Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Er það kannsi þessvegna sem Ragnheiður Elín er svona heit í þessu máli?

Var svona að leika mér að skoða google og ef mér hafa ekki oðrið á mistök
þá á eða vinnur maður Ragnheiðar Elíinar hjá fyrirtæki sem heitir Iceland
Seaproducts og flytur út fisk og vann áður sem yfirmaður
saltfisksölu SÍF.  . Það er einmitt svona sem ég held að þingmenn séu að
móta skoðanir sínar þ.e. út frá þröngum hagsmunum
mbl.is Þjóðarhagsmunum ekki fórnað fyrir þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissir þú:

Vissir þú að:

  • Hreinn hagnaður útgerðarinnar var 45 milljarðar árið 2010?
  • Af þessu greiddu útgerðarmenn 3 milljarða í veiðigjald og 300 milljónir í tekjuskatt.
  • 70 fjölskyldur högnuðust þannig um 41,7 milljarða árið 2010 sem gerir að meðaltali 596 milljónir á hverja fjölskyldu.
  • Þessar fjölskyldur greiða ríkinu 6 krónur af hverju veiddu þorsk kílói.
  • Börn þessara fjölskyldna erfa veiðiréttinn að fiskimiðunum.
  • Þín börn geta ekki veitt nema borga börnum útgerðarmanna 290 krónur á hvert veitt þorskkíló.

Viltu hafa þetta svona?

Tekið af síðu Ólínu Þorvarðardóttur. Þetta var miði sem gekk á Austurvelli í dag


mbl.is Skipin að tínast út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko eitt vantar í málflutning LÍÚ

Af hverju hafa þeir ekki sagt okkur hvernig þeir vilja hafa þetta varðandi veiðigjöldin/auðlindarentunna? Nú í dag borga þeir hvað um 4 milljarða. Árin áður hafa þeir borgað um 300 til 500 milljónir. Nú er með breytingum á frumvarpi verið að tala um að þeir myndu borga um 15 milljarða.  Og það af um 75 milljarða hagnaði af þessum rekstri. Að óbreyttum lögum myndu þeir væntanlega borga örugglega upp undir 7 milljarða á næsta ári ef að kvótin verður aukin. Þannig að við erum að tala um hugsanlega aukningu upp á hvað um 7 eða 8 milljarða. Og áfram yrðu þeir með um milli 55 til 60 miljarða í hagnað af útgerð og vinnslu.  En hvað eru þeir tilbúnir að borga? Er það ekki neitt aukalega eða einhverjar nokkrar milljónir í viðbót. Og hvernig á það að mynda einhverja sátt við okkur eigendurna?
mbl.is „Erum að hugsa um okkar eigin hag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar voru sjómenn þegar:

Nú blæs flotinn í lúðra í Reykjavíkurhöfn.  Sjómenn ætla að flykkjast á Austurvöll til að mótmæla. Frystihúsum er lokað vegna hráefnisskorts en allir eru á launum. Blöð og miðlar fullir af auglýsingum frá LÍÚ. Já, það virðist ekkert skorta á samstöðuna. LÍÚ dælir peningum í báráttuna.

Mig langar hins vegar að spyrja þá sjómenn sem taka þátt í þessum aðgerðum hvar þeir voru þegar:

  1. Kvótinn var seldur frá Flateyri og tugir misstu vinnuna og byggðarlagið varð undir (mörg önnur dæmi Raufarhöfn, Bolungarvík, Þingeyri, Reyðarfjörður, Grímsey o.fl. o.fl.)?
  2. Þegar Hilmir II (aflahæsta loðnuskipið þá) var seldur og sjómenn og landverkafólk missti vinnuna?
  3. Þegar Guggan hætti að vera gul og fluttist til Akureyrar auk kvóta?
  4. Þegar litla kvótakerfinu var komið á?
  5. Þegar EG veiðiheimildirnar fóru allar til Grindavíkur (mörg önnur dæmi)?
  6. Þegar Bakkavík lokaði og Byggðastofnun sat eftir með hundruð milljóna tap en eigendurnir höfðu greitt sér ríkulegan arð (mýgrútur slíkra dæma)?
  7. Þegar aflanum var landað beint í vinnslu ekki í gegnum markað og hlutur sjómanna 40% lægri fyrir vikið (gerist á hverjum degi)?
  8. Þegar kvótaeigandi hótaði sjómönnum og fiskvinnslufólki hörðu ef Sjálfstæðisflokkurinn missti sinn 3. mann í kjördæminu (ekkert einsdæmi og þrátt fyrir að 3. maðurinn hafi haldið sæti sínu seldi kvótaeigandinn allt nokkrum dögum eftir kosningar)?
  9. Þegar þingmaður LÍÚ flokks líkti sjávarauðlindinni við gosdrykki?
  10. Þegar Grafarvogsbúi leigði sjómanni þorskkíló á 200 kr. (gerist á hverjum degi) – Grafarvogsbúinn þarf aldrei að   fara á sjó en græðir manna mest?
  11. Þegar kvóti var seldur og milljarðar á milljarða ofan hurfu úr greininni (gerist í hverjum mánuði)?
  12. Þegar 13.000 tonnum var landað í Bolungarvík en sveitarfélagið átti ekki krónu með gati til að leggja gangstéttir eða laga ónýtar götur (mörg sjávarpláss í sömu stöðu – skoðið bara ársreikninga sjávarbyggðanna)?

Það eru endalaus svona dæmi til umhugsunar. Hvers vegna í ósköpunum standa sjómenn upp núna til að verja þetta kerfi? Ég myndi skilja ef þeir væru að mótmæla þeim skammarlega litlu breytingum sem er verið að gera á fiskveiðistjórnunarkerfinu. En því miður – þetta snýst um veiðigjald og ekkert annað. Tilgangurinn er að tefja málið þangað til vinir LÍÚ komast aftur til valda. En þeir eru ekki vinir sjómanna eða byggðar í landinu. Þetta er báráttan sem sjómenn hafa látið draga sig út í. Uss hvað þetta er aumt! Grímur Atlason


mbl.is Lögreglan með viðbúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, æ við getum ekkert borgað!

Þó að almenningur hér hafi orðið að leggja fram hundruði milljarða til að bjarga því að sjávarútvegsfyrirtækin lentu ekki hjá erlendum kröfuhöfum þarna 2008 og 9. Og þó þessi fyrirtæki mali gull eftir að gengið hér féll. Ekki þó að fiskvinnslu fyrirtæki borgi starfsfólki lágmarkslaun og hafi þurft að flytja í gegnum tíðina erlenda starfsmenn til að vinna þar því að Íslendingar litu ekki við þeim.  Eins og meðfylgjandi tafla sýni þá er staðan í heild hjá þessu fyrirtækjum í útgerð aldrei betri.Ahugið að allar tölur eru í milljörðum

 

sjavarutvegur.gif

 


mbl.is „Erum hér okkar vegna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var að kynna mér stefn Framóknar í sambandi við Fiskiauðlind okkar.

Rakst á ályktun þeirra frá því á Flokksþingi 2011. Þar segir m.a. í Kafla um sjávarútveg segir m.a.

Framsóknarflokkurinn hafnar fyrningarleiðinni sem fiskveiðistjórnunartæki.
Ályktanir 31. flokksþings framsóknarmanna

2. Stjórnun fiskveiðanna verði blönduð leið, annars vegar á grunni
aflahlutdeildar á skip og hinsvegar úthlutun veiðileyfa sem taki mið af
sértækum byggðaaðgerðum, hvatningar til nýsköpunar og til þess að
auðvelda aðgengi nýrra aðila að útgerð.
3. Tryggja verður sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindinni m.a. með ákvæði í
stjórnarskrá sbr. lög nr. 116 frá 2006. – 1. gr. - Nytjastofnar á
Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.

4. Úthlutun veiðileyfa verði gerð með þeim hætti að skilgreina tvo potta.
· Pottur 1 þar sem gerður verði nýtingarsamningar til u.þ.b. 20 ára, á
grunni aflahlutdeildar á hvern bát. Samningurinn verði á milli ríkisins og
íslenskra aðila með búsetu á Íslandi hið minnsta síðustu 5 ár.
Samningurinn verði endurskoðanalegur á fimm ára fresti með
möguleika á framlengingu til fimm ára í senn.
Samningurinn skal taka
mið af heildarstefnu framsóknarmanna í fiskveiðistjórnun þar sem móta
skal takmarkað svigrúm til breytinga á samningstímanum.
Nýtingarsamningurinn innhaldi m.a ákvæði um veiðiskyldu og
takmarkað framsal
. Innleiða þarf varanlegt fyrirkomulag sem tryggir
hreyfingu á aflaheimildum í framtíðinni. Skoða skal með hvaða hætti
best sé að tryggja slíkt. Settar verði takmarkanir við óbeinni
veðsetningu aflaheimilda og leitað leiða til að draga úr veðsetningu
greinarinnar
. Breytingar verði þó ekki afturvirkar.
Greitt verði fyrir nýtingarréttinn þ.e. svokölluð auðlindarenta eða árlegt
veiðigjald. Gjaldið verði hóflegt og tengt afkomu greinarinnar.

· Pottur 2 þar sem veiðileyfum verði úthlutað til:
a. Fiskvinnslu. – Um er að ræða byggðaívilnun þar sem að
aflaheimildum verði fyrst og fremst úthlutað á fiskvinnslur þar
sem það á við. Fiskvinnslurnar semji við einstaka útgerðir um
veiðar.
b. Ferðaþjónustuveiða. – Þar sem þeim aðilum verði tryggð
aflahlutdeild með því að landa aflanum á Hafrannsóknastofnun -
VS-afli . Setja þarf sérstakar reglur um úthlutunina.
c. Nýsköpunar. – Stuðningur við nýsköpun m.a. í meðafla leyfum,
sérstökum úthlutunum auk beins fjárstuðnings.
d. Strandveiða – nýliðunarpottur. – Megin tilgangur strandveiða er
að auðvelda nýjum aðilum að hefja útgerð og má hver aðili
einungis halda á einu strandveiðileyfi. Varðandi nánari útfærslu
strandveiðanna verði horft til tillagna SUF um strandveiðar. – sjá
fylgiskjal.
Ályktanir 31. flokksþings framsóknarmanna
7
Stefnt sé að því að Pottur 2 ýti undir nýsköpun og nýliðun, hvetji til
frekari nýtingar auðlindarinnar, auk byggðatengdra aðgerða. Núverandi
tilfærslur eru 3,5% af heildarþorskígildum og mjög mismunandi eftir
tegundum allt frá 0-10%. Samhliða stofnstærðaraukningu einstakra
tegunda vaxi Pottur 2 á allra næstu árum þannig að af tegundum sem
engin tilfærsla er á í dag verði hann 3-5% og af öðrum stofnum allt að
10%. Stefnt sé að því að Pottur 2 vaxi enn frekar, en þó aldrei meira en
15% af einstökum tegundum samhliða stofnstærðaraukningu og
jákvæðari reynslu af úthlutunum til Potts 2.
5. Veiðigjald/auðlindarentan sem greinin greiðir verði nýtt að hluta til
nýsköpunar, rannsókna og markaðsstuðnings innan greinarinnar sjálfrar.
Hluti renni til þess landsvæðis þar sem auðlindarentan verður til t.d. til
atvinnuþróunarfélaga innan viðkomandi svæðis og hluti í ríkissjóð.

6. Sjávarauðlindin er í senn gjöful en takmörkuð. Því er mikilvægt að hlúa að
nýsköpun og enn frekari nýtingu hráefnis til að skapa verðmæti og auka
arðsemi. Setja þarf fram efnahagslega hvata til að auka nýtingu á hráefni
sem í dag er illa eða ekki nýtt.
7. Mikilvægt er að nýta auðlindina sem skynsamlegast og byggja á grunni
vísindalegrar þekkingar og sjálfbærni lífríkisins. Stefnt skal að því að setja
fram langtíma nýtingarstefnu (aflareglu) um alla stofna sem miðist við að
byggja þá upp til að þola hámarksnýtingu til langtíma.
8. Sjávarútvegur er grunn atvinnugrein þjóðarinnar. – Mikilvægt er að menn
átti sig á að sjávarútvegur er ekki bara veiðar heldur hátæknivæddur
matvælaiðnaður sem byggir á öflugri og þróaðri vinnslu ogmarkaðssetningu. Hluti af því er nauðsynleg gæða- og umhverfisvottun.
9. Til að tryggja áframhaldandi forystu Íslendinga á sviði sjálfbærrar nýtingar
auðlinda hafsins verði sjónum í vaxandi mæli beint að umhverfislegum
þáttum og augljósu samspili nýtingar hinna ýmsu tegunda hafsins.

Sé ekki betur en að Atvnnuveganefndin sé að setja nú fram frumvörp sem eru alveg í anda Framsóknar en eins og í öðrum málum þá hentar þeim að breyta um skoðun þá gera þeir það óháð sannfæringu þeirra. 

 


mbl.is Kvöldfundur og ekkert samkomulag um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vill fá að vita eftirfarandi:

  • Hvað hefur útgerði og fiskvinnsla borgað mikið í tekjuskatt síðusta áratug.
  • Ég veit að veiðigjald hefur aðeins verið við líði síðan um 2004 og flest árin borguðu útgerðir um 400 til 600 milljónir sem er náttúrulega hlægilegt m.t.t. þess verðs sem þær fengu fyrir aflan. Veit að þær borga í dag um 4 milljarða þ.e. fyrir síðast ár.
  • Nú er verið að tala um að veiðigjald sem tekið verður af hagnaði eftir rekstrarkosnað og hluta af eðlilegri fjárfestingu verði um 15 millajarðar sem gerir um 10 til 11 milljarðar i viðbót.  Ef að það er of mikið hvað ræður þá útgerin við.
  • Þegar þeir eru að kalla eftir sátt um kerfið hvað eiga þeir við? Er það að kerfið verið óbreytt og allir sem vilja annað sætti sig bara við það? Er það sátt? Eða er það kannsi að við borgum þeim fyrr að veiða? Hvaða sátt eru þeir að tala um? Hefur einhver einhverntíman séð að þeir hafi verið tilbúnir að sætta sig við nokkuð baráttulaust? 
  • Eins væri gaman að vita fyrir utan lúsa laun sem þeir borga fiskvinnslu fólki og svo laun sjómanna hvað þeir skilja eftir sig í þeim plássum? Hvða borga þau til þessara sjávarplássa?
  • Og svo hvaðan penignarnir komu sem þessi fyrirtæki notuðu t.d. til að kaupa hluta í bönkunum, erlend fyrirtæki í sjávarútvegi og bílaumboð og náttúrulega Moggann.
  • Og svo væri gaman að vita hvað það hefur kostað bankan sem við eigum að mestu Landsbankann að afskrfa lán á sjávarútvegin? 
  • Og svo væri gaman að vita af hverju ekki hefur verið meiri endurnýjun í fiskiskipum í gengum árin áður en veiðigjaldið var sett á?
  • Og svo væri gaman að vita hvort að þeir halda að fólk sætti sig við að nýtingarréttur sé til 30 eða 40 ára og þeir borgi bara ekkert fyrir það? Eða sáralítið. Þ.e. 20 kr. á fisk sem við borgum yfir 1000 krónur fyrir út í búð. Þ.e. 20  kr eru um 2% af söluverðmæti fisks út úr búð. 

mbl.is „Steingrímur valtar yfir okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur einhver svarað þessu fyrir mig?

Nú er verið að tala um að veiðigjald þýðir þetta og þetta miklar upphæðir sem verði laggðar á byggðarlög. Þ.e. menn segja að t.d. í fjarðarbyggð verði þúsund milljóna sogaðar út úr byggðarlaginu.  Sorry nú er ég ekki að skilja þetta? Nú er veiðigjald lagt á hagnað eftri rekstraúgjöld. Eru þá allir egeindur að útgerð þar íbúar þar? Held ekki! Eru þeir þá að eyða hagniðai sínum þar? Held ekki! Veit ekki betur en að það séu stóriri aðilar sem eigi t.d. frystihús og útgerðir um allt land. En eigendurnir bússettir alla annarstaðar jafn vel erlendis og hagnaður leiti að mestu út úr þessum byggðarlögum i allt aðrara fjárfestingar. T.d. voru það bankar, byggingar og fleira í höfuðborginni. Og nú m.a. í leikfang og áróðurstæki þeirra Morgunblaðið. Fyrir hvað halda menn að þessir aðilar séu t.d. að kaupa fyrirtæki erlendis?

Held að fólk ætti að hætta láta bulla í sér! Það voru um 80% þjóðarinnar sem vildu t.d. innkalla allan kvótan hér fyrir nokkrum árum og fólk á ekki að láta einhliða áróður móta sína skoðun. Ef við eru ósátt við kerfin þá á að breyta þeim. Og það eigia ekki nokkrir tugir manna sem eiga stærstu útgerðinar að hafa að eilífu afnotarétt af 75% kvótan. 


mbl.is Enn allt óljóst með þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hata verðtryggingu! En þoli ekki svona ábyrgðalaust hjal.

Ég vill benda t.d. á:

  • Miðað við öll heimili sem nú er í greiðsluvanda þá held ég að þeim myndi nú fjölga gríðarlega sem yrðu í greiðsluvanda nú sbr.

Fjármálaeftirlitið vekur athygli neytenda á næmi greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum fyrir vaxtahækkunum og hvetur þá til varkárni í skuldsetningu í nýrri samantekt á vef sínum.

Þar kemur fram að á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabankans verið á bilinu 4,25% til 18%. Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár, en hækkunarferli er skilgreint sem tvær eða fleiri hækkanir í röð.

FME tekur sem dæmi í samantekt sinni að mánaðargreiðsla 20 milljón króna láns til 25 ára myndi hækka um 25.503 kr. úr 128.860 kr. í 154.363 kr. við 2% vaxtahækkun. Ekki sé óraunhæft fyrir lántakendur að vera viðbúnir slíkri hækkun. Leiddi ferlið til 4% hækkunar áður en því lyki hefði það tvöföld hækkunaráhrif og greiðsla umrædds láns myndi hækka um 51.006 kr. svo dæmi sé tekið.

Áhrif á mánaðargreiðslu samsvarandi láns til 40 ára yrðu heldur meiri, en hún myndi hækka um rúmar 29.019 kr. úr 110.043 kr. í 139.062 kr. við sömu vaxtahækkun. 4% hækkunarferli myndi þá leiða til rúmlega 58.038 kr. hækkunar í mánaðarlegri greiðslubyrði, að því er segir í nýrri samantekt FME. Mbl.is

  • Síðan þegar að fólk talar um bæði afnám verðtrygginga og 20% leiðréttingu á sama tíma þá er fólk gjörsamlega að fara með það.
  • Og þessi hugmynd um að skatta bankanan fyrir þessum leiðréttingum held ég að gangi ekki upp þar sem að ríki (íbúðalánasjóður) og lífeyrissjóðir eru með um 60% af þessum lánum.  Á þá að skattleggja Íbúðalánasjóð fyrir þessu líka. Þegar ljóst er að Íbúðalánasjóður er á hausnum. Og verður gjaldþrota. Við eigum Landsbankan sem er stórskuldugur m.a. við Þrotabú gamla landsbankans.
  • Og svo varðandi upptöku Nýkrónu þá finnst mér ekki líklegt að hún leysi nokkurn vanda. Því ef að menn neita að fara með erlendar eignir út á þessum kjörum þá fjárfesta þeir bara hér og taka þetta út eftir öðrum leiðum.

mbl.is Krefjast afnáms verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona í ljósi orða Ólafs er vert að átta sig á eftirfarandi.

Færeyjar Grænland eru jú í ríkjasambandi við Danmörk og danska krónan er jú tengd evrunni. Noregur er ekki í ESB feldi það og er líka ríkasta land í heimi og krónan stöðug þar sem þeir beita sig hörðu til að olíugróðin raski ekki efnahagslífinu. M.a. með því að halda honum algjörlega utan landsins. Sænska krónan hegðar sér að mestu eins og danskakrónan þ.e. sveiflast með Evrunni. Og allar þessar mynntir eiga það umfram okkar krónu að það löndin sem þær hafa eru mun fjölmennari en við og því sveiflur mun minni en okkar og nær eins og evran sveiflast enda skipta þau mest við ESB ríki. Mætti t.d. minna Ólaf á að Danskakrónan sem var jafngild okkar um 1930 kostar okkur myndi kosta okkur í gömlum krónum nú um 2100 gamlar krónur.
mbl.is Eðlilegt að gefa upp afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband