Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Er Guðlaugur loks orðinn glórulaus?

Er hann að halda því fram að þegar bankarnir okkar og Fjárfestingabankinn voru settir í fallegan gjafapakka og nokkrum mönnum gefnir bankarnir næstum því sé minna má en endurreisn bankana nú. Halló er maðurinn ekki í lagi? Það er jú bein tenging milli þess að bankarnir voru einkavæddir, öllum kvöðum aflétt af þeim og þeim gefið fullkomið frelsi og þess að hér hrundi allt.  Held að fólk sé mun meðvitaðra um endurreisn bankana nú. Ekki hafa verið svo lítlar umræður um það og greinar.  En við vitum jú að Guðlaugur lætur svona til að reyna að fela þátt Sjálfstæðismanna og frjáshyggjunar í þessu hruni sem hér var. Ég hef oft vitnað í landsfundarályktanir Sjálfstæðismanna frá 2007 þar sem þeir töluðu um að leggja hér af eftirlitsiðnað því fyrirtækin sæju orðið sjálf um þetta og það væri þeirra hagur að þar væri allt í lagi. En þeir gleymdu því að fyrirtæki eru jú ekki manneskjur og þeirra helsta markmið að skila eigendum arði hvernig sem farið er að því. Jafn vel ólöglegt ef að lýkur eru á að það komist ekki upp.
mbl.is Endurreisnin skoðuð aftur á bak og áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ábyggileg könnun?

Heyrði í fréttum áðan að þessi könnun sé byggð á svörum 180 manns sem náðist í á Facebook? Náttúrulega ekki til önnur könnun til að bera saman við þessa en finnst þetta bæði fáir þátttakendur og ég held að facebook sé nú ekki vísindlegt úrtak
mbl.is Færri hyggjast snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En þetta er bara ekki málið?

Reyndar held ég að Gunnar Tómasson sé ekki lögfræðilærður né sérfræðngur í Evrópulögum eða EFTA lögum. En skv. þessari frétt af grein hans þá finnst mér nokkuð ljost að hann sé ekki að fara alveg rétt í þetta.

  • ESA er eftirlitsstofnun EFTA ríkjana. Þ.e. Noregs, Lichtenstein og okkar.
  • Það ESA sem tók þetta mál upp. Ekki að Breta og Hollendingar hafi kært okkur þangð
  • Því er þessi grein um aflsmun og fleira út í hött.
  • Sem og að maður skilur ekki alveg hvað  hann er að fara. Menn hér eru sammála um að málstað okkar hafi verið komið rækilaga á framfæri við ESA af Árna Pál í greinargerð til ESA.
  • Við erum eð sérfræðinga sem sjá um þessi mál. Lögfræðingateymi og svo lögfræðing erlendis sem er sérhæfður í flutningi á málum fyrir Evrópu og ESA dómsstól.

mbl.is Gunnar Tómasson: Ákæra ESA gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími til að einhver leiðrétti bullið í Heimssýn.

Heimssýn hefur heldið því fram að nær öll þjóðin vilji hætta þessum viðræðum. En úps þau byggja þetta á könnunum sem þau kaupa og nota leiðandi spurningar

Af ruv.is

Helmingur landsmanna vill að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram, en 38 prósent vilja að þeim verði hætt. Prófessor í félagsfræði gagnrýnir kannanir sem hingað til hafa verið gerðar um aðildarviðræðurnar.

Spurt var: Hver er afstaða þín til aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins? Vilt þú halda aðildarviðræðunum áfram eða hætta þeim? Af þeim sem svöruðu sögðust 50 prósent vilja halda viðræðunum áfram. 37,9 prósent vildu hætta viðræðum og 12,1 prósent tók ekki afstöðu.

 

Karlar og eldra fólk frekar fylgjandi en konur og ungt fólk

Þeir sem eldri eru vilja frekar halda viðræðum áfram en þeir sem yngri eru. Karlar eru frekar fylgjandi viðræðunum en konur, og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vilja frekar halda þeim áfram en þeir sem búa á landsbyggðinni. Og því meiri menntun og því hærri tekjur sem svarendur höfðu, því frekar vildu þeir halda viðræðum áfram.

Þegar stuðningur við stjórnmálaflokka er skoðaður kemur mikill munur milli hópa í ljós. Rúm 30% kjósenda Sjálfstæðisflokksins vill halda viðræðum áfram, rúm 90% kjósenda Samfylkingar, 25% Framsóknarmanna og rúmlega 55% kjósenda Vinstri grænna.

 

Gæta verður að fagmennsku

Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, gerði könnunina. Hann segir að kannanir um þetta málefni hafi flestar verið misvísindi hingað til, og að þær hafi sýnt gjörólíkar niðurstöður. Þannig sýni kannanir, sem andstæðingar viðræðna láti gera, andstöðu við áframhaldandi viðræður, og öfugt. Rúnar segir að þetta megi sjá í könnunum hjá fyrirtækjum á borð við Capacent og MMR. „Þarna þarf að gæta að fagmennsku. Það er nú stundum þannig að viðskiptavinir koma með spurningar og jafnvel svarmöguleika og þeir vilja láta leggja þetta fyrir og bjóða til þess greiðslur. Þá verða fyrirtækin að gæta að faglegum sjónarmiðum og passa sig á því að það sé ekki verið að spyrja villandi eða leiðandi spurninga og gefa misvísandi niðurstöður því við viljum jú öll standa faglega að málum og tryggja að þessi upplýsingaöflun sé grundvöllur fyrir upplýstri þjóðfélagsumræðu.“

Aðspurður hvort hann telji að þessi fyrirtæki hafi ekki verið nógu fagleg svarar Rúnar: „Ég skal ekki segja en það má segja varðandi þessi mál sem við erum hér að fást við að það hafa verið ágallar á spurningum og framsetningu þeirra hjá þessum fyrirtækjum, því miður. Og það hjálpar ekki umræðunni, og markmiðið hlýtur að vera að umræðan sé málefnaleg og menn byggi á réttum upplýsingum.“

 

Niðurstöður hafa speglað afstöðu þeirra sem kaupa kannanir

„Þeir sem hafa látið gera kannanir og eru andstæðingar Evrópusambandsaðildar, þeir fá neikvæðari niðurstöður út en þeir sem láta gera þessar kannanir og eru jákvæðir gagnvart Evrópusambandsaðild,“ segir Rúnar. Sem dæmi nefnir hann forsíðufrétt Fréttablaðsins 12. september síðastliðinn þar sem kom fram að 2/3 hluti landsmanna væri fylgjandi áframhaldandi viðræðum. Hins vegar hafi ekki verið tekið tillit til þeirra sem tóku ekki afstöðu. „Síðan kemur líka í ljós að þarna var spurningin leiðandi, ef svo má segja, því þarna er verið að spyrja um áframhaldandi aðildarviðræður en einnig um þjóðaratkvæðagreiðslur. Með því að tengja þjóðaratkvæðagreiðslur við spurninguna er líklegt að þú fáir meira fylgi við aðildarviðræður heldur en ef þú sleppir því að nefna þjóðaratkvæðagreiðslur.“

 


mbl.is Helmingur vill viðræður áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími til að setja krónuna á eftirlaun?

Það er nokkuð ljóst að verðbólga nú er náttúrulega að mælast hærri vegna kauphækkana sl sumar. Þeim hefur að stórumhluta verið velt inn i verðlag síðustu mánuði síðasta árs. Sem og að vöruverð hefur hækkað vegna þess að krónan sígur stöðugt. Íslenska krónan er mynt sem stöðugt missir verðgildi sitt, hækkar hér verð og rýrir kaupmátt. Nú síðustu hækkanir eru m.a. vegna þess að búvörur og grænmeti hefur hækkað um 10% sem og opinber gjöld sem hækka náttúrulega vegna hækkunar á kostnaði.

Íslenska krónan er ekki gjaldgeng nema gegn okurvöxtum í lántökum og þarf þar að styðjast við systur henna "vertryggðu krónuna". Við getum ekki flutt inn ódýrari matvæli vegna takmarkana á innflutningi. Ég slæ á það að ef við hefðum möguleika á að flytja hingið inn ódýrari matvæli þá myndi kaupmáttur hér aukast um a.m.k. 10%. Og vöruverð hér lækka um kannski 15%. Sem og að ef við gengjum í ESB þá fengjum við nýja mynt innan 4 ára og þar með væri verðtrygging úr sögunni. 


mbl.is Ekki meiri verðbólga í 20 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð ljóst að með inngöngu í ESB myndi kaupmáttu almennings aukast.

Það er nokkuð ljóst að við það að gerasta aðili að ESB þá myndi vöruverð lækka. Um leið myndi þá verðbólga lækka og svo við upptöku evru þá fengjum við minni sveiflur sem og verðtrygging yrði óþörf þannig að verðbólguáhrif á lán almennings myndu hverfa að mestu. Sérstaklega bendi ég á þetta:

Ef litið er til þeirra liða sem hafa hækkað mest undanfarna tólf mánuði hafa búvörur og grænmeti hækkað um 8,4% og innlendar vörur og grænmeti um 6,7%.


mbl.is Verðbólgan 6,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking er búin að lýsa yfir að þau ætli að fylgjast að með Vg út kjörtímabilið

Það væri að ganga á bak orða sinna að byrja viðræður við sjálfstæðisflokkinn án Vg. Enda er líka mun sterkari staða fyrir Samfylkingu og Vg að leggja til 4 fulltrúa í meirihluta á móti 4 Sjálfstæðismönnum. Sé ekki annað en að Ólafur Þór sé líka yfirvegaður maður sem allir ættu að geta unnið með.
mbl.is Vill viðræður næst án VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver spuni i gangi núna?

Hef ekki heyrt bæjarfulltrúa Kópavogs tala svona, en aftur eru margir i baklandi þeirra ekki hrifnir af því að ganga til samstarfs við Sjálfstæðismenn. Bæði í ljósi fyrri starfa þeirra og eins vegna persónulegrar óvildar Gunnars Birgissonar gagnvart Samfylkingunni og sér í lagi ákveðins bæjarfulltrúa Samfylkingar.  Finnst þessi frétt ekki alveg lýsa þessu rétt og velti því fyrir mér hvort að einhver spuni sé í gangi.
mbl.is Enn stjórnlaust í Kópavogsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það myndi nær allt lenda á skattgreiðendum framtíðarinnar.

Stofnunin segir að þegar hafi verið gripið til margvíslegra aðgerða til þess að lina erfiðleika skuldara en þær leiðir, sem Hagsmunasamtök heimilanna fari fram á, feli í sér mikla höfuðstólslækkun lána til viðbótar við það sem þegar hafi verið gert.

Áætla megi að hreinn kostnaður við leiðina, sem felur í sér flata 18,7% niðurfærslu allra íbúðarlána til viðbótar við það sem þegar hafi verið gert, sé um 200 milljarðar króna sem svari til 37% af áætluðum gjöldum ríkissjóðs árið 2012. Í tillögum Hagsmunasamtakanna sé gert ráð fyrir að þessi kostnaður lendi fyrst og fremst á bönkum og þeim innistæðueigendum sem eigi meira en 15 milljónir króna á bankareikningi.

„Því hefur verið haldið fram að sækja megi verulegan hluta kostnaðar sem leiðir af tillögum Hagsmunasamtakanna í afslátt sem bankarnir hafi fengið á lánasöfnum sínum haustið 2008. Þetta orkar mjög tvímælis," segir Hagfræðistofnun.

„Í fyrsta lagi virðist kostnaður bankanna af dómum Hæstaréttar um gengislán, 110%-leiðinni og skuldaniðurfellingu af öðrum sökum þegar vera orðinn meiri en nemur afslætti þeirra af lánasöfunum haustið 2008. Í öðru lagi verður ekki séð að það liggi ljóst fyrir að ríkið geti skert lánasöfn fjármálastofnana bótalaust, hvort sem þær eiga fyrir skerðingunni í einhverjum skilningi eða ekki. Svipað hlýtur að gilda um skerðingar á innistæðum. Að auki má minna á yfirlýsingu ríkisstjórnar um ábyrgð á innistæðum sem enn er í gildi. Telja verður því líklegast að kostnaður af almennum skuldaniðurfellingum lendi að langmestu leyti á ríkinu."

Sem sagt kannsi kostnaður upp á 200 milljarða sem myndu lenda á ríkinu. Hvað þýðir það. Jú ég held að hvert % í tekjuskatt sé um 8 milljarðar þannig að tekjuskattur þyrfti að hækka um kannski 3% til að greiða þetta upp á 9 árum. Finnst alveg ómögulegt þegar að Hagsmunasamtökin halda fram einhverju sem þau hafa í raun engar forsendur til að meta. Sammála þeim varðandi afnmám verðtryggingar en held að það verði ekki fyrr en krónan verður aflögð og ný mynt tekin upp. Því það vill engin ávaxta peninga í óverðtryggðu kerfi þar sem verðbólga er líkleg til að éta upp allan sparnaðinn sem og að lána peninga þar sem þú færð þá ekki til baka


mbl.is Líklegt að ríkið myndi bera kostnað við niðurfellingu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna voru Listi Kópavogsbúa og Næst besti flokkurinn að bjóða sig fram í kosningum.

Nokkuð ljóst ef þetta verður niðurstaðan að þá er Gunnar Birgisson kominn aftur í oddastöðu í Kópavogi. Þá fer maður að velta fyrir sér tilgangi þessara nýju framboða. Og sér í lagi ef að eftirfarandi verður svo loka nðurstaðan:

"Fram kom í Morgunblaðinu á laugardag að Sjálfstæðisflokkurinn gerir kröfu um bæjarstjórastólinn í Kópavog"

Þá skilur maður ekki hvað þessir flokkar eru að fara? Því að Gunnar Birgisson verður náttúrulega 6 maðurinn í þessu samstarfi og þar með hefur hann odda atvkæði þar sem að í bæjarstjórn eru 11 bæjarfulltrúa. Og þá spyr maður hversvegna voru þessir örflokkar að bjóða fram?


mbl.is Vinna í sameiningu að málefnasamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband