Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Bara af því að ég sá að Heimssýn bloggaði um þessa frétt.

Þeir eins og Mogginn slá upp meðaltalsatvinnuleysi í ESB ríkjum sem er í dag jú 11,6%. En eins og þessir menn ættu að vita þá er ESB ekki ríki heldur samstarf ríkja og þeir sleppa því alveg að segja frá því að þetta sé meðaltal allara landana. En ef við kíkjum á þetta þá stendur í þessari skýrslu líka:

Among the Member States, the lowest unemployment rates were recorded in Austria (4.4%), Luxembourg
(5.2%), Germany and the Netherlands (both 5.4%)

Þetta er nefnilega svo að þessi lönd eru eins misjöfn og þau eru mörg.  Og svo skv. gögnum sem þetta er byggt á að atvinnuleysi hér á sama tíma 6,3%. Vildi að þessir menn hættu að bulla í fólki þarna á Heimssýn. 

Hér má sjá mynd úr þessari skýrslu og þar má sjá að Atvinnuleysi t.d. í Danmörku er 8% og svipað í Finnalandi og Svíþjóð. Og í ríkasta landi heims Noregi er 3% atvinnuleysi.   Þannig að ESB og atvinnuleys eru bara engin rök. Lönd eins og Finnland með Evru eru með svipað atvinnuleysi og Svíar með sænska krónu. 

 

atvinnuleysi_1178478.jpg

 

Smelli á mynd til að stækkan hana 2X


mbl.is Atvinnuleysi eykst á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættu bara Vigdís

Einfaldast og best! Hættu bara á Alþíngi og þá þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því hvar þú hefur skrifstofu miðað við Alþingi.
mbl.is Vill skrifstofur þingmanna nær Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar - Er takandi mark á honum?

Svona ágætt ef að Gunnari yrði sagt að sennilega er Sjálfstæðisflokkur búin að vera við völd 3/4 tímans þar sem verðtrygging hefur verið á öllum lengri lánum hér. Verðbólgan rauk nú ekki upp eftir hrun heldur fyrir það. Í ljósi orða hans og stöðunar eins og hún varð hér mætti nú alveg eins segja að hugmyndafræði og fyrirhyggjuleysi stjálfstæðismann ásamt því að hleypa hér fjárfestum og verktökum óheft af stað hafi safnað þessum skuldum sem að lokum lentu á okkur landsmönnum.

Auk þess er hægt að horfa á stöðu okkar útsvarsgreiðenda í Kópavogi sem sitjum uppi með á 4 tug milljarða í skuldir eftir byggingaræðið í Gunnar og vinum hans í Kópavogi.  Og svo ætla ég ekki að ræða vafaatrið varðandi fjölskyldutengsl og störf í Kópavogi og greiðasemi við verktakafyrirtæki.


mbl.is Þetta þarf að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef að fólk nennir ekki að kjósa þá á það ekki að kvarta!

Ef að fólk nennir ekki að mæta á kjörstað og segja álit sitt þá bið það fólk bara að hætta að kvarta:

  • Ef ekki verður góðu þátttaka í þessu er fólk ánægt með stöðuna eins og hún er í dag og var í hruninu.
  • Ef að fólk tekur ekki þátt getur það ekki heimtað að vera spurð um mál í framtíðinni.
  • Ef fólk mætir ekki á kjörstað og kýs þá er þetta eins og venjulega. Fólk er óánægt með störf verkalýðsfélaga en nennir ekki sjálft að beita sér. Fólk er óánægt með störf stjórnmálaflokka en nennir ekki að mæta á fundi og beita sér.
  • Fólk er óánægt með þá stjórnmálamenn sem við höfum en nennir ekki að taka sjálft þátt í að velja þá t.d. með því að vinna fyrir þá sem þeim lýst best á. 
  • Fólk sem er óánægt með kvótakerfið og kýs ekki er bara ömurlegt.
  • Það þýðir ekki að orga heima hjá sér eftir því að hafa meiri áhrif en nenna ekki að leggja neitt á sig.
  • Fólk sem ekki kýs nún er að eftirláta mér og fleirum atkvæði sitt og leyfir okkur að ráða.

Fólk sem kýs ekki í dag eru bara bölvaðir aumingjar og þeirra rödd er best geymd þar sem engin heyrir til þeirra. 


mbl.is Kjörsókn í SV-kjördæmi 19,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski rétt að bend Óla Birni á eftirfarandi.

Hvernig ætlar hann að koma í veg fyrir að börn okkar og  barnabörn taki á sig þessar birgðar. Hvað um 2,4 milljónir' Sér í lagi þegar hann talar fyrir því að lækka skatta og álögur? Er það ekki ávísun á það að velta vandanum á undan okkur yfir á aðra?

Síðan væri allt í lagi að benda honum á að um 800 þúsund af þessari skuld er beintengd við gjaldþrot seðlabanka sbr þessa frétt: http://smugan.is/2012/10/tap-sedlabankans-kostadi-800-thusund-a-hvert-mannsbarn-i-landinu/

„Að öllu samanlögðu má rekja tæplega 28 prósent af heildarskuldum ríkissjóðs beint til endurreisnar fjármálakerfisins“, sagði Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra í sérstökum umræðum á Alþingi í gær um skýrslu Ríkisendurskoðunar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins. Skýrslan kom út seint í júní síðastliðnum. Alls lagði ríkisjóður til rúma 132 milljarða í hlutafé fyrir nýju bankana þrjá.

Og þarna segir líka:

Áætlað tap Seðlabankans og ríkissjóðs vegna lánveitinga til bankakerfisins fyrir hrun var því samtals 267,2 milljarðar krónur en um það sagði Steingrímur: „Með öðrum orðum: Seðlabankinn var búinn að veita bönkunum fyrirgreiðslu fyrir hrun upp á um fjórðung af landsframleiðslu Íslands eins og hún var á árinu 2008.“

Í upphafi umræðunnar sagði frummælandinn, Magnús Orri Schram, um framangreint 267,2 milljarða króna tap:
„Ríkisendurskoðun er svartsýn á endurheimtur þessara fjármuna. Í skýrslunni segir að nokkur von sé til þess að ríkið geti endurheimt þá fjármuni sem hafa runnið til stóru bankanna þriggja, með sölu á eignarhlutum og með arðgreiðslum.  Hins  vegar liggur fyrir að ríkið varð fyrir verulegum kostnaði vegna fyrirgreiðslu Seðlabankans við bankana fyrir hrun þeirra.

Það er semsagt mat Ríkisendurskoðunar að kostnaður ríkisins við gjaldþrot Seðlabankans séu tapað fé. 267 milljarðar króna – sem gerir rúmlega 800 þúsund krónur á hvern Íslending.“

 


mbl.is Vöggugjöf og eignaupptökuskattur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ármann verður náttúrulega að átta sig á því að hann er starfsmaður Kópavogsbæjar

Ef að bæjarráð samþykkir eitthvað með 3 atkvæðum gegn einu og einn situr hjá þá ber Ármanni að framfylgja því. Enda er þetta um könnun að ræða þar sem að Kópavogur hefur ekki vald yfir öðrum bæjarfélögum sem þarna eru nefnd. Og örugglega koma í þeim viðræðum upplýsingar sem verður hægt að byggja á til framtíðar. Skv. fræðunum held ég að Reykjavík og Kópavogur þyki óhagkvæm stærð. En þessi sveitarfélögu saman yrðu 70 þúsund. Veit ekkert hvað mér finnst um þessa hugmynd en allt í lagi að skoða hana.
mbl.is Sameining er ekki tímabær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að Jón Bjarnason átti sig bara ekki á þessu!

  1. Með aðgerðum sínum hefur hann markvisst unnð að því að neytendur borgi hér hærra matarverð.
  2. Við vorum farin að nýta styrki frá ESB löngu áður en við hófum upp aðildarviðræður við ESB
  3. Þessir IPA styrkir eru að mestu nýttir í mál sem löngu átti að vera búið að breyta hér.
  4.  Við munum nú eftir að þegar að IPA styrkir til að koma á eftirliti með eiturefnum í matvöru voru stoppaðir af ráðuneyti hans. 

Og fleira og fleira.

Málið er að Jón Bjarnason kannski eðlilega er að taka hag um 5 þúsund bænda og láta það móta allar sýna skoðanir. Bendi á að það eru um 310 þúsund Íslendingar sem gætu haft það hugsanlega betra í framtíðinni með t.d. nýjum gjaldmiðli sem er ekki eins og korktappi í ólgusjó, lægra vöruverð vegna samkeppni,lækkun tolla aukin aðgangur að mörkuðum. 

Og þar sem að ekki allir ungir Íslendingar ætla að verða bændur og fara í Búnaðarháskólan, þá er líklegt ef ekki verða hér breytingar þá fari fólk bara þar sem að atvinnan hentar þeirra námi og óskum þ.e. til ESB. 

Og svo rétt að bæta við að hjá ESB er lögð mikil áhersla á stuðning við búsetu í strjálbýli og beinir styrkir ná hátt upp í það sem við erum að styrkja bændur í dag. 


mbl.is Segir ESB kaupa sér velvild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband