Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Gætt að þvi hvað þú gerir maður!
Held að Einari og fleirum á Alþingi ættu nú heldur að halda sig á mottunni. Væri ekki vit hjá þeim að fá til sín sérfræðinga og kanna hvaða möguleika við eigum áður en við ögrum Bretum og Hollendingum aftur. M.a. hefur maður heyrt t.d.
- EES samningurinn hafi hangið á bláþræði. Komumst við af án hans?
- Engin þjóð í EES eða ESB hafi viljað stand með okkar málstað. Hvað gerum við þá?
- Bretar og Hollendingar hafi neitað að fara með þetta fyrir dóm. Og í milliríkjadeilum er ekki hægt að stefna örðulandi í svona deilum nema að bæði samþykki. Og hver verður staða okkar þá.
Og þá bendi ég þessum ágætu Alþingismönnum á að ef þeir skrifa ekki undir ríkisábyrgð á þessu láni þá eru þeir orðnir ábyrgir fyrir framtíð okkar. Ef hér kæmi upp efnahagsþvinganir frá Bretum og Hollendingum þá er engin þjóð sem stæði með okkur sem hefur einhver áhrif.
Þetta þurfa þingmenn að hugsa út í. Fáið færa sérfræðinga til að fara yfir þessi atriði vel með ykkur. Ef þeir segja að við eigum von á:
- Betri samningum. Sem maður hefur litla trú á. Held að Bretar sem fallast þarna á ákveðna málamiðlun sú tilbúnir að byrja aftur upp á nýtt. Og sérstaklega ekki nú þegar kosningar nálgast hjá þeim. Þá er einmitt tími fyrir Brown og co að sína mátt sinn og meginn og við yrðum "Falklandseyja" björgun þeirra.
- Þurfa ekkert að borga: sem mér finnst enn ótrúlegra.
- Að við getum fengið lægri vexti. Nú eru líkur á að Breska stjórnin þurfi að taka lán til að lána okkur. Mér skilst að þeir séu að fá lán á tæplega 4,5% vöxtum. Manni skilst að 1% álag sé með því allra minnsta sem gerist.
En ef að eitthvað af þessu er hægt að bæta þá endilega að drífa sig.
En að hafna samkomulaginu af því að menn halda kannski að hægt sé að fá eitthvað annað er algjört glapræði. Og þar með yrðu þeir þingmenn sem greiða atkvæði gegn þessu orðnir persónulega ábyrgir fyrir þeim ótíðindum sem þessu fylgdu.
![]() |
Fullkomin óvissa um Icesave-samninginn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Heimsýn ætti nú kannski að segja okkur hvað framtíðarsýn hún hefur fyrir okkur!
Við vitum að þeir eru á móti aðild að ESB. Þeir koma líka með spurningar þar sem fólk þarf virkilega að hugsa sig um hveru þau eru að svara! Þetta á við um fyrri könnun þeirra líka.
- En hvaða framtíðarsýn boðar Heimsýn okkur?
- Hvað á að gera varðandi gjaldmiðil?
- Hvað á að gera varðandi laskaðan Seðlabanka?
- Hvað á að gera til að koma hér á efnahagslegu jafnvægi til framtíðar.
- Og hvernig við verðum virk í að móta framtíðina í Evrópu sem skiptir okkur jú máli verandi í miklu samstarfi við þau lönd.
Væri ágætt að fara að heyra eitthvað um það. Er búinn að fá upp í háls af málflutningi þeirra um að ef við göngum í ESB missum við fullveldi okkar, vondir menn komi og steli orkunni okkar og fiskinum okkar og eyðileggji landbúnaðinn. Þeir hafa hingað til ekki getað nefnt mörg dæmi um það frá öðrum löndum. Nema skoðanir einhverja öfgamanna.
![]() |
Meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarumsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Vek athygli á dugnaði Talsmanna Neytenda
Það kom fram í fréttum að Talsmaður Neytenda er nú búinn að kynna hugmyndir sínar fyrir bönkum og fjármálafyrirtækjum sem þau hafa tekið vel í. En hugmyndin er á þann vega að bankar skipi gerðardóm sem taki höfuðstól lána til einstaklinga og afskrifi eftir einhverju kerfi. Þannig viðurkenni bankar væntanleg afföll á lánum sem verði hvort eð er. Þetta kerfi gengur út á að bankarnir geri þetta sjálfir án kostnaðar fyrir ríkið.
Og skv. því sem maður les á pressan.is eru bankar að skoða þetta. Það kom líka frétt á bylgjunni um að bankar hefðu tekið vel í þetta. En fréttin ekki komin inn á www.visir.is ennþá
![]() |
Nærri 19 þúsund á vanskilaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Gunnar bara skilur þetta ekki!
Gunnar talar um að dóttir hans eigi ekki að líða fyrir það að vera dóttir hans. Fyrir utan að greiðslur eru vafasamar þá er bara með öllu óeðlilegt að fyrirtæki dóttur bæjarstjóra og áður forseta bæjarstórnar sé að fá verk án útboðs.
Það er bara því miður að ættingjar verða að líða fyrir tengsl við bæjarstjóra. Öll viðskipti verða háð gagnrýni. En Gunnar lítur held ég á Kópavog sem verktakafyrirtæki sem hann sem bæjarstjóri getur farið með að vild. Og eðlilegt að hann ráðstafi bæjar málum eftir sínum duttlungum
En það voru athyglisverð viðbrögð Ómars Stefánssonar forseta bæjarstjórnar. Það er eins og hann sé að undirbúa stjórnar slit:
Þetta eru ekki vinnubrögð sem við framsóknarmenn kærum okkur um að séu stunduð í Kópavogsbæ, segir Ómar.
og einnig
Hvernig er með bókhaldið gagnvart öðrum fyrirtækjum? Er víða pottur brotinn eða er þetta bara um þetta eina fyrirtæki, spyr Ómar þegar hann er spurður út í það hvað þetta þýði fyrir bæjarstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Ómar segir að boðað verði til fulltrúaráðsfundar eins fljótt og hægt er og þar verði staðan rædd. Þá hefur hann ekki náð að ræða málið við Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóra Kópavogs vegna málsins.
![]() |
Sé ekki hvað ég hef gert rangt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Vá vanskil aukast um 0,04%
Held að fréttamenn ættu kannski að hringja í Íbúðarlánasjóð og fá betir upplýsigar en að lepja bara upp eitthvað úr fréttatilkynnigu þeirra. Þá t.d. hefðu þeir vitað að vanskil nú eru langt frá því að vera þau mestu. T.d. las ég frétt frá 2003 á www.ils.is þar sem segir að vanskil séu í sögulegu lámarki og þá eru þau 0,30% af heildarútlánum. Þannig að vanskil hafa þá væntanlega verið enn hærri árin þar á undan.
0,14% er það ekki um það bil 1500 til 2000 lán af öllum þeim fjölda sem skuldar íbúðalánasjóði.
![]() |
Vanskil aukast hjá Íbúðalánasjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Þetta eru nú kannski svona aðeins ýktar fréttir.
Það er staðreynd að alltaf þegar hér hefur aðeins harnað á dalnum í atvnnumálum þá hafa Íslendingar leitað tímbundið í vinnu í Noregi. En þessi frétt hljómar eins og nú sé einhver ógurlegur fjöldi. Get ekki séð það. Hér eru tölur sem ég fann á www.hagstofa.is
![]() |
Íslendingar streyma til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Var að skoða þessar tillögur og ég er bara sammála þeim að mestu
Var að skoða þessar tillögur Sjálfstæðismanna og verða að segja að í stórum þáttum eru þær held ég bara raunhæfar. Enda þegar maður les þær yfir þá eru þær í höfðuatriðum það sem stjórnin hefur veirð að stefna að. Engar óraunhæfar tillögur um flata lækkun lána eða neitt svoleiðis. Held að þetta sé flott útspil hjá þeim.
Held reyndar að þessi draumsýn þeirra um að hægt sé að stækka skattagrun í stað þess að hækka álögur skili ekki nógu.
Endurskoðun peningastefnunnar, athugun á framtíðarfyrirkomulagi gjaldeyrismála og upptöku annarrar myntar, þar með talið könnun á kostum og göllum aðildar að Myntbandalagi Evrópu, verði framkvæmd af utanaðkomandi sérfræðingum. Þessari vinnu verði lokið fyrir 1. október 2009.
Þetta held ég að sé bara sett inn til að tefja ESB umræðunna.
Annars fínar og raunhæfar tillögur.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. júní 2009
Ekki nokkur leið að fá Sigmund til að segja neitt um hvernig við ættum að leysa þetta mál.
Svona af því að Sigmundur er að rukka um svör og benda á aðrar leiðir þá væri nú ágætt að hann gæti svarað einföldum spurningum!
Í Kastljósi í kvöld var hann þráspurður um hvaða dómstóll ætti að taka þessa deilu okkar fyrir skv. Dómstólaleiðinni. Hann svaraði því aldrei. Honum var bent á að samningsaðilar hefðu neitað gerðardómi, neitað að málið færi fyrir breskan dóm. Nú og ekki fer þetta fyrir ESB dómstól. Hann svaraði bara út í hött eitthvað á þá leið að þetta ætti bara fara fyrir einhvern dómsstól. Síðan væri bara málið að fella heimild til ríkisábyrgðar og semja aftur! Hvað heldur hann að samningsaðilar okkar séu? Honum var bent á að allar aðrar þjóðir litu svo á að við ættum að standa við þessar skuldbindingar.
Hann talaði um ómögulega vexti Honum var bent á að skuldatryggingar álag okkar er milli 6 og 700 punktar. Sem þýðir um 7% vextir ofan á grunnvexti. En hann fer að tala um að við hefðum átt að senda fólk út um allt til að tala okkar máli. Framsókn var nú ekki hrifið af því að Ingibjörg og síðar Össur færu erlendis að tala okkar máli í haust. Talað um að þau ættu að vera hér og vinna! Það er líka spurning hvaða málstað við áttum að tala fyrir þegar að strax í upphafi lá fyrir að flest öll og síðar öll lönd Evrópu og fleiri voru sama sinnis og Bretar og Hollendingar.
Í kvöld sá maður Sigmund sem algjöran kjaftask. Og í dag sló ég upp Ólafi Elíassyni frá indefense hópnum sem í dag virtist tala af mikilli þekkingu um hvað við hefðum átt að gera. Hélt að hann væri sérfræðingur í alþjóðasamningum eða lögum. EN skv google.is er hann ekki sérfræðingur nei hann er listamaður - tónlistarmaður held ég.
![]() |
Blekkingar, heimska og hótanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. júní 2009
Auðvita voru við kúguð til að til að skrifa undir.
Hvað héldu menn! Að við gætum unnið áróðursstríð við við Breta? Aðvið hefðum efni á að standa í ára eða áratugastríði við Breta Hollendinga og fleiri? Það hefði lítið tekið á þessar þjóðir þær höfðu allar aðrar þjóðir studdu þær og þetta eru ekki svo háar upphæðir fyrir þau. En málið var að ef við hefðum haft okkar fram þá hefði verið hætta á kerfisfræðilegu hruni víða um Evrópu. Svo við vorum kúguð. Og áróðursstríð hefði ekki dugað.
Við erum 300 þúsund manna þjóð svo við vorum dæmd til að verða kúguð til að hlýða. Og þetta er ekki hægt að bera saman við Þorskastríðin. Þau snérust um allt annað.
Og svo væri rétt að Sigmundur reyndi að skoða hvað hefði kostað okkur að standa í nokkra ára málaferlum við Breta með allar eigur okkar í Bretlandi frosnar.
Og all flest ríki á sömuskoðun og Bretar og Hollendingar. Við áttum okkur ekki viðreisnar von. Ef að hér hefðu ekki allir bankar hrunið og þjóðin samstæð hefði verið grundvöllur fyrir baráttu en ég held að margir hefðu ekki veirð tilbúnir að leggja á sig þær fórnir sem þessu hefðu fylgt. Við hefðum upplifað að fá enga aðstoð frá IMF, Norðurlöndum, ESB þjóðum. Og því hefðum við orðið að harka hér um tíma (einhver ár) án þess að hafa aðgang að ýmsum vörum. Við hefðum væntanlega ekki komið bönkum í gang og gerð hefði verið lögfræði árás á okkur vegna
- Icesave
- Neyðarlaga
- Eins frá kröfuhöfum
Þannig að við hefðum sennilega misst bankana í stopp. Og það var það sem allir vöruðu okkur við að láta ekki gerast.
![]() |
Hvert klúðrið hefur rekið annað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 8. júní 2009
Fólk fljótt að gleyma!
Voru kröfu Breta og Hollendinga ekki í upphafi að í ljósi yfirlýsinga um ábyrgðir á innistæðum í Íslenskum bönkum að við ættum þar með að borga allar innistæður einstaklinga og fyrirtækja í IceSave. Mig minnir það. Eins hef ég heyrt að fyrra samingsdrögin hafin verið upp á 6,7% og að ríkð tækji strax lán fyrir öllu draslinu.
Og hvað á fólk við með "þar til bærum dómstól"?
Væntanlega er fólk að tala um breskan dómstól þar sem að reikningarnir voru í Bretlandi. Og þá má t.d. vísa í þessa gein varðandi stöðu okkar gegn hryðjuverkalögunum t.d.
Hins vegar veitir ensk löggjöf stjórnvöldum mikið svigrúm og væri mjög erfitt að fá ákvörðun breskra yfirvalda hnekkt fyrir breskum dómstól. Gildir þá einu hvort íslenska ríkið, eða aðrir sem hagsmuna eiga að gæta, höfða slíkt mál.
(úr skýrslu Lovells LLP, Sem leitað var til vegna hugsanlegrar málhöfðunar vegna kyrrsetningar eigna Landsbankans)
![]() |
Margir skrá sig gegn Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson