Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Föstudagur, 12. febrúar 2010
Furðulegt að birta svona könnun!
Það eru 636 spurðir 228 eru óvissir. Þá eru 407 eftir sem svara. Og af þeim eru 24 sem neita að svara og þá eru eftir 383. Sem þýðir að af þeim svöruð um 134 sem sögðust kjósa sjálfstæðisflokkinn. 99 sem sögðust kjósa Vg. 57 sögðust kjósa framsókn og 84 sögðust kjósa Samfylkinguna. En sem sagt 252 voru óvissir eða vildu ekki svara. Því eru vikmörk upp á +/- 5% segja þeir þannig að með vikmörkum gæti Vg verið stærri en Sjálfstæðisflokkunin eða minni en Samfylkingin. Samfylkingin gæti verið stærri en Vg og minni en framsókn. Ríkisstjórn Vg og Samfylkingar gæti verið með 58% fylgi eða 39%.
Ef horft er í þessar niðurstöðu þá er það mest áberandi að þeir fá ekki um 42% til að gefa upp sína skoðun. Við vitum að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sinn trygga kjósendahóp og fær alltaf minna í skoðunum því að fleiri kjósendur hans gefa upp atkvæði sitt í könnunum en hjá öðrum flokkum. Og gefa út fylgi flokka byggt á skoðunum 383 einstaklinga er ekki traustvekjandi.
Finnst það nánast skömm fyrir fyrirtæki að birta svona könnun.
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. febrúar 2010
Held að það ætti ekki að vera erfitt að leysa þetta mál!
Held að ef alþingismenn tækju sig saman í andlitinu og snöruðu af frumvarpi um VEÐLAG SKULDA. þ.e. að lán með veði í íbúðarhúsnæði væri bundið eigninni og kröfuhafar gætu ekki gengið að öðrum eignum en veðinu og þessi lög væri virk fyrir þau lán sem þegar hafa verið veitt, þetta mundi að mínu mati leysa þetta mál að mestu fyrir þá sem eru með lán yfir virði íbúðahúsnæðis.
Þetta mundi þýðia að fólk í þessari stöðu kæmist í mun betri samnings aðstöðu. Því þetta gæfi fólki möguleika að afhenda bara íbúðina án frekari skuldbindinga varðandi þessi lán. Eins með bílalán. Þetta muni hvetja banka til að laga skuldir fólks að veðum þeim sem sett eru fyrir þessum skuldum. Því annars fengju bankarnir að upplifa það að fá lykla af fjölda íbúða og húsa í hausinn og enginn til að kaupa það.
Boða til þriðja greiðsluverkfallsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. febrúar 2010
Svona andskotist nú til að klára þetta mál!
Hvernig má það vera að stjórnarandstaðan sem hefur alltaf talað fyrir því að það þurfi að semja aftur og ríkisstjórn sem vill koma þessu máli frá, geti ekki klárað þetta á skemmri tíma. Finnst að það skuli vera nú kominn mánuður frá því að þetta fólk fór að hittast og nú fyrst skuli menn vera að sættast um svo sjálfsögð mál eins og hverjir eigi að ráðleggja þeim með afbrigðum! Gera menn sér ekki grein fyrir því að hverri viku sem þetta mál dregst á langinn kostar okkur til framtíðar í verri kjörum og minnkandi líkum á fjárfestingum?
Halda menn að það sé freistandi fyrir menn og fyrirtæki að koma hingað og fjárfesta þegar að stjórnvöld og stjórnarandstaða eru upptekin í einhverjum leik sem aðallega snýst um hvernig hver og einn á að halda andlitinu eftir að málið er leyst? Menn flækja sig í hlutunum og snúast í hringi og ekkert kemst áfram á meðan. Það sem skiptir máli er að halda áfram. Ekki láta eitthvað mál og nokkra milljarða tefja það að hér hefjist uppbygging aftur.
Kröfðust pólitískra sátta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 7. febrúar 2010
Sáttasemjari???!
Er þetta rétt skýring/þýðing eða meining? Ég hef alltaf haldið að sáttasemjari sé einhver hlutlaus sem samningaaðilar koma sér saman um að leiði samningagerð. En nú eru hér allir að tala um að við þurfum að fá einhvern til að vera sáttasemjari! Held einhvern vegin að það sé ekki rétt hugsun að við getum framvísað einhverjum einstakling til að leiða sáttargerð milli þjóða. Sáttasemjari er einhver sem allir aðilar eru sammála um að leiði þessa vinnu og komi með málamiðlun þegar aðilar ná ekki lengra sjálfir.
Því skil ég ekki þessa umræðu. Það væri annað ef að menn væru að tala um mann til að leiða okkar samninganefnd. Eða standa vöru um okkar málstað og ná samningi fyrir okkur.
En sáttasemjari er einhver hlutlaus sem vinnur að því að ná þjóðum saman um samninga. Sbr. ríkissáttasemjari hér á landi.
Vanræksla hollenska seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. febrúar 2010
Gaman að við eigum svona klóka menn!
Dálítið furðulegt að Einar geti fullyrt svona eftir fund á vegum samtaka sem berjast fyrir
Meginbaráttumál Attac nú eru
Stýring á fjármálamörkuðum með skatti á gjaldeyrisbrask (Tobin-skatturinn)
Réttlát viðskipti í stað frjálsra viðskipta (fair trade, not free trade). Markmiðinu skal náð með lýðræðislegri stýringu Heimsviðskiptastofnunarinnar og alþjóðlegra fjármálastofnana á borð við AGS, Alþjóðabankann, Evrópusambandið, NAFTA, FTAA og G8.
Almenn og ókeypis gæði eins og loft, vatn og upplýsingar skulu varðar fyrir ágangi nýfrjálshyggjunnar.
Almenn félagsleg þjónusta skal varin fyrir ágangi nýfrjálshyggjunnar. Þar er átt við þjónustu á sviði heilbrigðismála, félagsþjónustu og félagslegra trygginga. Attac snýst gegn einkavæðingu lífeyris og heilbrigðiskerfisins. Það snýst einnig gegn erfðabreyttum matvælum.
Attac berst fyrir því að skattaskjólum alþjóðafyrirtækja og auðmanna sé lokað.
Attac berst fyrir sjálfbærri hnattvæðinu.
Attac best fyrir því að skuldir þróunarríkja skuli afskrifaðar.
Attac berst gegn Lissabon-sáttmálanum um stjórnarskrá fyrir Evrópu.
Held að það sé nú nokkuð ljóst að fundarmenn á þessum fundi tækju flestir undir málstað okkar um icesave. En að geta fullyrt að þetta eigi við um allann allmenning æu Noregi er nú kannski fullmikil alæhæfing.
Norskur almenningur skilur sjónarmið Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 3. febrúar 2010
Tafir á Icesave! Eru þær að kosta okkur 75 milljaðra á mánuði?!
Rakst á tilvísun í hagfræðingin Gunnlaug H. Jónsson. Það slær hann á það að kyrrstaðan vegna Icesave kosti okkur um 75 milljaðra. Ólína Þorvarðardóttir byrtir lokin á viðtali við hann sem var á morgunvakt Rásar 2 í gær.
Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum.
Mikið var að einhver reyndi að setja einhvern verðmiða á þeim töfum sem orðið hafa.
Nýtt mat liggur ekki fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Þetta er einmitt það sem ég hef sagt og beðið um!
Ég hef viljað að einhver segði okkur hvað það að draga þetta Icesave eða fella það kostar okkur. Það er ljóst að lánhæfi okkar er á hraðri niðurleið. Og þó menn segja að það skipti ekki máli þar sem við erum ekki að taka lán á markaði núna þá væntanlega þurfum við þess í framtíðinni. Í dag heyrði ég að skuldatryggingarálag ríkisins sé komið í 900 punkta á nokkra ára lán. Og almennt skuldatryggingarálag sé um 700 punktar. Það þýðir að öll lán til okkar fá á sig um 7 til 9% auka vaxtaálag þar sem að tryggingar á þeim eru dýrar. Svo eru menn að tala um að 5.55% vextir á Icesave lánin drepi okkar hvað þá með þau lán sem við þurfum að endurfjármagna næstu árinn og þurfum kannski að borga 10% vexti af.
Þórólfur og Friðrík Már eru náttúrulega stimplaðir málpípur ríkisstjórnarinnar af því þeir leyfa sér að vera raunsæir auk þess sem þeir unnu minnir mig báðir fyrir ríkisstjórnina haustið 2008 m.a. Friðrík Már að áætluninni fyrir AGS. Og þeir vita sjálfsagt mun meira um þetta mál en aðir fræðingar þar sem þeir hafa forsendur sem aðrir hafa ekki. En af fenginni reynslu verða þessi skrif hans eins og önnur dæmd sem landráð af fólki sem trúir Framsókn og Sjálfstæðismönnum af því að það er svo auðvelt. Bara ekkert að borga og allt reddast! Minni samt fólk á að sjálfstæðismenn voru á því að það þyrfti allt að gera til að semja um þetta mál, alveg fram til 1 febrúar2009 þegar þeir hættu í ríkisstjórn. Formaður þeirra Geir Haarde var á því, Árni Matt var á þeirri skoðun. Þessir menn vissu eins og Steingrímur að það er ekki allt fallegt sem er enn í pokanum um framgöngu okkar. Vísa t.d. í ummæli starfsmanns Seðlabanka Hollands síðan í gær. Þetta er það sama og við höfum heyrt frá Bretlandi. Þ.e. opinberar stofnanir okkar fullvissuðu erlendar eftirlitsstofnandi um að hér væri allt í lagi.
Eftirfarandi er af www.pressan.is
02. feb. 2010 - 14:46Forstjóri FME: Einhver laug - hver það var, verður upplýst og sannleikurinn verður sagður
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) segir ljóst að að upplýsingar sem Íslendingar gáfu hollenskum yfirvöldum um stöðu Landsbankans og Icesave-reikninganna hafi verið rangar. Einhver hafi logið neðar í keðjunni. Hver eða hverjir það voru muni verða upplýst og sannleikurinn mun koma í ljós.Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, segir að einhver hafi logið til um stöðuna á Icesave
Eins og Pressan skýrði frá í gær sagði Arnold Schilder, framkvæmdastjóri innra eftirlits Seðlabanka Hollands í gær, að Íslendingar hefðu logið til um stöðu Landsbankans og Icesave-reikninganna.
Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, tekur undir þetta í samtali við Pressuna.
En hefði Fjármálaeftirlitið getað vitað um raunverulega stöðu hjá bönkunum?Þær upplýsingar sem við fengum frá bönkunum og höfðum aðgang að, voru ekki réttar. Það kom seinna í ljós. Sannleikurinn var allt annar hvað varðar gæði eignasafnsins og þar af leiðandi styrk bankanna. Það vitum við nú.Gunnar segir að sannleikurinn í málinu muni koma í ljós og menn muni finna þann eða þá sem lugu.Já, ég held að við hefðum getað það hefðum við haft meiri mannafla og getað grafið dýpra en þar var skortur á. Að auki var vöxturinn það hraður að erfitt var að halda utan um það. Hvort einhver hafi logið einhverju til viðbótar, það er vonlaust fyrir mig að svara því. Ég veit bara að upplýsingarnar voru ekki réttar. Einhver laug neðar í keðjunni, það hlýtur bara að vera.
Já, ég á von á því að það verði upplýst. Ég get ekki svarað því hvar eða hvenær, það tekur tíma að grafa það upp endanlega. Sannleikurinn mun koma í ljós en allur sannleikurinn verður ekki sagður alveg strax.
Dýrt að hafna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Sýnist að fólk sé ekki að ná þessari frétt hér á blogginu
Held að Steingrimur sé að benda fólki á staðreyndir sem mörgum hefur sést yfir.
- Staðreyndir sem hafa háð okkur í þessum samningum. Ég geri ráð fyrir að það séu m.a. rangar upplýsingar sem hafi komið frá Íslandi um stöðu banka og Icesave. Þar sem erlendum aðilum m.a. Hollenska seðlabankanum voru gefnar rangar upplýsingar. Og það frá opinberum stofnunum m.a. Seðlabanka og FME
- Þessi staðreynd hefur veikt samningsstöðu okkar og skapað ríkinu auknar ábyrgðir. Þetta skýrir kannski líka það að Steingrímur skipti algjörlega um skoðun á þessu máli eftir að hann var kominn í ríkisstjórn
- Eins hefur þetta gefið andstæðingum vopn í hendurnar sem þeir hefðu beitt ef við hefðum minnst á þetta opinberlega.
Held að fólk eigi eftir að heyra ýmislegt um þetta mál sem það hafði ekki hugmynd um áður. Og eins þá gæti komið upp sú staða að fólk skipti um skoðun. Sbr:
Ég trúi því að innan skamms komi fram ýmsar upplýsingar sem muni skýra í hversu erfiðri stöðu stjórnvöld hafa verið í raun og veru frá upphafi í þessu máli vegna forsögunnar, sagði Steingrímur eftir ríkisstjórnarfund.
Og svo fréttir gærdagsins
Schilder sagði að ítrekað hefði verið haft samband við íslenska seðlabankann en svörin hefðu ávallt verið á sömu leið, jafnvel eftir fall Lehman Brothers. Engin vandamál væru með Icesave og ekki nokkur ástæða til að hafa áhyggjur. Schilder sagðist sjálfur hafa tekið málið upp við yfirmenn íslenska seðlabankans og Nout Wellink seðlabankastjóri hefði gert slíkt hið sama. Svörin hefðu verið lofsöngur um Landsbankann.
Erfið samningsstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Það er ekki sama hver túlkar þessa skoðanakönnun!
Á eyjan.is segir um sömu könnun:
Könnun: Möguleiki á vinstri stjórn í Reykjavík. Framsókn fær engan fulltrúa kosinn
Stjórnarflokkarnir, Samfylkingin og Vinstri hreyfingin - grænt framboð, gætu myndað meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ef úrslit sveitarstjórnarkosninganna verða í samræmi við Gallup-könnun sem sagt var frá í seinni fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt og heldur sjö fulltrúum, en Framsóknarflokkurinn fengi engan borgarfulltrúa kjörinn
Og síðar:
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er því fallinn samkvæmt þessu. VG og Samfylkingin gætu hins vegar myndað nýjan átta manna meirihluta. Hvor um sig gæti líka gangið í eina sæng með sjálfstæðismönnum.
Og þannig má túlka þessar niðurstöður líka áfram. Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf með sitt fasta fylgi og trygga kjósendur og mælast því nær alltaf hærri í könnunum en í kosningum. Og því mætti segja að meirihlutinn sé kolfallinn.
T.d. má benda á að sjálfstæðismenn fengu 40% atkvæða þegar að Björn Bjarna leiddi listann.
Sjálfstæðisflokkur í sókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 1. febrúar 2010
Furðuleg frétt! Eða kannski ekki!
Það er merkilegt að Hollenskumælandi maður finnur ekki þessa leiðréttingu sem mbl.is talar um. Þ.e. að ekki hafi verið nefndur Seðlabanki Íslands heldur aðeins FME
Eftirfarandi er tekð af Silfri Egils
1.2, 2010 - Rita ummæli »
Seðlabankinn eður ei
Hollenskumælandi lesandi síðunnar sendi þetta bréfkorn.
Gott kvöld.
Á vefnum mbl.is (kl. 18:47) sé ég m.a. þetta:
Arnold Schilder, fyrrum yfirmaður hollenska bankaeftirlitsins, nefndi ekki Seðlabanka Íslands, í framburði sínum fyrir hollenskri þingnefnd í dag, þegar hann sagði að íslenskir kollegar sínir hefðu logið að hollenska seðlabankanum um stöðu Landsbankans árið 2008 .
.Á vef blaðsins Het Financieele Dagblad hefur frétt um málið verið breytt og segir þar nú að íslenska fjármálaeftirlitið hafi sagt hollenska seðlabankanum ósatt um stöðu Landsbankans.
Kl. 22:00 sama kvöld sé ég þetta á vef Het Financieele Dagblad:
De IJslandse centrale bank heeft De Nederlandsche Bank voorgelogen over de toestand van Landsbanki, het moederbedrijf van de IJslandse internetspaarbank Icesave waar veel Nederlanders hun geld verloren.
Dat zei Arnold Schilder, tot 2008 directeur Toezicht bij DNB maandag tegen de commissie-De Wit. Deze commissie doet onderzoek naar de oorzaken van de kredietcrisis.
Ik kan niet anders zeggen dan dat de IJslandse collegas ons hebben voorgelogen, zei Schilder. Samen met DNB-president Wellink trok hij met zorgen over Landsbanki keer op keer aan de bel bij de IJslandse centrale bank. Het was steeds een halleluja verhaal, zei Schilder over het antwoord van de IJslanders. In oktober 2008 gingen Landsbanki en Icesave toch failliet.
Ég sé ekkert annað um þetta á vef Het Financieele Dagblad. Enga leiðréttingu. Gæti Morgunblaðið sett upp krækju á mbl.is svo hægt sé að lesa hina leiðréttu frétt um að Schilder hafi nefnt íslenska fjármálaeftirlitið en ekki íslenska seðlabankann?
Talaði ekki um Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson