Leita í fréttum mbl.is

Sáttasemjari???!

Er þetta rétt skýring/þýðing eða meining? Ég hef alltaf haldið að sáttasemjari sé einhver hlutlaus sem samningaaðilar koma sér saman um að leiði samningagerð. En nú eru hér allir að tala um að við þurfum að fá einhvern til að vera sáttasemjari! Held einhvern vegin að það sé ekki rétt hugsun að við getum framvísað einhverjum einstakling til að leiða sáttargerð milli þjóða. Sáttasemjari er einhver sem allir aðilar eru sammála um að leiði þessa vinnu og komi með málamiðlun þegar aðilar ná ekki lengra sjálfir.

Því skil ég ekki þessa umræðu. Það væri annað ef að menn væru að tala um mann til að leiða okkar samninganefnd. Eða standa vöru um okkar málstað og ná samningi fyrir okkur.

 En sáttasemjari er einhver hlutlaus sem vinnur að því að ná þjóðum saman um samninga. Sbr. ríkissáttasemjari hér á landi.


mbl.is Vanræksla hollenska seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mediator var orðið, sem prófessorinn notaði. Þýðir það ekki milligöngumaður?  Það er eðlismunur á því og sáttasemjara, eða hvað?

Soros (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 21:12

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú það er rétt hjá þér en blöð og vefmiðlar eru allir að tala um sáttasemjara! En það er eins með millgöngumann eða menn að þeir þurfa að hafa samþykki frá öllum aðilum til að geta gengið á milli eða komið á samningum. Það er því ekki okkar að ráða slíkan mann. Heldur getum við í besta falli bent á þennan möguleika.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.2.2010 kl. 22:23

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég held reyndar að stundum sé verið að tala um ráðgjafa eða aðila sem hafi burði til að finna nýja leið.

Magnús, hefur þú séð grein Kristrúnar Heimisdóttir í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar lýsir hún undirbúningi sem fór fram í ráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar sem utanríkisráðherra og síðan samningleið sem Steingrímur J fjármálaráðherra hafi farið, sem tveim ólíkum leiðum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2010 kl. 00:02

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað eru stjórnvöld að gera þvílíkt landráð sem hér verið að framkvæma er vart hægt að hugsa sér að sjálfsögðu verðum við að fara að klára icesave málið og snúa okkur að öðrum málum stærri en það er höfuð atriði að það náist sátt um það meðal borgara þessa lands hvernig við greiðum icesave skuldina annars verður ekki hægt að stjórna þessu landi með þeim stjórnarháttum sem eru í boði!

Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband