Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Það væri nú ágætt að minna Adolf og LÍÚ á eftirfarandi.

Fyrir hrunið 2008 þá voru útgerðamenn að stórum hluta ábyrgir fyrir eftirfarandi.

  • Þeir fluttu peninga í stórum stíl út úr útgerðinni hér og áttu stóran þátt í þeirri bólu sem varð hér á fyrirtækjamarkaði.  Man fólk t.d. eftir Toyota umboðinu og fullt af fyrirtækjum sem útgerðarrisar keyptu eða áttu hlut í að kaupa á okurverði sem þeir skuldsettu útgerðir sínar fyrir sem og að nota hagnaðin í fremur en að fjárfesta þá í atvinnugreininni eins og þeir tala um í dag að þurfi að gera.
  • Þeir tóku þátt í fasteignabólunni með þátttöku í brjáluðu fasteignasprenginu sem hér varð. Og þar með voru þeir virkir i þennslunni. Í stað þess að fjárfesta í fyrirtækjum sínum og nýjum skipum þar á meðal.
  • Skrítið að þeir séu að vakna núna yfir þvi að þeir þurfi að auka fjárfestingu í greininni.
  • Það eru heilu útgerðirnar í dag sem hafa gengið á að leiga sér kvóta upp á kannski 200 til 300 kr kílóið og eru enn gangandi. Hverju breytir það fyrir þær að leigja þær af ríkinu á kannski hóflegra gjaldi
  • Ef að núverandi útgerðir ráð ekki við það að boga auðlindarentu þá ábyrgist ég það að aðrir verða tilbúnir til þess að taka við þeirra kvóta og veiða hann. 

mbl.is „Úr stjórnun í skattlagningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju kjósendur Sjálfstæðismanna!

Þið fáið áfram:

  • Engar breytingar á stjórnarskrá
  • Engar breytingar á samkeppni. Við viljum ekki erlenda samkeppni t.d. varðandi matvörur
  • Engar breytingar á gjaldmiðli eða verðtryggingu
  • Engar breytingar á fiskveiðistjórn eða auðlindarentu af henni.
  • Engar breytingar á einu eða neinu.

Sennilega nær þett hámarki í að vinstrimenn láta af völdum fljótlega eða í næstu kosningum og Sjálfstæðismenn ná aftur völdum sennilega með Framsókn og þá verður tekjuskattur hækkaður á marga með því að breyta skattalögum í eitt þrep og svo á móti lækkaðir skattir á auðmenn, fyrirtæki og á móti hækkuð þjóunstu gjöld. 

Svo væri sennilega rétt að kalla á Davíð aftur og kannski Geir. Þá verða allir ánægðir og sérstaklega einkavinir þeirra. 


mbl.is Þingfundi gæti lokið kl. 3 í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefið er Mogginn ekki í lagi

Nú er auðlegðarskattur svona í framkvæmd:

Við álagningu gjaldárin 2012, 2013 og 2014 er skatthlutfallið 1,50% af eign á bilinu 75.000.000 kr. – 150.000.000 kr. hjá einhleypum og 100.000.000 kr. – 200.000.000 kr. hjá hjónum og samsköttuðum en 2,0% af eign yfir þessi fjárhæðamörk.

Viðbótarauðlegðarskattur

Viðbótarauðlegðarskattur er lagður á skattstofn sem er mismunur á nafnverði og raunvirði hlutabréfa í eigu framteljanda í lok árs 2009, 2010, 2011 og 2012 miðað við stöðu viðkomandi félaga samkvæmt skattframtali þeirra 2010, 2011, 2012 og 2013. Við útreikning á viðbótarauðlegðarskatti er tekið tillit til fríeignamarks og auðlegðarskattur þannig einungis lagður á ef eignir fara yfir þau mörk.

Viðbótarauðlegðarskattur er 1,25% við álagningu gjaldárið 2011 og 1,5% við álagningu gjaldárið 2012.

Við álagningu gjaldárin 2013 og 2014 er viðbótarauðlegðarskattur 1,5% af skattstofni á bilinu 75-150 m.kr. hjá einhleypum og á bilinu 100-200 m.kr. hjá hjónum og samsköttuðum, en 2% af skattstofni yfir þessum mörkum.

Ef að tekjulágir aldraðir einstaklingar eiga eignir umfram skuldir upp á yfir 75 milljónir, þá vorkenni ég þeim ekki að þurfa að losa sig við einhverjar eignir til að borga þennan skatt. Nú tl hvers á fólk annar þessar eignir nema til að nota þær.  Ekki ætla þau að taka þenna auð með sér í gröfinna

 Smá viðbót.Þessi skattur er enn minna mál en ég hélt:

Hér verða menn að hafa í huga að skatturinn er aðeins greiddur af hreinni eign umfram 75 milljónir hjá einstaklingum og 100 milljónum hjá hjónum. Einstaklingur sem á 80.000.000 (áttatíu milljónir) í hreinni eign, borgar því 75 þúsund í skatt á árið vegna þessa.


mbl.is Tekjulágir skattlagðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar athugið!

Það er að verða nokkuð ljóst að flokkar ykkar stefna að eftirfarandi:

  • Hér verði ekki gerðar nokkrar breytingar. Hvorki varðandi
    • Sjórnarskrá
    • Fiskveiðstjórnun
    • Gjaldmiðil
    • Verðtryggingu
    • Óbreytt styrkjakerfi til landbúnaðarins

Sennilega yrðu þið þá ánægðust ef að þessir flokkar myndu kalla til aftur Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson og kannski Finn Ingólfsson.   Og þeir myndu hefja vinnu aftur við að:

  • Einkavinavæða hluti ríkisins í bönkunum
  • Hækka skatta á almenning og lækka á auðmenn og fyrirtæki. Eins og þeir gerðu mynarlega fyrir síðustu aldarmót . Þá fór staðgreiðslan upp í 42% en lækkaði niður í 18% á fyrirtæki eða minna. Og samt komu þeir alltaf og sögðu að hér hefðu skattar ekki hækkað. Og þegar þeir voru spurðir nánar þá kom í ljós að þeir voru að tala um samtals skatta. Þ.e. að lækkanir á auðmönnum voru fjármagnaðar með almennum skattahækkunum.
  •  Rjúka í allt of stórar stóriðjuframkvæmdir eins og 2003 með Kárahnjúkum og Reyðaráli sem skv. útreikningum þá var vitað að myndi valda svo kölluðu "verðbólguskoti" á árunum 2005 til 2009 og síðan atvinnuleysi.  Sem og að þessu fylgdi eignarbóla sem bættist ofan á það sem bankarnir gerðu með óheftum lánum

Fólk er sem sagt sama um þó að Sjálfstæðisflokkur komist til valda með sérhagsmuni ríkra að vopni. Flokkur sem hefur verið við völd 2/3 af lýðveldistímanum og aldrei ráðið við gengi krónunar, ekki við verðbólgu og hefur ekki áhuga á því. Flokks sem vill ekki skoða aðrar lausnir og svipta fólk í landinu möguleikanum á að sjá t.d. hvaða niðurstöður gætu komið út úr viðræðum við ESB.  Og því betri fréttir sem koma frá viðræðunefndum okkar eru þeir ákveðnari í að koma í veg fyrir að við sjáum niðurstöðurnar. Enda myndi það skapa hér samkeppni við innlend fyrirtæki varðandi verð handa neytendum. En það má ekki gerast að einhver geti skipt sér af okrinu sem við þurfum að greiða fyrir hina ýmsu þjónustu. 

Verði ykkur að góðu. Þið verðið ekki svona glöð með þessa flokka eftir 2 ár þegar að krónan hefur sigið um nokkra tugi % og ESB kannski ekki tilbúið aftur í viðræður strax. 


mbl.is Óskiljanlegt uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja þá er málþóf sjálfstæðismanna og framsóknar byrjað aftur!

Vona að kjósendur þessara flokka séu ánægð með sína menn. Þeir vilja ekki að þið fáið nýja Stjórnarskrá. Og þetta er m.a. í annað skiptið sem Sjálfstæðismenn koma í veg fyrir að t.d. auðlindaákvæðið komist í stjórnarskrá. Munið þið eftir málþófi þeirra fyrir síðustu kosningar. Þessir flokkar eru í glórulausri vörn fyrir fjármagnseigendur enda nokkuð ljóst að ættir beggja formannanna eru á kafi í fjárfestingum braski og valdabrölti. Sér í lagi ættin hans Bjarna Engeyjarættinn sem eru jú út um allt í viðskiptalífinu. Halda menn að eigin hagsmunir hafi ekki áhrif á þessa menn? A.m.k. eru nú skipulagðar vaktir í ræðustól Alþingis að koma í veg fyrir að ný stjórnarskrá haldi áfram i vinnslu og við fáum að tjá okkur um stöðuna til a hægt sé að klára vinnslu hennar í haust. Þetta var nú samt eitt af því sem fólk vildi fyrir kosningar. Sem og ný fiskveiðlög. En Sjálfstæðismenn og Framsókn berjast eins og ljón gegn því að við fáum auknar tekjur af fisknum okkar sem gætu nú hressilega nýst til að auka hér framkvæmdir t.d.

Þá er fleiri sem fara rangt með!

Sé í grein eftir Magnús Halldórsson viðskiptaritstjóra á visir.is í gær að hann segir:

Ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte spáði því að EBITDA-hagnaður í sjávarútvegi yrði ríflega 34 milljarðar á árinu 2011. Reyndin varð ríflega 70. Það verður að teljast nokkuð mikið afrek hjá Deloitte, sem er með ýmsa sérfræðinga í rekstri á sínum snærum, að ná að feila jafn mikið í spá sinni eins og raun ber vitni.

Og síðan bendi ég fólki á að lesa grein hans í heild því ég trú honum betur en LÍÚ http://visir.is/3,9-prosent/article/2012120329148


mbl.is Segja forsætisráðherra fara rangt með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver kostar Evrópuvaktina og hverjir eiga hana?

Nú þegar ljóst er að evropuvaktin.is er ritvöllur óvandaðar manna sem hika ekki við að ljúga upp á menn eins og í þessu tilfelli væri kannski ágætt að fá það upplýst hverjir eiga Evrópuvaktina og hvaða tilgangi hún þjónar?

  • Nú er t.d. ljóst að Björn Bjarnason fer með hreinar lygar um Gísla Einarsson þarna í gær. 
  • Björn viðist nota þessa síðu sem og sína eigin í að ráðast að starfsfólki RUV sbr. Þóru Arnþórsdóttur um daginn. Þar sem hann vildi láta reka hana af því að hún er að hugsa um forsetaframboð.
  • Björn er að gera fólki upp skoðanir,gera því skóna að þau séu styrkt af hinum og þessum og svo framvegis.

Því finnst mér með afbrigðum ef að Björn og Styrmir eru einu mennirnir sem skrfa á Evrópuvaktina af hverju aðrir fjölmiðlar eru sífellt að vitan í fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi ritstjóra sem hvorugur eru leikendur lengur í neinum málum. Þó er Styrmir þó hótinu skárri. Og stundum nokkuð vit í það sem hann segir.


mbl.is Hafnar ásökunum um áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttalegt bull er þetta.

Það er ljóst að ef við göngum í ESB þá þarf að aðlaga ýmislegt hér að kerfum ESB. Og er Ragnheiður Elín virkilega svo illa að sér að hún átti sig ekki á að til þess að vera tilbúin í þessar breytingar er ekki bara kallaður til tölvukarl daginn sem á að breyta kerfunum.  Þetta er ferli sem þarf að skipuleggja út í hörgul Og jafnvel vera tilbúin með bæði forrit, forritara og kerfisstjóra til að geta gert þetta fljótt og vel. Svona kerfi eru oft ár í hönnun.  Þetta vita held ég allir.
mbl.is Könnuðust ekki við málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hlustaði nú á þennan fund og gat ekki heyrt þetta.

Lilja sat fundinn og hún eins og aðrir hljóta að átta sig á að með gjaldeyrishöftum er hér haldið uppi gengi krónunar. En Már sagði líka að raunjafnvægi krónunar ætti að vera hærra en hún er í dag. En höft og erlent fé hér veldur því að þrýstingur er á krónuna niður sem og að fyrirtæki eru að greiða lán hraðar niður erlendis og því fellur krónan. Hér eru hvað um 700 milljarðar í krónum sem erlendir aðilar eru með en komast ekki burtu með. Og því er eðlilegt að krónan sé á niðurleið.

En Lilja veit þetta allt svo miklu betur.


mbl.is Verið að tala niður gengi krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefið en veit einhver hvað Ólafur er að tala um?

Finnst svona í fljótu bragði að hvorki hann né aðrir hafi sagt okkur nokkurntíma almennilega frá þessu samstarfi. t.d.

Þá mun forseti reifa hvernig það samstarfsform sem ríkin á Norðurslóðum hafa mótað á síðastliðnum 10-15 árum getur nýst í öðrum heimshlutum. John Kerry áréttaði í ræðu sinni í gær að Bandaríkin yrðu að gera sig mun meira gildandi í málefnum Norðurslóða.

Hvaða þátt hefur Ólafur átti þeim og hverjir aðrir hafa staðið að þessu. Hvernig er þessu samstarfi háttað og á hvaða forsendum. Voru það ekki Stjórnvöld, Alþingismenn og vísindamenn sem hafa komið þessu samstarfi á. Veit ekki til þess að Ólafur hafi komið þar að nema kannski með svona opinberum heimsóknum. 


mbl.is Ólafur Ragnar á norðurslóðaráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband