Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Það væri kannski ágætt að útgerðamenn hugsðu aðeins um eftirfarandi:

Og ég tek það fram að ég er ekki að tala um allar útgerðamenn. En skv. upplýsingum er það stór hópur þeirra stærstu:

  • Við hrunið kom Íslenska ríkði með stórtækum hætti að því að bjarga því að þeir sem skulduðu Landsbankanum lentu ekki í því að þeirra lán lentu hjá kröfuhöfum Landsbankans. Því að megnið af útgerðarfyrirtækjum voru þar. Við þurftum að leggja Landsbankanum til hundruði milljarða til að m.a. lán útgerðanna lentu ekki í þrotabúinu og jafnvel hjá kröfuhöfum. 
  • Miðað við þær miklu skuldir sem útgerðin er með á sínum herðum er furðulegt að í sára fá ný skip hafa verið keypt síðustu áratugi. 'I hvað hafa öll þessi lán farið?
  • Það hefur komið fram að allt of stór hluti lána sem hafa veð í kvótum eru vegna óskildar starfsemi. Þ.e. að menn eru að veðsetja útgerðina vegna óskildra fjárfestinga.
  • Allt of margar stórar útgerðir eru að færa fé erlendis sem er að koma til vegna veiða hér úr kvótanum.  
LÍÚ hefði kannski betur farið á undan með góðu fyrirvari og boðið að semja um hækkun veiðigjalds í stað þess að standa á brensunni og neyta öllum málum síðustu 3 árin. Nema þessari sáttanefndarleið sem hefði leitt til þess að þeir hefðu fengið kvóta í hvað 30 eða 40 ár og fólk var ekki sátt við.
mbl.is Samstöðufundur sjómanna eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi að þeir séu þá tilbúnir að afsala sér bara kvótanum!

Við skulum setja upp smá dæmi:

Segjum að hér við land hefði fundist olía fyrir 30 árum.  Olíufélögum sem þá voru starfandi hefði verið falið að vinna hana. Síðan kæmi í ljós að þau hefðu m.a. borgað hér lítin tekjuskatt, ekkert auðlindagjald. Og notað þessi einkaleyfi sína til að veðsetja olíuna til þess m.a. að braska í bönkum og öðrum hugðarefnum eigendana. 

Nú svo kæmi hér hrun og stjórnvöld og þjóðin færu að horfa í eign sína í olíu og að aðeins nokkrir aðilar og starfsmenn þeirra græddu milljarða en leituðu allra leiða til að koma þessum hagnaði úr landi, borga ekki nema lágmark í skatta og skuldsetja þessar olíulindir til að nota í brask. 

 Og svo þegar að stjórnvöld hefðu áhuga á að þjóðin í heild myndi njóta meira af þessum arði sem vær af olíulindum þá myndu öll þessi fyrirtæki og einstaklingar breyta öllum sínum peningum, áhrifum í flokkum og ákveðnum byggðarlögum til að vinna gegn þessu. 

Hvað myndi fólki finnast um það?

Hvernig halda menn að staðan væri i Noregi ef að þetta hefði verið  gert í Olíuvinnslu þeirra?

Það á ekki að láta menn komast upp með þetta.  Byrjum á veiðigjaldi og síðan breytum við þessu kerfi þannig að allur kvóti fari á markað og allur fiskur á markað. Það eru um 10 fyrirtæki sem eiga 75% af kvótanum. Þau vanda sig við að borga sem minnst til þjóðarinnar en eru svo tilbúin að kaupa kvótan hvort af öðru fyrir hundruði króna en 15 til 30 krónuveiðigjald eru þeir að telja okkur trú um að myndi rústa þeim öllum. Ég bara trúi þessu ekki. 


mbl.is Flotinn fari ekki úr höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband