Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Til ykkar sem ætlið á Austurvöll og krefjast Neyðarstjórnar

Bara svona að spyrja í framhaldi af pistli sem Ögmundur Jónasson skrfiar á www.ogmundur.is. Ekki alltaf sem ég er sammála honum en í þessu er ég það. Hann spyr:

Á þetta að vera fólk sem vill einkavæðingu eða er á móti henni, á þetta að vera fólk sem styður kvótakerfið eða vill uppræta það, er með stóriðjustefnu og vill selja auðlindirnar, eða vill fjölbreytni í atvinnusköpun og halda í auðlindirnar, vill launajöfnuð eða vill að markaðurinn ráði, vill fara í ESB eða er því andsnúið, með Nató eða á móti, með flatri niðurfærslu skulda eða á móti?  - Fólk úr háskólanum? Þeir sem vilja að prófessorsstöður gangi kaupum og sölum eða hinir sem eru því andvígir? Hæstaréttardómarar? Kennarar, hvaða kennarar? Seðlabankastjóri - kannski sá norski? Kannski biskupinn? Eða prófessorar í siðfræði?  Kannski allt þetta fólk?

Hvaða fólk á að velja og hvernig getið þið reiknað út að akkúrat það fólk vinni að málum eins og þið viljið? Sér í lagi þar sem mótmælendur hafa mismunandi sín á þjóðfélagið hvernig málum á að vera fyrirkomið. Ögmundur segir líka:

Síðan langar mig til að trúa lesendum fyrir einu. Á Alþingi situr ósköp venjulegt fólk. Fólk sem skuldar og á margt í erfiðleikum með að borga af lánunum sínum, fólk sem þarf að fara til læknis, fólk sem er með börn í skóla og á aldraða foreldra. „Stjórnmálastétt" innmúruð í samtryggingu? Ekki hef ég orðið þess var.

Hvet fólk til að lesa þennan pistil í heild hér.


Frábært og til fyrirmyndar

Frábært framtak ríkísstjórnarinnar. Og um leið legg ég til að þær fái Fálkaorðunna. Og það verði framtíðin að allir Ólynpíu, Evrópu- og Heimsmeistarar okkar fái án undantekninga fálkaorðina. Sbr að Silfurdrengirnir fengu orðunna fyrir 2 sæti.
mbl.is Gerpla fær 3 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð innlegg í upplýsta umræðu um aðild að ESB

Held að fólk ætti að varast að taka lýsingar ESB andstæðinga um hvað felist í ESB umræðum sem gefnum sannleik.  Í Silfrinu í dag talaði maður sem var að verja Doktorsritgerði sína við einn virtasta háskóla í heimi um það sem ESB aðild gæti þýtt fyrir okkur og hvað þarf að varast. Lára Hanna snillingur er búinn að klippa þetta viðtal út úr silfrinu og má sjá það hér:

 

Magnús Bjarnason, stjórnmálahagfræðingur, um ESB from Lára Hanna Einarsdóttir on Vimeo.

 

Jón Baldvin á Sprengisandi í morgun.

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP528 Fyrri hluti

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP527 Seinnihluti

 


Þetta er nú meira samansafnið þarna í Vg!

Held stundum að Steingrímur, Árni Þór, Björn Valur og nokkrir aðrir séu eina fólki sem er í nokkrum tengslum við jörðina. Minni þetta ágæta fólk á að stjórnarsáttmáli Samfylkingar og Vg segir:

Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum.

Og áfram segir í stjórnarsáttmála:

Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu. Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna. Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.

Vg hlýtur að sjá að ef þeir ætla að bakka út úr þessu og láta Heimsýn hertaka sig þá er þessu stjórnarsamstarfi sjálf hætt og deilur um ESB verða hér áfram um aldur og ævi. Þar sem að ólíklegt að þetta tækifæri til samninga standi til boða næstu áratugina ef við bökkum bara að ástæðulausu þarna út.

Og rök eins og viðbrögð ESB vegna Makrílveiða skil ég ekki. Nokkrir starfsmann ESB hafa tjáð sig. En ESB hefur ekkert gert. Eigum við þá ekki bara að slíta stjórnmálasambandi við Noreg því að hann mótmælti líka veiðum okkar í Makríl.

Þá er rök eins og varðandi fiskveiðar og stjórn þeirra út í hött þar sem ekki hefur reynt á þær alveg sama hvað þeir hafa eftir einhverjum stækkunarstjóra. Það er allt annað að slíta viðræðum ef að ekki gengur saman með aðilum en að Vg sé að gefa sér niðurstöður fyrirfram. Og svo tala þeir um fjáraustur ESB til Íslands sem vondan hlut. Skil ekki þennan flokk.

Þetta er svona svipað og annað sem reynir hjá ríkisstjórninni þá klofnar Vg og allar ákvarðanir dragast út í það óendanlega. Ef þessi flokkur vill vera við stjórn með öðrum þá verður hann að standa við það sem hann skrifaði undir þegar samstarfið var ákveðið. Eins varðandi samninga við aðila atvinnulífsins.


mbl.is Skorað á þingflokk VG að fylgja ESB-stefnu flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki að fara rétt með þegar menn halda svona ræður?

Svona til að byrja með þá eru skuldir heimla með veði í Íbúðahúsnæði ekki 2000 milljarðar. Heldur skv. nýjustu tölum um 1200 milljarðar. Þar af eru Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir með um 800 eða 900 milljarða minnir mig. Bankarnir eru með 300 til 400 milljarða í íbúðalánum. Þetta er allt önnur mynd en hann er að draga upp. Íbúðalánsjóður og Lífeyrissjóðir hafa ekki verið geriðr gjaldþrota og fengið afslætti á sínum skuldum.

Heildarskuldir heimila við banka eru kannsi uppundir 2000 milljarðar en þar inni er skuldir eins og yfirdráttur og kredit kort. Finnst að menn verði að fara rétt með.

Sjá þessa frétt 14 okt á www.visir.is

Miðað við álagningarskrá 2010 eru heildarskuldir heimila með veði í fasteignum 1.201 milljarður króna.

Langflestir eru þannig settir að skuldir vegna íbúðarkaupa eru lægri en fasteignamat viðkomandi eignar. Í um tuttugu prósentum tilvika er veðsetningarhlutfallið hins vegar hærra en fasteignamat. Svo háttar til um skuldir sem nema samtals 519 milljörðum króna.

Þessar upplýsingar eru meðal þeirra sem lagðar hafa verið fram í samráðsferli stjórnmálanna og hagsmunaaðila um lausn á skuldavanda heimilanna.

Á þeim sést að hjá 1.360 heimilum er skuldahlutfallið meira en 200 prósentum umfram fasteignamat. Í þeim tilvikum nema skuldirnar samtals 49 milljörðum króna, eða rúmlega 36 milljónum á heimili. Sé litið til þeirra sem búa við skuldahlutfall á bilinu 100 til 110 prósent yfir fasteignamati er meðalskuldin tæplega 22 miljónir króna

Svo minni ég á að þegar frumvarp um meðferð gengitryggðra íbúðalána verður semþykkt lækkar lánshlutfall margra heimila.

Smá viðbót: Ætili þetta sé ekki vandamálið frekar. Það er að fólk var tilbúið að kaupa íbúðir nærri á hvaða verði sem er og taka lán fyrir því. Sem keyrði upp hér íbúðaverðið. Þetta hlaut að enda með ósköpum þó ekki hefði orðið hér hrun. Fólk var ekkert að stressa sig upp þó laun væru ekkert að hækka neitt í líkingu við íbúðaverð og því hlaut að koma að því að flestir hefðu lent í vandræðum

husnaedi-vs-laun-11


mbl.is Hvatti Gylfa til að íhuga stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæfir þingmenn!

Hér er listi yfir fólk sem ekki á að að vera á þingi eftir næstu kosningar:

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunar en einnig standa að tillögunni, Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, varaþingmaður VG,  Pétur H. Blöndal og Árni Johnsen, þingmenn Sjálfstæðisflokks og  Birgir Þórarinsson, varaþingmaður Framsóknarflokks. 

Hefði ekki trúað því að óreyndur að Pétur Blöndal léti hafa sig í að vera flutningsmaður að þessu. En þar með er virðing mín farinn fyrir honum í bili.

Alveg makalaust að detta í hug að flytja svona tillögu. Finnst að þessa tillögu eigi að svæfa í nefnd. Það jú þannig að það er ekki nema rúmt ár síðan að Alþingi ákvað að fara í þessar viðræður og enn sem komið er hefur ekkert í viðræðum komið upp sem kallar á svona viðbrögð.

Enda hef ég viðrað það hér oft áður að Vigdís Hauksdóttir er með ómerkilegasta málflutning af öllum þingmönnum sem ég hef fylgst með. Hún byggir röksemdir sínar oftast á órökstuddum fullyrðingum af blogginu og getur gjörsamlega farið með mann að hlusta á hana tala á Alþingi.


mbl.is Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjörlega sammála mannréttindaráði Reykjavíkurborgar

Það er bara ekki hlutverk leik og grunnskóla að innprenta í ung börn einhverri ákveðinni trúarskoðun. Foreldrar geta gert það ef þau vilja. En börn undir fermingu eiga bara ekkert með að eyða tíma sínum í skóla í þetta. Það er hægt að kenna siðfræði og samskipti í staðinn.

Bendi fólk á hræðilega upplifun konu af veru sinni í grunskóla en hún tilheyrði söfnuði sem hélt ekki upp á jól eða afmæli. Frásögn hennar má lesa hér

Enda finnst manni að þetta sé bara ekki skólans að sjá um hvað þá að heimila fulltrúum þessara trúarbragða að koma inn með áróður.  Enda rekur kirkjan sitt trúboð til barna í Sunnudagskólum og það á að vera foreldra að halda þeim að þessu.

Og svo ef maður er nasty þá er furðulegt að þjóð þar sem yfir 90% fólks segist vera kristið, kirkjur hér á annarri hverri þúfu, ríkið rekur meira að segja kirkjunnar að stórum hluta, menntar prestana, þjóðsöngurinn er lofgjörð um Guð  og svo framvegis en samt hefur þetta land gengið reglulega í gegnum hörmungar sem aðrar þjóðir í kring um okkur lenda ekki í eða vægar. Er Guð kannski ekki að störfum svo Norðarlega?


mbl.is Tillögur valda óánægju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna talar þó manneskja með reynslu af vinnu innan ESB

 

Eva Joly held ég að hafi nú meiri þekkingu á þessu máli en þeir spekingar sem fara hamförum gegn ESB. Hún er auk þess að vera í stjórnmálum í Frakklandi, þingmaður á Evrópuþinginu. Auk þess sem hún þekkir til í Noregi.

Hún sagði að Íslandi yrði vel tekið í ESB. Hún sagði að þar sem við hefðum ekki granlönd yrði ekki erfitt að semja um Fiskveiðiauðlindir okkar.

Hún sagði að við hefðum mikið til Evrópu að sækja. Við þurfum á fjármagni að halda. Og allir vita að við þurfum stuðning við peningakerfi okkar og krónuna.

Hún sagði að nú þegar værum við að og búin að taka upp megnið af reglukerfi ESB

Hún sagði að innan ESB gætum við haft mikil áhrif. Það væri þannig að fólk með sömu hugmyndir hópa sig saman á Evrópuþinginu og nefndi sem dæmi að hún sem þingmanður Græningja gæti vottað að þau hefðu komið miklu í geng þó þetta væru flestir frekar litlir flokkar í sínum löndum.

Eva Joly, fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara, telur að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Hún segir að Ísland yrði verðugur félagi í sambandinu.

Þetta kom fram í viðtali Egils Helgasonar við Joly í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag. Egill spurði hana beint út hvort Íslendingar ættu að ganga í Evrópusambandið. Hún svaraði því til að þetta væri

„Þetta er ykkar staður - meðal okkar í Evrópu," sagði Joly, Ísland yrði verðugur félagi með sínar lýðræðislegu hefðir, auðlindir og þekkingu. Ísland væri hluti af Evrópu sagði Joly. Hún benti á að Evrópusambandið tæki tillit til lítilla landa á borð við Ísland, og hún bæri þá von í brjósti að ef Ísland gengi í Evrópusambandið, myndi Noregur fylgja í kjölfarið.

(http://www.ruv.is/ )

Og þetta sagði hún líka

„Það er bara þjóðsaga (að ESB ásælist auðlindir Íslands). Sannleikurinn er sá að þið getið samið um mál í aðildarsamningum og þar sem þið búið ekki við grannþjóðir gætuð þið náð hagstæðum samningum um sjávarútveg ykkar,“ sagði hún aðspurð.

„En ESB er einnig pólitískt samband. Þið þarfnist Evrópu núna,“ sagði Eva Joly og benti á að hún teldi heillavænlegra fyrir Ísland að geta haft áhrif á stefnu ESB frekar en taka eingöngu á móti tilbúnu regluverki. (www.eyjan.is )

Held að ég taki meira mark á henni heldur en þessu sjálfskipuðu sérfræðingum hér sem berjast á móti aðildarviðræðum við ESB. Oftast þegar grant er skoðað tengdir hagsmunahópum sem hafa hag af því að við göngum ekki þangaði inn. (LÍÚ styrkir t.d. Heimsýn)

Bendi líka á grein Andra Geirs Arinbjarnarsonar þar sem hann bendir á að við höfum í raun bara val um að ganga í ESB eða missa nær alla þjóðina til Noregs aftur:

Ef við göngum ekki inn í ESB, sem allar líkur eru á eins og staðan er í dag, munum við enda uppi sem efnahagsleg nýlenda Noregs og norska krónan mun útrýma þeirri íslensku.

Enginn verður meiri Þrándur í götu fyrir efnahagslegri endureisn hér á landi í framtíðinni en Noregur.  Efnahagslega hefur Noregur allt sem við höfum ekki og verður ómótstæðileg freisting fyrir næstu kynslóð.  Af hverju ekki að grípa tækifærið og freista gæfunnar í Noregi og tryggja afkomendum sínum efnahagslega velferð og stöðuleika?  Það má alltaf koma til Íslands á sumrin og eiga þar sumarhús, nóg verða til sölu á slikk fyrir norskar krónur!

Noregur mun alltaf geta boðið okkar besta og athafnamesta unga fólki tvöfalt betri kjör en Ísland.  Eftir sitja ellilífeyrisþegar, sjómenn, einstaka bændur, og íslenska stjórnmálastéttin og hennar embættismenn.  Það þarf sterk bein og mikla ættjarðarást til að standast norskar freistingar.

Endilega lesa greinina hans í heild hér


mbl.is Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert innlegg í umræðuna

Var að lesta blogg eftir Jón Daníelsson. Sumu er ég sammála og öðru ekki. Sér í lagi varðandi hvað hann hengir sig í fasteignamat þegar hann talar um að skuldir umfram við séu 125 milljarðar og í þeim flokki séu mest fólk sem er að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti:

Á vef forsætisráðuneytisins má sjá glærukynningu fjármálaráðherra(PDF, 44 KB) þar sem fram kemur að skuldir þessara heimila nema um 125 milljörðum umfram fasteignamat. Hér er áhugavert að skoða töflu um fjölda skuldara. Út frá henni er auðreiknað að fasteignamat hverrar íbúðar er að meðaltali innan við 20 milljónir. Sú tala er mjög svipuð hvort heldur umframskuldin er 10, 50 eða 100% yfir fasteignamatinu.

Hér er sem sé komið unga fólkið sem var að kaupa sína fyrstu íbúð á árunum fyrir hrun.

Það er alveg ljóst að megnið af þessum 125 milljörðum mun aldrei innheimtast. Þessa peninga þarf að afskrifa sem allra fyrst. það lendir á Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóðunum og bönkunum. Bankarnir þola sinn hlut. Lífeyrissjóðirnir neyðast til að skerða lífeyri, en hlutur Íbúðalánasjóðs lendir á ríkinu.

Af þeim 220 milljörðum sem talað hefur verið um að 18% flöt niðurfærsla muni kosta, eru þá 95 milljarðar eftir. En þessa peninga þarf að nota í úrræði á borð við greiðsluaðlögun og sértæka skuldaaðlögun. Þau úrræði kosta nefnilega líka peninga.

Fjöldamargt fólk hefur ekki nýtt sér þessi úrræði og ein veigamesta ástæðan er vafalaust sú að allt of margir eru enn að bíða eftir töfralausninni, þeirri stóru og almennu niðurfellingu skulda, sem nú hefur verið prédikuð samfellt í nærri 3 ár.

Ég velti fyrir mér hvort þeir sem haldið hafa þessari reginfirru á lofti, geri sér grein fyrir hversu miklum skaða þeir hafa valdið, hvort þeir átti sig á því að fólk er nú þegar búið að missa húsnæði sitt, vegna þess að það lagði trúnað á þennan boðskap.

Það er ljótur leikur að vekja fólki óraunhæfar vonir.

Það sem mér finnst athyglisvert eru nokkur atriði. Ef að við reiknum með að lán sem komin eru yfir fasteignamat innheimtist aldrei og þurfi því að afskrifa það sem er yfir fasteignamati þá myndi það gera 125 milljarða. Síðan muni hin ýmsu sértæku úrræði fyrir þá verst settu eins og skuldaaðlögun og fleira kosta mikið. Því er von að hann velti fyrir sér af að um almenna skuldaniðurfærslur verði að ræða hvaðan á þá peningur í afskriftir á lánum sem áfram verða yfir 100% eigi að koma og hvaðan eigi að finna fé í sértækar lausnir fyrir þá verst settu.

Og ég vek sérstaklega athygli á lokaorðum hans um þann skaða sem boðberar risa afskrifta á lánum heimila eru búnir að valda mörgu fólki sem ekkert hefur gert í sínum málum af því þau trúðu á þessa boðbera skuldaaflausna og patentlausna.


mbl.is Ekki raunverulegur samráðsvettvangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að RÚV verði nú að athuga sinn gang

Finnst þetta furðuleg viðbrögð hjá RÚV í dag. Þeir hafa nú ekki verið að stressa sig yfir því að fólk sem er að lýsa ömurlegri stöðu hinna og þessa séu tengdir stjórnmálaflokkum:

Ásta Hafberg sem iðulega var talað við í mótmælum við Alþingi er varaformaður Frjálslindaflokksins. Þeir tóku það ekki sérstaklega fram. En talað var við hana nokkrum sinnum.

Ásgerður Jóna hjá fjölskylduhjálpinni sem er að lýsa ömurlegum aðstæðum fólks var í framboði og varaformaður frjálslindaflokksins.

Og ég fær ekki skilið af hverju að einhver sem er ánægður með aðgerðir verður ómarktækur þó hann hafi starfað með flokkum í ríkisstjórn.

Verða allir sem segja eitthvað jákvætt að vera gjörsamlega ótengdir og óspjallaðir til að Ríkisútvarpið segi frá þeirra skoðun


mbl.is Viðmælandinn tengdist VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband