Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Uppýsingar- Hvað er það nú Geir?
Held að miðað við alla fjölmiðlafulltrúa og upplýsingafulltrúa sem stjórnvöld hafa aðgang að sé það nálægt því heimsmet hversu litlar upplýsingar koma frá þessari blessaðri stjórn.
Ef að um náttúruhamfarir væri að ræða væri daglega jafnvel önnur rás RUV undirlögð undir fréttir og upplýsingar til fólks um stöðu mála og hvað fólk ætti til bragðs að taka. Eins væri þar lagt á ráðin um framtíðarhorfur og þróun mála.
En þessar hamfarir eru ekki náttúruhamfarir heldur mannanna verk og enn óútreiknanlegar. Og því enn meiri ástæða til að uppfræða fólk. Því annars skapast ástand eins og er orðið hér. Þar sem að kjaftasögur grassera um allt. Skuldir okkar sveiflast um hundruð eða þúsundir milljarða eftir því hver talar, menn eru að fá milljarða að gjöf frá bönkunum sem síðar er ekki rétt og svo snýst sagan aftur og aftur.
Hvernig í andskotanum getur ríkisstjórnin klúðrað upplýsingagjöf svona rosalega. Og nú þýðir ekki að segja eins og Þorgerður Katrín að það séu bara liðnir 3 mánuðir frá hruninu. Upplýngar og upplýsingagjöf hefði þurft að vera frá byrjun eitt mikilvægasta málið.
Mikilvægt að stjórnin fái vinnufrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Gott að þetta mál er leyst en.....!
Ég hef sem betur fer ekki lent í fjárnámi og þekki þetta ekki mikið en eru þetta ekki aðgerðir sem farið er í eftir að allt annað er reynt? Og eru þetta því ekki vanskil og skuldir frá þvi löngu fyrir bankahrunið? Geta þetta ekki verið skuldir eins og neysluskuldir, fellihýsi, hjólhýsi, snjósleðar, hjólhýsi og þessháttar? Er ekki í lagi að gera fjárnám í þessum hlutum.?Þarf ekki að aðgreina þessar skuldir þegar verið er að gefa afslætti og undanþágur. Geta þetta ekki verið skaðabætur og sektir og fleira þessháttar. Getur þetta orðið til þess að aðrir einstaklingar og fyrirtæki komist í vandræði.
Þýðir fjárnám ekki að menn mega ekki selja viðkomandi eigir. Eða er verið að taka þær?
Endurskoðar fjárnámsaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Um þetta er bara eitt að segja!
Það var kominn tími til!
Og hafi Samfylking skömm fyrir að hafa ekki rætt þetta opinberlega fyrr!
Samfylkingin ræðir stjórnarsamstarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Alþingismenn farið nú að taka ykkur saman í andlitinu!
- Það er ekki nóg að kvarta yfir valdaleysi Alþingis svona á hátíðarstundum og þá helst þegar það er í fríi.
- Það þýðir ekki að horfa upp á framkvæmdarleysi ríkisstjórnar til lengdar og þurfa að svara fyrir það.
- Þið voruð kosin af okkur ekki ríkisstjórn og ykkur ber að snúa þessari þróun við.
- Við viljum ekki að æðsta stofnun lýðveldisins sé afgreiðslustofnun fyrir mál sem misvitrir embættismenn hafa unnið.
Og hvernig náið þið fyrri stöðu.
- Jú farið að ræða saman þvert á flokkslínur.
- Farið að vinna að framtíðarsýn fyrir landið. Neitið að afgreiða mál sem hent er inn í þingið korteri áður en ákveða á mál.
- Komið þið með frumvörp sjálf og greiðið þeim leið eftir ykkar sannfæringu ekki einhverjum flokkslínum.
- Hlustið á fólkið í landinu. Það kallar eftir breytingum.
Alþingismenn hvernig væri nú að hysja upp sig buxurnar og reyna að vinna eins og þið voruð kosin til. Eftir ykkar samfæringu og fyrir opnum tjöldum
Alþingi kemur saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 19. janúar 2009
Sigmundur strax búinn að gefa færi á að skilja Framsókn eftir!
Með ummælum sínum í dag um að ESB sé ekki brýnasta málið og að ESB sé ekki að sækjast eftir að fá til liðs við sig gjaldþrota ríki, - gefur hann Samfylkingu og fleirum færi á að fara án framsóknar í aðildarviðræður og skilja Framsókn eftir fram að næstu kosningum sem áhrifalausan flokk. Eins má benda á að ummæli hans eru náttúrulega út í hött frá formanni stjórnmálaflokks. Hann er þar með búinn að kasta út í umræðuna orðum sem gætu skaðað málstað okkar í væntanlegum aðildarviðræðum. Bendi á góða pælingu hjá Baldri Mcqueen um þetta mál. Þar segir hann m.a.
Það er því með ólíkindum að nýkjörinn formaður Framsóknarflokks skuli slíta sundur kostina við aðildarviðræður við ESB, annars vegar, og innlendar aðgerðir sem grípa þarf til á næstunni, hins vegar.
Þegar Sigmundur Davíð segir ESB vera aukaatriði, því aðalatriðið sé "að taka á skuldastöðu þjóðarbúsins og koma atvinnulífinu aftur í gang", er hann að afvopna sig fyrir orrustuna.
Þess utan lítur Framsókn út fyrir að vita ekki í hvorn fótinn hún á að stíga.
Svipmynd: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 19. janúar 2009
Jæja er þetta framtíðin?
Ég verð nú að hrósa fólki fyrir að nenna þessu. Maður skilur fólk frekar sem er að mótmæla hvernig stjórnvöld og bankarnir brugðust. En þetta finnst mér vera komið niður í smámuni.
Verður kannski næst mótmælt að einhver starfsmaður gleymir að setja klóssettsetuna niður? Fólk verður að athuga að umsækjendur hafa alla möguleika á að kæra ráðningar ef þeim finnst á sér brotið.
Ekki það að ráðningar dómsmálaráðherra hafa náttúrulega oft á tíðum verið umdeilanlegar en fólk hefði kannski átt að mótmæla þessari ráðningu þyrluflugmannsins við Skógarhlíð þar sem Landhelgisgæslan hefur aðsetur.
Mótmælt fyrir framan dómsmálaráðuneytið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.1.2009 kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 19. janúar 2009
Villta Westrið og/eða galdrabrennur
Ég hef verið að velta fyrir mér ástandinu hér á Skerinu okkar. Nú á síðustu dögum hafa birst 2 fréttir um þennan fursta frá Quatar. Fréttirnar eru mjög misvísandi og nú kemur yfirlýsing frá Sigurði Einarssyni sem segir eina söguna af þessu máli.
En hér hefur allt logað af tilmælum að þessir menn séu bara handteknir og ef sumir fengju að ráða væru þessir menn settir í næsta tré og hengdir eða þá brendir. Í framhaldi af því held ég að fólk ætti að rifja það upp að hér á landi og um allan heim var fólk brennt á báli vegna meintra galdra. Sem við núna vitum að var bara kjaftæði. Þessu fólki var kennt um allt sem miður fór í samfélaginu við vitum nú að það fólk hafði ekkert með það að gera.
Eins man fólk eftir öllum kúrekamyndum þar sem bæjarfélögin tóku sig til og hengdu menn án dóms og laga sem ekkert höfðu gert af sér.
Eðli fjárfesta, viðskiptalífsins er að fara eins langt og því er leyft. Það hlýtur að vera öllum ljóst að það eru Seðlabanki og fjármálaeftirlit sem af einhverjum ástæðum voru ekki að gæta að því að bankarnir færu ekki út fyrir allt sem kallast eðlilegt. Og þar á Sjálfstæðisflokkurinn nær allan heiðurinn. Hann stóð fyrir því bæði í sölu bankana, afléttingu á reglum, með því að svelta fjármálaeftirlitið og efnahagsbrotadeildir. Í stað þess að efla Seðlabanka og gjaldeyrisforða var ráðist í að borga nær allar skuldir ríkisins. Maður veltir t.d. fyrir sér hvort ekki hefð verið nær að safna þegar vel áraði í gjaldeyrisvarasjóð. Eins leyfi ég mér að efast um embættismenn sem áttu að halda ráðherrum upplýstum. Hvað voru þeir eiginlega að hugsa síðustu 7 árinn?
Og þó ýmsir hagfræðingar hafi haft upp viðvaranir síðustu ár, þá þögðu nú flestir eða sögðu að við værum í ágætri stöðu. Ef rétt hefði átt að vera þá hefðu hagfræðingar og fleiri átt að fara hamförum í að vara okkur landsmenn við. T.d. fyrir síðustu kosningar. Þeir hefðu átt að segja okkur það skýrt að við stefndum í glötun. Maður heyrði t.d. ekki marga kollega styðja Þorvald Gylfason hér á árum áður. Nú keppast þeir allir við að segja að þeir hafi vitað þetta. Og síðan eru þeir flestir orðnir stjórnmálafræðingar og eru að segja okkur hvernig við eigum að stjórna landinu.
Og ríkisstjórnin elur á óvissu með því að gefa okkur ekki neinar upplýsingar. Setja ekki upp rannsókn fyrr en 3 mánuðir eru liðnir frá hruninu. Og tala nær ekkert um verkefni og aðgerðir framundan.
Og það verður að skipta um fólk víða. En þegar maður hugsar þetta hverjir eru til hér á landi sem hafa t.d. þekkingu á rekstri banka sem ekki hafa starfað í bönkunum áður? Eða eru í hagsmundatengslum við bankana, fjölskyldutengslum eða hvoru tveggja?
Held að við þurfum að leita erlendis
En umfram allt rannsökum fyrst áður en við dæmum. Það er ekki víst að nokkur vilji fjárfesta hér í framtíðnni ef að menn hreinlega dæmdr af sögusögnum sem eiga svo ekki við rök að styðjast. Munum að hér á landi eru sögusagnir oft teknar sem algildur sannleikur. Þó svo sé enginn fótur fyrir þeim. Munið eftir þegar Trausti veðurfræðingur þurfti að koma í fjölmiðla og segja að sögur af láti hans væru stórlega ýktar.
Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 19. janúar 2009
Hverju á maður að trúa?
Var ekki í síðustu viku fullyrt að peningar þessa manns hefðu verið greiddir og farið beint inn á reikninga í Cayman eyjum. Nú á hann ekkert að hafa borgað heldur hafi þetta verið eintómt plott til að hækka hlutabréf í Kaupþingi og hafi í raun valdið því að Kaupþing hafi í raun borgað allt saman og samtals hafi þetta kostað Kaupþing 37 milljarða.
Þetta var málið á föstudaginn:
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir að að þeir 25 milljarðar króna sem Sheik Al Thani greiddi fyrir hlut sinn í Kaupþingi hafi farið í gegnum Kaupþing Lúxemborg og þaðan inn á leynireikninga þriggja manna í Caymaneyjum.
Guðmundur sagði í vikulegi spjalli sínu við Sigurð G. Tómasson á Útvarpi Sögu í morgun að greiðsla upp á 13 milljarða króna hafi verið flutt beint inn á reikninga í Caymaneyjum, og síðan hlutabréf sem síðan voru seld Líbýumönnum og andvirðið sent sömu leið. Á Cayman, samkvæmt frétt á DV.is um málið.
Guðmundur sagði í þættinum að lögregluyfirvöld í Lúxemborg hafi rakið peningaslóð frá Íslandi til Cayman og að þrír einstaklingar hafi gerst sekir um milljarðaþjófnað. Þeir Sigurður G. Tómasson og Guðmundur sögðu í þættinum að allstaðar annarsstaðar væru þessir menn komnir bak við lás og slá í gæsluvarðhald þar til annað kæmi í ljós. En ekki á Íslandi.
Guðmundur sagði þrjá menn innan Kaupþings hafa staðið að gerningnum en vildi ekki gefa upp nöfn þeirra. Hann segir í DV að rangt sé haft eftir sér í frétt á Vísi.is að heimildir hans séu komnar frá lögreglunni í Lúxemborg. Heimildarmenn sína fyrir upplýsingunum gefi hann ekki upp. (af www.eyjan.is )
En nú hefur þetta breyst í:
Heimildir fréttastofu herma að Al-Thani hafi fengið helming verðmætis 5 prósenta hlutar í Kaupþingi, tólf og hálfan milljarð, lánaðan hjá Kaupþing án þess að leggja nokkur önnur veð fyrir láninu en bréfin sjálf. Hinn helminginn fékk hann lánaðan frá félagi í eigu góðvinar síns Ólafs Ólafssonar sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Peningarnir sem Ólafur lagði Al-Thani til komu þó ekki úr hans vasa.
Skömmu áður en Ólafur lánaði Al-Thani umræddan tólf og hálfan milljarð keypti hann skuldabréf í Kaupþingi fyrir tuttugu og fimm milljarða af erlendum aðilum. Hann keypti bréfin á 50% undirverði sem þýðir að hann borgaði aðeins tólf og hálfan milljarð fyrir bréfin. Fljótlega á eftir seldi Ólafur, sem var annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi, skuldabréfin til Kaupþings fyrir tuttugu og fimm milljarða. Ekki hefur fengist skýrt hvers vegna Kaupþing greiddi helmingi hærra verð fyrir skuldabréfin heldur en Ólafur greiddi sjálfur skömmu áður. Þessi viðskipti skiluðu Ólafi hagnaði upp á tólf og hálfan milljarð. Þeir peningar voru síðan lánaðir til Al-Thani.
Katarbúinn lagði því aldrei krónu í tuttugu og fimm milljarða viðskipti sín með bréfin í Kaupþingi. Hann tapar því engu þótt milljarðarnir tuttugu fimm hafi gufað upp þegar Kaupþing féll níunda október síðastliðinn. Ólafur Ólafsson tapar heldur ekki krónu jafnvel þótt hann lánað Al-Thani tólf og hálfan milljarð. Þá upphæð fékk hann gefins í skuldabréfaviðskiptum við Kaupþing. Eftir situr Kaupþing með veð í verðlausum bréfum og tuttugu og fimm milljarða skuldabréf í eigin banka sem er einnig verðlaust. Tap bankans nemur 37,5 milljörðum. (af www.visir.is )
Held að við ættum að hætta að dæma menn svona fyrirfram. Ef að kemur upp grunur eigum við að láta vita t.d. nýju rannsóknarnefndina. En ekki að vera að taka jafnvel menn af lífi eftir kjaftasögur.
Og þegar menn eru að tala um að fangelsa einhverja þá er eins gott að menn hafi eitt hvað haldbært um þetta.
Vel gert við Al-Thani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. janúar 2009
Ég veit það ekki framsóknarmenn!
Formaður flokksins er ný útskrifaður úr Háskóla. Og ef Birkir verður varaformaður er hann kannski frægastur fyrir að hafa orðið aðstoðarmaður Páls Péturssonar 19 ára gamall og því verið í kerfinu meira og minna síðan þá.
Stúdentspróf Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 1999. Nám í stjórnmálafræði HÍ síðan 2000.
Vann um árabil í Sparisjóði Siglufjarðar með námi. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 2001-2003.
Í stjórn Félags ungra framsóknarmanna á Siglufirði frá 1999. Í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1999-2001 og varaformaður þess 2002-2003. Í stjórn Varðbergs 2000-2002. Í úthlutunarnefnd styrktarsjóðs til atvinnumála kvenna og í stjórn hússjóðs Öryrkjabandalagsins 2001-2003. Í stjórn Íbúðalánasjóðs 2002. Nefndarmaður í Kvikmyndaskoðun 2002-2003. Formaður stjórnarnefndar um málefni fatlaðra 2003.
Alþm. Norðaust. síðan 2003 (Framsfl.).
Fjárlaganefnd 2003-2007 (form. 2006-2007), félagsmálanefnd 2003-2007, félags- og tryggingamálanefnd 2007-2008, samgöngunefnd 2003-2004, iðnaðarnefnd 2004-2006 (form.), sjávarútvegsnefnd 2004-2005, landbúnaðarnefnd 2006-2007, viðskiptanefnd 2007-, efnahags- og skattanefnd 2008-.
Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2003-2005 og 2006-2007, Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2008-.
Hvernig getur hann sagst hafa verið starfsmaður í Sparisjóði Siglufjarðar um árabil með námi, þegar að hann verður aðstoðarmaður Páls 21 árs. Held að hann skorti alla reynslu og formannshæfileika svona eins og maður sér þetta utan að.
Sigmundur starfaði að því ég best veit sem fréttamaður. Fór síðan í framhaldsnám hvað í einhverskonar umhverfishagfræði. En hann hefur ekki svo ég viti stýrt eða verið í forsvari fyrir eitt né neitt. Hann stóð með öðrum fyrir www.indefence. veit lítið um manninn fyrir utan tillögur hans um gamla Miðbæinn. En framsóknarmenn eru tilbúnir að gera hann að formanni. Mánuði eftir að hann gengur í flokkinn. Pabbi hans var jú einn af þeim sem högnuðust á því að vera þingmaður framsóknar og hjálpaði það honum að ná undir sig verkefnum við Ratsjárstofnun og seinna ríkisfyrirtæki með einkarétt á að vinna fyrir herinn að þessum verkefnum, fyrir lítið sem ekki neitt. Hét það ekki að lokum Kögun.
Forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins 1985. Forstjóri Þróunarfélags Íslands hf. 1986-1993. Forstjóri Kögunar hf. 1993-2006. Stjórnarformaður HLAÐBÆR-COLAS hf. Framkvæmdastjóri Máttar ehf. síðan 2006.
Ekki hægt að segja að þarna sé stillt upp sveit sem ég persónulega hef trú á. En vonandi leiðir þetta til að Framsókn nái undir sig fótunum aftur [efast samt um það]
Varaformannsslagurinn heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. janúar 2009
Björn ætti kannski að skoða hvort að hann sé rétti maðurinn í dæma um hvað sé best fyrir okkur
Nú hafa Sjálfstæðismenn ráðið efnahags og peningamálum okkar um 17 ára skeið.
- Það hefur verið bent á það síðustu mánuði að stefna þeirra sem átti að leiða okkur til þess að verða alþjóðlegt stórveldir er kominn í ræsið.
- Og í raun um allan heim er þessi óhefta frjálshyggja og óheftur markaður að hrynja.
- Nú er komið í ljós að "gullaldaárin" frá einkavæðingu bankana var öll byggð á ógurlegri lántöku.
- Þannig er ljóst að í raun gekk þetta kerfi aldrei fyrir okkur.
- Við erum of lítil til að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil ef við ætlum okkur að halda uppi háum lífsstandard hér.
- Ótti og áhugi Björns hefur snúið að því að hér komi vondir hryðjuverkamenn en hann hefur hundsað að efla t.d. efahagsbrotadeildir lögreglunar og fleira.
Þessi maður sem er búinn að vera dyggur fylgismaður þessara manna sem hafa lagt áherslu á að byggja undir alla auðmenn nema Jón Ásgeir og létta af þeim sem mestum skyldum og sköttum, ætti kannski að hugsa til þess að nú er kominn tími til að leyfa öðrum hugmyndum að komast að. Það er meirihluti fyrir því að sækja um ESB og stefna að upptöku Evru. Ef að það má verða til þess að við njótum stöðugleika í framtíðinni er vel þess virði að reyna það.
Björn og fleiri verða að sætta sig við að fólk er hætt að trúa á þá og þeirra orð.
Dómsmálaráðherra: Hefðbundin já,já/nei,nei afstaða framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson