Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Man nú ekki eftir að kannanir MMR hafi nokkru sinni verið nálægt öðrum könnunum eða niðurstöðu kosninga!

Held að stjórnarandstaðan ætti að fara varlega í að nota þessa könnun til að túlka eitt né neitt. Veit ekki hvað er þessum hóp sem þau styðjast við í sínum könnunum en þær hafa sjaldnast mælt á sama hátt og hjá öðrum könnunar fyrirtækju eða kosningum.

En auðvita vill engin borga neitt af Icesave. Það er ekki sama að vilja og að þurfa.  Svo er náttúrulega orðið fremur lítið sem við komum til með að borga. Því bæði er eignasafn Landsbankans að styrkjast sem og að við erum að landa mun betri samning sem þýðir að vaxtagreiðslur verða mun lægri. Og miðað við að vegna fyrri samninga var verið að tala um að á þjóðinni gætu lent 180 milljarðar, þá hafa málin breyst. Vaxtagreiðslur nú fyrstu árin verða engar. Síðan breytilegir með álagi.   Og síðan tikka eignir upp í skuldina og vextir eftir þeir koma til verða af miklu minni höfuðstól. Og eignarsafnið er verðmætara en það var talið. Því erum við kannski að tala um nokkra tugi milljarða sem verða útaf eftir 6 ár. Og þá fáum við að greiða á nærri eins löngum tíma og við viljum.

Eða að niðurstaðan verði blanda af okkar tillögum og viðsemjenda.

A.M.K. er þetta ekki og hefði aldrei verið 1000 milljarðar sem lentu á þjóðinni eins og stjórnarandstaðan stimplaði inn i þjóðina síðasta vetur.


mbl.is Skýr skilaboð í Icesave-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er eiginlega alveg sama hvað stjórnarandstaðan segir!

Ég vill vita hvað samninganefndin segir og formaðurinn Lee Bucheit? Finnst það aukaatriði hvað Sigmundi og Bjarna finnst. Ef að samninganefnd okkar telur að hún geti landað ásættanlegri samning þó hann sé ekki nákvæmlega það sem við stefndum að þá yrði ég ánægður! Og meira atriði hvað órólega deild Vg segir? Ef hægt er að klára þetta mál - KLÁRIÐ ÞAÐ! OG EKKI SEINNA EN STRAX!

PS varð að bæta þessu við sem ég las á www.dv.is

Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslands, veit viti sínu um erlendar skuldir og skuldauppgjör milli ríkja. Buchheit mun hafa lagst yfir stöðuna, kastað til hliðar atriðum sem vonlítið væri að hnika, svo sem eins og dómstólaþrefinu og deilum um höfuðstól Icesaveskuldbindinganna. Betra væri að einbeita sér að öðrum atriðum þar sem sóknarfærin lægju.

Þetta vakti tortryggni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. formanns Framsóknarflokksins, sem þótti málflutningurinn of keimlíkur afstöðu stjórnarliða og varð eins og snúið roð í hundskjafti. „Hvað er eiginlega með þennan Mr. Sigmund,“ á Lee Buchheit að hafa spurt.


mbl.is Samstarf orðið aukaatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvítis rugl alltaf í þessari þjóð!

Núj skv. umræðu í Brussel eru líkur á því að innan ESB sé hafin umræða um að hafna viðræðum um inngöngu okkar í ESB! Nú hefur bölvaður áróðurinn, rangfærslur, trúgirni og vitleysisgangu Íslendinga kannski komið í veg fyrir að þjóðinn fái að kanna hvað möguleika við myndum fá í samningum við ESB. Mikið andskotans get ég stundum verið þreyttur á íhaldsemi Íslendinga. Fólk skildi átta sig á að næsti möguleiki okkar að ræða við ESB verður ekki fyrr en eftir mörg ár eða áratugi. Eða kannski að við neyðumst til þess eftir einhver ár vegna krónunar. Og þá þurfum við sennilega að koma skríðandi og taka hverju sem er.

Nú höfðum við tök á því að semja um berstu hugsanlega samninga og greiða atkvæði um þá. En vitleysan hér ríður ekki við einteyming. Fólk er ekki að sjá hversu gagnlegt okkur það er að taka þátt í samstarfi við um 80% af öllu Evrópuríkjum á jafnréttis grundvelli en vill frekar vera hér ein í hafsauga og taka reglur og lög ESB hér upp án þess að hafa áhrif á þau. Enda Íslenska þjóðin vön að láta taka sig ósmurt í ras............! Og eins að spara aurinn og henda krónunum.

Leiðtogaráð Evrópusambandsins ætti að hafna tillögu framkvæmdastjórnar sambandsins um að gengið verði til aðildarviðræðna við Ísland. Ísland er ekki tilbúið til slíkra viðræðna og Evrópusambandið á ekki að þurfa að taka skellinn þegar Íslendingar hafna aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta segir einn þekktasti álitsgjafi um Evrópusambandið á meginlandinu, Jean Quatremer, á bloggi sínu.  Hann hefur verið Evrópusérfræðingur franska blaðsins La Libération frá árinu 1990 og heldur þar að auki úti margverðlaunaðri og áhrifamikilli vefsíðu, Coulisses de Bruxelles, þar sem hann fjallar um Evrópusambandið (ESB).  Hann er einn virtasti álitsgjafi um innri málefni Evrópusambandsins og er blogg hans lesið í höfuðstöðvum ESB í Brussel og í Evrópudeildum utanríkisráðuneyta um allan heim.

www.eyjan.is


mbl.is Finna ESB flest til foráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri nú að þingmenn allra flokka funduðu nú utan þingsalar og gerðu eitthvað í málinu

Hvernig væri nú að þingmenn gerðu eitthvað sjálfir í þessu máli? Hittust nú utan þingsalar og fjölmiðla og ynnu eitthvað í þessu máli. Finnst t.d. að þeir ættu að hittast utan ráðherra og flokksformanna og kæmu sér saman um forgangsmál og hvernig ætti að vinna að því. Finnst ömurlegt að margir þingmenn láta ekkert í sér heyra, gera ekkert í málinu, en koma svo og kvarta yfir vinnubrögðum annarra.

Það hlýtur að vera ljóst að það þurfa að vera málamiðlanir og útfærslur sem ekki öllum líkar en finnst ömurlegt að þingmenn kvarti yfir samstöðuleysi og horfi síðan til formanna sinna eða ráðherra um að leysa þessi mál. Minni þingmenn á að þeir voru kosnir í sömu kosningu og ráðherra og formenn flokkana til að vinna fyrir þjóðina. Og þingmenn þurfa líka að átta sig á því að til að mál komist áfram þurfa þau meirihluta og þeir sem eru ekki tilbúnir að vinna með meirihlutanum eiga þá bara að koma hreint fram og segja sig frá honum.


mbl.is Hættum að etja flokkunum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að ESB þurfi ekki að hafa áhyggjur! Ísland á eftir að skipta um skoðun nokkrum sinnum

Íslendingar eru tækifærissinnar svo af ber. Og ég held að áður en langt um líður þá eigi fylgi við aðildar umsókn eftir að aukast aftur. Minni á að um 60% voru á því að við ættum að ganga í ESB fyrir nokkrum misserum.

Og þegar útgerðamenn hafa misst Moggann úr höndum sér. Og hafa ekki lengur ótakmörkuð tækifæri á að halda hér upp hræðsluáróðri þá fer fólk að hugsa þessi mál rökrétt. Vonandi.


mbl.is Áhyggjur af áhugaleysi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri nú ágætt að Lilja og hugsanlega Ögmundur yrðu heiðarleg og gengu í framsókn

Var að hlusta á frétt á Bylgjunni þar sem haft var eftir Lilju:

Í samtali við fréttastofu sagði Lilja að sumir dyggir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hefðu sjálfsagt ekkert á móti því að hún þagnaði. En fyrir henni væru stjórnmál tímabundið verkefni. Hún hefði boðið sig fram með tiltekin mál á oddinum á sínum tíma, að samþykkja ekki Icesave samningana, að gripið yrði til aðgerða fyrir heimilin í landinu og að vera í andstöðu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Ég spyr af hverju sagði hún sig ekki úr Vg eða samþykkti ekki stjórnarsáttmálan þegar ríkisstjórnin var mynduð. Heldur hún að frágangur í Icesave hafi ekki verið hluti af sáttmálanum? Sýnist að henni dreymi að vera í stjórnarandstöðu og sé að sprengja stjórnina. Sem og Ögmundur sem vill að Alþingi sé bara á einhverju spjalli fram eftir öldinni til að ná því að allir verði sammála. Maður er gjörsamlega búinn að fá nóg. Og svo kemur þetta:

Lilja segir að mistekist hafi að ná samstöðu innan stjórnarflokkanna um framgang Icesave málsins strax í byrjun síðasta árs. Þá hafi fimm þingmenn lagst gegn því í þingflokki Vinstri grænna að Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins og fjármálaráðherra færi og undirritaði samninginn. Hann hafi samt gert það. Hún sagði þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina ekki hafa snúist um ríkisstjórnina almennt, en væri engu að síður áfellisdómur yfir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í málinu.

Þegar hún var spurð hvort Steingrímur þyrfti að endurskoða sína stöðu, sagði Lilja að hann þyrfti alla vega að endurskoða vinnubrögð sín gagnvart þingflokki Vinstri grænna. Þingflokksfundir hefjast klukkan hálf tvö í dag og segist Lilja ætla að láta þessi sjónarmið koma fram á þingflokksfundi Vinstri grænna.

(www.visir.is )

Finnst að Lilja sé gjörsamlega föst í þessum vondu erlendu fjármálaöflum sem eru a reyna að rústa Íslandi og leggja heimn undir sig. Það getur vel verið rétt hjá henni en hún átti þá ekki að melda sig með stjórnarmeirihlutanum því hún er á allt annarri línu og truflar þeirra samstarf. Við höfum ekki tíma til að rústa þessum vondu öflum út í heimi, við þurfum að koma okkur upp úr kreppu og það fljótt. Hún getur síðan farið eins og riddarinn Don Quixote og barist við vindmyllur á eigin vegum ekki þjóðarinnar.


mbl.is 60% telja að Íslendingum beri ekki að ábyrgjast greiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

-"Lítil ummerki um erfiðleika"-

Held að við Íslendingar séum búin að mikla svo fyrir okkur erfiðleikana og kreppuna að það sé fyrir löngu farið að há okkur við að komast upp úr henni. Enda bregður erlendum blaðamönnum í brún eins og segir í fréttinni hér á mbl.is

Blaðamaður hollenska dagblaðsins Volkskrant sér lítil ummerki um að Ísland hafi orðið illa út úr kreppunni í heimsókn sinni til höfuðborgar landsins, Reykjavík. Þú gætir jafnvel talið að ekkert væri að, skrifar  blaðamaðurinn í fréttinni.

Lýsir blaðamaðurinn Hummer bifreiðum sem hann sér við Laugaveginn. Yfirfullir veitingastaðir og næturlífið blómstrar. Hann veltir því fyrir sér hvort þetta sé virkilega landið sem fór einna verst út úr fjármálakreppunni árið 2008.

Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti á föstudag hafi landsframleiðslan dregist saman að raungildi um 6,5% í fyrra og um sé að ræða mesta samdrátt á ársgrundvelli allan lýðveldistímann. Hins vegar sé samdrátturinn einungis 2,5 prósentustigum meiri heldur en í Hollandi og miklu minni heldur en í Eystrasaltsríkjunum.

En við sitjum og grátum örlög okkar og finnst að staða almennings hér sé með því versta í heiminum. Auðvita er hópur fólks sem hefur farið illa út úr þessu. En það hefur líka orðið hér áður.

Og auðvita hefur fólk það almennt ekki eins gott fjárhagslega og það hafði árið 2006 og 2007. En nú er fólk allt í einu farið að horfa til þess hvað það þarf að borga næstu 40 árin af lánum og lætur eins og verðtrygging sé eitthvað nýtt. Bend t.d. á að ef fólk hefði tekið lífeyrislán upp á 10 milljónir árið 1987 til 25 ára og væri því að klára það eftir 2 ár þá hefði það borgað alls um 30 milljónir. Ef það hefði tekið 30 milljóna lán þá hefði það borgað um 90 milljónir af láninu þó ekkert hrun hefði orðið. Byggi þetta á því að lífeyrislán sem ég tók upp á 1 milljón verður að fullu greitt 2013 og þá verð ég búinn að boga 3. milljónir af því a.m.k. Svona hefur þetta verið hér. Það er ekkert breytt.

Finnst fólk horfa líka full mikið í það sem það á að borga eftir 10 ár, 20 ár eða lengra fram í tíman. Finnst einhvernvegin að fólk hljóti helst nú að tryggja að það ráði við afborganir. Eftir 10 ár gætum við verið komin með annan gjaldmiðil, verðtrygging afnumin, ódýrari lán sem fólk gæti notað til að  endurfjármagnað lánin, íbúðaverð hækkað og svo framvegis.

En sumum verður að finna lausnir í dag þar sem þau ráða ekki við lánin sín. Það verður að opna á að fólk geti skilað veðsettum eignum og byrjað upp á nýtt. Sem og að bankar sem geta tekið íbúðir af fólki sem skuldar 50 milljónir og selt þær aftur á 38 milljónir eiga að skammast sín og biðja eigendur sína afsökunar. Því að þeir hefðu kannski getað samið við fólkið um að lækka skuldir í 42 milljónir og haft af því meiri tekjur!


mbl.is Lítil ummerki um erfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningur sennilega að mestu tilbúinn!

Nýja samninganefndin var stoppuð af í síðustu viku minnir mig m.a. af Sigmundi. Var ekki verið að ræða um að hún væri tilbúin með gagntilboð? Var það bara til að klára þjóðaratkvæðagreiðsluna svo að Sigmundur Davíð og Bjarni gætu haft eitthvað í höndunum í dag til að skjóta á ríkisstjórnina? Kannski eðlilegt að það hafi fokið í Jóhönnu og hún segi að málið verði klárað með eða án stjórnarandstöðu. Eða að Steingrímur hafa sagt að einhver í samningaliðinu vildi ekki ná samningum.
mbl.is „Vorum nálægt samkomulagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú væri ráð að safna undirskriftum um að nýja fiskveiðstjórnarfrumvarpið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu

Ég gerir ráð fyrir að Skötuselsfrumvarpið verði afgreitt á þingi. Og þó að þjóðin sé að meirihluta samþykk því væri rétt að safna undirskrifum um að Forsetinn skrifi ekki undir og þetta fari í þjóðaratkvæðagreiðslu til að sýna útgerðarmönnum (LÍÚ) og sjálfstæðisflokknum í eitt skipti fyrir öll að þjóðin vill þessar breytingar á kvótamálum með því að samþykkja þetta frumvarp í atkvæðagreiðslu. 

Síðan gætum við sett allt kvótakerfið undir! 


mbl.is Atkvæðagreiðslan sérkennileg um margt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja ég sagði þetta

Þessi kosning snérist um að koma ríkisstjórninni frá. Þó allir formenn stjórnarandstöðunnar segðu fyrir kosningarna snérust ekkert um það.
mbl.is Úrslitin vantraust á ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband