Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
Sunnudagur, 30. desember 2012
Hugleiðing í tilefni væntanlegra áramóta! Hvað tekur við?
Svona í tilefni af þessum ummælum Þórs Saari þá fór ég að velta fyrir nýju ári og hvað tæki við eftir kosningar á næsta ári.
Útgangspunkturinn er kannski það sem menn boða að sé stefna t.d. Dögunar í efnahagsmálum.
Afnám verðtryggingar: Nú er ég og hef aldrei verið hrifinn af verðtryggingu. En ég furða mig á að flokkur sem er að hafa áhyggjur af afkomu heimila skýrir ekki út fyrir okkur hvernig það getur nú um þessar stundir verið betra fyrir fjölskyldur að taka verðtrygginguna af? Nú við afnám verðtryggingar þá er ljóst að lánin verða óverðtryggð með þá óverðtryggðum vöxtum sem þýðir að afborganir hækka á mánuði strax um kannski 25% eða meira. Þ.e. afborgun af óverðtryggðu 20 milljóna láni verður kannski um 135 þúsund en væri af verðtryggðu láni um 90 þúsund. Hvað hjálpar það fjölskyldum sem í dag ráða ekki vð 90 þúsund kr. afborgun.
Hóflegir vextir: Hvernig ætla þeir að tryggja það? Í örhagkerfi þar sem ein virkjun getur aukið þensluna um nokkru %. Og innstreymi gjaldeyris í formi lána vegna hennar getur keyrt tímabundið upp gengi krónunnar þannig að hér aukist þensla. Og ætla þeir þá bara að láta verðbólgu hér rjúka upp eða hvernig á að stýra því ef ekki eru notaðir vextir til að hamla því.
Leiðréttingar á lánum heimila: Hvað eiga menn við með því. Um það bil 60% af íbúðalánum eru við íbúðalánasjóð. Og hann eigum við. Og hvernig ætla menn um leið og lán eru lækkuð, þau gerð óverðtryggð, að láta kerfið standa undir sér. Og þá kannski hvernig á að fjármagna þessar breytingar í ljósi þess að Íbúðalánsjóður skuldar öðrum þessi lán. Reynda mest Lífeyrissjóðum. En ef þessi kostaður á að færast yfir á Lífeyrissjóði! Hver á þá að borga skerðingu á greiddum lífeyrir til elli- og örorkulífeyrisþega. Í dag greiða lífeyrissjóðir um 70 milljarða í lífeyrir út og Tryggingarstofnun um 50 milljarða. Segjum að greiðslu Lífeyrissjóða myndu dragast við svona aðgerðir saman um kannski 30 milljarða þá þyrfti Tryggingarstofnun að greiða 30 milljörðum meira út sem nemur um 5% af heildar útgjöldum ríkisins. Sem þá væntanlega þýðir að tekjuskattar þyrftu að hækka sem nemur því. Og á hverjum lendir það? Jú skattgreiðendum núna og til framtíðar.
Held að það sé alveg sama hvernig menn láta hér um þessar mundir. Hér verður ekki stöðugleiki fyrr en að við skiptum út krónu, göngum í stærra efnahagbandalag. Og draumur um að hér gangi allt bara glimrandi með krónu og enga verðtryggingu gengur bara ekki upp. Hver haldið þið að vilji t.d. geyma peninga eða spara í svona umhverfi?
Með ósk um að menn fari nú aðeins að opna á skynsemina sem þeir hafa auðsjáanlega lokaði niður í kjallara um þessar myndir.
Ekki hægt að endurtaka 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. desember 2012
Til allra neikvæðu bloggara hér á blog.is sem sjá ekki nema eymd og volæði.
Þeim væri hollara held ég að horfa á björtu hliðarnar.Og setja sér fyrir næstu ár að skrifa nú eitthvað uppbyggilegra en þeir hafa gert hingað til.
Þriðjudagur, 18. desember 2012
Nú verður Heimssýn sýnist mér að fara að finna eitthvað annað til að ljúg að fólki.
Bæði Heimssýn og Vinstrivaktin verða nú að finna sér nýtt efni til að ljúga að fólk ef að þessi viðsnúningu er komiin til að vera:
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor´s hækkaði í dag lánshæfismat Grikklands um sex flokka. Fyrirtækið þakkar fyrst og fremst ríkum vilja evruþjóðanna til að halda evrusvæðinu saman þennan árangur.
Lánshæfiseinkunin er nú B mínus. Í umsögn fyrirtækisins segir að góður árangur hafi náðst í niðurskurði ríkisútgjalda, á sama tíma og síðari hluti neyðarláns ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins streymir nú til Grikklands. Alls hefur Grikkland fengið 149 milljarða evra í neyðarlán og von er á 100 milljörðum til viðbótar.
S&P segir í umsögn sinni að langtímahorfur fyrir Grikkland séu nú stöðugar. Evruríkin hafi sýnt mikla áræðni í viðleitni sinni til að halda Grikkjum innan evrusvæðisins og hún sé nú farin að skila sér.
Í frétt BBC segir að hækkunin sé ekki bara traustsyfirlýsing í garð Grikklands, heldur einnig evrusvæðisins í heild sinni. Þetta þýði þó ekki að Grikkland sé laust allra vandamála, heldur líta fjárfestar svo á að ekki sé lengur hætta á greiðslufalli.
Þeir gætu næst farið og sótt efni í ræður og greinar frá 1992 og þar á eftir um að EES samningurinn mynd valda því að hér yrðu öll okkar mið full af erlendum togurum, allar jarðir í eigu útlendinga og öll fyrirtæki yrðu gleypt af útlendingum ef við gengjum í EES. Því við myndum ekki fá neinar undanþágur. Sé ekki að neitt hvað ræst af því en það má reyna að ljúga því aftur.
Füle: Talsverður árangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 17. desember 2012
Er ekki kominn tími fyrir meirihluta Alþingis að sýna að þau hafi bein í nefinu?
71 grein þingskapa segir
[71. gr.]1) Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd.
Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum.
Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. 2)
Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir.
Ákvæði þessarar greinar ná einnig til ræðutíma ráðherra.
Og nú er bara ekki eftir neinu að bíða. Bjóða minnihluta að klára umræður í kvöld annars verði þessi tillaga lögð fram um að umræðu skuli hætt og málið farið í atkvæðagreiðslu. Og um leið að önnur stór mál sem sannarlega sé meirihluti er fyrir skuli samið um umræðutíma annars verði sömu aðferðum beitt. Þetta er spurning t.d. fyrir þá sem eru í stjónrarmeirihluta hvort þeir ætil að mæta í næstu kosningabaráttu með það að bakinu að þeir hafi látið minnihluta þingsins stoppa öll þeirra mál.?
Setja með því þingið í skrúfstykki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. desember 2012
Bíddu um hvað er hann að tala?
Viðtalið við Ólaf Ragnar verður sýnt snemma í næstu viku. Í því segir forsetinn m.a. að Ísland sé umkringt farsælum smáþjóðum. Hann segir að sé litið um 100 ár aftur í tímann megi sjá að þjóðir hafa fengið sjálfstæði ein af annarri.
Og síðar
Hann tekur þó fram að þrátt fyrir erfiðleika sem margar þjóðir í Norður-Atlantshafi hafa þurft að ganga í gegnum, hefur þeim vegnað vel.
Númer 1 hvaða smáþjóðir í Norðuatlandshafi er hann að tala um sem hafa fengið sjálfstæði á síðustu áratugum eða bara yfir höfuð? Nú eru Færeyjar og Grænland í ríkjasambandi við Danmörk og hafa lengstum notið fjárstuðnings þaðan. Noregur hefur jú alltaf verið meira og minna sjálfstætt. Hvaða aðrar þjóðir við Norðu Atlandshaf er hann að tala um. Kannsk Nýfundnaland. Sem varð jú gjaldþrota og var innlimað í Kanada.
Og hvaða þjóðir er hann að tala um sem vegnar svo vel? Veit ekki betur en að okkur hafi fyrst farið að vegna vel þegar við nutum styrkja frá Bandaríkjunm eftir stríð, síðar þegar við gengum í Norðulandaráð, þá þegar við gerðumst aðilar að EFTA og í öll þau skipti fengum við mikla undanþágur og hærri styrki af því að við vorum svo fátæk og illa stæð. Svo gerðumst við aðilar að EES og þá vorum við svona við meðaltal í Evrópu. Vissulega vegnaði okkur ágætlega eftir það en svo kom í ljós að það var að mestu tekið að láni
Svo hvað er Ólafur eiginlega að tala um?
Ólafur Ragnar: Sjálfstæði er ekki stórslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 15. desember 2012
Aðeins eitt atriði sem Gylfi þarf að skýra út
Nú hefur Hörður forstjóir Landsvirkjunar lýst þvi yfir að samningaviðræður séu í gangi við um 5 erlend fyrirtæki um raforkusölu en þær viðræður séu allar í hægagangi vegna þess að afurðaverð t.d. á Áli og Kísilmálmi eru í lægð á mörkuðum í dag auk þess sem að Kína er að bjóða þessar vörur á lágu verði. Og því er ekki staða til að byrja framkvæmdir við virkjanir á fullu. Sem og að í kerfinu eru nú þegar umframorka sem er ekki seld.
Man Gylfi ekki eftir því þegar við byggðum Blönduvirkjun og sátum uppi með mikið af orku þar sem seldist ekki í mörg ár. Við fórum um heimin og reynum að selja fyrirtækjum hugmyndir að því koma hingað og fá ódýrt rafmagn og svo væur laun lág hér og verkalýðshreyfingin viðráðanleg. Er það svona sem hann vill redda Íslandi. þ.e. nærri gefa rafmagnið til næstu 40 ára bara til að redda nokkur hundruð starfa við virkjunum í Þjórsá í nokkur ár. Hann Gylfi hlýtur að vita að svo framarlega sem orkan er ekki seld þá verða lánin dýrari hjá Landsvirkjun. Hann hlytur að vita að vissulega verða umsvif við virkjanir í nokkur misseri en svo þegar framkvæmdum lýkur hverfa öll þau störf aftur. Ekki skýrt hvaða áhrif þetta hefði t.d. á ferðaþjónustu þarna í kring næstu áratugi. Held að ekki margir séu að koma sérstaklega til Íslands að skoða manngerðar virkjanir.
Aðvita á að virkja en við eigum að vanda okkur. Bæði til hvers verið er að virkja og eins að þær skili okkur almennilegum aðri og sem flestum störfum. En líka þarf að skoða hvort að virkjanir verði kannski til þess að fækka störfum í öðurm greinum til framtíðar. Eins t.d. varðandi ferðaþjónustu bænda og svor framvegis.
Og svo þarf einhver að skýra út fyrir okkur hvaða arður verðu hér eftir t.d. við álframleiðslu. Nú eru þessi fyrirtæki að flytja hingað hráefni sem kostar væntanlega gjaldeyri. Síðan nota þau orkuna til að umbreyta því í aðra vöru sem þau flytja héðan. Hvað er arðurinn fyrir okkur þ.a. væntanlega orkan sem við seljum þeim (á lágu verði) nokkur störf (um 2000 alls) nokkur hundruð afleidd störf. Og svo væntanlega ættu þessi fyrirtæki að borga tekjusskatt af þeim verðmætum sem þau búa til en mér skilst að þau séu öll á sér samningum um nær engan tekjuskatt. Svo hvað erum við að fá fyrir að selja þessum 4 fyrirtækjum 80% af allri orkunni okkar?
Hugsanlega skammlíft plagg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. desember 2012
Held að Sigmundur Davíð ætti nú að sleppa þessu!
Að Alþingismaður sem á að vera búinn að kynna sér málin tali svona eins og að virkjanir geti bætt umhverfið! Þetta er svona svipað og segja að það sé gott til að stoppa sandfok með því að malbika hálendið? Þetta er svo vitlaust að það hálfa væri nóg. Svo er nú kannski nauðsynlegt að fara ekki af stað í virkjanir áður en búið er að selja rafmagnið úr þeim. Því menn ættu bara að muna hér upp úr 1990 eða var það 1980 þegar að landsvirkjun sat upp upp með mikið magn óseldrar orku úr minnir mig Blönduvirkjun og fór um heimin að bjóða ódýrt rafmagn með auglýsingarbæklingi sem boðað að hér væri ódýr orka, lág laun og sveigjanlega verkalýðsfélög.
Aðra þjóðir nema náttúrulega í Kína eru að fara varlega í virkjanir vegna þess að þær hafa umfangs mikil umhverfisáhrif. Þannig að það þurfa að vera óvéfengjanlegar rannsóknir en ekki svona eins og stjórarandstaðan tala að taka bara séns og byrja og sá hvort að þetta eða hitt gerist. Virkjanir sem ekki er búið að fá kaupendur að rafmagni eru mjög dýrar ef farið er að byggja þær áður. Bæði er fjármagn í þær dýrt þar sem lánveitendur hafa ekki tryggingu fyrir arðsemi þeirra og svo er dýrt að sitja með mikla ónýtta orku í kerfinni.
Virkjanir geta bætt umhverfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. desember 2012
Þetta snýst sem sagt ekki um rök lengur!
Sýnist að Páll hafi þá stefnu að þagga beri niður allar raddir með góðu eða illu sem eru ekki sammála honum og Heimssýn. Þeir vilja helst koma þeim flokkum úr umræðunni sem ekki fara eftir því sem þeir segja. Þorar ekki að taka sénsin á því að fólk átti sig á því hversu einhliða málflutning þeir boða. Hversu einhliða upplýsijngar þeir bera í fólk. Oftast frá einhverjum jaðar samtökum í Evrópum eða fulltrúum eða þingmönnum sem eru svona sér og út í horni í sínum heimalöndum.
Svo nú á að enbeita sér að því að styrkja framsókn og sjálfstæðisflokk og helst að þeir verði einráðir hér. Allir skoðanir nema Páls verði helst bannaðar og Ísland verði hér á hjara veraldar,einangrað í höftum með sína krónu eins og hún er. Þetta er framtíðinn sem hann boðar okkur. Og enginn skuli voga sér að vera á mót honum. Meira að segja Vg sem þó er á móti inngöngu í ESB en vill að fólkið í landinu fái tækifæri að sjá hvernig kjör okkur bjóðast í samningi, eru réttdræpir því að það á ekki að taka neina áhættu á að leyfa fólki að sjá hvað býðst.
Sakar Heimssýn um tvískinnung | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 10. desember 2012
Nei svona redda menn sér ekki
Sé reyndar inn á heimssyn.blog.is er búið að merkja allar færslur en þær eru nær eingöngu eftir Pál Vilhjálmsson sem er framkvæmdarstjóri Heimssýnar. Stjórn Heimssýnar reddar sé ekki svona eftir á. Þarna talar framdkvæmdarstjóri þeirra og hann hefur hingað til tjáð sig þarna og víðar í nafni Heimssýnar athgusamdarlaust. Svona eftir á redding er bara út í hött og hjálpar ekkert. Framkvæmdarstjóri hlýtur að tjá vilja stjórnar á bloggi sem viðkomandi félag heldur út.
Hér er frétt frá því fyrir nokkrum dögum og þá voru engir uppahafsstafir við neina færstu á heimssyn.blog.is. En nú er komið ".pv" í lok allra færslna
Ekki í nafni Heimssýnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 5. desember 2012
Auðvita styð ég að hjúkrunarfræðingar fái hærri laun! Enn
Eins og fjölmiðlar tala í dag hefði ég heldið að hjúkrunarfræðingum hefði fækkað mikið nú síðustu árin en svo er ekki skv. upplýsingum sem ég las í bréfi forstjóra Landspítalns í september. Þar segir:
"Þrátt fyrir þessa fækkun starfa nánast jafnmargir sérfræðingar á spítalanum núna eða 317, miðað við 320 árið 2007. Fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga er einnig nær óbreyttur á þessu árabili. .
Þ.e. hvað sem sagt er þá eru sérfræðingar og hjúkrunarfræðingar í dag jafnmörg og þau voru 2007.
Eins þá skil ég vandræði stjórenda spítalans og ríkisstjónar því að hjúkrunarfræðingar eru ekki eina stéttin á Landspítalanum sem ekki eru að fá almennileg laun. Og ef byrjað er að hækka eina stétt þá mun hinar fylgja og svo aðrir ríkisstarfsmenn. Almennt eru laun Ríkisstarfsmanna lág í öllu samhengi. Og meira að segja laun Alþingismanna eru lág í samsanaburði við almennamarkaðinn. Þ.e. rúm 600 þúsund í heildarlaun og þá kannski 350 til 400 útborgað. Það er ekki hátt. Þannig að þegar tappinn fer af stað þá mun þetta flæða út. T.d. eru stofnanasamningar væntanlega lausir á mörgum stöðu m og svo eru samningar lausir 2014. Þannig að þetta er vand með farið.
72% finna fyrir streitu í starfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson