Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Svo erum við að tala um vonda útlendinga

Það er náttúrulega ljóst að Seðlabanki og FME voru gjörsamlega óhæf Í frétt af sama máli á www.pressan.is  segir

Framkvæmdastjóri í Seðlabanka Hollands sagði við yfirheyrslur rannsóknarnefndar hollenskra stjórnvalda um efnahagshrunið, að Seðlabanki Íslands hafi logið til um stöðu Icesave-reikninga Landsbanka Íslands og sagt hana betri en raun bar vitni.

Hin svo kallaða de Wit rannsóknarnefnd í Hollandi kallaði í dag starfsmenn Seðlabanka Hollands fyrir nefndina í tengslum við Icesave.  Arnold Shilder, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra eftirlitsdeildar Seðlabanka Hollands á árunum 1998 - 2008, bar vitni fyrir nefndinni í dag og var spurður um af hverju eftirlit Hollendinga með Icesave-reikningum Landsbankans hafi brugðist.

„Ég get ekki sagt annað en íslenskir starfsfélagar okkar hafi logið að okkur.“

Hann segir að starfsmenn hollenska seðlabankans hafi reglulega haft samband við starfsmenn Seðlabanka Íslands vegna þess að þeir höfðu áhyggjur af stöðu Icesave.

„En við fengum bara stanslausar Halelúja-sögur.“

Seðlabankastjóri Hollands og fjármálaráðherra landsins hafa verið kallaðir fyrir nefndina á fimmtudag.

Það er ekki nema von að okkur sé ekki treyst í þessu máli og þeir hafi gengið hart að okkur.  Mönnum hér virðist alveg fram að hruni fundist að hér væri hægt að bjarga öllu. Á meðan sat Davíð og co og voru að berja saman Neyðarlögin en sögðu öllum að hér væri allt í lagi.

PS Smá viðbót af www.ruv.is

„Íslenskir starfsbræður okkar, ég get ekki lýst því öðruvísi en að þeir hafi logið að okkur" sagði Schilder við De Wit rannsóknarnefndina, sem kannar aðdraganda bankahrunsins í Hollandi. Rannsóknin fer fram fyrir opnum tjöldum og framburður vitna er í beinni útsendingu.

Schilder sagði að ítrekað hefði verið haft samband við íslenska seðlabankann en svörin hefðu ávallt verið á sömu leið, jafnvel eftir fall Lehman Brothers. Engin vandamál væru með Icesave og ekki nokkur ástæða til að hafa áhyggjur. Schilder sagðist sjálfur hafa tekið málið upp við yfirmenn íslenska seðlabankans og Nout Wellink seðlabankastjóri hefði gert slíkt hið sama. Svörin hefðu verið lofsöngur um Landsbankann.

Schilder sagði að oft tæki dágóða stund að fá skýr svör frá erlendum seðlabönkum en Ísland væri algjörlega sér á báti: „Þeir voru þeir einu sem höfðu okkur að fíflum" sagði Arnold Schilder.

Haldið þið að orð Ólafs kalli ekki fram viðbrögð frá útlönum og þetta sé tilviljun að þetta komi núna


mbl.is Segir Íslendinga hafa logið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er náttúrulega stórhættuleg braut sem Ólafur er komin á!

Bendi fólki á að lesa grein Karls Th í heild hér.

Síðan vill ég benda á færslu Eiríkis Bregmanns hér En hann segir m.a.

Þann 5. janúar sl. breyttist stjórnskipan landsins, þegar forsetinn neitaði að skrifa undir lög frá Alþingi í annað sinn og festi þar með í sessi þá nýju skipan að forsetinn væri nú kominn í pólitík. Fráleitt er að halda því fram að með synjun sinni hafi hann í einhvers konar afstöðuleysi aðeins verið að færa málið til þjóðarinnar, því ef svo væri ættu ansi mörg önnur mál að fara þá leið – sem sami forseti hefur semsé kosið að veita ekki inn í allsherjaratkvæðagreiðslu. Með því að synja Icesave-lögunum staðfestingar tók forsetinn klárlega afstöðu gegn ríkisstjórninni í málinu. Réttast væri fyrir alla hlutaðeigendur að viðurkenna það. Óþarfi að deila um keisarans skegg.

En ekki nóg með það. Ekki aðeins hefur Ólafur Ragnar Grímsson breytt stjórnskipan landsins með þeim hætti að nú þurfa stjórnvöld fyrst að heyra ofan í forsetann áður en þau dirfast að leggja umdeild mál fyrir þingið heldur er forsetinn nú einnig farinn að reka sjálfstæða utanríkistefnu, jafnvel í berhögg við stefnu stjórnvalda. Lengst af var sá skilningur uppi að forsetinn ætti aðeins að flytja stefnu stjórnvalda á erlendum vettvangi enda væri hann ábyrgðarlaus að stjórnarathöfnum. En nú er þessi skilningur einnig gjörbreyttur.

Undanfarna daga hefur forsetinn nefnilega gert víðreist í erlendum fjölmiðlum og birst umheiminum sem nánast eini fulltrúi Íslands. Skeleggur hefur hann skorað bresk stjórnvöld á hólm í Icesave-málinu og meira og að segja tekist að særa fram viðbrögð Alistair Darlings, fjármálaráðherra Bretlands, sem hingað til hefur lítil færi á sér gefið í málinu. Í þessum viðtölum hefur hann talað gegn Icesave-samkomulaginu og þar með gegn opinberri stefnu íslenskra stjórnvalda í alvarlegustu milliríkjadeilu sem komið hefur upp hér á landi í áratugi.

Af umræðum að dæma þykist ég nokkuð viss um að stór hluti Íslendinga sé afar ánægður með framgöngu forsetans í erlendum fjölmiðlum og í málinu öllu. Hér skal ekki deilt um Icesave-málið almennt en nú er það klárlega forsetinn sem ræður för. Ríkisstjórnin fylgist með álengdar. Eftir atburði undanfarna vikna eru erlendir stjórnmálamenn og alþjóðapressan einnig farin líta svo á að forsetinn sé sá valdamanna á Íslandi sem öllu ræður.

Óháð því hvaða skoðun menn kunna að hafa á framgöngu forsetans eða aðgerðum ríkisstjórnarinnar – eða eftir atvikum aðgerðarleysi – skulum við gera okkur grein fyrir því að valdahlutföllin í stjórnskipaninni eru að breytast án þess að nokkur umræða hafi farið fram eða ákvarðanir um það teknar

Stefnum við það því að forsetinn verði án umræðu einráður hér á landi sem geti haldið fram sinni stefnu án þess að bera undir Alþingi eða stjórnvöld.


mbl.is „Taktu leikhlé, herra forseti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband