Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Æ greyin mín! Þegið þið nú smá stund!

Það er búið að ákveða þetta ferli á Alþingi! Eitt litið ómerkilegt félag ræður ekki hvernig hlutirnir fara fram. Það verður ákveðið eftir að samningum er lokið hvort að þjóðinni líkar sá samningur sem þá liggur fyrir.

Og það er mjög heimskulegt fyrir andstæðinga ESB aðildar að gefa upp sem ástæðu þess að draga umsókn til baka sé samningsstaða okkar. Því að þetta mundu þeir segja óháð því hvernig staða okkar er. Bendi þeim á að þær nágrana þjóðir okkar sem hafa sótt um aðild að ESB voru allar að ganga í gegnum niðursveiflu þegar þær sóttu um. Þ.e. Norðmenn,Svíar og Finnar. Þó að Norðmenn hafi síðan fellt samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að rekinn hafði verið af NEI samtökunum í Noregi linnulaus áróður um að Norðmenn mundu missa fiskimiðin sín. Þó voru það Norðmenn sem tóku að sér að semja um Sjávarútvegsmál fyrir hönd Svía og FInna held ég. Þannig að þeir sömdum um þann kafla fyrir hin löndin. Svíar og Finnar gegnum í ESB og hafa ekki séð eftir því.


mbl.is Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvita verður að klára Icesave! Þó ekki væri nema vegna þess:

  • Að stjórnarandstaðan hætti að láta eins og biluð plata og hagi sér eins og vitleysingar. Með sömu ræðuna hver eftir öðrum og endurnýta ræðurnar síðan í sumar.
  • Nokkuð ljóst að Steingrímur er að vitna í að Norðurlöndin er ekki að afgreiða lánin sín með Icesave ófrágengið. Þau fara ekki að gera það í andstöðu við Breta og Hollendinga. Það er svo miklir hagmunir þeirra undir. Sem og að bankakerfi þeirra yrði ótraustara ef að vafi kæmi á að innistæður væru tryggðar.
  • Eins gæti þetta verið að standa í AGS:
  • Eins gæti þetta verið að fella okkur endanlega í ruslflokk hjá lánshæfismats fyrirtækjum.

Rök sem þeir nota núna t.d. varðandi Hollenska ráðherrann sem sagið að innistæðutryggingarkerfið væri ekki hannað til að bregðast við kerfishruni er jú eitthvað sem við erum löngu búin að tala um. T.d. í frönskuskýrslunni frá 2000 sem segir líka að í þeim tilfellum sem um kerfishrun væri að ræða þyrftu viðkomandi ríkisstjórnir og seðlabankar að koma inn í málin.

En aðallega þyrftu menn að klára þetta vegna virðingar Alþingis.


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju eru þeir að hóta?

Legg til að þessar stéttir athugi hvað þær eru að segja! Hverju eru þær að hóta? Ætla þeir að sigla í land. Þá legg ég til að kvótinn verði tekinn eignarnámi og úthlutað til þeirra sem vilja veiða hann án þess að krefjast skattaafsláttar fyrir að veiða hann.
mbl.is Sjómenn vara stjórnvöld við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara verð að láta þett fylgja þessari frétt.

Friðrik Þór Guðmundsson bloggar um þetta mál á  síðu sinni. Maður skellt uppúr þegar maður las eftirfarandi:

Ragnheiður Elín sagði að málið væri það stórt að menn ættu að útskýra afstöðu sína, þó ekki væri nema fyrir barnabörnin sín. ”Amma þú varst á þingi þegar Icesave-málið leyst. Hvaða sagðir þú? Það væri pínlegt ef maður segði við barnabörnin sín. “Æ, ég hafði bara ekkert um þetta mál að segja,”" sagði Ragnheiður í ræðu sinni“. Samkvæmt frásögn MDOggans.

Ég hvet REÁ eindregið til að leyfa barnabörnum sínum að lesa ræður FLokksins eins fljótt og þau hafa þroska til og andlegt þol. Þá kannski fær hún að heyra: “Nú, þú talaðir og talaðir og talaðir og talaðir og talaðir - en sagðir eiginlega ekki neitt!”

 


mbl.is Hvað sagði amma um Icesave?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Króatar tilbúnir að leggja mikið á sig til að ganga í ESB?

Af hverju fara fjölmiðlar ekki til Króatíu og spyrja þá af hverju þeir eru tilbúnir að kosta svona miklu til við að komast í samfélag Evrópuþjóða. Sér í lagi þar sem menn segja að ríki hafi ekkert þangað að sækaj sbr Heimssýn

Minni fólk á að Króatía var heldur ekki í EES og því margt þar sem þeir þurfa að laga. Við erum í Schengen og því þurfum við ekki að leggja í svona kostnað.


mbl.is Hundrað milljarða kostnaður til að þóknast ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki afstætt?

"Bæði visir.is og mbl.is segja frá þessum útifundi:

Visir.is segir:

"Fjölmenni á útifundi

Boðaður útifundur Hagsmunasamtaka heimilanna hófst klukkan þrjú á Austurvelli. Vel á þriðja hundrað manns tóku þátt í fundinum."

 

mbl.is segir

"Nokkur hundruð manns mættu til útifundar Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands á Austurvelli í dag."
 
Eru 200 og eitthvað eða tæplega 300 manns góð mæting! Sér í lagi ef ástandið er eins og haldið er fram hjá heimilum landsins í dag.

mbl.is Vel mætt á útifund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara svona vangaveltur! Hver borgar fyrir þessa sendinefnd?

Ég ætla að vona að LÍÚ og fleiri samtök séu ekki að styrkja þessa ferð. Því að þarna fara þingmenn þjóðarinnar nokkrir. Og þeir mega ekki stöðu sinnar vegna fara á slíkan fund ef það er í boði hagsmunaaðila. En skv. www.heimsyn.is er þetta:

Ásmundur Einar Daðason alþingismaður og formaður Heimssýnar
Vigdís Hausdóttir alþingismaður
Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður
Kolbrún Halldórsdóttir fv. umhverfisráðherra
Reynir Jóhannesson starfsmaður Heimssýnar og félagi í SUS
Páll Vilhjálmsson blaðamaður
Ragnar Ólafsson sálfræðingur
Guðjón Ebbi Guðjónsson frá ungum framsóknarmönnum
Brynja Björg Halldórsdóttir fv. formaður Ungra vinstri grænna

Þetta er ferðakostnaður upp á meira en milljón


mbl.is ESB óttist að vera hafnað af Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona til að byrja með! Ágæta Ragnheiður!

Ég hélt að ekki væri hægt að tala um fundargerðir nema að allir aðilar væru samþykkir þeim skrifum og samþykktu þau. Og ég held að svo sé yfirleitt ekki á svona fundum. Hinsvegar er líklegt að það séu skrifaðir minnispunktar af flestum sem taka þátt í þeim.

Einnig þá er ég að velta fyrir mér af hverju hún spyr ekki frekar um "fundargerðir" frá því á sama tíma á síðasta ári þegar línurnar voru lagðar varðandi þátttöku okkar í Icesave. T.d. fundi Árna Matt og Davíðs með Bretum og Hollendingum og hvað kom fram þar. Hvað vill hún vita frá því í október núna frá fundum við alla sem utanríkisráðherra hefur talaða við?

Og eins væri gott fyrir þessa ágætu þingkonu að skoða Alþingistíðindi eða á netinu og finna dæmi um eins´miklar upplýsingar og Alþingismenn hafa nú fengið varðandi Icesave. Við sem höfum fylgst með vitum það að aldrei í sögunni hafa eins miklar upplýsingar verið gerðar aðgengislegar þingmönnum og öðrum. Þetta á bæði við um Icesave og ESB. Þetta er óþekkt hér.

Fólk getur t.d. skoðað hvernig að stuðningur okkar við Íraksstríðið var ákveðið. Eins er hægt að vísa til þess þegar við gerðumst aðilar að EES. Þá voru gögn ekki eins aðgengileg og í dag.

En það á að gera allt til þess að gera þessi mál torkennileg og tefja málin.


mbl.is Spyr um Icesave-fundargerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já ekkert mál Friðrik J Arngrímsson hækkum sjómannaafsláttinn!

Við skulum tímbundið hækka sjómannaafláttinn Friðrik. En á móti fáum við 5% af kvötanum ykkar á hverju ári. Þar til að hann er að fullu kominn í hendur þjóðarinnar.

Meiri djöfuls frekja í ykkur alltaf

P.s. fann þetta www.pressan.is úr þætti Spaugstofunar sem verður á morgun

En ekki síður vakti það athygli gesta kaffistofunnar að finna textann að grátkór útgerðarmanna, sem syngur nýjan texta við lagið Sjómaður dáðadrengur.  Í meðförum Spaugstofunnar er textinn hins vegar svona:

Hann var góður útgerðar-maður,
en gat orðið kolbrjálaður
ef rætt var um skatt,
ég segi það satt,
þá sást að hann varð ekkert glaður.

Borgum engan skatt, engan skatt,
borgum engan skatt, engan skatt,
borgum engan, borgum engan, borgum engan,
borgum engan skatt, engan skatt.
Borgum engan skatt, engan skatt,
borgum engan skatt, engan skatt,
borgum engan, borgum engan, borgum engan,
borgum engan skatt.

Organdi fúll og fýldur
í fjölmiðlum nú ég græt,
það er grínlaust að græða á kvóta
og grenjandi illa ég læt.
Er hækkar í lest og hleðst mitt skip
til hafnar ég fussandi keyri,
svo veðset ég kvótann og kemst upp með
að krækja‘ í hvern einasta eyri.

Sukk-ohoj, sukk-ohoj,
í evrum ég auðgast hratt,
sukk-ohoj, sukk-ohoj,
til Íslands ég greiði‘ engan skatt.

 


mbl.is Sjómannaafslátt þarf að hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími til!

Nú þegar útgerðir eru að borga hásetahlut á stóru skipunum upp á 15 til 30 milljónir þá er óþarfi að við séum að niðurgreiða laun hjá þeim.

Og rök fyrir sjómannaafslætti sem eru að þetta sé skattaafláttur vegna aðstæðna þ.e. á ekki við lengur. Af hverju ættu þá menn sem eru að vinna við virkjanir ekki að fá þannig afslátt. Eða fólk sem vinnu vaktavinnu og er í burtu frá börnunum þegar þau eru heima. 

Þetta er eitthvað gamalt sem átti að vera löngu farið út og sér í lagi þegar að aðstæður eru svona eins og þær eru í dag. Þ.e. útgerð græðir á lágu gengi og hér er kreppa og þarf að skera niður.

Eins finnst mér að skoða megi þann hálfa milljarð sem fer í rekstur á bændasamtökunum. Hagmunafélag þeirra á náttúrulega að vera á þeirra kostnað. 


mbl.is Boðar afnám sjómannaafsláttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband