Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Vilhjálmur! Vaxandi hreyfing hér á landi sem vill bara alls ekki standa saman!

Mér er svo gjörsamlega nóg boðið! Ég hélt að Íslenska þjóðin væri einmitt sú sem hún er vegna þess að hér hefur fólk þjappað sér saman þegar að á reynir!

Maður getur nefnt t.d. náttúruhamfarir, Þjóðarsátt og hin ýmsu áföll sem við höfum orðið fyrir. Á slíkum stundum hefur þjóðin þjappað sér saman um að styðja stjórnvöld í að leita að leiðum til að koma okkur út úr þessu. Við höfum treyst mönnum og vitað menn hafa leitað lausna sem gagnaðist okkur best. En nú eru í raun 3 stjórnir búnar að vera hér við völd frá því í hruninu en samt er hér ákveðinn hópur sem heldur því stöðugt fram að hér séu stjórnvöld ekkert að hugsa um fólkið í landinu heldur bruggi fólki launráð.

Þessi sami hópur er á því að það sé bara stjórninni að kenna að hér sé kreppa. Fólk sér ekki að hér er í gangi alheimskreppa sem við sökum óvandaðra vinnubragða lentum algjörlega á kafi í.

Svo er fólk á því að hér sé kjörið tækifæri á að afskrifa lán á línuna og bara láta erlenda kröfuhafa borga. Eins og það sé bara ekkert mál. Enginn hefur hugsað út í af hverju engin vestræn þjóð hefur gert það áður. Benda á Argentínu sem gerði þetta 2001 en gleyma því að Argentína er sökum fátætar nærri sjálfbjarga. Og framleiða flest sem þau þurfa þannig að þegar þeir neituðu að borga þá snert það almenning þar lítið. Og eins þá gerðu þeir þetta þegar lánamarkaður var á uppleið og í raun að springa af peningum sem þurfti að koma í verð.

Svo er bara að neita að borga IceSave. Og fara með þetta dómstólaleiðina. Jafn vel þó að skýrslur sýni að t.d. í Bretlandi :

Hins vegar veitir ensk löggjöf stjórnvöldum mikið svigrúm og væri mjög erfitt að fá ákvörðun breskra yfirvalda hnekkt fyrir breskum dómstól. Gildir þá einu hvort íslenska ríkið, eða aðrir sem hagsmuna eiga að gæta, höfða slíkt mál.

(úr skýrslu Lovells LLP, Sem leitað var til vegna hugsanlegrar málhöfðunar vegna kyrrsetningar eigna Landsbankans)

Þetta gerir sér ekki grein fyrir því að það að neita að borga getur skaða viðskiptahagmuni okkar til lengri tíma. Nú þegar eru kröfuhafar erlendis búnir að tapa allt að 10.000 milljörðum og jafnvel meira á lánum til Íslands. Ef svo að við neitum að borga okkar hluta Icesave ábyrgða þá verðum við fræg fyrir að vera þjóð sem borgar ekki skuldir sínar til frambúðar.

Og svo til að bæta á þetta þá eru uppi kröfur um að afskrifa skuldir hér um 20%

Hingað til þegar þjóðin hefur lenti í hörmungum hefur þjóðin einbeitt sér að því að koma þvi fólki sem orðið hefur fyrir mesta tjóninu til hjálpar. Og tryggt að allir hafi þak yfir höfuðið og eitthvað að borða. Við höfum safnað fyrir þeim sem þurftu rauverulega hjálp.

En nú er þetta orðið þannig að fólk segir: Hrunið er ekki mér að kenna" , ´"Ég tók há lán í góðri trú" "Ég ætla ekki að borga skuldir óreiðumanna". "Fólki er alveg sama þó flatur niðurskurður á alla kosti ríkið kannski 900 milljarða því að Sigmundur Davíð og Tryggvin Þór segja að það sé hægt að láta það lenda á erlendum kröfuhöfum. Ég spyr hefur Tryggvin hingað til sem t.d. yfirmaður hagfræðistofnunar haft rétt fyrir sér. Eða Sigmundur Davíð sem hefur varla starfað sem hagfræðingur og einbeitt sér að borgarskipulagi. En fólk vill sökum hrunsins að allir fái hjálp bæði þeir sem þurfa og þeir sem gætu auðveldlega komist í gegnum þetta án aðstoðar.

 En ég bendi fólki á að við berum öll ábyrgð á því að halda Íslandi gangandi til framtíðar. Og ef við eigum engin skipti við útlönd og ef engin vill leggja neitt á sig þá verður Íslandi ekki bjargað.


mbl.is „Allir þurfa að standa saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorry ég er ekki að ná þessu hjá Eiríki!

Hann veit náttúrulega að þetta voru Íslensk útibú? Hann veit náttúrulega að Bretar og Hollendingar þurftu að borga meiri hluta Icesave innistæðnana? Hann veit að við erum að borga 20 þúsund evrutrygginga? Þannig að ég skil ekki hvað er átt við belti og axlabönd eins og hann talar!????

Og svo þetta gaspur hans og fleiri um að Íslensk stjórnvöld hafi gullið tækifæri á að varpa þessu og hinu á aðra.

Til að byrja með heldur hann að það hafi ekki verið reynt? Var hann í samninga viðræðum um þessi mál? Heldur hann að þessi stóru ríki hafi ekki verið búin að reikna þetta nákvæmlega út? Mér finnst allir nú vera að grafa upp hinar ýmsu leiðir til að láta alla aðra borgar allt. Erlendir kröfuhafar eiga að borga niðurfærslu lána hér af því að verðbólga og gengi þróuðust ekki eins og reiknað var með. Bretar og Hollendingar eiga að borga innistæður sinna íbúa af því að einhverjir lögfræingar hér telja sig hafa fundið einhverja grein í EES sem á ekki við þegar kerfishrun verður.

En ég spyr Eirík ef að í ljós kæmi við svona dómsmál að fyrir hrun hafi verið einhverjir ólöglegir peningaflutningar milli Bretlands og Íslands og þannig væru hryðjuverkalögin réttlætanleg væri Breska ríkið ekki komið í þá stöðu að geta innheimt allar innistæður á Icesave og fleira.

Finnst að þegar háskólakennarar koma með svona fullyrðingar þá verði þeir að sýna fram á að þeirra leið hafi ekki veirð könnuð.


mbl.is Óskiljanleg ákvörðun stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú spurning hvað hann á við skv. þessari frétt?

Skv. www.ruv.is er haft eftir honum:

Tryggingasjóðurinn sé sjálfstæð stofnun sem ríkið beri ekki ábyrgð á. Stefán telur að sjóðinum beri skylda til að greiða reikningana þó ekki sé til nógir fjármunir í honum. Evrópusambandið sé ábyrgt vegna klúðurs í innlánatilskipana því það hafi verið ESB sem hafi komið þeim í umferð.

Hann hlýtur að vera búinn að kynna sér þetta eða þá að hann hefur sagt þetta áður en eftirfarandi kom fram:

  • Það er skilanefnd Landbankans sem gefur út skuldabréf fyrir þessari upphæð. Tryggingarsjóður innistæðna kemur þarna að.
  • Ríkð kemur aðeins að þessu með ríkisábyrgð.

Bendi á góða fræslu um þetta frá Friðriki Jónssyni þar sem hann segir m.a.

"Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Breta og Hollendinga vegna ICESAVE-reikninganna gerir ráð fyrir að skilanefnd Landsbankans gefi út skuldabréf upp á tæplega 630 milljarða króna á núverandi gengi sem tryggt verður með veði í öllum eignum bankans í Bretlandi."

Hvet fólk til að lesa greinina hans í heild. Hann vitnar líka í fyrri færslur sína og segir m.a.

Í stuttu máli þýðir þetta að innistæðueigendur í Hollandi og Bretlandi eru í fullum rétti til þess að fara í mál fyrir íslenskum dómstólum og krefjast þess að fá alla upphæð ICESAVE innistæða greidda að fullu. Það er skuldbinding upp á líklega 12 – 14 hundruð milljarða, eða rúmlega tvöfalt meira en þetta samkomulag gerir ráð fyrir – og allt með fullri ríkisábyrgð!

Og síðar segir hann:

Hvað varðar þá röksemdafærslu að hugsanlega, mögulega, kannski sé hægt að komast undan ICESAVE ábyrgðum fyrir dómstólum:

"Þrátt fyrir að lagatæknilega sé hægt að halda því fram að hugsanlega megi komast undan þessum ábyrgðum eru líkur á því að sú lagatæknilega túlkun næði fram að ganga hverfandi. Hagsmunum þeim sem yrði fórnað til lengri tíma, ekki bara á meðan að málaferlum stæði, heldur einnig til langrar framtíðar í kjölfarið, væru miklu mun meiri en svo að slíkt gæti talist ábyrgt."

Og til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka fram að Friðrik var í framboði í forvali Framsóknar. Og hann er sérfræðingur í Alþjóðasamskiptum og Alþjóaviðskiptum. Ólíkt öðrum sem gaspra um þetta mál.

 


mbl.is Ósáttur við Icesave-lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get ekki skilið hvað allir eru að æsa sig yfir þessu núna?

Fólk hefur vitað af því að við mundum þurfa að borga innistæðutryggingar á þeim reikningum sem voru í útibúum bankana erlendis. Skv. ESB/EES reglum voru það rúmlega 20 þúsund evrur af innistæðum einstaklinga á reikningum þar sem upphæðinn var jöfn eða meiri en þetta!

Þetta hefur fólk vitað síðan í nóvember á síðasta ári. Og þessi upphæð 630 milljarðar hefur líka verið nokkuð ljós lengi. Nú er fólk að horfa í 630 milljarða eina og sér en sleppir því að horfa á eignirnar. Þegar talað hefur verið um kostnað sem fellur á okkur hefur alltaf verið talað um að þjóðin þurfi kannski að greiða frá 70 til 150 milljarða sjálf. Þá var einmitt verið að hugsa um að eignir Landsbankans kæmu upp á móti þessu. Og nú þegar að ljóst er að lánið er til svo langs tíma þá aukast líkurnar á þvi að þessar eignir hækki í verði og það verði minna sem við þurfum að borga. Eins er holt að fólk geri sér grein fyrir að eignirnar eru útlán sem bera líka vexti.

Fólk talar um okurvexti en gleymir því að það er örugglega ekki með góðu móti hægt að fá lán með lágum vöxtum á markaði næstu árin. Og eins þá eiga á næstunni stýrivextir eftir að hækka í Evrópu því í dag eru þeir nærri núlli. Þetta lán er til 15 ára með föstum vöxtum og engri verðtryggingu. Og við hverja sölu á eignum erlendis næstu árin þá lækkar lánið. Eins þá er rétt að huga að því að þetta lán er í erlendum gjaldmiðli og ef krónan hækkar þá lækkar þetta lán.

Minni líka á að þetta er samningur við Breta, Hollendinga og Belga held ég og þar með er þetta IceSave úr sögunni og er ekki lengur að valda okkur frekari skaða t.d. varðandi trúverðugleika okkar. Þ.e. að við Íslendingar stöndum við skuldbindingar okkar.

Það vissu allir - Stjórnarandstaðan líka að það þyrfti að ganga frá þessu máli. Það var kannað m.a. hvort að Dómstólaleiðin væri fær síðasta haust. Fólk man kannski eftir því að allar þjóðir í ESB 27 talsins töldu okkar túlkun ekki standast. Noregur líka. Enda allar þessar þjóðir með eignir einstaklinga í erlendum útibúum og þetta hefði getað sett skriðu af stað í öllum þessum löndum.

Eins er hollt fyrir okkur að hugsa til þess að Bretar Hollendingar og Belgar hafa nú þegar greitt þessar innistæður og þó við greiðum þessar innistæðutryggingar upp á 630 milljarða þá greiða þær um 1200 milljarða sem lenda á þeim. En líkur eru á að upphæðir sem lenda að lokum á okkur eftir sölu eigna sé í versta falli kannski rúmlega 100 milljarðar og í besta falli ekki neitt.

Með þessu fyrirkomulagi er búið að tryggja ríkissjóði skaðleysi næstu sjö árin,“ segir heimildarmaður Morgunblaðsins sem unnið hefur að þessu máli. Hann bendir á að það sé hagkvæmara vegna vaxtanna að greiða af láninu sem fyrst ef aðstæður bjóða upp á slíkt. Þessi sjö ár séu hins vegar góður tími fyrir skilanefndina að hámarka verðmæti eignasafns bankans og takmarka þar með ábyrgð ríkissjóðs. Tímamarkið girði líka fyrir að selja þurfi eignir bankans á brunaútsölu.

Síðan leyfi ég mér að gangrýna stjórnarandstöðuna sem nú segir að þetta þurfi ekki að borga og bara að fara með þetta í dóm. Og að við hefðum aldrei átt að ganga til nokkurra samninga um þetta mál. Það er nokkuð ljóst að þetta fólk er búið að steingleyma að hér var neyðarástand í október sl. það var búið að frysta allar eignir okkar erlendis og gjaldeyrir okkar erlendis var einnig frystur m.a. í Bretlandi. Það vildi eðlilega engin þjóð lána okkur út á þau skipti að við ætluðum ekki að greiða þær tryggingar sem við höfðum undirgengist varandi innistæður erlendra einstaklinga í Íslenskum bönkum. Þar sem að við ætluðum að verja allar innistæður Íslendinga í þessum sömu bönkum þá hefðum við sennilega eftir dómsferli þurft að borga þeim alla upphæðina þ.e. 630 milljarðana + þá 1200 milljarða sem Bretar, Hollendingar og Belgar greiddu. Þ.e. við' hefðum endað með milljarða kostnað í málaferlum og með reikning upp á 1800 milljarða.

Hvað lífið væri nú gott ef að Sigmundur Davíð hefði rétt fyrir sér. Það er hægt að lækka hér allar skuldir og útlendingar taka á sig allan þann kostnað.

Það er hægt að fyrra sig samningsbundnum ábyrgðum á eignum útlendinga og erlend lönd bara sætta sig við það. Og bara fara með þetta fyrir dóm. Jafnvel þó að í kjölfarið mundi verða sett lögbann á gamla og nýja Landsbankann og allar eignir og þau fyrirtæki sem bankinn rekur nú mundu verða stopp.

Ef að þessi draumsýn hans er rétt, nú þá gera bara allar þjóðir þetta. Fólkið okkar skuldar svo mikið að við ætlum að lækka öll lán og senda reikninginn til erlendra kröfuhafa. Og svo gerum við þetta reglulega.

Held reyndar að viðskipti milli landa mundu þá hætta!


mbl.is Frystingu eigna aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látið stjórnarandstöðu ekki alveg rugla ykkur!

  1. Skuldir okkar vegna IceSave eru í dag 630 milljarðar. En það er verið að miða við gengið í dag. Það á ekki að borga af þessu láni fyrr en eftir 7 ár. Gengið verður væntanlega allt annað þá. Ef það hækkar um 30% þá lækkar þetta lán um 200 milljarða.
  2. Eignir sem seljast af eignarsafni Landbankans i Bretlandi koma til lækkunar höfðustóls
  3. Það hefur verið talað um að það taki ár að hámarka eignir Landsbankans. Nú hvað er verið að gera. Jú fá 7 ár til að hámarka eignir til að greiða þessar skuldir.
  4. Á meðan við erum að komast út úr kreppunni þurfum við ekkert að borga af þessu láni.
  5. Það væri gaman að heyra hvaða leið Framsókn, Sjálfstæðismenn og Borgarahreyfing hefðu viljð far.
    1. Dómsóla leið. Það hefði þýtt að Bretar hefðu fryst allar eigur okkar aftur. Og nú með lögbönnum. Lansbankinn nýji hefði fengið á sig lögbann þar til dómmur hefði fallið og því ekkert getað lánað og jafnvel ekki fengið að greða út innistæður
    2. Betri samning. Væri nú gott að menn sýndu okkur hinum hvernig þeir hefðu getað það.
  6. Hafa ekki allir verið að þrýsta á það að samið yrði um IceSave. Bretar og Hollendingar eru búnir að borga um 1200 milljarða vegna IceSave. Ríkisstjórn Geir Haarde samdi um að við mundum borga 20 þúsund evra tryggingu á innistæðum einstaklinga. Svo við skulduðum 630 milljaðra. En það eru eignir þarna út sem allir hafa verið sammála um að eignirnar komi til með að dekka frá 75% upp í 100% af þessum skuldum.
  7. Eins væri fólki holt að fatta það að þetta væntanlega lán er ekki verðtryggt ásamt þvi sem það er heimilt að greiða inn á höfðustól þess. Sem og að gengi krónunar á eftir að hækka umtalsvert áður en við skiptum í evrur og því á þetta lán eftir að lækka umtalsvert.

mbl.is Steingrímur fær fullt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að stjórnarandstaðan ætti að fara að mínu markmiði næstu misserin!

Ég held að málflutningur stjórnarandstöðunar að allt sem gert er hér af öðrum sé slæmt og allt sé hægt aað gera svo miklu betur, þjóni ekki neinum tilgangi nema þeim að kljúfa þjóðina, draga úr vonum fólks og skapa almennt vonleysi og kannski landflótta.

Held að fólk ætti að temja sér viðhorf eins og ég ákvað að reyna að fylgja nú næstu misseri þ.e.

Vera jákvæður í kreppunni!

Það vita allir að hér á eftir að draga tímabundið úr lífsgæðum, fólk á eftir að eiga lítð eftir þegar það er búð að borga. En það er óþarfi að mála alltaf skrattann á vegginn.

Það var einhver sem benti t.d. á það að rétt væri að ef ráðherra nýju stjórnarinnar mundu nú afhenda Framsókn og Sjálfstæðismönnum lyklana og segja þeim að taka við þessu bara þá yrðu þeir fljótlega að viðurkenna að þeir gætu ekki hrint þessum patent lausnum sínum í framkvæmd.

Kreppa hjá þjóð er ekki eins og kreppa hjá einstaklingum þar sem að ríkið kemur til hjálpar með félagslegum úrræðum. Slík úrræði eru ekki í boði fyrir þjóðir. Því þá væru ekki til skuldugar þjóðir því þær hefðu allar að sjálfsögðu tekið fyrir bankana og fellt niður skuldir almenning niður eða lækkað sem og að neita að borga aðrar skuldir.

En samt sem áður þá er ég bjartsýnn á það að ég komi til með að eiga fyrir mat og helstu nauðþurftum. Ég er hættur við að skipta um bíl og fara erlendis að þessu sinni. En hvað skiptir það máli ef ég og dætur mínar eigum fyrir mat og húsnæði yfir höfuðið. Síðan getum við látið okkur hlakka til þeirra tíma sem koma þar sem við getum farið til útlanda í sumarfrí aftur, keypt nýjan bíl og endurnýjað sófasettið.


mbl.is Stór orð á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er verið að gera svona mikið úr þessu?

Þetta mál kom upp í tegnslum við komu Dalai Lama. En nú búið að tengja þetta við allt annað. Ef að Össur sem utanríkisráðherra er búinn að leggja fram tillögu um að sækja um aðild að ESB er ekki allt í lagi að kynna sér viðhorf annarra. Og m.a fékk Össur fín viðbrögð frá Litháen. En um þetta mál fjalla m.a.  Baldur Mcqueen :

Merkilega lítið hefur verið fjallað um fund Skarphéðinssonar og Ušackas, utanríkisráðherra Litháen, sem fram fór í gær.

Þar lofar litháenski ráðherrann skilyrðislausum stuðningi við inngöngu Íslands í ESB.

“Just as Iceland was the first to recognise Lithuania’s independence, so now Lithuania will be the first to support Iceland’s EU membership unconditionally,” said V.Ušackas.
(Utanríkisráðuneyti Litháen)


mbl.is Jóhanna vissi ekki um ferð Össurar til Möltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er fólk að rengja Jóhönnu?

  • Seðlabankinn er sú stofnun sem hefur mestar upplýsingar til að moða úr Hann hefur:
    • Reiknað út að flatur niðurskurður skulda fyrirtækja og heimila mundi kosta um 900 milljarða.
    • Niðurskurður til heimila flatt mundi kosta um 285 milljarða
    • Hann hefur reiknað það út að 5000 heimili séu með neikvæða eignarstöður og þau skuldi um 20% af öllum íbúðarlánum
    • 60% heimila eiga meira en 5 milljónir umframskuldir í íbúðum sínum Og þau skulda aðeins um 44% heilda íbúðalánum.
    • Um 74% heimila eru að borga undir 30% af ráðstöfunartekjum sínum í Íbúðarlán. Og 80% heimila eru að borga undir 20% af heildartekjum af bílalánum.

 Þetta eru nákvæmustu tölur sem völ er á í dag. Byggðar m.a. á tölum úr skattframtölum okkar. En hér láta menn eins og meirihluti heimila sé á vonarvöl. Held að ef við ætlum að komast út úr þessu þá verði fólk að breyta hér um hugsanahátt.


mbl.is Skuldavandinn minni en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sigmundur að fara með rétt mál?

Var að kýkja á vef persónuverndar þar sem að Lánstraust skilar inn niðurstöðum úr kerfi sínu ársfjórðungslega og þar eru þessar tölur frá 3 ársfjórðungi 2007

Sigmundur segir:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í dag að 18.733 einstaklingar væru á vanskilaskrá. Átti hann við þá einstaklinga sem komnir eru í alvarleg vanskil og hefðu ekki sótt um frystingu lána. Þetta væru tölur frá Creditinfo. Sigmundur sagði að þó staða einstaklinga og fjölskyldna væri slæm, væri staða fyrirtækja enn svartari. www.visir.is

En skv. Lánstrausti voru í sept 2007

Á vanskilaskrá Lánstrausts hf. eru 16.238 einstaklingar og 6.177 fyrirtæki.

Magn einstakra upplýsinga er eftirfarandi:

Árituð stefna, ábm. - 1.727

Árangurslaust fjárnám - 42.496

Árituð stefna - 15.051

Dómur, ábm. - 87

Dómur - 886

Fyrirtaka nauðungarsölubeiðni - 4.686

Gjaldþrotaúrskurðir - 4.250

Innkallanir - 7.282

Greiðslustöðvun - 14

Auglýst uppboð - 10.570

Skiptalok - 3.721

Vanskil við áskrifendur LT - 110.999

Og á vef viðskiptablaðsins í mars 2008 má lesa

Alls voru 15.777 einstaklingar á vanskilaskrá í lok febrúar og 6.330 lögaðilar, þ.e. fyrirtæki og félög. Hefur einstaklingum á vanskilaskrá heldur fækkað á milli ára, en þeir voru 281 fleiri í janúarlok í fyrra, eða alls 16.058 talsins, en lögaðilum hefur hins vegar heldur fjölgað á milli ára, eða um 159 frá janúarlokum 2007 til febrúarloka 2008.

Það sem vekur hins vegar mestu athygli er að heildarfjöldi skráninga hefur aukist til muna. Þær voru alls 3.015 í janúar 2007, alls 3.847 í janúar 2008 og alls 4.266 í febrúar.

Ef þetta er rétt hjá Sigmundi þá mundi ég álykta sem svo að  fólki á vanskilaskrá hafi fjölgað um 3000 frá árunum 2007 og 2008. Miðað við að hér eru um 15 þúsund atvinnulausir þá er þetta miklu minna en maður gæti haldið og ég sé ekki hvar hann finnu 7 földun.


mbl.is Fjöldi alvarlegra vanskila hefur sjöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gott að steypa Kópavogi í skuldir

Í fréttinn segir að Vatnsveita Kópavog sé rekinn með halla. Samfylkingin þar ekki að vera hissa á því að Vatnsveita Kópavogs sé rekin með tapi. Menn muna jú að Kópavogur þurfti að gera langan samning vi Garðabæ þar sem að Gunnar staðsetti hesthús akkúrat í vatnsverndarsvæði Garðabæjar og þurfti því að redda þeim vatni á lágu verði í stað þess vatns sem þeir höfðu fengið úr sinni gömlu vatnsveitu sem var með lágan kostnað og því lágt vatnsgjald. En við Kópavogsbúar borgum mun hærra vatnsgjald fyrir vatn úr okkar vatnsveitu. Þetta verk var unnið með látum og átti að vera svo hagkvæmt. Þeir ruddust í gegnum Heiðmörk. Fengu menn til að fela og sela trjám og hafa ekki enn gegnið frá gróðurskemmdum.

Allt þetta mál til komið til að redda verktökum sem höfðu hafið að kaupa hesthús í Glaðheimum án þess að neinn vissi til þess að þar mættu þeir byggja.

Og svo er að minnst kosti 2,3 milljarðar sem Kópavogur hefur þurft að endurgreiða vegna lóða sem hefur verið skilað inn. Svo eru menn að hrósa Gunnari vegna þess að hann sé svo framkvæmdaglaður. Við þurfum að borga fyrir það í dag.

Held að bærinn stæði betur ef að kappinu hefði fylgt forsjá.


mbl.is Óvarlegar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband