Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Með afbrigðum dónalegur maður Skúli!

Þessi góði maður er skv. þessu að segja að nauðsyn brjóti lög. Og það sé öllu fórnandi fyrir SV línu! Jafn vel þó það yrði varanlegur skaði sem fylgdi þessari línu. VIð vitum að það þarf að leggja þessa línu en það væri með öllu ómurlegt ef þessi lína veldur meiri skemmdum en hún þarf. Þessi lína fer í gegnum útivistar svæði og m.a. liggur hún við eða í Heiðmörk. Og þessum framkvæmdum fylgir vegalagning með línustæðinu. Síðast þegar verið var að vinna við Heiðmörk þegar Vatnsveita Kópavog var þar þá ultu 4 vörubílar og olía rann a.m.k. af einum rétt þar fyrir utan.

Þessa línu á m.a að leggja yfir vatnverndarsvæðið Vatnsveitu Reykjavík í nágreni Gvendarbrunna. Finnst þetta sömu rök og þegar menn eru að segja að nú eigi að taka séns á að veiða meira af Þorski og ef það valdi skaða megi þá takast á við það seinna. EN við höfum nú brennt okkur á því að það er ekki auðvelt.

 

Í umsögn skipulagsstofnunar segir m.a.

Skipulagsstofnun telur að heildaráhrif fyrirhugaðra framkvæmda m.t.t. þessara umhverfisþátta verði óhjákvæmilega verulega neikvæð. Um er að ræða umfangsmikla framkvæmd þar sem fyrirhugað er að reisa 500 ný möstur og leggja milli 180 og 190 km af loftlínum og um 50 km af jarðstrengjum.

Áhrifasvæði línanna mun ná frá Hellisheiði til vestasta hluta Reykjanesskaga og þær munu liggja á löngum köflum um hverfisverndarsvæði, svæði sem eru á náttúruminjaskrá og fólkvanga, stofnaða sérstaklega til útivistar og geta framkvæmdirnar rýrt gildi þessara svæða til útivistar.

Jafnframt liggja línurnar á köflum í grennd við fjölförnustu þjóðvegi landsins, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Þó að ljóst sé að það er jákvætt að tæplega 100 km af núverandi línum verða fjarlægðar þá eykst umfang raforkulína og mastra talsvert miðað við núverandi aðstæður þegar á heildina er litið.

Og svona mannvirki er komið til með að vera næstu áratugi. Er ekki rétt að reyna að leggja þessa línu þannig að hún blasi ekki allstaðar við og eins forðsast sem mest að fara yfir svæði eins og vatnsverndarsvæði?

Síðan er þetta kafli út af fyrir sig:

Hann bætir við þvi við að Svandís virðist vera veruleikafirrt eða ekki starfi sínu vaxin nema hvort tveggja sé. Hún hafi enga samúð með því atvinnulausa fólki sem „mæli göturnar þessa dagana” og virðist því miður einnig hafa takmarkaðan skilning á því umhverfismeðvitaða samspili atvinnulífs og náttúru sem efst sé á baugi þeirra aðila sem leggi áherslu á sjálfbæra þróun og umhverfisvernd, eins og hann orðar það.

Getur Skúli ábyrgst að allir atvinnulausir félagsmenn hans fái vinnu við þessa uppbyggingu. Þetta og álverin eru stórframkvæmdir sem ég held að sé skilda að bjóða út á Evrópska efnahagsvæðinu. Og hefur Skúli einhverja þekkingu á "umhverfismeðvitaða samspili atvinnulífs og náttúru"?

 


mbl.is Svandís veruleikafirrt eða vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki beint hægt að segja að Þór Saari sé bjartsýnn maður

Hann sem hagfræðingur hlýtur náttúrulega að gera sér grein fyrir að vaxtagreiðslur hljóta að ráðast af upphæð höfuðstóls.

  • Það er heimilt allan tíman að greiða inn á höfuðstólinn. Og við það lækka vextir
  • Gengi krónunnar verður vonandi orðið allt annað þegar að þessu greiðslum kemur
  • Verðbólga verður væntanlega í ESB eins og hún hefur verið um 2 til 3% og það étur af upphæð lánanna líka þar sem þau eru ekki verðtryggð
  • Er að Ísland verður búið að ná sér upp úr kreppunni eftir 6 ár þá getum við tekið hagstæðari lán og greitt upp það sem stendur út af þegar eignir Landsbankans hafa verið seldar.
  • Ef að efnahagslíf Breta og Hollendinga fer batnandi eins og spáð er þá eykst verðmæti eigna Landsbankans. Þær voru jú áætlaðar um eða yfir 4.000 milljaðar um eða eftir hrunið
  • Allar spár ganga út á að efnahagsþróun hér verði jákvæð á eftir nokkur ár og byrjar í raun á næsta ári. Og samningarnir ganga út á að við borgum aldrei meira en 6% af hagvexti þegar við byrjum að borga vextina og Seðlabanki reiknar með að greiðslurnar verði langt undir mörkunum og við verðum búin að greiða lánið upp 2024.

En Þór eins og fleiri halda fast í að álíta að allir starfsmenn í stjórnkerfinu séu asnar og ríkisstjórnin sé í persónulegu stríði við fólkið í landinu. Held að það verði að fara að gefa þessu fólki þunglyndislyf! Og kannski eitthvað sem eykur hjá þeim raunveruleikastigið.


mbl.is 79 þúsund borga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað ætla menn að gera með málið í nefnd?

Held að allir viti að þessu máli verður ekki breytt! Er farinn að halda að stjórnarandstaðan vilji bara ekki að við komumst út úr þessu. Þetta mál hefur nú verið rætt í 6 mánuði á þing. Maður hefði haldið að þessi álita mál væru nú svo mikið á hreinu að þau hafi komið í umræðuna áður. Þá finnst mér rök þessa Gross hæpin þegar hann talar um um að innistæðutryggingarsjóður hér ætti að fá sömu kjör og Breta rukka sinn sjóð um. En hann sem fulltrúi í Seðlabankaráði hlýtur að vita að menn bæði í Hollandi og Bretlandi meta hættuna á að við getum ekki borgað töluvert meiri en þeirra innistæðutryggingarsjóðs. Og eins hlýtur maðurinn að vita að í dag er skuldatryggingarálag á Íslenska ríkið um 380 punktar. Og var enn hærra þegar þessi samningur var gerður.

Nei ég held að menn séu bara að tefja málið til að auka líkurnar á að stjórnin falli.


mbl.is Vilja Icesave aftur í nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupmáttur ekki lækkað nema um 7,1%

Það vekur furðu og í senn ánægju mína að miðað við hvað hér hefur gegnið á skuli kaupmáttur launa ekki lækkað nema um 7,1%. Náttúrulega ekki gaman þegar kaupmáttur lækkar en miðað við allt og allt þá er þetta minna en menn gátu reiknað með. Svona miðað við það að við vitum að fólk hefur verið að taka á sig beinar launalækkanir og hér er atvinnuleysi. Og hér hefur allt vöruverð hækkað líka.


mbl.is Enn lækkar kaupmáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

40 til 50 manns mættu til að mótmæla! skv. RUV

Ætli það sé ekki meirihluti þjóðarinnar sem er sömu skoðun og ég að þessu máli þurfi bara að ljúka og það sem fyrst! Við tökumst svo á við það þegar að því kemur eftir 6 ár.

Spurning hvort að fólk ætti ekki frekar að fara að halda fundi þar sem að fólk lýsir vilja til að vinna með stjórninni að öllum góðum verkum sem og að sýna henni samstöðu í þeim erfiðu verkum sem hún er að og á eftir að vinna!

Ríkisstjórnin hefur sýnt vilja til að vinna með fólki varðandi framtíðina t.d. með samvinnu við "Þjóðfundinn" um úrvinnslu þess sem þar kom fram.

En allt sem stjórnvöld heyra í dag er sama tuggan um að þau séu að gera allt vitlaust! Þau eigi að gera þetta svona segir einn, annar segir að þau eig að gera eitthvað annað. En allir gagnrýnendur eru sammála um að það eigi bara ekki að gera það sem ríkisstjórnin er að gera. Þó það sé eftir ráðleggingum m.a. stofnana eins og AGS þar sem vinna um 700 sérfræðingar í endurreisn landa. Alltaf skal ná í einhverja sem hafa aðra skoðun.

Ég sannarlega öfunda þau ekki af því að þurfa að vinna að þessu í því ástandi sem eru hér í dag. En er þó fenginn að það eru þau frekar en Bjarni Ben og Sigmundur sem eru að vinna að þessu. Eins og þeir hafa talað þá held ég að mörg mistök hefðu verið gerð á síðustu mánuðum sem væri erfitt að leiðrétta og væru til þess fallin að skapa okkur mikla erfiðleika til framtíðar.


mbl.is Mótmæla Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilur einhver þessa frétt!?!

Um hvað er þessi frétt? 

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH) segir að upplýsingar VSÓ ráðgjafar um ónotað íbúðarhúsnæði standist.  MIH hafi kannað ástandið í þessum efnum i Hafnarfirði og í ljós hafi komið 39% munur á þeim niðurstöðum og tölum VSÓ, segir í fréttatilkynningu frá formanni félagsins, Ágústi Péturssyni.


,,Sú talning fór fram í október sl. Í stuttu máli sagt reyndist vera 39% munur á talningu VSÓ og talningu MIH til minnkunar á framboði húsnæðis í Hafnarfirði. Þessum athugasemdum var þegar komið á framfæri við VSÓ.

MIH vill því vekja athygli á því að VSÓ hefur endurtalið ónotað íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði og reyndist sú talning vera nánast samhljóða talningu MIH frá því í október sl. Ekkert hefur þó borið á leiðréttingu þessa efnis og því þykir MIH afar áríðandi og tilefni til þess að þeir sem hafa fjallað um þetta efni, fjölmiðlar sem og fjármálastofnanir, berist leiðrétting vegna þessa.

 Það ætti öllum að vera ljóst að þegar fjallað er um jafn þýðingarmikið efni, sem þetta er, að allar upplýsingar séu sem réttastar svo réttlát yfirsýn fáist yfir málefnið."

Maður áttar sig á að þarna er verið að tala um rangar tölur um laust húsnæði. En ég get ekki áttað mig á hvort verið er að ræða um að það sé vantalið eða oftalið! Og ég skil ekki markmið með þessari frétt. Jú  að Meistarafélagið telur að VSÓ hafi farið rangt með en hvað?


mbl.is Rangar tölur um ónotað húsnæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað vildir þú Höskuldur gera í staðinn?

Heldur Höskuldur virkilega að Bretar og Hollendingar mundu sætta sig við að við kæmum til þeirra í þriðja eða fjórða skiptið og bæðum um nýjan samning.

Nú er þessi samningur eins og sá gamli nema að það er búið að ganga frá fyrirvörum inn í samningnum og ganga frá lausum endum eins og hvað verði gert við eftirstöðvar lánsins 2024. Og það var einmitt það sem stjórnarandstaðan kvartaði yfir í sumar þ.e. að fyrirvarar væru ekki pappírsins virði ef á þá reyndi því það væri ekki hægt að fara með þá fyrir dóm. Og nú þegar þeir eru komnir inn í samninginn þá eru þeir ómögulegir.

Og hvað vill Höskuldur gera? Lýsa því yfir að við ætlum ekkert að borga? Hvers virði yrði þá ríkisábyrgð okkar í framtíðinni? Lýsa því yfir að við ætlum ekki að borga og fara með þetta fyrir dóm? Hvað dómstól? Þetta mál fer ekki fyrir dóm nema að allir aðilar samþykki það. Og lýkur á að allir Evrópskir dómstólar mundu úrskurða greiðsluskildu á okkur. Neita að borga og segja Hollendingum og Bretum að éta bara það sem úti frýs? Hvað heldur maðurinn að Bretar og Hollendingar mundu gera. Þó að þetta sé upphæð sem er mun stærri á okkar mælikvarða en Breta og Hollendinga þá eru þetta a.m.k. 10 til 15 þúsund á alla íbúa þessara landa. Og menn skildu ekki fara í grafgötur um að þetta yrði þá innheimt með hörku. Þetta er svipuð upphæð fyrir þá og skattahækkunin á laun hér um 350 þúsund þ.e. um 1500 á mánuði á alla vinnandi menn í Bretlandi og Hollandi. 


mbl.is Stærstu mistök Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætu sjálfstæðismenn

Þessi rök halda ekki! Það er meirihluti á þingi fyrir þessu máli. Fyrirvarar að mestu komnir inn í samninginn. Búið að leysa úr því hvað verður um lánið 2024 sem hefði getað valdið deilum þegar sú stund hefði runnið upp.

Eins þá eru fyrirvarar sem settir voru í sumar komnir inn í samninginn.

Eins gleyma menn þegar þeir tala um vaxtargreiðslur að þær hljóta að lækka meira enn menn í minnihlutanum halda fram þegar greitt veriður inn á höfuðstólinn. En það byrjar strax eftir því sem mér hefur skilist. Þ.e. eignir Landsbankans ganga upp í Icesave um leið og þær seljast eða að útistandandi lán greiðast.


mbl.is Sjálfstæðismenn: Forsetinn myndi hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já var það ekki Sigmundur Davíð

Þú heldur að fólk flykkist til Norðurlanda til að borga sömu skatta! Ekki gáfulegt. Minni á að skattar þar eru svipaðir og hér. Og skattar af launum upp að 550 þúsundum eru að hækka um nokkur þúsund. Alveg svaklegt. Það eru ekki allir með allar sínar tekjur sem fjárhagstekjur eins og Sigmundur sem var með innan við 100 þúsund í tekjuskatt skv. tekjblöðunum nú í ágúst.
mbl.is Ýtir undir landflótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er gott skref og hefði átt að koma fyrr

Þó þetta bitni nú á fólki sem á innistæður þá er þetta þó aðallega þörf aðgerð þar sem að hér hefur veirð stétt sem telur allar sínar tekjur fram sem fjármagstekjur og hefur hér um árabil aðeins borgað af þeim 10% skatt. Og reyndar finnst mér að fjármagnstekjur yfir milljón ætti nú að bera fullan tekjuskatt af þeim tekjum sem þeir hafa að peningum eða eignum. Þetta fólk sem hefur meirihluta sinna tekna sem fjármagnstekjur borgar ekki til sveitarfélaga (útsvar) og því mætti líka breyta. Þarna værum við að tala um t.d. að fjármagnstekjur yfir 100 þúsund á mánuði bæru fullann skatt og útsvar.

Þetta skiptir nú ekki máli fyrir þá sem eiga lilar innistæður á bönkum því fjármagnstekjur leggjast aðeins og vexti og verðbætur af innistæðum. Og er því lítið sem bætist við á ári.


mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband