Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Ég get ekki stillt mig um að birta þetta aftur

En í viðskiptablaðinu í dag er m.a haft eftir Árna Matthísen:

"Árni segist sömuleiðis hafa orðið óþægilega var við það hversu utanveltu Ísland er í Evrópusamstarfinu. „Síðan sér maður að Norðurlöndin meta sitt samband í Evrópusambandinu öllu öður, norðurlandasamstarfið er bara aukageta. „. Þó að sambandið milli Norðurlandanna skipti vissulega máli þá er ESB þeim bara svo miklu mikilvægara....Yfir línuna er því hægt að segja að Norðurlöndin geri ekkert nema í gegnum Evrópusambandið. Og svo það, að sem EES-þjóð erum við gestir í þessu ESB-samstarfi., það leynir sér ekki.“....Yfir línuna er því hægt að segja að Norðurlöndin geri ekkert nema í gegnum Evrópusambandið. Og svo það, að sem EES-þjóð erum við gestir í þessu ESB-samstarfi., það leynir sér ekki.“

 

Er það þetta sem fók vill. AÐ við verðum eitthver útkjálki. Áhrifalaus og einangruð Og rökin sem fólk nefndi á móti þessu voru m.a.

"Þeir sem voru andvígir inngöngu nefndu atriði eins og að þá myndu Íslendingar missa sjálfstæði sitt, sjávarútvegsmál, að ísland eigi ekkert erindi í sambandið, landbúnaðarmál og auðlindir"

Þetta segir fólk áður en búið er að semja um eitt né neitt. Og rök eins og sjálfstæði, og að við missum auðlindir er náttúrulega bara eitthvað sem logið hefur verið að fólki. Hvað ef eftirfarandi þjóðum hefur misst sjálfstæði eða auðlindum verið stolið af þeim:

Austurríki
Belgía
Búlgaría
Bretland
Danmörk
Eistland

Finnland
Frakkland
Grikkland
Írland
Ítalia
Kýpur

Lettland
Litháen
Lúxemborg
Malta
Holland
Pólland

Portúgal
Rúmenía
Slóvakía
Slóvenía
Spánn
Svíþjóð

Tékkland
Ungverjaland
Þýskaland

Fólk á ekki að láta ljúga að sér.


mbl.is 29% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló stóriðjusinnar! Svona málflutningur gengur ekki!

Hlustaði í dag aðeins á Alþingi. Þar var utandagskrá umræða um Álverið á Bakka! Þar talaði m.a. Tryggvin Þór sem bar það á fyrrum umhverfisráðherra að Alcoa hefði verið búið að setja peninga til hliðar í Álverið á Bakka en hætt við og farið og byggt álver í Sádi Arabíu í staðinn. Og síðan sagði hann eitthvað á þessa leið: Að vegna hiks umhverfisráðherra hefði komið álver í Sádi Arabíu sem gengi fyrir gasi og útblástu þess væri um 500 þúsund tonn á co2 ofan í annað eins sem Álverið blési út. Hélt að Tryggvi væri hagfræðingur? Er hann að halda því fram að þetta gas hefði ekki verið nýtt ef að Álverið hefði verið byggt á Bakka? Er maðurinn ekki í lagi? Því að fólk sem er að segja að við séum að spara nýtingu á jarðefnum ætti að átta sig á því að þó að við byggðum hér 100 álver þá væri  gas, kol, olía og fleira bara notað í annað. Halda menn að það sé ekki eftirspurn eftir þessum efnum í heiminum. Og þeir sem höndla með þessa orkugjafa koma þeim í notkun hvað sem við gerum.

Þannig að þessi rök um að við séum að gera heiminum svo gott eiga nú ekki við rök að styðjast. Og eins að þegar til þess kemur að olía og gas klárast sem líkur eru á innan þessarar aldar þá situm við uppi með að nær öll okkar orka verður bundin í álverum. Ekki einu sinni víst að við hefðum nóg til að knýja allan bílaflota okkar.

Við getum náttúrulega hreykt okkur af því að eiga græna orku en ef notum hana bara í mengandi stóriðju þá verðum við fræg af einhverju öðru. Við gætum þá eins notað rökin að vegna þess að við eigum meira en aðrir af óspilltri náttúru þá getum við tekð að okkur að taka við eiturefnum og kjarnorkuúrgangi því við getum haft hann langt frá mannabústöðum.


Halló sjálfstæðisflokkur og aðrir ESB andstæðingar!

Furðulegt hvað ég hef lesið lítið um þetta mál í dag. Ef að í þessari tilvitnun er ekki eitthvað sem menn ættu að skoða þá veit ég ekki hvað. Þarna er sagt berum orðum að við vorum og erum að einangrast hér á þessu útkjálka skeri Evrópu.

En í viðskiptablaðinu í dag er m.a haft eftir Árna Matthísen:

"Árni segist sömuleiðis hafa orðið óþægilega var við það hversu utanveltu Ísland er í Evrópusamstarfinu. „Síðan sér maður að Norðurlöndin meta sitt samband í Evrópusambandinu öllu öður, norðurlandasamstarfið er bara aukageta.  „. Þó að sambandið milli Norðurlandanna skipti vissulega máli þá er ESB þeim bara svo miklu mikilvægara....Yfir línuna er því hægt að segja að Norðurlöndin geri ekkert nema í gegnum Evrópusambandið. Og svo það, að sem EES-þjóð erum við gestir í þessu ESB-samstarfi., það leynir sér ekki.“....Yfir línuna er því hægt að segja að Norðurlöndin geri ekkert nema í gegnum Evrópusambandið. Og svo það, að sem EES-þjóð erum við gestir í þessu ESB-samstarfi., það leynir sér ekki.“

Þarna talar fyrrverandi ráðherra. Ætli það væri ekki betri staða fyrir okkur að vera með í ákvörðunum sem teknar eru. Því eins og hann segir er ESB farið að móta líka samstarf Norðurlandana og þar með höfum við misst þar áhrif líka.


Flottur hópur! - Ekki hægt að kvarta yfir þessu vali

Mér sýnist svona í fljótu bragði að þarna fari flott yfirssamninganefnd. þarna eru án efa færustu samningamenn okkar :held ég. En upplýsingar um þessa fulltrúa má finna hér

Aðalsamningamaður Íslands og formaður samninganefndar

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel

Varaformenn samninganefndar

Björg Thorarensen, formaður samningahóps um lagamál, deildarforseti lagadeildar HÍ

Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri og sérfræðingur hjá RANNÍS

Fulltrúar í samninganefnd

Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins

Kolfinna Jóhannesdóttir, MA í hagnýtum hagvísindum

Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu

Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins

Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum

Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur

 EES II, félagsmál, þjónusta, fjárfestingar, umhverfismál o.fl.

Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu

EES I, vörur, orka, samkeppnismál o.fl.

Bryndís Kjartansdóttir, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu

Sjávarútvegsmál

Kolbeinn Árnason, fyrrverandi skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu

Utanríkis- og öryggismál

María Erla Marelsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu 

Fjárhagsmálefni

Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu

Myntbandalag

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri

Byggða- og sveitastjórnarmál

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu

Dóms- og innanríkismál

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Landbúnaðarmál

Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins 

 


mbl.is Samninganefnd vegna ESB skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki við öðru að búast!

Þrátt fyri fagurgalann í ýmsum hér um auðvelda leið held ég að allir hugsandi menn hafi vitað um að hér þurfi að beita hörðum niðurskurði og hækkun skatta. Nú eru allir búnir t..d. að gleyma orðum Göran Person sem sagði okkur að setja fram skýra áætlun, taka strax skellin og reyna að hafa  niðurskurðinn mikinn, skattahækkanir ríflegar og þar með að þessi tími verði eins stuttur og mögulegt er. Hann m.a. setti á 50% tekjuskatt.

Göran var hataður í Svíþjóð og háværir hópar sem töldu að ætti að fara aðrar leiðir. Þær höfðu hátt og sökuðu Göran um að vera meira að segja vitlausan og barnalegan. En flest sem hann og þeir gerðu er í dag lofað. M.a. sérstaklega fyrir að draga ekki úr þunga aðgerða eða draga þær á langinn.

En frá AGS er það nú samt að frétta að heildarskuldir ríkissjóðs verði ekki nema um 60% af landsframleiðslu því að aðrar skuldir eru fyrirtækja og banka. Og eins að áhrif kreppunnar á almenning sé mun minna ef reiknað var með.


mbl.is Engin gleðitíðindi í skýrslu AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsakið meðan ég æli

Það væri nú ágætt ef það hefði komið fram í þessu bréfi skýrar að þarna fer hópur sem hvorki hefur verið valin né beðinn um að eiga þennan fund. Og þau fara því ekki í nafni þjóðarinnar. Sjálfsagt að þau eigi spjall við Stauss Kahn en ekki í nafni þjóðarinnar og ekki vitna í einhverjar óljósar skoðanakannanir. Og að manni læðist sá grunur að þetta sé eitthvað trix tengt kvikmynd sem hluti þessara aðila vinnur að.

Bendi líka þessu fólki á að þau eru markvisst að grafa undan ríkisstjórninni með þessu háttalagi sínu og þá er skrítið að sjá nafn þingmanns á honum sem sífellt er að segja að hún styðji ríkisstjórnina en styður ekkert af stóru málum hennar.

Eins er kannski rétt að benda þeim á að hér á landi eru AGS með skrifstofu sem ég held að sé búin að upplýsa AGS fullkomnlega um stöðu mála hér á landi.

Og nú sannast sem Ingibjörg sagði í Háskólabíói þegar þessi hópur hélt fund sl. vor. Þ.e. Vafamál hvort að þessi hópur sé þess umkominn að tala í nafni þjóðarinnar."


mbl.is Vilja fund með Strauss-Kahn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dálítið furðuleg spurning?

Svona miðað við að um 23% styðja Vg. Þá er þarna hópur sem ekki kaus Ögmund að segja álit sitt á afsögn hans. Því kemur það ekki á óvart að meirihluti þeirra sem gleðjast yfir afsögn Ögmundar séu kjósi stjórnarandstöðuna. Þeir vilja náttúrulega stjórninni all hið versta.
mbl.is 40% ánægð með ákvörðun Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja Lilja þá verðum við bara að lýsa okkur gjaldþrota!

Það er nú óvart þannig að við erum búin að skrifa undir samning nú 2x. Og það er með okkur Ísland eins og hvert annað fyrirtæki að ef við neitum svo að gangast við samningum þá er eini möguleiki þeirra sem við skuldum peninga að keyra okkur í gjaldþrot. Eða gera hér lögtak í þeim eignum sem þeir ná í! Lilja eins og aðrir hljóta að gera sér grein fyrir að þetta mál ófrágengið kostar okkur almenning milljarða á viku. Bæði í formi þess að hér koma engir inn fyrir alvöru til að fjárfesta eða lána peninga i framkvæmdir á meðan að þetta mál er ófrágengið.

Finnst hæpið að tjá sig svona í fjölmiðlum án þess að vera búin að fjalla um þetta í nefndum Alþingis og fá skýringar á þessu frumvarpi.

Og þessi ágæta Lilja hlýtur að átta sig á að þessar yfirlýsingar hennar veikja stjórnina í hvert skipti sem hún tjáir sig. Hún hlýtur t.d. að taka eftir því að Sjálfstæðismenn og framsókn eru búin að taka hana og Ögmund inn sem heiðursfélaga og lifa á því að vitna í þau.

Eins ætti hún sem hagfræðingur að taka með í myndina þá milljarða sem fólk er að tapa sem er að kaupa neysluvörur nú fyrir 30 til 40% hærra verð en þyrfti ef að krónan væri í því sem menn telja eðlilegt en kemst ekki á meðan að hér er allt frosið.

Eins væri gaman að reikna út þá milljarða sem hafa tapast síðan síðasta vor á meðan að allt þetta streð hefur verið í þinginu.

Eins ætti hún að horfa á það að hún er í andúð sinni á AGS að vitna í 10 til 20 ára reynslu landa sem eiga fátt sambærilegt við okkur.

Hefur hún t.d. horft til þess að nú þegar erum við farin að brjóta EES samninginn. Og í framhaldi t.d. hvað mundi gerast ef okkur yðri vísað þar út og/eða að ESB mundi setja þvinganir á okkur eins og viðskiptabann. Heldur hún t.d. að Norðmenn mundu redda okkur með því að kaupa allann fiski af okkur?


mbl.is Getur ekki samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvaða stjórn heldur fólk að það fái í staðin?

Bara svona í framhaldi af fyrri færslu minni um hvað fólk vill í staðinn fyrir núverandi stjórn. Skoðum framsókn. Hvaða þingmenn telja mennn að muni vera betri kostur en þeir sem skipa meirihlutan í dag. Minni á tengsl beggja formanna við viðskipta ættir og veldi. Sem væntanlega bíða eftir að eignast fyrirtæki sín aftur og fleiri á gjafaprís eða með einkavinavæðingu þeirra aftur.

  • Birkir Jón Jónsson (BJJ) 2. þm. Norðaust. Framsfl.    Drengur sem varð aðstoðamaður ráðherra rúmlega 20 ára og hefur nú ekki lagt margt til málana, annað en hafa unnið sig upp innan Framsóknar

  • Eygló Harðardóttir (EyH) 7. þm. Suðurk. Framsfl. Mjög köflótt og tekur oft þátt í ómálefnalegum æsingi á þingi.
  • Guðmundur Steingrímsson (GStein) 8. þm. Norðvest. Framsfl.    Sæmilega yfirvegaður.
    Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) 4. þm. Norðvest. Framsfl.  formaður þingflokks Furðulegur málflutningur að undanförnu á þing
     
  • Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) 6. þm. Norðaust. Framsfl.    Hef enga trú á honum
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) 8. þm. Reykv. n. Framsfl.    Hefur breytt framsókn í hentistefnu og patent lausna flokk sem hugsar ekki tillögur sínar til enda eða hversu raunhæfar þær eru.

  • Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ) 3. þm. Suðurk. Framsfl.  varaformaður þingflokks. Sér lítið nema stóriðju og talar um fátt annað.
     
    Siv Friðleifsdóttir (SF) 6. þm. Suðvest. Framsfl.  4. varaforseti. Sennilega skynsamasti þingmaður framsóknar.
     
    Vigdís Hauksdóttir (VigH) 8. þm. Reykv. s. Framsfl.   Ég hef tjáð mig um hana marg oft og tel að hún sé að breyta Alþingi í hálfgert grínleikhús.

Svo set ég inn hérna þingmenn sjálfstæðisflokksins eins og í fyrri færslu.

Það eru um 11% sem treysta Bjarna Ben til að leiða þjóðina út úr kreppunni! En 33% sem segjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Hverjir eru það í flokknum sem fólk hefur svona mikla trú á? Eru það:

  • Árni Johnsen (ÁJ) 9. þm. Suðurk. Sjálfstfl.    Hefur sýnt sig hvaða siðferði hann hefur
  • Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ) 1. þm. Norðvest. Sjálfstfl.     Ég trúi því varla
  • Birgir Ármannsson (BÁ) 11. þm. Reykv. s. Sjálfstfl.     Stuttbuxnaliði
  • Bjarni Benediktsson (BjarnB) 2. þm. Suðvest. Sjálfstfl.   Þjóðin hefur sagt sitt álit á honum 
  • Einar K. Guðfinnsson (EKG) 5. þm. Norðvest. Sjálfstfl.     Ég trúi því varla
  • Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 5. þm. Reykv. s. Sjálfstfl.     Ég trúi því varla
  • Illugi Gunnarsson (IllG) 3. þm. Reykv. n. Sjálfstfl.  formaður þingflokks SKiptir um skoðun eins og ég veit ekki hvað
     
  • Jón Gunnarsson (JónG) 12. þm. Suðvest. Sjálfstfl.    Ég trúi því varla
  • Kristján Þór Júlíusson (KÞJ) 4. þm. Norðaust. Sjálfstfl.   Sá sem ég hef mesta trú á  af þessum hóp
  • Ólöf Nordal (ÓN) 2. þm. Reykv. s. Sjálfstfl.    Rökfastari en margir en gift yfirmanni Alcoa á íslandi
  • Pétur H. Blöndal (PHB) 7. þm. Reykv. n. Sjálfstfl.    Hann er þó sjálfum sér samkvæmur
  • Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ) 2. þm. Suðurk. Sjálfstfl.  varaformaður þingflokks Ekki eftirtektaverð
     
  • Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR) 8. þm. Suðvest. Sjálfstfl.  1. varaforseti Held að hún sé ágæt
     
  • Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH) 9. þm. Norðaust. Sjálfstfl.     Maður sem sagði að allt væri hér í lagi 2006
  • Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) 6. þm. Suðurk. Sjálfstfl.  6. varaforseti  Sáuð þið hana í Silfrinu 
    Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG)  Hún lofaði góðu en lenti í Kaupþings raunum

Er nú ágætt að líta á mannavalið sem mundi taka hér við ef stjórnin fellur. Ég persónulega held að það væri að fara úr öskunni í eldinn.

helvitis

mbl.is 46% telja að stjórnin lifi ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband