Leita í fréttum mbl.is

Það er ekki sama hver túlkar þessa skoðanakönnun!

Á eyjan.is segir um sömu könnun:

Könnun: Möguleiki á vinstri stjórn í Reykjavík. Framsókn fær engan fulltrúa kosinn

Stjórnarflokkarnir, Samfylkingin og Vinstri hreyfingin - grænt framboð, gætu myndað meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ef úrslit sveitarstjórnarkosninganna verða í samræmi við Gallup-könnun sem sagt var frá í seinni fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt og heldur sjö fulltrúum, en Framsóknarflokkurinn fengi engan borgarfulltrúa kjörinn

Og síðar:

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er því fallinn samkvæmt þessu. VG og Samfylkingin gætu hins vegar myndað nýjan átta manna meirihluta. Hvor um sig gæti líka gangið í eina sæng með sjálfstæðismönnum.

Og þannig má túlka þessar niðurstöður líka áfram. Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf með sitt fasta fylgi og trygga kjósendur og mælast því nær alltaf hærri í könnunum en í kosningum. Og því mætti segja að meirihlutinn sé kolfallinn.

T.d. má benda á að sjálfstæðismenn fengu 40% atkvæða þegar að Björn Bjarna leiddi listann.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manstu hvað ristjóri Morgunblaðsins heitir?

Daví Oddsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband