Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Ég er sammála þeim sem gagnrýna ráðningar án auglýsinga

Pólitískar ráðningar eiga ekki rétt á sér nema hugsanlega í ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanns ráðherra. Allar aðrar stöður á að auglýsa. Og þetta hefði átt að taka upp fyrir mörgum árum!
mbl.is Gagnrýna ráðningar án auglýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni hreinlega laug úr ræðustól í dag

Hann ræddi um að skattar á tekjur yfir 500.000 mundi hækka um 30%. En raunin er önnur. Tökum dæmi af sköttum skv. þessu hugsanlega nýja skattafyrirkomulagi. Eins og ég rak hér í fyrri færslu mundu skattar á lægri tekjur en 300.000 kr lækka eitthvað.  Skatta upp að 500.000 kr mundu hækka um kannski að meðaltali um 5 til 10 þúsund.

Gefum okkur að einhver hafi 700.000 kr. í laun

 

Nú í dag væru skattar á þau laun þá 37,2% sem gera þá 260.400 svo kæmi persónuafsláttur upp á 42 þúsund þannig að skatturinn yrið væntanlega 218,400.

Stig skipti skatturinn mundi leggjast svona á 800.000 kr.

  • af fyrstu 250.000 kr væri 36% skattur sem er 90.000 kr
  • Af næstu 250.000 kr væri 41,1&% skattur sem er 102.750 kr
  • Og af þeim 200.000 kr sem eru yfir 500.000 væru greiddur47% sem gerir 94.000 kr 

Og samtals eftir nýja kerfinu væru því reiknaðir skattar 286.750 kr. Og drögum frá persónuaslátt upp á 42 þúsund og þá er eftir 244. 750 kr.

Þannig að maður/kona með 700 þúsund kr. í mánaðarlaun borgar ef þessar breytingar komast á kannski um 30 þúsund meira í skatt. Það eru nú öll ósköpin

PS hér er myndin af útreikningi skv. Sjónvarpinu

Áhrif þrepaskatts


mbl.is Rætt um skattamál á þingi á föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta leit svakalega út en þegar ég skoðaði þetta var þetta ekki eins slæmt.

Fékk nú hland fyrir hjartað þegar ég heyrði þetta fyrst. En þegar að útskýringar á þessu urðu skýrari þá lagast þetta töluvert. Þannig er ekki tekið 47% af öllum launum þegar þau ná 500 þúsundum. Það er byrjað að taka 36 af þeim hluta launana sem eru undir 250 þúsund, síðan er tekð 41% af þeim hluta launana sem eru á milli 250 og 500 þúsund. Það er síðan bara sá hluti launana sem ná yfir 500 þúsund sem mundu fá 47%. Og miðað við að meðallaun eru milli 300 og 400 þúsund í heildarlaun þá er þetta 47% tekið af launum sem eru vel yfir meðallag. Hjá mér verða nú ekki mörg þúsund af heildarlaunum sem bera 47% skatt. En eitthvað þó stundum.

Sá þessa töflu á netinu sem skýrir þetta aðeins út. Þarna sést afgangur eftir skatt. Eftir sköttum eins og eru í dag og eins hvað verður útborgað eftir þessa nýju skatta. Þar sést að þeir sem eru með undir 300 þúsund fá meira útborgað eftir þessa breytingu. Og það er ekki fyrr en eftir 550 þúsund í heildarlaun sem útborguð laun minnka um meira en 10 þúsund.

Heildarlaun Útborgað (Núverandi) Útborgað (Nýja fyrirkomulag)

150

136.5

138

200

168

170

250

199.5

202

300

231

 231.5

350

262.5 

261

400

294

 290.5

450

325.5

320

500

357

 349.5

550

 388.5 

376

 

 

 

800

538

508.5

1000

648

 614.5


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar víða!

Var að skoða heimsóknagreiningu á blogginu mínu. Og makalaust hvað Íslendingar eru víða að skoða blogg.

En þessi mynd er af hvaðn þeir sem voru að skoða síðunna mína áðan komu eftir löndum:

stat

Alveg frá Vesturströnd USA til Nýja Sjálands

 


2/3 ekki á því að Ólafur eigi að hætta!

Þetta og margt annað sem hefur komið ljós núna upp á síðkastið sýnir okkur vel að þeir sem byggja allar sínar upplýsingar af blogginu fá ekki rétta mynd af vilja þjóðarinnar. Ef maður þekkti hér ástandið hér á landi bara af lestri þess sem kemur fram t.d á eyjan.is og þeim sem blogga þar sem og hér á blog.is hefði maður haldið að um 80 til 90% landsmanna vildu Ólaf burt.

Þetta segir okkur að netið endurspeglar ekki vilja þjóðarinnar og er ekki réttur þverskurður af þjóðinni. Sem og að áróður manna gegn Ólafi m.a. í Morgunblaðinu og mönnum þeim hóp tengdum er ekki að skila sér. Enda finnst manni ódýrt að kenna nokkrum heimsóknum Forsetans til útlanda um hrunið.


mbl.is Þriðjungur vill forsetann frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og?

Er það ekki frekar frétt að við höfum getað haldið upp hér menntakerfi fyrir flesta sem þess hafa óskað og þurft þrátt fyrir að þurfa að greiða meira af lánum? Og eins sýinr þetta að Icesave er minnst af okkar vandamálum núna. Skv. áætlunum verða þessar skuldir nú að mestu búnar þegar kemur að greiðslu Icesave eftir 6 og  1/2 ár. Enda líkur á að sá kostnaður sem við berum af Icesave verði ekki mikill þar sem að eignasafn að baki Icesave er vaxandi og að lánið verður enn minna að raunvirði vegna þess að raunvirði þessa láns á eftir að verða enn minna vegna verðbólga étur eitthvað af skuldinni upp. Þannig var t.d. í sumar nefnt að ef  skuld upp á 420 milljarðar yrðu eftir 7 ár 240 milljarðar að raunvirði.


mbl.is Meira fer í vexti en til menntamála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Höskuldur virkilega svona vitlaus?

Maðurinn kemur í ræðustól Alþingis og segir að Þórunn hafi kveðið upp úrskurð sem sé ólöglegur. Og segir þetta þannig að það fer ekki á milli mála að hann er að ræða um sameiginlegt mat á umhverfismati vegna Bakka. Og máli sínu til stuðnings segir hann að umboðsmaður Alþingis hafi úrskurðað um það. Og hann heldur áfram að láta svona. Jafnvel þó að Þórunn hafi frætt hann í eftirfaranadi ræðu um að málið sem umboðsmaður var að fjalla um fjallaði um seinkun á úrskurði Umhverfisráðuneytis um einhverja mánuði á tilraunaborunum. Sem kom þessu sameiginlega mati ekki við.

 

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég á bágt með að trúa því að hv. þm. Höskuldur Þór Þórhallsson hafi flutt þessa ræðu. Í hvaða álit er þingmaðurinn að vísa? Hefur hann ekki kynnt sér álit umboðsmanns Alþingis? Er hann að vísa í álit frá 29. desember 2008 sem varðar rannsóknarborun við Þeistareyki, ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því 1. júní 2007? Það var álit um tímafresti, það var ekki efnislegt álit. Það var ekki álit um úrskurð umhverfisráðherra um sameiginlegt mat framkvæmda sem tekin var 31. júlí 2008. Ég verð að segja eins og er, frú forseti, að öll þau ár sem ég hef verið í þessum sal hefur mér aldrei verið jafnþungt fyrir brjósti og nú. Þingmaðurinn hlýtur að sjá sóma sinn í því að draga ummæli sín til baka og leyfa sannleikanum að njóta sín hér úr ræðustól Alþingis

Finnst þetta ömurleg fréttamennska að hleypa Höskuldi  í sífellu í fréttir þó að nær allt sem hann hefur til málana að leggja reynist vitleysa, ekki eiga sér stoð eða óframkvæmanlegt.Svona fyrir þá sem hafa misst af þessu á Alþingi þá hófst þetta með utandagskráumræðu þar sem Höskuldur sagði m.a. 

Það er mikilvægt að hafa eitt í huga í þessari umræðu. Eitt af meginmarkmiðunum með samstarfi við Alcoa var að skoða fýsileikann við að byggja álver í landi Bakka þar sem forsenda fyrir slíku var að kanna mögulega afkastagetu háhitasvæða í Þingeyjarsýslum. Að því verkefni hefur verið unnið í allmörg ár en því miður gekk það ekki eftir þar sem fjórir af átta framkvæmdaþáttum verksins voru skikkaðir í sameiginlegt mat með ólöglegum úrskurði Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þáverandi umhverfisráðherra

En þarna blandar hann saman 2 málum. málmeðfer umhverfisráðuneytis varðandi tilraunaboranir var tekin fyrir af Umboðsmanni Alþingis og hann fann að henni. En hann fjallaði ekkert um Sameiginlega umhverfismatið sem Höskuldur talar um í ræðu sinni


mbl.is Höskuldur stendur við orð sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu á þetta ekki að vera algjör gullnáma! Orkusalan!

Furðulegt að fyrirtæki sem hefur verið í rekstri um áraraðir og selt stóriðju orkuna síðasta áratuginn skuli vera komið í svona stöðu. Að þurfa að veðsetja allt. Og þá meina ég allt. Virkjanir, orkusölusamninga og allt helvítis klabbið. Og þetta fyrirtæki slógust menn um hér fyrir einu og hálfu ári en virðist þá þegar hafa verið komið í vandræði. Orkuveitan í Reykjavík meira að segja þó maður hafi aldrei skilið það. Því OR var líka svona skuldsett. Hversu lengi halda menn að þetta fyrirtæki haldi út? Það þarf að taka enn meiri lán til að selja enn meiri orku til álvera.

Og hvað ef álver hrynur aftur eða gengið heldur áfram að síga. Þá er nokkuð ljóst að erlendir aðila eignast þetta fyrirtæki að fullu. Og þar með hefur Suðurnesjamönnum að spila rassinn úr buxunum einu sinni enn. Frá því að eiga með öðrum sveitarfélögum stöndugt fyrirtæki sem sá þeim fyrir hita og rafmagni yfir í það að vera háð duttlungum útlendingar um hversu hagstætt þeir fá rafmagn og hita. Og þetta hefur þeim tekist að gera á nokkrum árum. Eins þá eru þeir búnir að selja allar opinberarabyggingar sínar og hvað skeður ef fyrirtæki um þær fer á hausinn?


mbl.is Virkjanir HS Orku veðsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona í tengslum við þetta mál!

Ég var í gær að finna stóra villu í röksemdarfærslunni fyrir því að við eigum að framleiða ál hér á landi vegna þess að vinnslan sé umhverfisvænni vegna þess að orkan sé græn.  Skil reyndar ekki af hverju ég hef ekki heyrt þetta áður. Villan að mínu mati er sú að það að framleiða álið hér hefur engin áhrif hnattrænt vegna þess að þó hér væri allt fyllt af álverum þá mundi það ekki koma í veg fyrir að jarðefnaeldsneyti sé notað. Það er bara notað ekki í þessi álver. Tryggvi þór sagði á Alþingi í gær að vegna sameiginlegs umhverfismats fyrir Bakka þá hafi Alcoa byggt álver í Sádi Arabíu þar sem notað er gas til orkuframleiðslu og hafi valdið auka mengun upp á 500 þúsund tonn af co2.

 En Tryggvi Þór hlýtur að vita eins og allir að gasinu er ekki bara sleppt út í loftið. Ef það hefði ekki verið notað í álverið þá hefði því bara brennt í annarri notkun. Og eins er það með annað eldsneyti þó að við mundum fylla allt af álverum hér þá mundu aðrar þjóðir bara nota eldsneytið sitt í eitthvað annað. Því má færa að því sterk rök að það sé kjaftæði að við séum að gera heiminum ómælt gagn með því að fórna hér öllu fyrir álframleiðslu. Það er staðreynd að allt eldsneyti sem unnið er úr jörðu er notað hvort sem er. Þannig að þó þessi kennig  líti vel út á pappír er það ekki pappírsins virði. Á meðan að jarðabúar eru að nýta allt jarðefnaeldsneyti sem er í boði, björgum við ekki heiminum með okkar orku. Þó við fyllum hér alla firði með álverum.


mbl.is Segir Þorleif ekki fara með rétt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeim er náttúrulega alveg sama um hag höfuðborgarbúa!

Menn ættu kannski að kynna sér um hvða þeir eru að álikta áður en þeir senda svona frá sér:

Sú hætta er óhjákvæmileg að lagning Suðvestur­línu hafi neikvæð áhrif á vatnsverndar­svæði og um leið neysluvatn ef mengunar­slys verði. Þetta kemur fram í umhverfismati Skipulagsstofnunar um framkvæmdina. Er þar tekið undir áhyggjur heilbrigðisnefnda sveitarfélaga á höfuðborgar­svæðinu. Framkvæmdin er engu að síður talin svo þjóðhagslega mikilvæg að rétt sé að ráðast í hana.

Fagaðilar töldu að best væri að fara aðra leið með línuna en yfir vatnsbólin. Sveitarfélögin töldu þá leið hins vegar heppilegasta, enda væri lína þar fyrir og vegur henni tengdur. Hann þyrfti að styrkja, en með því væri komist hjá því að leggja nýjan veg. (www.ruv.is )

Alveg sama hvað kemur fyrir hjá öðrum bara að byggja álver. Fólk getur skoða þessar línur frekar á http://www.sudvesturlinur.is/ Þar sér fólk hvar þessar línur eiga að liggja og lesefni og myndir. Þetta er engin smá framkvæmd og það á náttúrulega að vera krafa um að framkvæmdir sem kalla á aðrar svona stórar framkvæmdir eiga náttúrulega að vera skoðaðar í heild.


mbl.is Ungir sjálfstæðismenn óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband