsbreytingum án þess að hafa kynnt þetta ítarlega og tekið við ábendingum er svo úr takt við ástandið í dag, að það jaðrar við afglöp í starfi.

Og það er einmitt það sem ríkisstjórnin er sek af aftur og aftur. Hér hefur algjörlega vantað í stjórnarliðið allt sem heitir foringjaeðli. Þ.e. er að halda þjóðinni upplýstri og um leið að fá hana til að fylkja sér bakvið aðgerðir stjórnarinnar.

Fannst það gott hjá fólkinu sem stóð fyrir Áramótaskaupinu þegar þeir sýndu frá blaðamannafundi Geirs og Björgvins í Iðnó þar sem þeir sögðu Íslendingu ekkert en opnuðu svo hjarta sitt fyrir erlendum blaðamönnum.

Íslenska þjóðin á m.a. útvarps og sjónvarpsstöð. Af hverju er þetta ekki notað. T.d. klukkustunda þáttur á dag þar sem miðlað er upplýsingum um hvað sé verið að gera, hvað standi til, góð ráð til einstaklinga í þessu ástandi? Upplýsingafulltrúar stjórnvalda eru ekki að standa sig. Af hverju eru þeir t.d. ekki notaðir í þetta. Þetta eru allt gamlir fjölmiðlamenn.

Menn hljóta að gera sér grein fyrir að öll þjóðin veit að hlutirnir verða aldrei aftur eins þeir voru. Stjórnvöld verða að viðurkenna það. Og til að það verði sátt um framtíðina verður almenningur að fá að koma að þessum verkum


mbl.is Telja áformin flaustursleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef deilt á þessa mótmælendur/aðgerðasinna - en nú verð ég að hrósa þeim!

Ég verð að hrósa þessu aðgerðasinnum fyrir eftirfarandi:

Aðgerðarsinnar voru aftur á ferðinni í morgun en í þetta sinn voru þeir að afhenda blómvendi, meðal annars Ríkisskattstjóra og bankastjóra Nýja Kaupþings sem fékk rós í hnappagatið fyrir að hafa fyrstur gefið upp launin sín.

Þessi aðferð þeirra að verðlauna fólk sem er að gera vel  smell passar við mína hugmyndafræði. Hún gengur út á að til þess að draga fram það jákvæða hjá fólki sé áhrifaríkast að verðlauna jákvæða hegðun/verk fremur en að einblína á að refsa fyrir það neikvæða. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að refsingar og harðræði skila oftast litlu eða engu. Þetta eru aðferðir atferlismótunar. Og það sem þér er hrósað fyrir eða verðlaunaður fyrir veldur því að þú leggur þig enn meira fram.

Nú kom Bjarni Ármannsson í vikunni í viðtal og viðurkenndi að hafa gert mistök og baðst afsökunar auk þess sem hann upplýsti um endurgreiðslu á hluta af starfslokasamningi sínum. Viðbrögðin hafa verið felst á þá leið að hann kaupi sig ekki frá því sem hann hafi gert og þetta sé nú smá upphæð af því sem hann hafi "stolið". Í stað þess að fagna framtaki hans og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama hefur fólk nú slegið á þann möguleika. Það er talað um að hann hafi "stolið" 7 milljörðum. En fólk veit nú ekkert um það. Það gæti allt eins verið að hann hafi skuldað megnið af þessu. Auk þess var hann búinn að fjárfesta í nokkuð mörg ár. Sjálfsagt ýmislegt sem hann hefur gert sem er á gráu svæði siðferðislega og eins þar sem að menn vissu ekki betur en það að stela er að taka eitthvað sem hann átti ekki skv. lögum. Og það held ég að hann hafi ekki gert.

Af hverju ekki að fagna framtaki hans og hvetja hann til að koma með hugsanlegar eigur sínar í uppbyggingarstarf hér á landi á næstu misserum?. Hann gæti í framhaldi haft arð af þeim peningum sem og að það sköpuðust hér störf og tekjur. En eins og við högum okkur er ekki víst að nokkur sem á fjárfestingar/fjármuni erlendis hafi nokkra löngun til að koma og vera með okkur í uppbyggingunni.

Svo að lokum þá vil ég fagna því að minningarsjóður Ástu B Þorsteinsdóttur veldi Jóhönnu Sigurðardóttur sem handhafa "Rósarinnar" Sem eru hvatningarverðlaun. Eins og segir á www.throskahjalp.is

 Í valnefnd Rósarinar sitja fjórir aðilar, tveir frá fjölskyldu Ástu og tveir frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Í umsögn valnefndar kemur m.a. fram: 

 „Fáir ef nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa á undanförnum árum beitt sér af eins miklum þunga fyrir auknum réttindum fatlaðra og Jóhanna Sigurðardóttir“.

„Styrkur Jóhönnu hefur ætíð verið víðtæk þekking hennar á samfélagsmálum og sú sannfæring að það sé ein af meginskyldum samfélagsins að jafna lífsgæði fólks og tryggja því tækifæri þess til að njóta sín sem best á eigin forsendum“.

Svona verðlaun er nauðsynleg til að hvetja fólk áfram í góðum verkum. Það sér að fólk virðir það sem það er að leggja á sig.

 


mbl.is Stoltir glæpamenn og fjölskyldualbúm lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður erfitt að koma á varanlegum friði þarna

Var að skoða á wigipedia þetta kort. Þarna er merkt með Grænu yfirráðasvæði Palestínu, ljósbrúnu er Ísrael, stóra svarta brotalínan er uppsunalegu mörk milli Ísrael og Palestínu og svörtu þríhyrningarnir eru landtökubyggðir. Og við sjáum að Ísrael er búið að skera sig á mörgum stöðum langt inn í Palestínu og setja niður landtökubyggðir um alla Palestínu. Því er eðlileg krafa að landamæri verið aftur miðuð við upphaflegu landamæri milli þjóðana því annars verður Palestína illbyggileg

palesina_islrael

mbl.is Samið um forsendur vopnahlés
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirtaka reynd í Framsókn í Reykjavík?

Hef verið að lesa blogg eftir fólk sem var á fundinum. Og þarna virðist mikið hafa gegnið á. t.d. segir.

Anna Margrét Ólafsdóttir á sínu bloggi m.a.

Rétt fyrir kl. 8 í kvöld vorum við hjónin á leið á fund hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík þar sem velja átti fulltrúa á flokksþingið sem verður um aðra helgi.

Við lögðum bílnum við Þjóðleikhúskjallarann og gengum í átt að fundarstaðnum, húsi Framsóknarmanna á Hverfisgötunni. Þar sem við röltum þennan stutta spöl kemur á móti okkur fjölmennur hópur manna af erlendum uppruna á leið í Þjóðleikhúskjallarann og ég velti því fyrir mér hvort þar væri eitthvað í gangi. Þegar við komum í hús Framsóknar er okkur sagt að búið sé að flytja fundinn í Þjóðleikhúskjallarann sökum fjölmennis. Þessir útlendingar voru sem sagt á leiðinni á fundinn sem er bara fínt en ég hef það samt á tilfinningunni að þar hafi ekki einskær áhugi þeirra á flokknum og starfi innan hans ráðið ferð.

Síðan þegar hún mæti í "Kjallarann" þá eru 2 raðir á leiðinni inn. Önnur fyrir þá sem höfðu skráð sig í flokkinn þennan sama dag og var hún mun stærri.

Um fundinn segir hún:

 

Þessi farsi sem ég fylgdist með í kvöld, leikstjórnin og leikararnir olli mér miklum vonbrigðum svo ekki sé meira sagt og alls ekki til þess fallið að slá sýningarmet. Ég gef farsanum enga stjörnu. Fólk sem fordæmir opinberlega skítavinnubrögð innan flokksins og vill sjá nýjan lýðræðislegan flokk sem fólk á að geta treyst notar enn verri vinnubrögð sjálft og mér blöskrar slík framganga félaga minna.

Ég hef unnið af heilindum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík undanfarin þrjú ár og fundið fyrir gífurlegri stemmingu innan þess hóps sem er þar en eftir fundinn í kvöld er ég óróleg og áhyggjufull yfir framtíð og stemmingu hópsins.

Ég vona að ég muni aldrei aftur sitja svona fund á vegum Framsóknarflokksins, hann var ekki til sóma og vekur ekki tilefni til bjartsýni. Það er einhver skítalykt af þessu máli og á lyktin eftir að magnast eftir því sem nær dregur flokksþinginu.

Það var greinilegt að smölunin á fundinn var til að safna atkvæðum fyrir einn formannsframbjóðanda og það var a.m.k. ekki fyrir Pál Magnússon.

Salvör Gissurardóttir er líka með frásögn af fundinum þar sem hún segir m.a. 

Það er óhætt að segja að félagsfundur okkar Framsóknarmanna í Reykjavík hafi verið rafmagnaður. Straumurinn liggur til Framsóknarflokksins þessa daganna, margir ganga í flokkinn og það var greinilega  smölun í gangi á fundinn. Það voru miklar eldglæringar í lofti og það stefndi í að fundurinn yrði hreinlega yfirtekinn, tillaga stjórnar felld  og fundarstjóri settur af og keyrð í gegn tillaga  annarra um fulltrúa á kjörþing.

Hún talar um að fundurinn hafi endað í sátt en ég held að sú sátt skv. lýsingum sé nú ansi grunn.


mbl.is Hiti á fundi framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk hefur verið að tala um aðgerðaleysi stjórnvalda og mistök!

En hefur fólk skoðað það sem hefur þó verið gert? Ég viðurkenni að atriði eins og að seðlabankastjóri fari frá er enn ófrágengið. En hvað hefur verið gert síðan fyrstu vikuna í október:

  • Bankastarfsemi hefur verið haldið gangandi. Þannig að fólk fékk launin sín og gat stundað öll almenn viðskipti hér á landi.
  • Fjármálastofnunum hefur verið upp á lagt að koma til móts við skuldara og lán eru ýmist fryst eða aðlöguð eins og hægt er að greiðslugetu.
  • Bankastjórar voru látnir fjúka strax eða fljótlega.
  • Lykilstjórnendur eru nú að hætta hver á eftir öðrum.
  • Unnið var nákvæm áætlun til að leggja fyrir IMF og kjölfarið fékkst fyrirgreiðsla frá þeim.
  • Samið var við ESB varðandi IceSave og í kjölfarið fengust lánalínur hjá ýmsum löndum.
  • Félags- og tryggingarmálaráðherra hefur breytt mörgum atriðum til að koma til móts við þá sem lakast standa.
  • Ríkisskattstjóri hefur hafið rannsókn á einkahlutafélögum og slóð þeirra víða um lönd
  • Skipuð hefur verið nefnd til að rannsaka aðdraganda að þessu hruni.
  • Verið er að leita að sérstökum saksóknara til að rannsaka þau mál í þessu hruni sem kunna að vera saknæm.
  • Tekist hefur að koma í veg fyrir algjöra árás erlendra lánveitenda sem standa núna með útistandandi kröfur á gömlubankanna
  • Verið er að styrkja Kaupþing í málferlum við Bresku stjórnina.
  • Verið að huga að því að kæra Breta fyrir mannréttindadómstól
  • Sögur um skulda niðurfellingar hafa sem betur fer ekki reynst eins rosalegar og af hefur verið látið.
  • Samfylkingin búin að leggja spilin á borðið þannig að ef að Sjálfstæðismenn vilja ekki aðildarviðræður við ESB þá sé samstarfi þessara flokka sjálf hætt.
  • Á eftir að bæta fleiri atriðum á þennan lista.

Ég verð að segja að þetta er nú bara þó nokkuð. Og mjög margt af þeim atriðum sem gagnrýnendum hafa haldið á lofti sem nauðsynlegum.

Atriði sem en á eftir að gera eru m.a.

  • Skapa landinu nýja framtíðarsýn
  • Endurnýja umboð stjórnmálamanna í kosningum
  • Sækja þá til saka sem hafa brotið lög
  • Setja ný lög og reglugerðir til að draga úr líkum á að svona komi fyrir aftur
  • Og í kjölfar rannsókna láta þá víkja sem rannsókn sýnir að hafa ekki staðið sig í sínum hlutverkum t.d. hjá ríkisstofnunum og ráðuneytum.
  • Og síðast enn ekki síst að auka upplýsingastreymi til fólks. Það duga ekki illa uppfærðar heimasíður heldur á að vera þáttur í ljósvökunum þar sem á mannamáli er farið yfir það sem á að gera og það sem er búið. Svona þáttur ætti að vera jafnvel 4 til 5x í viku.

Að kosningum loknum mæli ég með vinstri stjórn.  Þar sem að þeim er betur treystandi til að hafa hag fólksins að leyðarljósi.


mbl.is Leita til mannréttindadómstóls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er furðuleg röksemdarfærsla!

Er Björn Bjarnason að halda því fram að Sjálfstæisflokkur hafi einkarétt á að móta sér skoðun á ESB og hinir flokkarnir megi bara ekki tjá sig á meðan? Er ekki bara heiðalegt að Samfylkingin láti þá vita að ljósi breytra aðstæðna þá sjái þau fram á að stjórnarsáttmálanum þurfi að breyta? Og er ekki eðlilegt að Vg skoði hug sinn í ljósi þess að meirihluti þjóðarinnar vill fá nýja framtíðarsýn og m.a. að það sé skoðað í kjölinn hvort að ESB geti verið hluti þeirri sýn. Og hjálpað okkur að koma hér á framförum og stöðuleika?
mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara að minna fólk á eina staðreynd!

Eru nú allir búnir að gleyma því að við fengum enga fyrirgreiðslu í heiminum varðandi gjaldeyri og annað vegna þess að við vildum ekki bera ábyrgð á IceSave? Nú koma allir þegar við erum búin að gangast fyrir löngu inn á að greiða lámarksábyrgðir á þessum innistæðum einstaklinga og byrja aftur á því að segja að við greiðum bara ekki neitt. Er þetta fólk ruglað?

 

  • Hvað halda menn að Bretar og Hollendingar geri nú þegar þeir eru þegar búnir að greiða þetta?
  • Halda þeir t.d. að svona málaferli eins og þeir vilja taki bara nokkrar vikur? Þetta tekur mörg ár væntnlega og á meðan hefðum við ekki aðgang að eignum þessara banka okkar erlendis því þær yrðu allar frystar og yrðu að litlu sem engu.
  • Og gjaldeyrismál yrðu í uppnámi vegna þess að lönd mundu loka á lánalínur, IMF mundi líta á þetta sem svik við samning okkar við þá og það lán yrði í uppnámi. 
  • Aðriri lánadrottnar bankana mundu stofna til málaferla vegna hagsmuna þeirra.
  • Kostnaður við þetta allt mundi bæði verða í málskostnað upp á milljarða á milljarða ofan.
  • Vegna þess að við fengjum takmarkaðan gjaldeyri mundi tap okkar nema hundruð milljörðum á ári. 
  • Fyrirtæki mundu flýja land sem þýddi milljarða tap fyrir okkur í viðbót.
  • Svona málferli gætu verið í gangi meira og minna í 4 til 5 ár.

 

 

Ég set nú alvarlega spurningu við framtíð Guðjóns Arnar og frjáslyndra að vera halda því fram að það eigi ekki að semja um IceSave. Þetta er út í hött. 


mbl.is Icesave-lánakjörin enn óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband