Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Furðulegur málflutningur!
Þessi leikur Evrópuandstæðinga á Alþingi er alveg út í hött. Eiga þessir þingmenn ekki að hafa hag okkar að leiðarljósi. Hvernig má það vera nú þegar ljóst er að áhrif okkar á Alþjóðavettvangi að menn skuli ekki einu sinni vilja kanna hvað okkur býðst við aðild að ESB? Nú hafa margir sérfræðingar bent á að staða okkar sem örríkis sé afleidd og við höfum aðeins 2 kosti það er að sækja um að komast í ESB eða í ríkjasamband við aðra þjóð. Því að svona örríki með ör efnahagssvæði taki á sig alla skelli í framtíðinni margfalt á við aðrar þjóðir.
Eins erum við að verða afgangsstærð í öllu Alþjóðasamstarfi og ákvörðunum.
Nú og svo erum við ein af örfáum Evrópuþjóðum sem erum ekki í ESB eða á leiðinni þangað inn. Og engin þjóð er á leiðinni út úr ESB!
Hvernig væri nú að bíða eftir samningsdrögunum áður menn halda svona leik áfram.
Aldrei andvígari ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Ætlaði að ræða hér um tilgangsleysi og peningaeyðslu
En ég nenni því ekki! Hef sagt mitt síðasta orð um Indefence að sinni.!
InDefence með opna fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 16. febrúar 2010
Jæja ekki eru Norðmenn sammála okkar túlkun á innistæðutryggingum og Icesave
Hér talar ráðherra í Noregi sem væntanlega er búinn að láta kanna þetta ofan í kjölinn.
Hins vegar segir ráðherra í svari sínu, sem er uppá sjö vélritaðar síður, að enginn vafi leiki á ábyrgð Íslendinga á innlánstryggingum vegna útibúa íslenskra banka í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. Sigbjörn Johnsen segir í svari sínu að þetta ráðist af að ábyrgð og eftirlit með útibúi sé í heimalandinu en með dótturfyrirtæki í gistilandinu; að íslensk stjórnvöld hafi ábyrgst reikninga síns heimafólks í bönkunum; ekki megi mismuna borgurum á Efnahagssvæðinu - og síðan gengist undir ábyrgðina í viðræðum við fulltrúa Evrópusambandsins 13. nóvember árið 2008. Því falli allt að 20.887 evrur af hverjum Icesave-reikningi á íslenska innlánstryggingasjóðinn.
Icesave-deila hefur tafið endureisn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 16. febrúar 2010
Þetta er nú enn ekki orðið alvarlegt!
Það gleymist alltaf í þessum tölum að hingað hafa síðasta áratug flutt tugir þúsunda erlendra ríkisborgara til að vinna. Og nú er hluti af þessum 4835 erlendir ríkisborgara sem eru að flytja heim. t.d. sé ég að um 2800 eru að flytja til Póllands.
Búferlaflutningar milli landa 2009 | |||
Aðfluttir umfram brottflutta | Aðfluttir | Brottfluttir | |
Alls | -4.835 | 5.777 | 10.612 |
Pólland | -1.583 | 1.235 | 2.818 |
Noregur | -1.275 | 301 | 1.576 |
Svíþjóð | -406 | 327 | 733 |
Danmörk | -367 | 1.193 | 1.560 |
Þýskaland | -192 | 237 | 429 |
Portúgal | -179 | 58 | 237 |
Litháen | -147 | 238 | 385 |
Tékkland | -114 | 62 | 176 |
Slóvakía | -87 | 43 | 130 |
Önnur lönd | -485 | 2.083 | 2.568 |
Af þessari töflu frá Hagstofunni má sjá að um helmingur brotfluttra eru erlendir borgara að halda heim vegna atvinnuleysis hér. Þannig er t.d. athyglisvert að sjá að á móti 1560 sem flytja til Danmörku eru 1193 sem flytja hingað frá Danmörku.
Vissulega vont að hér sé ekki tækifræri eins og þau voru en þetta vissu allit. Og mér finnst að þegar búið er að leiðrétta fyrir erlendum ríkisborgurum þá höfum við gengið í gegnum svipað um 1970 og 1990. Þannig að það er óþarfi að gera of mikið úr þessu.
Mestu búferlaflutningar Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 15. febrúar 2010
Bíddu, bíddu bíddu! - Sigmundur - Hvað áttu við?
Og hverning má það vera að þú sem hefur eytt heilu ári í að tala um að þessu og hinu hafi verið haldið leyndu fyrir fólkinu og það skapað tortryggni, en nú vilt þú að Steingrímur neiti að tjá sig um nokkuð. M.a. átti skipan samniganefnda að vera leyndarmál og Steingrímur má ekki tjá sig. Og hvað sagði hann svo slæmt. Hann var aðeins að leggja áherslu á að skapa ekki einhverjar væntingar sem myndu svo falla í hausin á okkur. Það er nokkuð ljóst að Hollendingar og Bretar keyptu þetta ekki hrátt. Og orð Sigmundar og Bjarna um að það væri ekkert mál að ná betri samningum eru kannski ekki alveg rétt. Og hvað áttu þú við Sigumundur með:
Í dag voru kynntar tillögur sem eru mjög sanngjarnar í garð Breta og Hollendinga og þeir eru væntanlega að meta þær núna. Ekkert margt hægt að segja um það á þessu stigi.
Hvernig væri að þjóðin fengi að vita hvað átt er við með þessu? Hvað er átt við með "Mjög sanngjarnar í garð Breta og Hollendinga"? Af hverju er Sigmundur nú á því að leynd sé rétt um þetta mál? Miðað við allt sem hann hefur sagt um það´hingað til?
Furðar sig á ummælum fjármálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 15. febrúar 2010
Furðulegir bloggarar
Ég leyfi mér sundum að efast um dómgreind eða raunveruleikatengsl mann hér blogginu! Var að kíkja á blogg sem hafa verið sett við þessa frétt nokkur eru verulega furðuleg.
t.d. þetta:
- Steingrímur útbrunninn ! Ríkisstjórnin segi af sér!
- Enginn baráttuhugur í Steingrími J.
- Snautaðu burt steingrímur landráð !
- Ef aðeins hefði verið samið betur áður
Furðulegar færslur um Steingrím sem óvart er hér á landi en hefur ásamt öllum flokkum á Alþingi skipað samninganefnd (enn eina) til að ná fram nýjum samningum. M.a. með erlendan sérfræðing í þjóðarskuldum og samningum sem og Lárus Blöndal sem hefur jú farið fremst í því að við eigum ekki að borga. Og þó að Steingrímur lýsi fundinum og að hann hafi ekki kannski skilað endalausri ánægju viðsemjenda okkar þá finnst manni nú furðulegt að menn skuli ráðast á hann einan það eru fulltrúar allra flokka sem standa að þessari samninganefnd. Fulltrúar flokka sem hafa sagt að það væri ekkert mál að semja aftur og gefið í skyn að Bretar og Hollendingar mundu hlaupa upp um hálsinn á okkur og bjóða okkur gull og græna skóga.
Og menn skildu varast að dæma fyrri samninga fyrr enn menn vita allar staðreyndir. Í dag eru menn aðallega að byggja gagnrýni sína á stjórnarandstöðu (sem nú er komin að borðinu) 2 lögfræðingum sem hafa þá trú að við eigum ekkert að borga. Og svo erlendum sérfræðingum sem að mestu hafa sínar upplýsingar úr Íslenskum blöðum sem hafa birt skoðanir manna sem staðreyndir. T.d. þegar að Eva Joly segir að eignarsafn Landsbankans skili aðeins um 30% upp í skuldina en bara skuldabréf nýja Landsbanka í lánasafninu í þeim gamla er 256 milljarðar, nú þegar eru 200 milljarðar á reikningum í Bretlandi og um 100 milljarðar bætast við á þessu ári. En eðlilegt að Eva byggi sínar hugmyndir á röflinu sem hefur verið hér síðasta ár í fjölmiðlum af misvitrum mönnum sem og stjórnarandstöðu sem vill helst ekki að stjórnvöld fái frið til góðra verka.
En ég var að tala um bloggara. Það sem er líka furðulegt er orðaval þeirra og illmælgi. Það þarf helst í hverri færslu að uppnefna menn, sakfella þá, kalla þá landráðamenn og almennt að vera með talsmáta sem ég held að þeir noti ekki í daglegu lífi.
En verði þeim að góðu! Ég held að fólk endist ekki lengi að lesa þessa vitleysu í þeim.
Hóflega bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 14. febrúar 2010
Jæja hvað skildi vera samið um?
Gott fólk ég spái eftirfarandi:
- Samið verður um að eignir Landsbankans gangi upp í skuldirnar. En úps það var búið að semja um það.
- Eignir Landsbankans verði seldar eins fljótt og hægt er upp í skuldina til að minnka eða koma í veg fyrir miklar vaxtagreiðslur: En úps það var heimilt skv. báðum Icesave samningum
- Samið verði um hvernig verði staðið að greiðslum á eftirstöðvum sem hugsanlega verða þegar að eignasafn Landsbankans er búið. En úps um það var búið að semja. Það voru þær greiðslu sem hugsaðar voru á árabilinu 2015 til 2024.
Það sem hugsanlega verður raunverulega samið um eru vextir sem hugsanlega verða lækkaðir. En þá kemur upp spurning um hvort að eignarsafnið verður selt á undirverði sem veldur því að meira verði eftir af skuldinni. Eða einhver góðhjartaður eða klókur er búinn að sjá verðmæti í þessu eignarsafni og ætlar sér að græða á því að kaupa það af okkur?
En ég efast um þó að Lárus Blöndal sé með í nefndinni þá losnum við ekki við að borga höfuðstólinn.
Samninganefnd Íslands utan á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 13. febrúar 2010
Til þeirra sem telja að við berum enga ábyrgð á Icesave
Ykkur vil ég benda á frétt á www.pressan.is
Þar er rætt við norskan prófessor í lögum. Hann segir m.a.
Það er rétt að tilskipunin kveður ekki á um ríkisábyrgð. Það má jafnvel líka fullyrða að samkvæmt orðanna hljóðan komi ekkert sérstakt fram um hvernig fjármagna eigi ábyrgðina. Það mætti einnig færa rök fyrir því að ekki hafi verið gert ráð fyrir algjöru hruni í tilskipuninni. Önnur bitastæð atriði get ég ekki komið auga á í málflutningi Íslendinga.
Það sem vekur mér mesta undrun er þetta: Hver ætti tilgangurinn með innistæðutryggingakerfinu að vera ef kerfið á ekki að greiða út tryggingar þegar þörf krefur? Ennfremur; Þar sem það er fellt í lög að innistæðutryggingar skuli greiddar hlýtur það að fylgja að aðildarríki fari ekki eftir tilskipuninni ef ekki er hægt að greiða út tryggingarnar.
Það er einmitt þetta síðast nefnda sem ég hef verið að reyna að segja hér á svæðinu. Það segir í tilskipun EES að við eigum að koma upp kerfi sem tryggir innistæður upp að ákveðinni upphæð. Ef að kerfið réð ekki vð það var útfærsla okkar röng.
Pressan hefur líka eftir honum í þessari frétt:
Hann spyr jafnframt hvað menn haldi að tilgangurinn með innistæðutryggingakerfinu sé ef ekki til að greiða út tryggingarnar þegar þess gerist þörf.
Meirihluti andvígur Icesave-lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 12. febrúar 2010
Nokkrir mánuðir án Gunnars og nú sjá Sjálfstæðismenn að það þarf að lengja það tímabil
Það þarf mikinn kjark hjá þessu bæjarfulltrúum að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda en Gunnar Birgirsson enda er maðurinn farinn að svara fyrir sig. t.d. er þetta haft eftir Gunnari á www.pressan.is
Þetta er líka fólkið sem sameinaðist um að leggja sundskatt á eldri borgara, 67 ára og eldri, sem ég hef verið að mótmæla. Þetta er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur gert það. Þannig að ég er farinn að skilja samhengið í hlutunum núna.
Ja sér hver er nú skatturinn. Ellilífeyrisþegar þurfa að borga sama og börn í sund. Þ.e. að árskort fyrir þá sem nota sundlaugar Kópavogs er 7.500 krónur. Gunnar gleymir alveg að hann skildi við bæinn með um 37 milljarða skuldir sem þarf að greiða. Vildi hann heldur að skorið yrði niður í leikskólum, grunnskólum, heimaþjónustu við aldraða, félagsþjónustu eða hvað vildi hann.
Nú þegar Gunnar er farinn úr bæjarstjórn hefur fyrst tekist almennileg samvinna milli minni- og meirihluta og Ármann m.a. lýst því yfir að störf í bæjarstjórn hafi gengið betur nú síðasta ár en hann átti að venjast áður. Gunnsteinn hefur líka lýst þessu yfir. Tími einræðisherra er lokið í Kópavogi.
Síðan getum við fjalla um að Gunnar sætir nú rannsókn vegna fjárfestinga og lána til Kópavogs úr Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs. Sem og að fólk man jú eftir því hversu mikið Kópavogur keypti þjónustu af dóttur Gunnars. Þá er hægt að vitna í hversu ákveðnir verktakar sem og fjárfestar hafa fengið að byggja hér að eigin vild og ekki var Gunnar að láta skipulag hverfa trufla sig heldur fór glaður í stríð við íbúa heilu hverfana til að verktakar og fjárfestar fengju sitt.
Nú svo var www.dv.is að benda á enn eitt dæmið um furðulega mörg verk sem helsti stuðningsmaður Gunnars fékk hjá bænum en þar segir í dag:
Halldór Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar, fékk greiddar rúmar sjötíu milljónir króna frá Kópavogsbæ á fimm ára tímabili. Mest fékk hann greitt í bæjarstjóratíð Gunnars I. Birgissonar en Halldór er þekktur stuðningsmaður bæjarstjórans fyrrverandi.
Milljónirnar hefur Halldór fengið í gegnum fyrirtæki sitt, Hallstein ehf., vegna hönnunar og eftirlits ýmissa bygginga í Kópavogi frá árinu 2003 til ársins 2008. Á tímabilinu skrifaði hann á bæinn 64 reikninga sem samanlagt fengust greiddir að upphæð 71,5 milljónir króna. Sé litið til einstakra verkefna fékk Halldór greiddar tæpar 16 milljónir fyrir hönnun og eftirlit með Vatnsendaskóla, tvívegis tæpar 14 milljónir fyrir annars vegar sambýli við Roðasali og hins vegar unglingaheimili við Hábraut og tæpar 11 milljónir fyrir bygginguna við Fannborg 2. Af heildinni fékk fyrirtæki Halldórs stærstan hluta greiddan í bæjarstóratíð Gunnars eða tæpar 50 milljónir króna.
Svo má ekki gleyma að verktakar sem fengu hér verk skiptu náttúrulega mest við Klæðningu sem Gunnar á eða átti til skamms tíma. Eins hefur Klæðing fengið hér mörg verkefni.
Svo getum við talað um kaup Kópavogs á hesthúsum á tugi milljarða þó þau væru gömul og stæðu á landi sem Kópavogur átti.
En nei vonandi er tími Gunnar liðinn hér í Kópavogi. Hugsandi fólk vill ekki hafa bæjarstjóra sem lítur á bæjarfélagið sem sitt fyrirtæki og hagar sér skv. því. Tími Gunnars er eins og tími Davíðs Oddsonar liðinn og kemur aldrei aftur.
Lýsa yfir stuðningi við Ármann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 12. febrúar 2010
Ef að menn héldu að ásaka viðsemjendur um lygar mundi hjálpa þá er það að koma í hausinn á okkur
Held að við höfum núna vakið viðsemjendur okkar og þeir fari að svara fyrir sig. Sér í lagi Hollendingar. Enda kemur í ljós að vinnubrögð okkar fyrir október 2008 voru út í hött. Eftirfarandi er úr frétt á www.visir.is
Fyrirsögn greinarinnar í lauslegri þýðingu er: Ísland laug fram á síðasta dag.
Um er að ræða tvö bréf frá Viðskiptaráðneytinu stílað á Clive Maxwell hjá breska fjármálaráðuneytinu. Annað bréfið er dagsett 20. ágúst 2008. Það seinna er frá október sama ár - aðeins örfáum dögum fyrir fall Landsbankans.
Í fyrra bréfinu, sem Áslaug Árnadóttir skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins undirritar, er áhyggjum Breta af innistæðutryggingasjóðnum svarað. Þar segir að ríkið myndi styðja við sjóðinn eins og ábyrg stjórnvöld myndu gera færi svo að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Svo er bætt um betur og sagt að ríkið myndi að auki styðja við sjóðinn fjárhagslega til þess að hann gæti tryggt lágmarksupphæð innistæðueiganda.
Svo er bent á að Seðlabanki Íslands muni styðja við Landsbankann og íslenska ríkið muni styðja við seðlabankann ef til þess þarf. Að lokum er sérstaklega tekið fram að íslensk stjórnvöld geri sér fulla grein fyrir skyldum EES samningsins varðandi innistæðutryggingar og svo sagt berum orðum að það muni standa við sínar skyldur.
Seinna bréfið sem viðskiptaráðuneytið sendi til breska fjármálaeftirlitsins þann 5. október er öllu styttra en það fyrra.
Þar segir einfaldlega að íslenska ríkið muni styðja við tryggingainnistæðusjóðinn til þess að mæta lágmarkstryggingaupphæð innistæðueigenda fari Landsbankinn á hausinn. En þá voru ekki nema örfáir dagar í fall bankans.
Undir það bréf skrifaði Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri en samkvæmt DV í dag var hún ein af tólf einstaklingum sem fékk greinargerð senda heim til sín frá rannsóknarnefnd Alþingis.
Held að þessi bréf að minnstakosti sýni að seðlabankastjóri Hollands hefur að einhverju leyti rétt fyrir sér.
Bréfin sjálf má finna neðst í fréttinni
Rannsaka ásakanir um lygar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson