Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Bara að benda gott blog um þetta mál

Finnst margir hafa farið fram úr sér í þessu máli. Ég er búinn að bendi á eftirfarandi:

  • Dalai Lama er trúarleiðtogi Tíbeta!
  • Hér er hann búinn að hitta 2 ráðherra formlega, utanríkismálanefnd nokkra þingmenn og fleiri.
  • Össur er erlendis sem og forsetinn í opinberum embættis erindum
  • Dalai kom á vegum einstaklinga hingað til að flytja fyrirlestur.
  • Póstur sem var sendur með boði um að hitta hann barst ekki þingmönnum

Síðan fara hér m.a. þingmenn hamförum yfir að fleiri vilja ekki hitta hann. Hann hafði m.a. ekki tíma til að hitta Framsóknarflokkinn þannig að hann hefur nóg að gera.

En semsagt bloggið sem ég vildi benda á var þetta: http://blog.eyjan.is/thorarinn/  Þar segir m.a.

Ósköp þótti mér það óviðeigandi þegar Birgitta Jónsdóttir og félagar hennar tóku sér stöðu úti á Austurvelli í stað þess að sækja messu í Dómkirkjunni fyrir þingsetningu.

En, gott og vel, það var hennar val, eins og hún benti réttilega á. En þeim mun hallærislegra að heyra hana skamma núna félaga sína á þingi, sem sitja gegnt henni í ráðherrastólunum, fyrir að hafa ekki umfaðmað búddamunk um hvítasunnuna.

Og síðar stendur

Ég vildi aðeins koma hér á framfæri þeirri skoðun minni, að ráðherrar þjóðarinnar eigi að fá að ráða því sjálfir, hvort þeir hitti trúarleiðtogann. Athugasemdalaust. Í það minnsta af hálfu Birgittu Jónsdóttur.

Ekki misskilja mig ég óska Tíbetum sjálfsstjórnar eins og þeir sækjast eftir og harma aðgerðir Kína í gegnum tiðna. En það verður að skoða þennan pakka sem heild. Aðrar þjóðir gera þetta eins. Það eru ekki opinberir fundir á vegum ríkjana.


mbl.is Mótmæla fundum íslenskra ráðamanna með Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú skrýtið mat hjá þessum samtökum

Jú vissulega voru brotnar rúður hér í Janúar. En t.d.  Danmörku eru skotárásir að verða daglegt brauð og barátta við hústökufólk var jú ógurleg þar fyrir ári eða tveimur síðan. Auk þess sem að það er upp skipun um andúð og árásir islamista á ráðamenn i Danmörku.

En 4 sætir er alveg ágætt. 


mbl.is Ísland ekki lengur friðsælast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki beint sama niðurstaða og maður gæti haldið með þvi að lesa bloggið

Held að ólíkt bloggurum geri almenningur sér grein fyrir því að vandamálin sem hér þarf að leysa eru gríðarleg. Og þó að menn hafi hér tjáð sig bæði á blogginu um að þetta sé ekkert mál bara að lækka skuldir og byrja að lána fyrirtækjum og þá sé allt í lagi þvi við ætlum að láta einhverja útlendinga borga þetta allt fyrir okkur. Þá veit almenningur að svona ganga hlutirnir bara ekki fyrir sig í raunheimum.

Og tal fólks um að ríkisstjórn sé ekki að reyna sitt ýtrasta til að koma með lausnir og gangi erinda einhverja annarra er fólk ekki að kaupa heldur.

Og ég held að fólki sé holt að gera sér grein fyrir því að ef fólk er ekkert tilbúið að leggja á sig næstu árin þá losnum við ekki út úr þessari kreppu.

Eins væri fólki holt að muna að þessi ríkisstjórn hefur aðeins starfað í 1 mánuð eftir að hún fékk meirihluta.

konun1juni

 


mbl.is Stuðningur við stjórnina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað eru þessar fréttir á skjön við málflutning Heimsýnar

Skv. því sem maður hefur heyrt frá fólki innan Heimssýnar hefði mátt halda að Írar væru allir í að finna leiðir út úr ESB! En nú þegar þeir hafa skoðað þessi mál í 2 eða 3 ár er orðinn meirihluti fyrir því að samþykkja Lissabonsáttmálann.

Eins hef ég verið að velta því fyrir mér ef að það sé rétt hjá Heimssýnarmönnum að ESB sé að þróast í átt að þvi að verða eitt sambandsríki sem ég get nú reyndar ekki séð. En segjum að svo sé - hver verður þá staða okkar. Örríki á milli tveggja heimsvelda þ.e. ESB og USA. Og nær engar þjóðir í næsta nágreni okkar sem ekki tilheyrðu öðru hvoru. Við erum bundin ESB í gegnum EES samningin og verðum að taka þar upp lög og reglur varðandi flest allt sem snertir um 60% af þvi sem að ESB ákveður. Og þar höfum við engin áhrif. Menn tala alltaf um að við hefðum sennilega aðeins um 3 fulltrúa á Evrópuþinginu en gera sér ekki grein fyrir að framgangur mála þar byggir á samvinnu og samstarfi þar sem að hópar fulltrúa frá ýmsum ríkjum sameinast um framgang mála. Svipað og má sjá hjá Sameinuðuþjóðunum. Og nú þegar hafa Finnar, Svíar og Danir lýst því yfir þeir mundu fagna okkur í hópinn sem mundi styrkja áhrif Norðurlanda í ESB.

Svo smá að lokum um krónuna! Menn hafa talað hér um að ekki megi kenna krónunni sem slíkri um stöðu efnahagsmála hér. Krónan sé aðeins birtingarmynd á stöðu efnahagsmála. En menn gleyma því að á meðan að krónan var sem styrkust voru hér háir stýrivextir sem hafa alltaf verið skýrðir út með því að krónan sem hávaxtamynt vegna stærðar sinnar sem og stærðar okkar. Og á meðan króna er gjaldmiðill okkar verða alltaf hærri vextir hér en í nágranalöndum okkar. Þetta sögðu menn löngu fyrir hrun.


mbl.is Írar hallast að Lissabonsáttmálanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband