Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Þriðjudagur, 16. mars 2010
Halló, halló "Nýtt Ísland"!!!!!
Bara svona að benda ykkur á að síðustu daga hafa allir verið brjálaðir út í Árna Pál sem leyfði sér að að stinga upp á afskriftum af bílalánum niður í 110% af markaðsvirði bifreiða. Svo ég leyfi mér að halda því fram að þetta flaut ykkar sé dálítið falskt!
Síðan leyfi ég mér að undrast þennan kafla í þessari frétt:
Samtökin, sem standa að heimasíðunni nyttisland.is, rita að á meðan Íslandsbanki hafi tekið stöðu gegn krónunni á efri hæðum bankans hafi skósveinar bílalánadeildarinnar tekið að útdeila lánum í erlendum myntkörfum til grandalausra lánatakenda sem sitji nú eftir með sárt ennið í skuldasúpunni: Í dag er verið að afskrifa tugi milljarða króna til vina og þeirra sem tengdust útrásinni í gegnum spillt bankakerfi, fullyrða samtökin.
Eru samtökin ekki að rugla saman einstaklingum og fyrirtækjum. Minni á að að mest af þessum skuldum útrásarmanna eru við fyrirtæki. Og um fyrirtæki gildir að þar eru eigendur yfirleitt ekki í persónulegum ábyrgðum. Því þannig eru lög í landinu. Og ef þú gengur of nærri fyrirtækinu er það bara látið rúlla. Og þar með eru eigendur ekki ábyrgir lengur! Þannig er þetta og hefur verið og því verður ekki breytt eftir á.
Eins þá finnst mér furðulegt að tala um "grandalausa lántakendur" Eins hver sem tekur lán á ekki að vera grandalaus. Fólk verður að taka ábyrgð á að skuldsetja sig og leita eftir bestu kjörum og reikna með áföllum. Þó hér hafi málin þróast út fyrir það sem fólk gat reiknað með. Og það þarf að laga. Og þegar stjórnvöld koma fram með tillögur sem mér finnst raunhæfar þá fara allir á hliðina af því að hugsanlega gæti það þýtt hærri upphæðir í afskritir fyrir einstaka menn. Hugsa að fyrir staðan betri með bílalánin miðað við þetta heldur en hún var 2008 því að verðgildi bíla hefur skv. skatti rýrnað um kannski 10 til 15%.
Mótmæla við Íslandsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 15. mars 2010
Það er nú erfitt að gera sumum til hæfis
Menn hafa verið að berja á ríkisstjórninni vegna þessara bílalána og kvartað yfir að ekki hafi nóg verið gert. Nú kynni Árni aðgerðir sem væru raunhæf kjarabót! En viti menn þá eru menn með allt á hornum sér og tala um ódýrt útspil. Held svona í fljótu bragði þá sé ekkert sem ríkisstjórnin geti gert sem þessi samtök yrðu ánægð með. Nú vilja þau bíða eftir niðurstöðu dómsstóla. En halló er ekki verið að tala um að gerðir fyrir fólk sem kuldar mikið í bílalánum þoli ekki bið!
Held að þessi hagsmunasamtök þurfi að fara hugsa sinn gang og talsmenn þeirra að hætta að tala út frá sínum persónulegu hagsmunum.
Saka Árna Pál um ódýrt útspil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 14. mars 2010
Svei mér þá! Það leynist skynsemi í Framsókn eftir allt.
Það er kannski von um betri tíma hjá Framsókn þegar þetta fólk tekur við flokknum. SUF ályktar af skynsemi um aðildarviðræður við ESB
Samband ungra framsóknarmanna fagnar því að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé í eðlilegum farvegi og áréttar að ESB umsókn og Icesave eru tvö aðskilin mál. Íslensk stjórnvöld megi því alls ekki gefa eftir í Icesve málinu vegna umsóknarinnar.
Og svo segis síðar í þessari frétt
Ef til aðildarviðræðna kemur mun reyna á íslensku samninganefndina að verja íslenska hagsmuni í samræmi við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins frá 2009 um aðildarviðræður að Evrópusambandinu.
Einmitt þau vitna í ályktun flokksþing flokksins frá 2009. Þar var jú Framsókn að opna á aðildarviðræður undir ákveðnum skilyrðum. En flestir þingmenn flokksins ætluðu sé aldrei að fara eftir þessu.
Vildi að fleiri framsóknarmenn á þingi tækju undir með SUF, Siv Friðleifs og Guðmundi Steingríms.
SUF fagnar því að ESB viðræður séu í eðlilegum farvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 13. mars 2010
Þetta sýnir hverning stefna Sjálfsstæðismanna hefur leikið okkur!
Ef litið er á bæði árin 2008 og 2009 saman, þá er heildarsamdráttur þjóðarframleiðslu í kreppunni mestur í Finnlandi (6,6%) og næst mestur í Danmörku (6,0%). Ísland er í þriðja sæti með samtals 5,5% samdrátt, litlu meira en Svíþjóð (5,1%). Þetta kemur fram í grein Stefáns Ólafssonar prófessors í fréttabréfi Þjóðmálastofnunar.
Það sést vel á þessu tölum að önnur ríki Norðurlanda hafa orðið fyrir meiri samdrætti en við en samt sem áður standa þau mun sterkar. Þetta eru líka ríki þar sem fólk hefur lært af reynslunni. Hér á landi erum við að takast á við að hugmyndafræði sem gekk út á engin höft, nær ekkert eftirlit og drauma um algjört frelsi! Hugmyndafræði Sjálfstæðismanna hefur hér með hrunið í andlitið á okkur.
Hér trúðu Sjálfstæðismenn að eðli markaðsins væri að haga sér þannig að allir myndu fara varlega en gleymdu alveg græðginni sem alltaf er fylgifiskur kapitalisma. Sem og að menn voru hreinlega vitlausir sem fóru með stjórn fyrirtækja og banka.
Þetta er úr ályktun þeirra á Landfundi 2007. Vek sérstaklega athygli á bláa kaflanum.
Efni tengt 37. landsfundi 2007Ályktun um viðskipta- og neytendamál
Frelsi í viðskiptum hefur ævinlega verið leiðarljós Sjálfstæðisflokksins og er grundvöllurinn að stefnu hans í þessum málaflokki. Sjálfstæðisflokkurinn telur að hag landsmanna sé best borgið þegar frelsi í viðskiptum og frjáls samkeppni á markaði eru sem mest. Ríkið á ekki að taka beinan þátt í atvinnulífinu en hefur mikilvægu hlutverki að gegna við að þróa leikreglur og viðhalda þeim til að heilbrigt viðskiptalíf geti þrifist og starfrækja þær stofnanir sem valda því hlutverki að farið sé eftir þessum leikreglum.................
Traust efnahagsstjórn er undirstaða öflugs viðskiptalífs. Efnahagsstjórn síðustu ára á Íslandi hefur átt stóran þátt í að skapa traust á íslensku viðskiptalífi og hefur það leitt til þess að einstaklingar og fyrirtæki hafa áhuga á að hafa atvinnustarfsemi hér á landi og leggja til hennar fé. Stjórnvöld hafa á síðustu árum lagað mjög viðskiptaumhverfið, meðal annars með því að auðvelda viðskipti við önnur ríki og gera fyrirtækjum kleift að hasla sér völl erlendis. Það er mikilvægt að áfram verði unnið að því að bæta viðskiptaumhverfið, sérstaklega með það að leiðarljósi að efla stöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í harðri alþjóðlegri samkeppni. Tryggja þarf að allt starfsumhverfi þeirra sé áfram í fremstu röð...........
............
Einkavæðing, skattalækkanir og aukið frelsi í viðskiptalífinu hafa skilað bæði íslensku viðskiptalífi og íslenskum neytendum miklum ávinningi.
Fyrirtæki í einkageiranum eru farin að færa sig inn á fleiri svið en áður með jákvæðum ávinningi fyrir neytendur. Húsnæðislánamarkaðurinn er dæmi um þær framfarir sem orðið hafa í íslensku viðskipta- og atvinnulífi á síðustu árum Tryggja skal aðgengi að húsnæðislánum óháð búsetu.........
Mikilvægt er að kostir viðskiptalífsins og almennrar markaðsstarfsemi verði nýttir betur á fleiri sviðum. Þetta er ekki síst brýnt á sviði menntamála og heilbrigðismála þar sem mikið liggur við að framfarir verði örar, góður árangur náist og fjármunir nýtist sem best. ...................... [eins gott að þau voru ekki komin meira inni í skóla og heilbrigðiskerfið]
Með því að hleypa viðskiptasjónarmiðum frekar að má því gera ráð fyrir örari þróun, hagræðingu í rekstri og auknum möguleikum á útflutningi á þekkingu og þjónustu. Hið sama má segja um menningarmál, þar kunna að vera auknir möguleikar fyrir hendi ef samkeppnisstaða einkaaðila verður bætt.
Hið opinbera þarf stöðugt að huga að því að lögbundið eftirlitskerfi verði ekki of íþyngjandi fyrir atvinnulífið og þarf að gæta þess að gera ekki óþarfar kröfur til atvinnulífsins og taka ekki upp meira regluverk en nauðsyn krefur. Þá skal lögð áhersla á að eftirlit verði eftir því sem kostur er í höndum einkaaðila, meðal annars með því að fyrirtæki njóti innra eftirlits. Það að ákvörðunarvald um hvaða kröfur skuli gerðar liggi hjá hinu opinbera, þarf ekki að þýða að ríkið þurfi sjálft að hafa allt eftirlitið með höndum. .......................
Meiri samdráttur í Finnlandi og Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 13. mars 2010
Er það eðlilegt að bændur sjái um þetta sjálfir?
Ný stofnun kostar milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 13. mars 2010
Er þetta það sem menn kalla "ekki frétt"?
Furðuleg frétt verð ég að segja! Nokkur atrið sláandi furðuleg:
Þeir vísuðu til íslenskra fræðimanna sem töldu að skuldin yrði á endanum svipuð þeim upphæðum sem önnur hafa líka þurft að leggja til, til að bjarga sínum bankakerfum. En þar vantaði algerlega inn í myndina áhættan sem fylgi slíkum útreikningum og tókum við nokkurn tíma í að leiðrétta þar rangar forsendur.
Hvað áhættur fylgja útreikningum. Hef aldrei vitað að það væri áhætta fólgin í að reikna úr. Og heldur að Indefence að það sé áhætta fyrir önnur lönd en okkur. T.d. hvort þeir ná nokkurntíma út þeim peningum sem þjóðir hafa þurft að leggja í banka hjá sé.
Hollensku þingmennirnir spurðu hvort við sæjum einhverja lausn á Icesave deilunni en við sögðum að við vildum frekar ræða forsendur og grunnatriði. Við værum ekki ríkisstjórn Íslands og hlutverk okkar aðeins að kynna málið frá okkar sjónarhorni.
Nú þetta er furðulegt. Ég hef nú ekki heyrt það fyrr að bæði heðfu þeir ekki lausnir á Icesave. Og hvaða hlutverk er hann að tala um? Er það þá að þessi fundur var til að kynna málið frá sjónarhorni Indefence? Er það ekki nokkuð vel í lagt að fá fund til að kynna Hollenska þinginu málið frá sjónarhorni 15 til 20 manna hóps.
Ragnar segir þetta fyrsta opinbera fundinn sem íslenskir aðilar eiga með þingmönnum í Hollandi til að ræða Icesave málið. Aðspurður segir hann ekki útilokað að eiga álíka fund með þingmönnum Breta en enn sem komið er sé slíkt bara hugmynd.
Biddu var þetta opinber fundur? Hann var þó hvorki á vegum Alþingis né Ríkisstjórnar.
Og loks finnst manni að málflutningur Indefence sé sífellt að þynnast út. Í upphafi fannst þeim auglóst að við ættum ekkert að borga. En síðan hefur hann smátt og smátt grynkað og nú er það að þeim finnst vextirnir háir og Hollendingar gætu hagnast á vöxtunum. En þessir drengir vita að það er einmitt það sem Hollendingar og Bretar eru að bjóða okkur nú. Þ.e. vaxtalaust tímabil og hugsanlega lægri vexti. Þannig að þar fer ekkert nýtt.
Og það sem honum þótt helst hafa komið út úr þessu er:
Þegar spurt er hvað fundurinn skilji eftir segir Ragnar það í fyrsta lagi mikla löngun til að tala aftur við hollensku þingmennina.
Spurðu hvassra spurninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 12. mars 2010
Gaman að þessu!
Væri nú gaman að þessi menn sem hrópa hér og þar um að "þolinmæði sé þrotin" segðu fólki hvernig fara eigi að þessu:
- Það vita allir að allt er hér í frosti vegna Icesave.
- Hingað vilja engir koma að fjárfesta
- Vaxtakjör okkar erlendis eru þannig að það kemur í veg fyrir erlendar lántökur eða fjárfestingar
- Það er ljóst að ef ríkið færi að handstýra vöxtum þá myndu allir fjárfestar verða fyrst hræddi
- Það er rætt um mikla peninga í bönkum núna sem séu "atvinnulausir "
- En menn gleyma þvi að þessar innistæður eru í Íslenskum krónum. Og duga því lítt til fjárfestinga í framkvæmdum því að gjaldeyrisforði okkar að ófrágegnu Icesave er svo lítill
- Og eins að sökum stöðu okkar og skuldatryggingarálags, hárra vaxta vegna verðbólgu og fleira þá er svo dýrt að nota þessa peninga.
Því held ég að öllum ætti að vera það ljóst að okkur er það lífsnauðsynlegt að koma áætlun AGS í ganga og endurskoðun. Sem og að leysa Icesave. Þessi seinkun er að éta undan Íslensku efnahagslífi.
Ég þarf svo ekki að nefna að okkur er einnig nauðsynlegt að horfa til lengri framtíðar og tryggja að svona komi ekki hér fyrir aftur. Og raunhæfasta leiðin er sú held ég að
- Halda áfram með umsókn okkar að ESB og upptöku evru í framtíðinni.
- Það myndi koma í veg fyrir svona gengishrun aftur
- Það myndi leysa úr deilum um verðtryggingu lána
- Það myndi auðvelda allar áætlanir til framtíðar bæði fyrir ríki, fyrirtæki og einstaklina.
Þolinmæðin er á þrotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. mars 2010
Það veltur allt á Icesave!
Ég veit ekki hvernig hægt er að berja þetta inn í hausinn á fólki. Þessi yfirlýsing er ein af mörgum sem ætti að sýna fólki fram á þetta.
Best að vitna hér aftur í í þessa frétt sem er tengd færslunni, ef að fólk hefur ekki skilið þetta:
Við stefnum að því að hjálpa Íslandi að koma efnahagslífinu af stað aftur, svo Ísland geti byrjað upp á nýtt, er haft eftir Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur hjá dönsku Ritzau fréttastofunni eftir fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í dag.
Norðurlöndin eru tilbúin til þess að hjálpa Íslandi útúr fjármálakreppunni en hins vegar er mikilvægt að komist verði að samkomulagi um endurgreiðslu til Breta og Hollendinga vegna Icesave. Þetta segir danski viðskiptavefurinn Börsen meginniðurstöðu fundar utanríkisráðherra Norðurlandanna í dag.
Þetta er eitthvað sem sagt hefur verið frá upphafi. Og þó að Sigmundur og Bjarni segi eitthvað annað þá sorry hafa þeir ekki hugmynd um hvað þeir eru að segja enda er það ekki þeim í hag.
Það á að vera krafa fólks að Icesave verði frágengið og samþykkt af Alþingi fyrir lok næstu viku eða í síðasta lagi eftir hálfan mánuð. Og þegar því verði lokið verði farið í að halda áfram áætlun AGS og um leið að tilbunar verið þær frekari aðgerðir sem boðaðar hafa verið fyrir skuldug heimili. Þ.e. eftir 3 vikur. Stjórnarmeirihlutinn þarf að vera samstæður og vinna að því að keyra mál áfram. Sýna fólki að nú séu stjórnvöld og Alþingi komnir í gírinn. Bjóða stjórnaandstöðu með í verkinn en visa þeim frá sem ætla að tefja málin.
Það er ekki vafi um að samkomulag milli Íslands og Hollands mun greikka leiðina að lánum frá hinum Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum," sagði Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar (www.visir.is )
Sorry ég er ekki að kaupa það að allar þjóðir í Evrópu séu að kúga okkur. Halda menn að þeirra lögfræðingar séu ekki búnir að fara yfir málið. Sér í lagi á Norðurlöndum og kanna hvort að við höfum skyldur til að borga af Icesave. Halda menn að allir lögfræðingar nema Íslenskir skilji ekki málið?
Segist vilja hjálpa Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 11. mars 2010
Parísarklúbburinn!
Fann eftirfarandi um Parísarklúbbinn á vef Jóns Indiafara
Fyrst þetta:
Klúbburinn setur rammann og útlistar skilyrðin í megindráttum en svo verða einstök aðildarríki að semja og gera tvíhliða samning við sína skuldunauta. Aðildarríkin verða hins vegar að semja innan þeirra skilyrða (ramma) sem ákveðin var á fundi klúbbsins.
Og síðan
Frá stofnun klúbbsins hefur hann gert 409 samninga við 86 skuldsett ríki um frestun á lánum eða fellt niður lán að hluta eða að öllu leyti. Nýlega felldi klúbburinn niður allar skuldir Haítís en sú eyja hefur gengið í gegnum gífurlega erfiðleika undanfarna áratugi, jafnt af völdum náttúrunnar og manna. Skuldastaða Íraks er einnig í athugun en hugsanlega verða skuldir landsins felldar niður með öllu.
Klúbburinn tekur ekki alltaf vel í málaumleitanir ríkja um að endursemja um skuldir. Kúba fékk til dæmis engar tilslakanir árið 1999 en talið er að landið skuldi hátt í 11 milljara Bandaríkjadala. Að sama skapi var Rússum gert að greiða upp í topp og var ekki hlustað á beiðni þeirra um frestun eða skuldaniðurfellingu að einhverju leyti.
Það er því spurning hvað klúbburinn mun segja ef Íslendingar fara þess á leit við hann að fá einhverjar tilslakanir, en a.m.k. tveir þingmenn vinstri grænna hafa ljáð máls á slíku. Hugsanlega næðum við að semja um lengri greiðslutíma á lánum en mjög ólíklegt er að einstakir klúbbsmeðlimir muni afskrifa einhvern hluta skulda okkar, enda er velmegun hérlendis margfalt hærri en í þeim ríkjum sem fengið hafa þess háttar meðferð.
Sé ekki í fljótu bragði hvað við erum betur sett með því að fara til þeirra. Þeir myndu setja okkur stífan ramma til að fara eftir nákvæmlega eins og AGS. Og miklar líkur á vð okkur yrði hafnað.
Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 10. mars 2010
Samkeppnisfæran sjávarútveg?
Þurfum samkeppnisfæran sjávarútveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Innlent
- Megum búast við rigningu, slyddu eða snjókomu
- Ökumaður undir áhrifum lenti í umferðaróhappi
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
Erlent
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson