Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Var það þá markmið þeirra að drepa ákveðinn fjölda barna og kvenna?

Hefði ekki verið skynsamlegra að bjóða friðarviðræður? Þurfti að drepa á annað þúsund manna og særa 5000 og valda kannski 500 þúsund börnum óbætanlegum andlegum skaða til að hægt væri að semja svo um vopnahlé?  Hvað ætli mörg börn í Palestínu hafi lært að hata Ísrael á þessu 3 vikum?
mbl.is Ísraelar við það að ná markmiðum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá saga úr raunveruleikanum

Þessi frétt um bílafjármögunarfyrirtækin smellpassar við sögu sem ég þekki vel til.

Um er að ræða mann sem fyrir einu og hálfu ári byrjaði í þeim bransa að ætla að fara að græða á bílaviðskiptum. Og tók að kaupa sér bíla og það dýra bíla af bifreiðaumboði og selja þá aftur þegar að gengi þeirra hækkaði. Þ.e. gerði út á gengi krónunar. Þetta kerfi gekk náttúrulega ekki upp og hann situr nú uppi með nokkra bíla og lánin gengistryggð og komin langt upp fyrir verðmæti bílana.

En þá byrjar í raun sagan. Nú um áramótin vorum við að ræða þetta. Hann sagði að bílarnir væru skráðir á bílasölur og hann væri af og til að fá tilboð í þá. T.d. hefði hann fengið tilboð í Hilux 2008 upp á 3,8 milljónir. Það eru í raun meira en upprunalega upphæðinn sem hann tók að láni. Ég hvatti hann til að tala við SP fjármögnun sem hafði lánað honum fyrir öllum bílunum sem hann á. Ég sagði honum að spyrja þau hvort að það væri ekki allra hagur að Sp fjármögnun mundi ganga að því að selja bílinn á þessu verði og fá þó þarna upp í lánið 3,8 milljónir frekar enn ekki neitt og sitja upp með bílinn því að maðurinn getur ekkert borgað. En svarið frá SP fjármögnun var að: jú það mætti selja bílinn en síðan yrði gefið út skuldabréf upp á það sem vantaði upp á 5,4 milljónir sem lánið stæði nú í. Hann spurði hvort að þau gerðu sér grein fyrir að hann gæti ekki borgað af þessum lánum núna og hvort að þau væru ekki betur sett með að semja við hann að fá þessar 3,8 milljónir og fella rest niður. En það kom ekki til greina.

Svo nærri sama dag heyrir maður af því að SP fjármögnun er að komast í vanda vegna skort á lausafé og svo nú að þeir séu að selja þessa bíla sem þeir hirða á slikk. Hverskonar rekstur er þetta á fyrirtæki. Hefði ekki verið sterkara fyrir þau að fá þarna inn fyrir lánið 3,8 milljónir. 1,6 milljónir sem vantaði upp á stöðu lánsins nú er kostnaður sem þau tapa hvort eða er í söluferli bílsins eða við að gengið breytist.

Þessi maður sem ég hef verið að tala um hefur nú tekið þá ákvörðun að borga ekki af þessum bílum, gera sig eignalausan og ganga frekar í gegnum gjaldþrot og því sem fylgir heldur enn að taka á sig milljónir vegna gengisfallsins.

Reyndar með afbrigðum óheppinn því að einum af þessum bílum hans var stolið á aðfangadag með nær öllum jólagjöfunum og hefur ekki fundist enn.


mbl.is Fréttaskýring: Skuldin situr öll eftir þótt bíllinn sé tekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgartún dæmi um ruglið sem hér var í gangi.

Nú þegar að kreppan hefur skollið á eru merkin um brjálæðið sem hérna viðgengs víða.

  • Borgartún með sínum háu byggingum og hálfbyggða turna.
  • Glaðheimasvæðið í Kópavogi þar sem að fjárfestar og síðar Kópavogur keyptu hesthús til að komast yfir byggingarlóðir fyrir óhugalegar upphæðir.  Þannig var 120 fm hús sem bar byggt fyrir 45 árum keypt á 32 milljónir.  Og það fyrir 3 árum. Þar átti líka að byggja turna jafnvel 30 hæða eða meira.
  • Allt iðnaðar- og skrifstofuhúsnæðið sem er komið í hraunið á móti álverinu i Straumsvík.
  • Allir milljarðarnir sem fóru í að kaupa gamalt og niðurnýtt húsnæði í miðbænum.
  • Fullt af turnum sem stóð til að byggja í og við Smáralind.
  • Og svo þessi tillaga að byggingum þar sem Kringlan er núna.
  • Heilu hverfin víðsvegar sem eru byggð eða hálfbyggð og engin býr í núna

Við vorum gjörsamlega brjáluð

Bendi á  grein Egils Helga um málið hér


mbl.is Táknmynd góðæris eða kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú ansi merkileg frétt!

Inntakið er semsagt að einhverjir spá því að vextir í ESB verð lækkaðir en þó geti verið að þeir lækki ekki neitt. Vantað bara að einhver segð að vextir hækkuðu. Þetta er svona ekki frétt.
mbl.is Vaxtalækkun talin líkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott tillaga á framsóknarþing

Tillaga að markmiðum fyrir aðildarumsókn að ESB sem lögð verður fyrir landsfund Framsóknar er að mínu mati tillaga sem vert er að skoða. Þar segir í stuttu máli það sem við Íslendingar þurfum að leggja áherslu á í slíkum viðræðum

Evrópusambandið

Markmið:
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar. Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.
Leiðir

·         Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.

·         Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.

·         Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.

·         Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.

·         Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra landbúnaðarafurða verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra landbúnaðarstofna.

·         Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.

·         Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.

·         Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.

·         Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.

Fyrstu skref:
Þessi helstu samningsmarkmið, sem og önnur sem skilgreind verða í samvinnu hagsmunaaðila og stjórnvalda, með sem víðtækastri samstöðu, verði lögð til grundvallar því umboði sem samninganefnd Íslendinga fari með í samningaviðræður við Evrópusambandið.

Er þetta ekki öll þau atriði sem menn hafa verið að benda á að þyrfti að passa.


mbl.is Lagt til að sótt verði um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að svona útúrsnúningum!

Sigmundur veit það mæta vel að við vorum beitt hér þvingunum sem að lýstu sér í því að hingað kom enginn gjaldeyrir og því var kerfið í raun stopp. Hann veifar hér skýrslu sem er 8 ára og skrifuð af frönskum embættismönnum. Síðast er ég vissi voru 27 ríki í ESB og frakkar réðu ekkert sérstaklega yfir öðrum þjóðum.

Þegar hann talar um í greininni:

Þegar efnahagsleg framtíð þjóðarinnar var í húfi (skuldir heimilana, lánshæfi fyrirtækja, velferðarkerfið osfrv.) ákvað ríkisstjórnin hins vegar að kasta frá sér öllum vopnum og vörnum og taka á sig skuldaklafa í þeirri von að Evrópusambandið launaði þeim greiðann seinna. Hafi markmiðið verið að bæta samningsstöðu vegna hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið eru áhrifin þveröfug. 

 

Hvað á hann við með því þar sem hann segir að þetta hafi haft þveröfug áhrfi á samningsstöðu okkar vegna inngöngu í ? Skil það ekki.

Því var lýst fyrir okkur að allar þjóðir ESB og Noregur sem og IMF voru ekki tilbúin að aðstoða okkur nema að gegnið væri frá þessu. Samkvæmt venju hefðu þessar deilur getað staðið í mánuði jafnvel ár. Hvað áttum vð að gera þangað til? Ekki voru Bandaríkjamenn tilbúinir að aðstoða okkur ekki Rússar.

Það er ömurlegt þegar menn koma nú nokkrum mánuðum seinna og slá um sig og halda fram að við höfum gefið einhverja peninga.

Get ekki séð að önnur viðbrögð hefðu verið möguleg nema að við hefðum verið tilbúinn að fórna öllum fyrirtækjum og störfum hér á landi í eitt til tvö ár og treysta á matvælaaðstoð frá


mbl.is Bar ekki að yfirtaka Icesave-skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju er verið að mótmæla?

Í bréfinu frá Andspyrnuhreyfingu Alþýðu segir m.a.+

Innihald póstsins einföld skilaboð: Heilbrigðisráðherra við mótmælum gerræðislegum vinnubrögðum og niðurskurði í heilbrigðismálum þjóðarinnar.

Og bíddu hvaða niðurskurður er það svona sérstaklega sem maður á að mótmæla. Nú segja allir sérfræðingar sem um málið hafa fjallað að flestar þessar breytingar séu til bóta og nauðsynlegar. Þar á meðal stjórnsýslufræðingurinn og vinur Ingibjargar þar til í gær. Hún er ein af höfundum að þessu kerfi sem byggir á að skilgreina

Af ruv.is í gær

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir sameiningu heilsugæsluumdæma skynsamlegt skref en varar við yfirgripsmiklum breytingum í heilbrigðiskerfinu á erfiðum tímum.

 

Þetta sagði hún í grein á www.visir.is19. sept.

Með Sjúkratryggingastofnun fæst á einum stað í kerfinu heildarsýn við samningagerð um kaup og greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu. Þannig má draga úr kerfislægri áhættu, þ.e. hættunni á því að einn samningur um tiltekna þjónustu raski þjónustu annars staðar í kerfinu. Við mat á kerfislægum aðstæðum og áhættum þarf m.a. að taka mið af upplýsingum um heilsufarsaðstæður og þarfir landsmanna, samsetningu og stöðu mannauðs og tækni, og kostnað.

Fjárfestar í opinberum heilbrigðiskerfum eru sífellt kröfuharðari hópur. Það sem einkennir þennan hóp á Norðurlöndunum er hollusta við kerfið að því tilskyldu að jafnt skuli yfir alla ganga, og að áhættunni sé dreift milli eldri og yngri í kerfinu, milli heilbrigðra og veikra, efnameiri og efnaminni.
Þessi samanburður á að undirstrika að til að vel takist til við framkvæmd nýrra laga verða ákveðnar forsendur að vera til staðar.

Kerfisbreytingarnar eru langtíma samstarfsverkefni starfsfólks í heilbrigðisþjónustu. Hafa þarf áhuga og vilja til að takast á við ný verkefni, getu til að læra af reynslu annarra, tilfinningu fyrir gildi smárra skrefa, úthald og skilning á því að árangur skilar sér ekki á einu ári. Markmiðið er verðugt, þ.e. að tryggja áfram hágæðaþjónustu og þar með velferð á varanlegum grunni.

Höfundur er stjórnsýslufræðingur og einn af hugmyndafræðingunum að baki nýsamþykktum lögum um sjúkratryggingar.

Ég viðurkenni að þetta mál er illa kynnt og breytingar kannski full stórkallalegar. En samt hefur þetta verið stefnan hjá okkur að nýta sem best þær krónur sem við látum í kerfið. Þannig var mér bent á að stór hluti St. Josepsspítala er í dag einkarekinn.

Þetta eru náttúrulega klaufalega unnið og margt sem þarf að bakka með en skv. þeim sem sem þekkja til mála er nokkuð ljóst að t.d ein fæðing í viku eða minna er varla grundvöllur til að halda fæðingardeild gangandi. Og þannig er það víða um land. Það hlýtur að mega spara þarna eitthvað og fá skilvirkari þjónustu.

Um einkavæðingu Sjúkarhússins á Suðurnesjum er ég hinsvegar ekki viss um. Öll einkaframkvæmd og einkavæðing hefur ekki sjáanlega sparar Landspítalanum nokkuð. Og ég held jafnvel að að aðkeypt þjónusta sé dýrari en spítalinn gat veitt sjálfur. Munum t.d. eftir því að engin gat boðið í hjúkrunardeild á Landakoti hagstæðara en Landspítalinn sjálfur. EN málinu reddað með því að spítalinn sjálfur næturvaktir.

 


mbl.is Engin áhrif haft á ráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ok þarna lauk þessum vinaskap snarlega

Veit ekki alveg hvað Sigurbjörg var að gera eða ef út í það er farið Ingibjörg nema að Ingibjörg hafi verið búin að hugsa að Sigurbjörg gæti átt eftir að sækja um eitthvað starf alveg á næstunni. þ.e. á meðan samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er enn við lýði. 

Ingibjörg lætur koma þessum skilaboðum til Sigurbjargar eins og segir í bréfinu og Sigurbjörg auðsjáanlega ekki sátt við það og baunar því yfir Borgarafundinn. Allir þar skildu þetta sem að henni hafi verið hótað og það hefði verið Guðlaugur. En síðar kemur í ljós að það var vitleysa og eftir vangaveltur kemur þessi yfirlýsing frá Ingibjörgu.

Það er því ljóst að hvernig sem boðin voru, eru örugglega orðið  vinaslit þarna.

Nú kemur Sigurbjörg og segir á www.visir.is

 ,,Nei nei, þetta var aðvörun og kannski vel meint," sagði Sigurbjörg aðspurð hvort hún hafi litið á orð utanríkisráðherra sem hótun. Meiningin hafi ekki verið að setja fram dylgjur og það sjáist vel þegar hlustað sé á ræðuna"
 
Held að hún sé ekki vel að sér í Íslensku því að mín upplifun af orðunum "aðvörun" er að það er líka nokkurskonar hótun og "kannski vel meint" þýðir að hún hafi nú enga trú á því

En Sigurbjörg rakti samskipti sín við Guðlaug Þór þegar hún hugðist sækja um starf forstöðumanns Sjúkratrygginga.

Ekki víst að manni finnist þessi framganga hennar í gær hafi verið þannig að hún hefði verið heppileg í svona stöðu þar sem gæti blásið um í framtíðinni. 

Fékk ekki Steingrímur Ari Arason stöðuna. Var það ekki hann sem sagði sig úr einkavæðingarnefnd á sínum tíma þar sem honum líkað ekki spillingin og vinnubrögðin þar? 


mbl.is Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki okkur að kenna ?

30% með bílalán í erlendri mynt. Sko við erum ekki í lagi. Ég einmitt skulda nú um 600 þúsund í erlendu bílaláni. En þetta gaf mér tilefni í eftirfarandi pælingu.

"Ekki okkur að kenna ?"

Nú síðustu mánuði hefur þessi frasi glumið allsstaðar þar sem fólk kemur saman og ræðir kreppuna sem nú dynur yfir okkur.

En er þetta allskostar rétt. Ég hef verið að fara aðeins í huganum yfir síðustu ár og það eru nokkur atriði sem ég hnýt um.

  • 1. Húsnæðisverð rauk hér upp með aðkomu bankana að húsnæðismarkaði. Og bönkunum náttúrulega kennt um að hafa lánað frjálslega. Þetta er að hluta til með réttu. EN það rifjaðist upp fyrir mér nokkur dæmi sem ég heyrði af á þessum tíma. Fólk var að leita sér að nýju húsnæði og fann sér íbúðir sem voru kannski langt umfram það sem þau þurftu. Þau buðu í íbúðina uppsett verð en komust að því að aðrir höfðu boðið hærra og þá var tilboðið bara hækkað um milljónir og svona var haldið áfram þar til að húsnæðið fékkst. Þá var fólk búið að skuldsetja sig langt umfram það sem það ætlaði og og veðsetja eignina allt að 100%.
  • 2. Hlegið var að fólki sem átti skuldlausar eignir. Það var sagt að þetta fólk kynni ekki að láta peninga vinna fyrir sig. Auðvita átti að taka lán út á eignina og nota peningana í að láta sér líða vel eða ávaxta þá í hlutabréfum og þessháttar.
  • 3. Fólk var að kaupa bíla eins og ég veit ekki hvað. Og algengasta aðferðin var að fá þá á 80 til 100% lánum. Og helst varð að eiga 2 og jafnvel 3 bíla á heimili. 17 ára strákar voru komnir á sportbíla upp á 1 til 2 milljónir eða meira. Og síðan voru keypt leiktæki eins og mótorhjól, vélsleðar, fjórhjól og allt á lánum.
  • 4. Fólk var tilbúið að kaupa sumarhús kannski 50 fm. á leigulóð fyrir meira en sambærileg íbúð mundi kosta í bænum. Jafnvel þó að sumarhúsið væri gamalt timburhús og landið lítið ræktað. Og þetta tók fólk á sig með lánum.
  • 5. Svo var það innréttinga og endurnýjunar æðið. Það var algengt að fólk rifi út úr íbúðum og húsum allar innréttingar þó þær væru í fullkomnu lagi og nýlegar. Það var svona Innlits/útlits æði hér. Og þeim mun dýrara sem hægt var að kaupa inn, þeim mun betra. Helst að hlutirnir hétu einhverjum flottum nöfnum t.d. Stark minnir mig að vaskarnir eða kranarnir yrðu að heita. Og fyrir þessu voru tekin lán.

Ég veit að það voru ekki allir í þessum gír en samt ótrúlega margir. Ég veit um fullorðið fólk sem ættingjar voru að hvetja til að skuldsetja íbúðir sínar til að hafa meira á milli handana. Fólkið var vant því að skulda ekki meira en það nauðsynlega þurfti og neitaði  að gera þetta. Þetta fólk hrósar happi nú í dag.

Þó að bankar hafi boðið öllum lán fyrir öllu þá var það fólksins að þiggja þau. Það var okkar að hafa vit fyrir okkur.  Var ekki verið að segja að heimilin í landinu skuldi um 1200 milljarða.

skuldir heimila

Held að þó það sé ljóst að fjármálabraskarar hafa komið okkur í vond mál, þá eigum við okkar þátt í þessu brjálæði.

Málið er að þó bankarnir væru að bjóða lán á "hagstæðum kjörum" þá þurftu við ekki að taka þau öll.

 


mbl.is 30% með bílalán í erlendri mynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta gott framtak hjá Stjórnsýslufræðing?

Veit ekki hvort að þetta sé heppilegt frá manneskju sem ætlar sér hlutverk og hefur áhuga á að breyta hér t.d. skipulagi heilbrigðisþjónustu.

  • Nú er það eina sem fólk man eftir hennar málflutning að hún segir að einhver ráðherra hafi komið til hennar skilaboðum um að passa hvað hún segði. Því það gæti haft áhrif á starfsframa hennar.
  • Nú eru allir að spá í hvaða ráðherra? Og í gegnum hvern hann kom þessum skilaboðum?

Finnst þetta nú vanhugsað af henni að bauna þessu bara svona út úr sér.


mbl.is Guðlaugur kemur af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband