Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Já en kæri Ragnar. - Kreppunni er víst lokið!

Kreppa þýðir samdráttur og niðursveifla. Þ.e. að allar hagtölur verða neikvæðar. Nú eru þær allar á uppleið og ef við miðum við stöðuna fyrir Bólu. Þ..e. stöuna hér milli 2004 og 2008 þá erum við komin upp úr kreppunni. Það er bara búð að leiðrétta fyrir stöðu sem var ekki raunveruleg heldur tekin að láni.

Þetta veit ég ómenntaður maður í hagfræði. Og það er spurning hvort að við viljum aftur svoleiðis ástand. Heldur kannski að hér fari hlutirnir rólega fram á við og við gætum enn frekar á að þeir sem minni máttar eru verði þeir sem fyrst finna vel fyrir batnandi tíð. Þ.e. jöfnuður.


mbl.is Kreppunni ekki lokið þrátt fyrir hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki boðlegur fréttaflutningur

Þarna eru menn að biðja fólk ekki að vera skrifa svona inn á síðu Ara. Finnst það andskoti hart að tengja það við framboð Þóru þó einhverjir sem ætla að kjósa hana séu að skrifa inn á síðu Ara. Enda segir Friðjón Friðjónsson sem er starfandi fyrir Þóru:

„Fyrir hönd framboðs Þóru vil ég taka fram eftirfarandi vegna fyrirlýsinga stuðningsmanna Ara Trausta:
Þessi hugmynd hefur aldrei verið rædd í kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur, engan veginn, aldrei.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Friðjóni. Þegar hann var spurður út í ásakanir aðstandenda Ara Trausta fyrr í kvöld á Vísi.is sagði hann:
„Ég ætla ekki að svara fyrir áttatíuþúsund manns. En þetta hefur aldrei nokkurn tímann verið rætt í herbúðum Þóru." 

Og ef fólk les það sem stendur á síðu Ara þá segir þar m.a. 

Þætti þeim við hæfi að við stuðningsmenn Ara færum inn á síðu Þóru og hvettum hana til að draga framboð sitt tilbaka og styðja Ara Trausta þar sem menn hafa sagt að hann sé hugsanlega sá eini sem geti fellt sitjandi forseta og sátt náðst um ? Það þykir okkur ekki.

Og svo kemur það sem máli skiptir:

Þeir sem hafa litið hér inn í þessum tilgangi segja þó að Ari Trausti sé góður kostur! Við hvetjum fólk til að fylgja eigin sannfæringu og kjósa þann sem þeim þykir hæfastur í embættið

Þetta er sem sagt ábending til þeirra sem hafa verið að skrifa inn á síðu Ara Trausta. Þetta er fólk sem vill Ólaf frá en ekki fólk sem er að starfa fyrir Þóru


mbl.is Hvöttu Ara til að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endalausa.

Man þessa sögu svona:

  • Það var laus staða í Forsætisráðuneyti
  • Jóhanna ákvað að koma ekki að þessari ráðningu sjálf. Heldur skipa til þess nefnd sem með sérfræðingi mátu umsækjendur og röðu þeim.
  • Jóhanna réð þann sem hópurinn raðaði efst.
  • Einn umsækjandi kærði úrskurðinn til kærunefnd jafnréttismála. Sem mat umsækjanda jafnhæfan og þann sem var ráðinn.
  • Jóhanna undi þeim úrskurði og bauð fram miskabætur upp á 500 þúsund.
  • Kærandi undi því ekki og fór með málið fyrir dóm sem staðfestir dóm kærunefndarinnar og úrskurðar kæranda 500 þúsund í miskabætur. 
  • En hafnar jafnframt skaðabótakröfu upp á 15 milljónir þar sem ekki þykir sýnt fram á að viðkomandi kærandi hafi verið sá hæfasti í starfið.
  • Og ef ég man rétt var þetta samflokksmaður Jóhönnu og við værum sennilega enn að hlusta á fólk kvarta yfir að hún hefði verið ráðin í starfið ef að Jóhanna hefði tekið hana framfyrir aðra sem voru metnir hæfari.

Það er vandlifað í þessum heimi. 


mbl.is Telur forsætisráðherra hafa orðið sér til minnkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar ég hugsa um málflutning Heimssýnar þá eiga þessar tilvitnanir vel við

halldor20juni.jpg
 
 

 

Vésteinn Ólason
fyrrverandi prófessor
Vésteinn Ólason fyrrverandi prófessor
Vésteinn Ólason skrifar:
Um aldir höfðu Evrópuþjóðir þann hátt á að „leysa“ ágreiningsmál með átökum: hver stóð fast á sínu og að lokum varð stríð. Eftir hroðalegt manntjón og eyðileggingu í tveim heimsstyrjöldum komu þjóðir á vígvellinum sér saman um að ganga í bandalag, setja sér reglur og leysa ágreining með samningum. Þetta var upphafið á ferli sem enn er í gangi og birtist í dag í Evrópusambandinu. Þetta sátta- og sameiningarferli hefur aldrei verið auðvelt og enginn bjóst við því. Enn rekast hagsmunir á og ríkin eru um margt ólík. Sambandið hefur þurft að koma á sameiginlegum stjórnsýslustofnunum — skristofubákni segja sumir, en þó er það lítið miðað við það sem er í löndunum sjálfum. Samningar eru oft langdregnir og erfiðir, af því að taka verður tillit til allra ríkjanna og komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Þeir sem gagnrýna þetta vilja sjaldnast horfast í augu við að þetta samningaþóf tryggir stöðu hvers um sig, líka þeirra smæstu, gegn því að vera ofurliði bornir. Reglum er ætlað að tryggja jafnrétti. Átökin stafa ekki af því að ríkin séu hvert öðru óvinveitt heldur af því að hver gætir sinna hagsmuna. Evrópusambandið er sannarlega ekki dæmi um hinn fullkomna heim, en það er virðingarverð tilraun til að skapa betri heim.

Margir Íslendingar virðast eiga erfitt með að skilja þetta, en afstaða þeirra er þversagnakennd. Þeim finnst að þjóðir heims, einkum þær sem nálægt búa, skuldi þeim eitthvað, einhverja vináttu sem eigi að koma fram í fjárstuðningi og tilhliðrunarsemi. Ef aðrar þjóðir treysta ekki Íslendingum eða hafa aðra hagsmuni er það af því að þær eru okkur óvinveittar. Þannig þótti mörgum sem Norðurlandaþjóðir væru orðnar okkur óvinveittar þegar þær vildu ekki rétta okkur óútfyllta ávísun meðan alls óvíst var hvort við réðum við þann vanda sem við höfðum steypt okkur í. Reyndar urðu þessar þjóðir síðan fyrstar til að rétta fram hjálparhönd þegar líkur voru til að hér yrði framfylgt skynsamlegri endurreisnaráætlun undir eftirliti. Nú greinir menn á um hvernig eigi að skipta milli þjóða þeim makríl sem veiðist í Norður-Atlantshafi. Ísland heldur þar að venju fast á sínum málstað. Það gera aðrar þjóðir líka, en eru þær óvinir okkar þess vegna? Fyrr á öldum hefði getað orðið stríð út af þessu. Hvernig ætli það hefði endað fyrir Ísland og Færeyjar? Sem betur fer vilja hinir máttarmeiri nú fara samningaleið í deilumálum og lúta alþjóðalögum.

Enginn getur neitað því að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er í uppnámi. Allir stjórnmálaflokkar nema einn virðast hafa harðnað í afstöðu sinni gegn inngöngu, og meirihluti þjóðarinnar er á móti. Takist að ljúka samningaferlinu er ekki mjög líklegt að málefnalegar ástæður muni ráða úrslitum í atkvæðagreiðslu. Fjölmargir andstæðinganna eru fyrirfram ákveðnir í að Ísland megi aldrei ganga í Evrópusambandið, jafnvel ekki þótt það sé meira en hálft inni sem áhrifalítill fylgifiskur. Sannarlega væri þörf á að ræða án slagorða og upphrópana hvað felst í fullveldi og hvernig sé farsælast vopnlausri smáþjóð að gæta þess.

Þótt ég sjái flest jákvætt við þróunina í Evrópu, þegar ég hugsa til þess valkosts að hún hefði ekki orðið, er ég ekki svo sannfærður um að Ísland eigi að ganga þar inn að ég þurfi ekki að vita hvað það mundi fela í sér. Við þurfum að leiða samningana til lykta, en Evrópa er í vanda, og vel getur verið skynsamlegt að fara hægt í samningum og bíða með ákvörðun þangað til farið er að skýrast hvernig úr vandanum verður leyst. Hafa verður í huga að fjármálakreppa er — ef reynslan lýgur ekki — ástand sem gengur yfir. Aðild eða ekki aðild snýst um afstöðu og framtíðarsýn til langs tíma en ekki tímabundinn vanda. En miklu skiptir vitaskuld hvaða lausnir verða fundnar, hvernig fjármála- og myntkreppa verður leyst og hvaða áhrif það hefur á hinn pólitíska samruna.

Þeir sem andsnúnir eru því að Ísland sæki um og, ef hagstæðir samningar nást, gangi í Evrópusambandið, skulda okkur hinum greinargerð fyrir sinni framtíðarsýn. Það næsta sem henni verður komist er að við eigum að halda krónunni, hafa skynsamlega og trausta hagstjórn og — að flestra dómi að minnsta kosti, þótt það hafi ekki mikið verið rætt — vera áfram hluti af EES. Er þessi framtíðarsýn trúverðug?

Gefum okkur að Íslendingum takist að koma á traustri hagstjórn af eigin rammleik. Til þess er ekki nóg að hafa taumhald á ríkisfjármálum heldur þarf einkageirinn, fjármálakerfið og hinn almenni borgari einnig að haga málum sínum skynsamlega. Hve langan tíma mun taka að byggja upp traust okkar og annarra á því að okkur takist þetta og að einkagjaldmiðill okkar sé trausts verður? Hvað mun sá biðtími kosta okkur? Hve mikið af aflandskrónum og sparifé mun flýja land með fyrirsjáanlegum áhrifum á gengi og lífskjör?

Getum við byggt upp traust á efnahagsstjórn okkar og gjaldmiðli meðan gjaldeyrishöft eru í gildi? Hve lengi getum við búið við gjaldeyrishöft án þess að það skaði efnahag og fjármálasiðferði (ég gef mér að það geti versnað)? Hve lengi getum við verið hluti af EES með gjaldeyrishöft?

Getur verið að valkostir okkar séu tveir: að ganga í Evrópusambandið og hefja samvinnuferli um myntsamstarf EÐA hverfa aftur til áranna fyrir inngöngu í EES, búa við gjaldeyrishöft og standa utan bandalaga? Sjálfsagt eru ýmsir sem telja þetta góðan kost, en ég efa stórlega að það eigi við meirihluta þeirra stjórnmálamanna og almennra kjósenda sem í dag eru andstæðingar samninga við Evrópusambandið og inngöngu í það.

Ég er ekki sérfræðingur um fjármál eða peningamál, og vel má vera að ég sé blindur fyrir þriðju leiðinni, komi ekki auga á hana. Hvenær ætla stjórnmálamenn og sérfræðingar að fara að benda á þriðju leiðina og rökstyðja að hún sé fær?



mbl.is ESB kaupi upp skuldir Spánar og Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru til útgerðir sem:

Var að hlusta á Alþingi við atkvæðagreiðslu um þetta mál. Þar talaði Þór Saari og benti á að það eru útgerðir í dag sem geta gengið með því að leigja sér kvóta á um 280 kr. á Þorskkíló. Veiðigjaldið sem er sett á núna er um 30 kr. á kílóið. Bendi á að með því að nota og kaupa sér tap borgaði Útgerðin aðeins um 300 milljónir í tekjusskatt á síðasta ári. Á síðustu 10 árum hefur hún borgað lítinn sem engan tekjuskatt. Veiðigjaldið er held ég um 5 til 6 milljarðar á 10 árum.  Sem gera kannski um 500 milljónir að meðaltali. Það eru menn sem lifa konga lífi á að leigja örðum kvótan og veiða lítið sem ekkert sjálfir. Og Einari finnst þetta bara allt í lagi.

Finnst út í hött ef að fólk kemur til með að sætta sig við að Einar og flokkur hans komist til valda. Hvernig heldur fólk að þeir fari með t.d. ef að finnst olía. Það verður þá væntanlega sama að byggðir út á landi byggi afkomu sína á að þjónusta olíuleitina og vinnsluna og því verði ekki hægt að rukka þau um auðlindagjöld. Og svona gætum við haldið afram.

Svo verður farið í að afnema auðlegðarskatt þ.e. skatt á hreinar eignir yfir 75 milljónir og hvaðan skildi ríkið þá ná í peninga. Jú persónuafsláttur verður lækkaður, þjónustugjöld hækkuð og staðgreiðslan hækkuð eins og þeir gerðu síðast þegar við vorum að koma okkur upp úr öldudal eftir 1994.


mbl.is „Munum afnema veiðigjaldið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er furðuleg frétt!

Manni hafði nú skilist á ræðum framsóknarmanna í málþófinu að best væri að henda öllum breytingum á fiskveiðifrumvarpinu og veiðigjöldum og breyta ekki neinu. En nú talar Sigmundur Davíð um:

 „Það ætti ekki að þurfa að vera langt í land vegna þess að í stjórnarflokkunum og í stjórnarandstöðunni er fólk sem að vill gjarnan ná sem mestri sátt með þetta mál og leysa það til framtíðar. Þannig að ríkissjóður hafi sem mestar tekjur af sjávarútveginum en jafnframt verði stöðugleiki fyrir greinina,“ segir Sigmundur Davíð.

Og svo segir hann

En framsóknarmenn töldu að hægt hefði verið að klára bæði veiðigjaldið og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu

Ekki hafa menn talað svona í ræðustöl Alþingis og sér í lagi ekki hefur maðru alls ekki upplifað það sem kom svo á eftir hjá honum:

Þá höfum við framsóknarmenn viljað að sú vinna sem hefur farið fram undanfarnar vikur fari ekki til spillis ef menn ná ekki að klára málin núna,“ segir Sigmundur Davíð. En framsóknarmenn töldu að hægt hefði verið að klára bæði veiðigjaldið og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Verði það ekki hægt, leggur Sigmundur Davíð megináherslu á að sú vinna fari ekki til spillis og að tekinn verði upp þráðurinn þar sem frá var horfið

Þetta bara rímar ekkert við hvernig Framsóknarflokkurinn hveru talað úr ræðustól Alþingis.


mbl.is „Treystum ekki ríkisstjórninni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotans aumingjaskapur er þetta!

Ef að ekki er hægt að ná samkomulagi við minnihlutan á bara að virkja 64 gr. þingskapa og annaðhvort 9 þingmenn sem vilja klára frumvarp um veiðgjaldið leggi fram rökstudda beiðni um að umræðan verði kláruð t..d á morgun.  Nú eða forseti Alþingis gerir það. Það er búið að tala nóg um þetta mál og ef að meirihluti þingmanna vilja þetta í gegn þá verður bara að taka völdin af minnihlutanum. Það er hægt á móti að láta Rammaáætlun og Frumvarp um stjórn fiskveiða biða fram á næsta haust. 

Síðan á að leggja áherslu á næsta þingi að breyta þingsköpum. Þetta gengur ekki lengur. 


mbl.is Ekkert samkomulag um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er furðulegt kjaftæði hjá Óla Birni!

Ef að stjórnmála maður á 200 milljóna lífeyrisréttindi þá vill ég fá að sjá að ættingjar fengju þau ef hann fellur frá. Nú borgar stjórnmálamaður í A hluta lífeyrissjóðs Ríkisstarfsmanna og hann fær engar 200 milljónaréttindi. Hann fær hlutfall af launum og til að ná fullum lífeyrisréttindum þarf hann að starfa í 30 til 40 ár og lífa til 90 ára aldurs til að ná þeim út.  Og ef hann fellur frá 67 ára þá fá eftirlifandi ættingjar hans ekki neitt.

Eins gleymir hann því að fólk á almennamarkaðnum borgar ekki auðlegðarskatt af lífeyriseignum sínum.  

Þeir sem leggja fyrir í séreignarsparnað á almennamarkaðnum borga væntanlega ekki heldur auðleggðarskatt. 

Finnst Óli Björn ósköp ómerkilegur oft á tíðum. 


mbl.is Óli Björn Kárason: „Óréttlæti sem verður að leiðrétta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn duglegir við að kenna öðrum um. Og nú er það evran

Væri gott að einhver mynd benda Illuga á að um 20 til 30 ríki utan Bandaríkjana kjósa að vera með dollara. Nú síðast man ég eftir Simbabe sem tók upp dollara og þar hefur verðbólga farið niður í einsstafstölu úr nokkur þúsund% verðbólgu. Þessar þjóðir sækja í að hafa dollar til að fá stöðugan gjaldmiðil. Og þannig er það nú með evruna hún er nokkuð stöðug mynnt svipuð og dollarinn.

Þær þjóðir sem eru í vandræðum og nota evruna eru ekki í vandræðum af því að hún hefur fallið eða af því að hún hefur styrkst. Heldur eru þær í skulavanda og greiðsluvanda vegna bankakerfisins og allt of mikilar skuldsetningar í löndum vegna t.d. á Spáni var þennsla á byggingarmarkaði og á Grikklandi var ríkið rekið með halla í mörg ár og jók þó umsvif sín með því að taka lán erlendis fyrir nær öllum rekstri og um leið voru þeir ekki að reyna að innheimta meira af sköttum til að fjármagna þetta. 

Þessi vandræði í ESB hafa ekkert með evru að gera þessar þjóðir væru í sömu vandræðum með sinn gamla gjaldmiðil. 


mbl.is Stöndum frammi fyrir breyttu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar spruningar sem þjóðin þarf að svara í forsetakosningunum

  • Fyrir það fyrsta er hvort að hegður og gjörðir Ólafs Ragnars hafi stuðlað að því að sameina þjóðina?
  • Númer tvö er hvað hefur Ólafur t.d. gert til þess að endurvekja traust á t.d. Alþingi og ríkisstjórn?
  • Hefur hann t.d. kallað forystumenn saman og leitað að lausnum á deilumálum sem hafa skekið Alþingi?
  • Hefur hann unnið að því að fá umræður um það sem máli skiptir í þjóðfélaginu í dag?
  • Svona fyrir utan að neita fjölmiðlafrumvarpinu og 2 Icesave samningum undirskriftum eftir mikin þrýsting hvað hefur hann gert sem við sjáum merki nú?
  • Hefur hann verið duglegur að blása fólki von í brjósti nú síðustu misseri eða alið á bölsýni og hræðslu?
  • Af hverju vill Forseti ekki setja sér siðareglur? Sbr hér fyrir neðan.

Nokkrir kaflar úr rannsóknarskýslunni um hrunið sem hann hefur að mínu mati ekki gert upp almennilega:

Núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt sömu stefnu en honum fannst sá háttur sem hafður var á í tíð Vigdísar ekki nógu markviss.730 Ólafur sá tækifæri fyrir forsetaembættið í að beita sér í þágu aukinna viðskipta. Hann hefur átt frumkvæði að því að opna íslenskum fyrirtækjum leið til ýmissa landa, t.d. Indlands og Katar. Forsetinn hefur iðulega tekið með sér mjög stórar viðskiptanefndir, allt að eitt hundrað manns. Eftir aldamótin 2000 tók hann iðulega þátt í fundum eða hélt fyrirlestra þar sem hann þróaði smátt og smátt kenningu sína um hlutverk og tækifæri smáríkja og sérstöðu íslenskra fyrirtækja byggða á séríslenskum eiginleikum ættuðum frá víkingum. Hann þáði margsinnis boð útrásarfyrirtækja um að vera við opnun nýrra útibúa eða höfuðstöðva erlendis, flutti erindi á viðskiptaþingum sem skipulögð voru af bönkunum og skrifaði fjölda bréfa í þágu fyrirtækja og einstaklinga til erlendra
viðskiptamanna eða forystumanna þjóða. Þótt forsetinn greiði almennt fyrir íslensku viðskiptalífi, samrýmist það illa hlutverki þjóðhöfðingja að hann gangi beinlínis erinda tiltekinna fyrirtækja eða einstakra fjárfesta.

Og á öðrum stað í sömu skýrslu:

Í kjölfar hruns íslensks efnahagslífs hljóta að vakna margar spurningar um hlut forsetaembættisins í útrásarsögunni, ekki síst í ljósi endaloka sumra þeirra fyrirtækja sem fremst voru í flokki og þess sem fram hefur komið um starfsemi þeirra. Var embætti forseta Íslands misnotað í þágu útrásarinnar til að gera einstaka forkólfa og fyrirtæki trúverðug gagnvart erlendum fjárfestum?
Var það hlutverk sem forsetinn tók að sér eðlilegt þar sem átti í hlut þjóðhöfðingi sem á að vera sameiningartákn þjóðarinnar? Hver var þáttur forsetans við að halda á lofti gagnrýnislausri lofgjörð um yfirburði íslenskra athafnamanna eða „athafnaskálda“, eins og hann kallaði þá margsinnis í ræðum
og fyrirlestrum heima sem erlendis? Hverjum var forsetinn og embætti hans að þjóna og hvert á hlutverk forseta Íslands að vera?

Og t.d. þetta í viðbót:

Víkur þá sögunni að fyrirlestri þeim sem forsetinn flutti hjá Sagnfræðingafélaginu í janúar 2006 en þá var að hefjast fyrirlestraröð undir yfirskriftinni:
Hvað er útrás?…Þessi fyrirlestur féll ekki í góðan jarðveg. Fjöldi sagnfræðinga gagnrýndi forsetann harðlega fyrir alhæfingar, þjóðernishroka og úreltar gamaldags túlkanir á sögunni sem ekki byggðust á nútímarannsóknum hvað þá nútímakenningum í sagnfræði.

Og svo má bæta við þessum kafla

Enn skrifaði forsetinn í þágu Sigurðar Einarssonar, sem hann vísaði til sem vinar síns í síðastnefndu bréfi, nú til manns sem síðar kom við sögu Kaupþings. 22. maí 2008 skrifaði forsetinn til emírsins Hamads Bin Khalifa Al Thani í Katar og sagði: „As I emphasized in our discussion on Tuesday, there are now three main pillars in the evolution of our growing cooperation:
1. Banking and finance where the negotiations with Kaupthing Bank have a priority role.“ Forseti Íslands átti samkvæmt bréfinu fund eða samtal við Al Thani sem keypti hlutabréf í Kaupþingi með peningum frá Kaupþingi en það er önnur saga.

Og skýrsluhöfundar álykta í lokaorðum:

Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli. Þótt stjórnkerfið í heild beri með margvíslegum hætti ábyrgð á því sem gerðist verður ekki hjá því komist að skoða embætti forseta Íslands sérstaklega, svo hart gekk forsetinn fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki.
Forsetinn kom ekki að stjórnvaldsákvörðunum en hann ber ásamt fleirum siðferðilega ábyrgð á því leikriti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra. Þau reyndust ekki vera í neinu frekar en keisarinn í sögu H.C. Andersen.


mbl.is Ætlar sér að brúa bilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband