Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Eru menn hissa á því að Frjálslindir eru að þurrkast út?

Ekki ég! Eftir að ég las þetta á heimasíðu Magnúsar Þórs:

ef landráðaskríll Samfylkingarinnar...

... nær völdum í þessu landi þá er ég farinn í stríð!

Held að þarna sé vandi flokksins að kristallast.


mbl.is Tafir á talningu vegna ófærðar í Bíldudal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur það er líka slæmt að bíða.

Það væri gott að einhver benti Steingrími á eftirfarandi staðreyndir:

  • Hér á landi er gjaldmiðill sem kallast "króna" Hún hefur m.a þann eiginleika að gengi hennar síðustu ár og áratugi hefur ekki verið raungengi. Heldur hefur hún blásið hér út neyslubólu og lána bólu þar sem að gengi hennar var mun hærra en það átti að vera. Genginu var haldið uppi með stöðugu offramboðið af erlendu lánsfé og stórframkvæmdum.
  • Hér á landi eru í raun 2 myntir. Óverðtryggð króna og svo verðtryggð króna sem flestum sem taka lán er gert að nota í þeim viðskiptum. Vegna verðtryggingar virkuðu ekki neinar þekktar aðferðir til að hamla útlánum, neyslu og þessháttar. Og því varð hér aukin þensla sem orsakaði aukna verðbólgu sem jók á verðtryggðu lánin. Og þetta varð til þess að bankar fóru að bjóða fólki erlend lán með lægri vöxtum. Þessi lán voru svo aftur gengistryggð náttúrulega og því voru þau háð þessu falska gengi krónunnar og hækkuðu því um helming við fall krónunnar.
  • Við eru 330 þúsund manna þjóð að reyna að skapa okkur velmegun með viðskiptum við aðrar þjóðir sem flestar eru í ESB með Evru eða Pund. Þetta eru myntir sem hafa verið stöðugar en við þurft að búa við að í viðskipum við þessar þjóðir geta viðskiptasamningar dregist saman um helming við svona sveiflur í krónunni.
  • Steingrímur ætti líka að horfa til þeirra þjóða sem lent hafa í bankakrísum hingað til í næsta nágreni við okkur. Bæði Finnar og Svíar ákváðu að það væri nauðsynlegt fyrir þá til að komast úr úr kreppunni að ganga í ESB bæði til að verða samkeppnishæfari sem og að ná jafnvægi í efnahag landana.
  • Nú eru bæði Danir og Svíar að huga að því að taka upp evru.
  • Með inngöngu í ESB kæmumst við inn í marga samninga ESB við ríki utan ESB eins og Kína og fleiri lönd.
  • Eins væri gott fyrir Steingrím að átta sig á að við inngöngu í ESB værum við skuldbundin til að koma á hér reglu og jafnvægi í fjármálalífinu.
  • Með inngöngu í ESB værum við komin að borðinu í öflugu sambandi sjálfstæðra ríkja. ESB er með öflugustu samtökum í heimi.
  • Ýmsir tolla á fullunum vörum frá okkur mundu falla niður í viðskipum við þjóðir innan ESB
  • Við inngöngu í ESB væri kominn hvati fyrir erlenda aðila að fjárfesta hér. T.d. erlendir bankar, tryggingarfélög, olíufélög, verslunarkeðjur og iðnaður. Sem mundi skapa hér samkeppni og lækka verð til neytenda. Það má reikna með lækkun á neysluvörum m.a. matvörum upp á kannski 25 til 30%. Sem kæmi skuldugum heimilum vel.
  • Sjávarútvegur fengi aðgang að fjárfestum sem kæmi sér vel fyrir stórskuldugan atvinnuveg.
  • Landbúnaður fengi jafnvel hærri styrki en hann færi í dag. Hann yrði ekki framleiðslutengdur þannig að bændur gætu hagað framleiðslu sinni á hagkvæmari hátt. Og með meiri fjölbreytni.
  • Ekkert land innan ESB hefur sýnt nokkurn áhuga á að komast þaðan út. Það segir sína sögu.
  • Það hefur verið bent á að nú í dag uppfyllum við ekki EES samninginn vegna gjaldeyrishafta og ef það lagast ekki gæti okkur verið vísað út úr EES og við það kæmu aftur tollar á allar okkar útflutning. Þá færi fyrst að syrta í álin hjá okkur

Það er nauðsynlegt að við förum í samningaviðræður við ESB og fáum á hreint hvort að við fáum ekki ásættanlegan samning.


mbl.is Áherslan á ESB lýsir taugaveiklun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki að skilja Framsókn

Ætli að Sigmundur hafi hugsað út í hvað svona yfirlýsingar eins og hann kom með í gær gæti kostað í samningum við erlenda lánadrottna? Og ef að Sigmundur er að byggja á einhverju vafasamri túlkun á minnisblaði á þessu mati á lánasöfnum bankana þá gæti þetta kostað okkur enn verri samnings aðstöðu ef hann var að verðfella lánasöfnin enn freka með því að koma svona umræðu í gang.

Þegar skýrslan sem Olver Wymann yfirfór og skilaði 16 apríl var kynningarferli hennar kynnt og er svona

Kynningaráætlun

Nauðsynlegt er að upplýsingar um verðmat séu fyrst birtar samningsaðilum og þeim gefinn kostur á að taka afstöðu til þeirra og kynna sér þær ítarlega. Þegar samningar hafa náðst verður samantekt á efni skýrslnanna gerð opinber. Í skýrslunum er meðal annars að finna viðkvæmar og verðmyndandi upplýsingar og því er ekki unnt að birta þær opinberlega að svo stöddu.

Þegar fullnaðarniðurstaða verðmatsins liggur fyrir er áætlað að það verði gert með eftirfarandi hætti:

• Fyrri hluti hverrar skýrslu verður fyrst afhentur viðkomandi nýjum banka og mótaðila hans, sem er skilanefnd gamla bankans, ásamt ráðgjöfum þessara aðila.

• Í framhaldi af því geta einstakir kröfuhafar snúið sér til skilanefnda ef þeir óska upplýsinga.

• Næsta skref verður að ráðgjöfum gömlu bankanna, sem eru fulltrúar kröfuhafa ,verður gefinn kostur á að kynna sér efni síðari hluta skýrslnanna við aðstæður þar sem fyllsta öryggis er gætt og taka afstöðu til matsins í einstökum atriðum.

• Nokkru síðar verður haldinn umræðufundur um tæknilega hlið matsins með þátttöku samningsaðila og ráðgjafa þeirra. Áætlað er að fundurinn verði haldinn í lok aprílmánaðar.

• Að síðustu verður haldinn fundur sem opinn er breiðari hópi kröfuhafa og verður þar gefinn kostur á umræðum og athugasemdum.“

Held að framsókn hafi skotið sig í fótinn með þessu upphlaupi. Enda hafa menn verið að tala um annað hrun hér síðustu vikur. En fáir komið með leiðir. Nema að Samfylking sem telur að ESB aðildarumsókn sé upphaf af markvissri leið til endurreisnar.


mbl.is Misskilningur að staðan sé miklu verri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymir Sigmundur ekki einhverju?

Nú síðustu mánuði hafa stjórnvöld talað um að nýju bankarnir yrðu mun minni en áður hafi verið áætlað. Þetta er væntanlega afleiðingar af því að ekki voru eins miklar eignir í gömlu bönkunum eins og reiknað var með í upphafi.

Og eins þá vekur það furðu að Sigmundur hafi talað fyrir þessari 20% lækkun lána á línunna án þess að hafa upplýsingar um raunverulega stöðu okkar?

Krafa hans um að innihald skýrslunnar sé gefið upp fyrir kosningar er kannski eðlileg en ég veit ekki hvort að fólk færi að kjósa Framsókn í umvörpum vegna innihalds hennar.

Framsókn hefur talað um gríðarlega endurnýjun hjá sér. Ég bið fólk að afsaka að ég sé það ekki. Jú Sigmundur er nýr en varaformaður er Birkir Jón sem jú er þingmaður og varð fyrst frægur fyrir að vera gerður aðstoðarmaður félagsmálaráðherra rétt þegar hann kláraði menntaskóla. Hann var sem sagt innvígður í stjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknar sem kom húsnæðisbólunni af stað hér með 90% lánunum.

 


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svandís þú verður bara að trúa því!

Annar væri nú rétt að snú þessu við! Ég held Svandís að það væri nú gáfulegra að fara í samningaviðræður við ESB og koma heim með afraksturinn og bera hann undir þjóðina! Það er ekki gáfulegt að bera undir þjóðina mál án þess að það hafi verið kannað.
mbl.is Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

32 þúsund fjölskyldur??????

Eru þau að halda því fram að um 100 þúsund manns hafi beinan hag af sjávarútvegi? Held að þau verði að skoða þetta betur. Og hvaða félag er þetta með leyfi? Er þetta dótturfélag Sjálfstæðisflokksins?

 Smá viðbót.

Þetta er stjórn félagins. Allir helbláir og öfga hægrimenn.  

Friðbjörn Orri Ketilsson, formaður Hann var m.a. formaður Frjálshyggjufélagsins
Beinn sími: 869-2121
Reykjavík

 

Fannar Hjálmarsson Hel blár bloggari
Rifi, Snæfellsnesi

 

Gísli Freyr Valdórsson Öfga hægrimaður og bloggari
Reykjavík

 

Geir Ágústsson                               Hægrimaður
Kaupmannahöfn, Danmörku

 

Héðinn Karl Magnússon    Sjálfstæðismaður
Vestmannaeyjum

 

Magnús Sigurðsson Og þessi líka
Vestmannaeyjum

mbl.is Segja fyrningu aðför að 32 þúsund fjölskyldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég undirritaður lýsi hér með yfir!

Ég undirritaður félagi í Samfylkingunni í Kópavogi lýsi því hér með yfir að fari Samfylking í stjórn eftir kosningar án þess að í stjórnarsáttmála þeirrar stjórnar sé ákvæði um aðildarviðræður og inngöngu í ESB þá segi ég mig úr flokknum og mun aldrei kjósa hann aftur!

Ég treysti því að Samfylking standi fast á þessu mikilvægasta þætti í að skapa okkur lífvænlega framtíð.

Magnús Helgi Björgvinsson


mbl.is Til Evrópu með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er sorglegt!

Engin viðskipti með krónu! Og svo eru hér enn stórir hópar fólks sem halda að krónan verði okkar framtíðar gjaldmiðill.

Það breytist hljóðið í fólki þegar við verðum búin með allan gjaldeyrisforða okkar.

Svo er vert að benda á eitt enn. Það eru líkur á að ef ekki breytist hér neitt að við verðum rekin úr EES:

Gjaldeyrishöftin eru þráðbeint brot á EES-samningnum og aðeins tímaspursmál hvenær Evrópusambandið fer að gera athugasemdir við þessa tilhögun. Fulltrúar ESB fylgjast grannt með þróun mála hér á landi en vegna neyðarástandsins hafa menn séð í gegnum fingur sér með þetta brot á samningnum.

En hins vegar, sjái menn ekki fram á að höftunum verði aflétt í bráð, er hætt við að Evrópusambandið neyðist til að segja EES-samningnum upp, einfaldlega vegna þess að við uppfyllum ekki lengur kröfur hans. Ef ekkert yrði að gert myndi gamli fríverslunarsamningurinn frá 1972 einfaldlega taka gildi á ný.

Sem myndi auðvitað hafa margvíslegar afleiðingar, til að mynda yrðu tollar væntanlega lagðir á ný á íslenskar sjávarafurðir inn á markaði ESB, vörur frá Íslandi fá þá ekki lengur sjálfkrafa vottun inn á Evrópumarkað með ómældu óhagræði, fjárfestingaréttur hyrfi og réttur Íslendinga til að starfa í Evrópu yrði afturkallaður. Enn fremur yrði lokað fyrir þátttöku Íslendinga í samstarfsáætlunum ESB á svið vísinda-, mennta- og menningarmála sem hafa fært gríðarlega þekkingu og fjármagn inn í íslenskt samfélag.

Eiríkur Bergmann


mbl.is Engin viðskipti með krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fóru auglýsingar upp á milljónir út um gluggann!

Þetta kennir Sjálfstæðismönnum að nú á tímum síma og netsins er nú rétt að vera ekki að reyna að slá einhverju upp án þess að geta rökstutt það. Þeir hefðu kannski átt að ræða við AGS eða ESB áður en þeir fóru út í að kaupa þessar auglýsingar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekkert með upptöku EVRU að gera. Þeir stungu upp á um daginn að nokkrar þjóðir í Austu Evrópu sem eru innan ESB tækju upp evru einhliða en Evrópubankinn hafnaði því og bæði AGS og ESB viðurkenna að AGS hafi bara ekkert með þetta mál að gera.

Ekki lofar þetta góðu fyrir flokk sem vill halda áfram að stjórna hér. Menn verða að hugsa áður en þeir framkvæma. Og svona fljótfærni er náttúrulega ekki traustvekjandi.


mbl.is AGS getur ekki haft milligöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband