Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Smá ábending til Svanbergs

Fyrst af öllu þá er þetta ekki glæsileg staða sem þessi maður er í.

En maður veltir fyrir sér eftirfarandi:

Hefur hann farið í lánastofnunina og kannað eftirfarandi:

  1. Það eiga að vera úrræði hjá öllum lánastofnunum sem ganga út á
    Frystingu lána að öllu leiti í allt að 3 ár. Að minnstakosti á lánum vegna íbúðakaupa
  2. Það eiga að vera úrræði í boði hjá lánastofnun þar sem að fólk fær ívilnum vegna atvinnuleysis
  3. Og flest bílalánafyrirtæki bjóða einnig upp á úrræði.

Flestir bankar og fjármálafyrirtæki eiga að bjóða upp á sömu þjónustu fyrir fólk í erfiðleikum eins og Íbúðalánasjóður skildist mér skv. þeim lögum sem samþykkt voru nú í lok þings í apríl. Til að sjá möguleikana má fara inn á


mbl.is Kikna undan skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er mér að verða nóg boðið!

Ég vill fá að sjá lista yfir alla sem sagt er að séu að hugsa um að hætta að borga! Allir fjölmiðlar lepja upp þessa yfirlýsingu athugasemdalaust og tala um að þetta sé rætt af miklum fjölda í samfélaginu. Í hádeginu var rætt við mann sem átti 2 íbúðir skuldaði 5 milljónir af annarri og 9 af hinni og hann var að hugsa um að hætta að borga! Þetta er eins og fólk hafi verið sagt frá einhverjum gróðatæki og nú sé kominn tími til að græða milljónir. Ég skil vandamál sem fólk sem tók lánin sín 2006 og 2007 og sérstaklega í erlendri mynt en fyrr má nú fyrr vera.

Fólki með erlend lán býðst nú að fara í bankann og semja um að greiðslubrigðin verði ekki meiri en hún var í maí 2008 þannig að það er ekki hægt að segja að greiðslubrigðin eigi að vera vandamál í dag. Svo sé spyr hvað er vandamálið?

Viðurkenni að sumir hafa lent illa í því og mörgum þarf að hjálpa meira. En í dag eiga allir að hafa möguleika að nýta sér þessa möguleika bankana um greiðslu jöfnun.

Svo segja fréttamenn að frystingu lána sé nú að ljúka hjá mörgum og þeir sjái ekki neina möguleika út því að þessi úrræði bankana séu aðeins í boði fyrir þá sem eru í skilum. Halló! Þetta fólk er búið að vera með frystingu í 6 mánuði, hvernig geta þau þá verið í vanskilum?

Fólk talar eins og verðbólga sé eitthvað sem hófst á síðasta ári! Verbólga hefur verið viðvarandi hér á landi í 40 ár. Og því hafa verðtryggð lán hækkað á þessum tíma með verðbólgu. Ég hef nefnt áður dæmi um Lífeyrislán sem ég tók 1988. Nú 2013 þegar ég hef greitt það á fullu þá hef ég greitt af þvi láni sem upprunalega var milljón um 3 og hálfa milljón.

Það er vissulega margt sem þarf að laga og bæta í til að aðstoða fólk sem þarf þess. En svona almennt að fella niður skuldir er eitthvað sem getur bara ekki verið rökrétt. Það eru hópar sem þarf að hjálpa en það eru líka stórir hópar fólks sem getur vel ráðið við þetta og verður að leggja eitthvað á sig til að landið komist hér á réttan kjöl.

Og þið sem hótið því að flytja bara af landinu. Þá bendi ég að ég var að tala við mann sem var að flytja frá Danmörku. Þar er verið að segja upp fólki, samdráttur í verslun, lækkun á launum og margir í vandræðum vegna skulda. Eins í Svíþjóð og Finnlandi. Þannig að fólk skyldi átta sig á þvi að við erum í svipaðir stöðu og önnur lönd nema að hér lifðum við við hátt og tókum öll lán sem okkur buðust og kennum svo bönkunum um. Það var þeim að kenna að við tókum lán langt umfram það sem ráðlegt var. Fólki fannst þröngt um sig í 100 fm íbúðin og fór því í 350 fm bara af þvi að bankinn var tilbúinn að lána því.

Gylfi Arnbjörnsson benti á það í þættinum Vikulokin að aðeins um 60% af lánum með veði í Íbúðarhúsnæði sé vegna íbúðakaupa en um 40% er vegna neyslu og annarra hluta.

 

 


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband