Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Ég verð að segja að ég tek undir með þessum samtökum

Mér finnst þessi herferð með afbrigðum að heyra auglýsingar í sífellu þar sem verið að tilkynna að þetta og hitt fyrirtækið styðji herferð gegn ákvörðunum ráðherra fær mig til að óttast um framtíðina hér á landi. Þ.e. að ef einhver hópur er ekki sáttur þá séu fyrirtæki fengin til að standa að herferð gegn ákveðnum nafngreindum ráðherra. Þetta er gersamlega óþolandi.
mbl.is Gagnrýna herferð fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og svo áfram með endurreisnina! Ekkert stopp!

Þessi fyrirsögn er stílfærður kosningarfrasi úr kosningum 2007. Voru það ekki framsóknarmenn sem notuð þetta. En þetta er einmitt það sem mér finnst að við eigum að miða við. Við látum ekki mál sem við þurrfum hvort eð er að leysa dragast vegna þess að einhverjir "snillingar" eru alltaf á því að það séu til aðrar lausnir sem síðan reynast óraunhæfar. Nú komum við þessu máli frá og getum þá einbeitt okkur að öðrum.

Það hefur ekki hingað til verið að trufla Íslendinga hvað gerist eftir 7 ár. Og eins að þangað til er tími sem vð getum nýtt til að koma okkur í mun betri stöðu til að ráða við þessi mál. Jafnvel að semja um þessi mál aftur ef að okkur sýnist að við ráðum ekki við þetta.  Minni fólk á að sennilega verða greiðslur af þessu Icesave kjaftæði sem lenda á þjóðinni aðeins um 10 til 15% af öllu sem við þurfum að borga. Og því fyrr sem mál hér fara að batna þeim mun minna mál verður þetta fyrir okkur. Með því að draga að afgreiða þetta mál höfum við m.a. dregið úr lánshæfi okkar til framkvæmda og því verða öll lán sem við þurfum að taka dýrari sem nemur sennilega tugum eða hundruðum milljarða. Og draga þvi úr arðbærni t.d. virkjana. Sem kostar okkur mikið. Þetta gera "snillingarnir" sér ekki grein fyrir.


mbl.is Icesave afgreitt út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjörið fyrir Rás 2 eða Bylgjuna!


Eitt af því fáa sem hlutstandi var á Útvarpi Sögu. Nú er það aðeins Sigurður G Tómasson. En þátturinn hans og aðrir skemmdir af því að annað eru bara 10 til 20 einstaklingar sem hringja daglega þarna inn.

Enda sést nokkuð hversu sérhæfður þessi hlustunarhópur er þarna á útvarpi Sögu, á því að skoða niðurstöðu í skoðunarkönnunum á síðu þeirra www.utvarpsaga.is


október 12.10.09 Sjálfstæðisflokkurinn með yfirburðafylgi í skoðanakönnun.

Í skoðanakönnun hér á vefsvæði Útvarps Sögu sem rúmlega eittþúsund manns tóku þátt í helgina 9-12 október má sjá að Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikið yfirburðafylgi. Niðurstöður könnunnarinnar voru sem hér segi



  • Sjálfstæðisflokkurinn  39%
  • Framsóknarflokkurinn  16%
  • Samfylkingin  12%
  • Vinstri Græn 9%
  • Annað framboð  7%
  • Skila auðu  7%
  • Kjósa ekki  5%
  • Frjálslyndi flokkurinn  4%
  • Hreyfingin  2%

  • Borgarahreyfingin  1%

Fjöldi kjósenda var 1046

 


mbl.is Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þó fyrr hefði verið

Þessu Icesave fer nú að ljúka! Og hefði mátt ljúka fyrr. Með samþykkt ríkisábyrgðar þá lýkur þessu máli í bili. Er alveg viss um að ef mál þróast á verri veg en nú er útlit fyrir varðandi eignir Landsbankans og hagvöxt á Íslandi þá verða mun betri aðstæður til þess síðar að taka þessa samninga upp og semja um breytingar á honum. 

EN þessu hangsi verður að ljúka! Enda eru ekki nema nokkrir lögfræðingar sem hafa staðið fyrir þeim málflutningi að við þurfum ekkert að borga. En síðan einhver bloggkór sem hefur myndast og vitna allir í söm lögfræðingana. En efast ekki um að ráðuneyti hafa látið kanna það ofan í kjölinn hvaða möguleika við eigum. Því annars hefði m.a. Steingrímur ekki staðið að því leggja þetta frumvarp fyrir þingið þvert á það sem hann hafði áður sagt um Icesave.


mbl.is Sáttur við lyktir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er nú að missa trú á mörgum stjórnmálamönnum!

 Til að byrja með þá finnst mér það ódýrt trix hjá mönnum eins og Bjarna Ben að segja að það þurfi ekki að skattleggja fólk núna. Og nefna svo í framhaldinu inngreiðslur í lífeyrissjóði. Sem eru nú hvort sem mönnum líkar það betur eða verr skattar sem leiða til þess að greiðslur út lífeyrissjóðum í framtíðinni verða að vera kynslóðaskiptar. Þar sem að fólk leggur þá minna inn til ávöxtunar. Eins þá þyrftu þessir peningar að vera afmarkaðir þar sem búið er að greiða skatta af þeim ekki öðrum.

Síðan segir hann og kórinn í kring um hann að það eigi ekki að hækka almennaskatta. Heldur eigi að örva atvinnulífið og þar með auka tekjur ríkisins. Það væri nú auma fjárlagafrumvarpið þar sem öll tekju hliðin væri:

- Hugsanlegar tekjur sem koma ef að við fáum fjárfesta. En því miður vitum ekki enn hvaða tekjur eða hversu miklar! Þetta mundi engin kaupa sem ábyrg fjárlög.

- Eins veit hann mæta vel að það er ekki hægt að hefja hér verulegar framkvæmdir sem kosta gjaldeyri nema að lánshæfi okkar aukist aftur. Og þá á alveg eftir að koma í ljós hverjir og hvaða tekjum þetta skilar í ríkissjóð. Og sennilega verður það ekki há upphæð á næsta ári.

Eins hefur verið bent á að t.d. tryggingargjald sem atvinnurekendur og Sjálfstæðisflokkur  hafa barið í gegn að verði hækkað frekar en umhverfisskattar og auðlindagjöld leggst verst á ríkið sjálft, sveitarfélög og minni fyrirtæki sem eru með marga starfsmenn sem og einyrkja. Því að þetta er aukning á launakostnaði. En fyrir t.d. álver skiptir þetta litlu máli því launakostnaður þeirra er svo lág % af útgjöldum. Auðlindagjöld og Umhverfisskattar mundu leggjast jafnt á þessi fyrirtæki eftir því hversu mikið þau menga og örðum forsendum

Og Bjarna er bara leyft að bulla svona athugasemdalaust. Og af hverju er Sigmundur Ernir kallaður í alla viðtalsþætti núna. Maður sem er búinn að vera 5 mánuði á þingi? Af hverju sér maður suma þingmenn aldrei þarna hjá Agli?

 


mbl.is Segir vel hægt að spara meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástþór telur að það sé maðkur í mysunni hjá Guðmundi Franklin og félögum.

Þó ég taki almennt ekki mark á Ástþóri Magnússyni þá verða þessir menn að svara þessu. Ef að Finnur eða S hópurinn er nálægt þessu þá held ég að margir hætti við:

Vefsíðan www.thjodarhagur.is er skráð á fjolnet.is sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga bakvið það félagt er Svindl hópur Ólafs og Finns:  S-hópurinn - Skyld félög (S-hópurinn: Eignarhaldsfélagið Andvaka gt., Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar, Fiskiðjan Skagfirðingur hf., Kaupfélag Skagfirðinga svf., Ker hf., Samvinnulífeyrissjóðurinn. ). Það ætti síðan ekki að koma mönnum á óvart að kaupfélagsstjórinn er Þórólfur Gíslason sem áður var stjórnarformaður Gift sem S-hópurinn notaði til að hafa 30 milljarða af tugþúsundum tryggingartaka Samvinnutrygginga.

 Svindl hópur Finns og Ólafs sölsaði undir sig Búnaðarbankann með blekkingum á sínum tíma. Ólafur Ólafsson er líklegast Íslandsmeistari í notkun leppa og sjónhverfingum viðskiptalífsins, og er m.a. nú undir lögreglurannsókn vegna sýndarviðskipta með hlutabréf Kaupthings.

Leikritið sem nú virðist komið í gang er frekar einfalt. Sett er upp vefsíðan www.thjodarhagur.is til að fá almenning til að skrá sig sem örhluthafa. Sett er fram tilboð í nafni örhluthafanna til að kaupa Haga. Kaupthing sem nú ræður Högum gengur að tilboðinu á þeim forsendum að þjóðin sé að kaupa fyrirtækið. Í Framsóknarmennskunni "gleymist" að skýra frá raunverulegum bakhjarl tilboðsins. 99% leppana fá GIFT glýjuna í augun í boði gamla Svindl hópsins meðan strengjabrúður þjófagengisins lauma þýfinu úr gamla Kaupthing aftur í umferð og Bónusmjólka þjóðina.

(http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/)

Er ekkert að halda því fram að þetta sé rétt hjá honum en verð á fá svör við þessu áður en möguleiki verður á að þessir menn sem stálu af okkur banka áður fái þetta félag líka. Það er t.d. áberandi að aðeins einn maður kemur fram fyrir þennan hóp sem er að safna hluthöfum.


mbl.is Mikill áhugi á Högum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin hefur talað varðandi ESB!

Var að skoða niðurstöður Þjóðfundar 2009. Það er nú kannski ekki hægt að segja að niðurstöðurnar séu mjög skýrar heldur svona almenn markmið en þó má t.d. lesa í kaflanum um Stjórnsýslu:

Stjórnsýsla

  • Gagnsæi og siðferði skal haft að leiðarljósi í íslenskri stjórnsýslu með virkri þátttöku íbúa, stöðugleika í efnahagsmálum og samvinnu við Evrópu

( http://www.thjodfundur2009.is/nidurstodur/framtidarsyn-themu/)

Það er nú ekki hægt að misskilja að þarna er verið að tala um ESB.


mbl.is Fólk logandi af áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnarkostnaður Icesave deilunar

Væri gaman að einhver reiknaði það út fyrir okkur hverju Ísland er búið að tapa á því að þetta Icesave mál hefur dregist ófrágengið nú í kannski tæpt ár.

Það hlýtur að vera hægt að reikna út:

  • Hvað mikið hefur málið dregið viðreisn þjóðarbúsins á langinn. Og hvað það hefur og mun kosta okkur
  • Hversu mikið hefur það skaðað málstað og orðspor okkar til framtíðar?
  • Hversu miklu hefur það skipt varðandi möguleika okkar á viðskiptum við útlönd og erlenda fjárfesta?
  • Hvaða áhrif hefur þetta til framtíðar t.d. varðandi lækkað lánshæfismat okkar?

Og fullt af spurningum sem velta upp. Það sem ég vildi fá svör við er hversu mikill er þess herkostnaður okkar búinn að kosta? Og er hann þess virði? Og ef við höldum þessu snakki hér áfram um mánuði erum við kannski að tapa meiru en við komum til með að greiða að lokum af Icesave sem menn segja í dag að líti út fyrir að vera ekkert upp í 200 milljarða?


mbl.is „Sammála um að vera ósammála“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta fer nú að verða nokkuð þreytandi

Nú veit ég ekki hvaða áherslumunur er hjá stjórnarflokkunum núna. En þetta fer að verða ógurlega þreytt að þessir flokkar geta ekki komið sér saman um neitt stórmálið. Og niðurstaða allara mála verður einhver samsuða, útúrþynnt máls sem sífellt er verið að krukka í og að lokum kemur meingölluð niðurstaða þar sem allir flokkar hafa fengið eitthvað að setja inn á lokamínútum til að koma málum í gegn. Og stundum er það ráðherra Vg sem er að leggja til mál sem þingflokkur Vg klofnar og nokkrir dagar fara í taugatitring sem þyrfti ekki að koma upp. Nú er ljóst að fjármálaráðuneytið þurfti að leggja fram í haust frumvarp um aukna skatta og það hefur legið fyrir síðan í sumar. Höfðu flokkarnir ekki tækifæri á að samræma sig á þeim tíma.

Maður veit náttúrulega um Lilja Mósesdóttur sem er á móti flestum lausnum sem ríkisstjórnin beitir. En það er nú bara staðreynd sem allir vita og kippa sér ekki upp við . Það er verra að þau virðast ekki tala saman nema í fjölmiðlum sem veikir stjórnina. Síðan finnst mér út í hött ef að samfylkingin sem gefur sig út fyrir að vera jafnaðarflokkur hafnar þrepaskiptum skatti ef það verður til að það bitnar á láglaunafólki og þeim sem minna mega sín.

Þá leiðist mér að upplýsingum sé lekið fyrst í fjölmiðla til að koma af stað ofsafenginni umræður og deilur og svo er komið fram með málin opinberlega og þau eru þá allt önnur eða mildari. Þessi leikflétta grefur bara til lengdar undan trú fólks á stjórninni.

Eins minni ég á hugmynd sem ég hef marg oft kastað fram. En það er þáttur í útvarpi eða sjónvarpi þar sem ráðherrar eða upplýsingafulltrúar þeirra færu kannski vikulega yfir helstu atrið sem unnið væri að og skýrðu það á mannamáli fyrir fólki. Þessi upplýsingagjöf sem aðallega er www.island.is er ekki aðgengileg og maður þarf að leita það full mikið.

Ekki skilja orð mín svo að ég sé hættur að styðja þetta stjórnarsamstarf. En þetta samstöðuleysi þingmanna er farið að pirra mig. Tel að þetta sé besta fyrirkomulagið þar til að samningar nást við ESB. Þá þarf að slíta stjórninni. Því að ESB samninginn þarf samhent stjórn að fylgja vel eftir.

 


mbl.is Stjórnarflokkarnir ósamstíga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja ekki veit ég hvað konan er að fara?

Ingibjörg er hætt í pólitík en ætlar að feta í fótspor Davíðs að koma með eftir á skýringar til að skapa sér betri eftirmæli.

  • Hún talar um að við höfum átt einhvern rétt vegna þess að EES tilskipunin og ESB tilskipunin hafi verið mein gölluð. Hún gleymir því að ef að stjórnsýslan hefði fylgst með var búið að benda á þessa galla m.a. í skýrslu Franska seðlabankans. Og að í þeirri skýrslu stendur að komi til víðtæks hruns verði viðkomandi seðlabankar og ríkisstjórnir að koma bönkum til hjálpar.
  • Ef að stjórnvöld hefðu staðið sig þá hefði þeim mátt vera ljóst mörgum árum fyrr að innistæðutryggingarsjóður væri ekki nægjanleg trygging fyrir banka sem voru orðnir margfaldir að stærð miðað við landsframleiðslu.
  • Og síðan talar hún um að samninganefndin hefði unnið eins og við værum sökudólgar. Þetta er nú ómaklegt hjá henni sem vissi að þegar hún var enn í ríkisstjórn þá var skrifað undir samning/minnisblað þar sem að við ætluðum að greiða þessa innistæðutryggingu á 10 árum og með 6,7% vöxtum.
  • Hún veit líka nákvæmlega undir hverskonar pressu ríkið var og er að ganga frá þessu. Sem og hversu hart Bretar og Hollendingar standa á sínum skilning á ábyrgð okkar.
Finnst að þegar fólk hættir í stjórnmálum af hvaða orsökum sem er þá eigi það að gæta að sér að koma ekki í bakið á fólki sem er að reyna að sigla okkur í gegnum öldudalinn sem grandvaraleysi fyrri ríkisstjórna kom okkur í.
 
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Komum fram eins og sá seki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband