Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Nú reynir á þjoðina!

Fyrst að þetta mál fór í dag eins og það fór, þá þarf þjóðin að gera upp við sig eftirfarandi:

Ætlar það að láta uppgjafa þingmann og ritstjóra segja sér hvað henni sé fyrir bestu http://www.evropuvaktin.is/

Eða sérviskuliðið í Heimssýn sem hikar ekki við að ljúga að fólki ef það er málstaðnum í hag www.heimssyn.is 

Eða fyrrum alþingismann sem hefur verið á móti öllum alþjóðasamningum sem við höfum gerst aðilar að http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/  

Það sem þessir aðilar eru í raun að boða er óbreytt ástand hér. Óbreytt staða. Þar sem sérhagsmunaöflin LÍÚ og bændasamtökin ráða öllu . 

Eða ætlar þjóðin að mynda sér sjálf skoðun. Skoða t.d. möguleika á hvað þátttaka í stærra efnahagskerfi getur boðið okkur í formi meiri samkeppni og lægra vöruverðs, hagstæðari vaxta, stöðugri gjaldmiðli, afnámi á verðtryggingu í framhaldinu, mögulegum lausnum á aflandskrónum og krónubréfum auknum möguleikum í útflutningi, þátttöku í Evrópu og áhrifum á  tilskipanir ESB en við höfum í dag. ESB er að ná sér eftir niðursveiflu og ólíkt okkur þá stóðu ríkjum ESB sem nota evru til boða aðstoð Evrópska seðlabankans og fengu lán á hagstæðari kjörum en við . 

Ætlar þjóðin að láta einhverja leikmenn sem í raun hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala um ráða framtíð sinni eða ætlar fólk að heimta að fá réttar upplýsingar og mynda sér skoðun sjálft. Minni á hvað fyrrum forsætisráðherra Frakka sagði okkur. Vegna ört stækkandi hagkerfa í Kína og Indlandi þá verða Vesturlönd að mynda saman viðskiptabandalag því annars verðum við undir innan nokkra áratuga. Og eins að við gætum kosið að vera utan þessarar samvinnu en þá yrðum við líkast til ekki til sem ríki eftir 25 til 30 ár hér ein á hjara veraldar. 


mbl.is Ekki ákvörðun korteri fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri kannski við hæfi að einhver segði Bjarna Ben frá eftirfarandi

Nú hefur hann og hans flokkur verið við stjórnvölinn um áratugaskeið fyrir utan nú síðustu 4 ár. Við hverjar kosningar hefur flokkur hans lofað stöðugleika.  Hér hefur verðbólga verið að meðaltali síðustu áratugi verið um 4%

 

ver_bolga.png
 
 

Verðbólgan hér er alltaf áberandi í kjölfar aukinna fjárfestinga. Skatta á almenning eru í dag ósköp svipaðir og þeir voru hér í tíð Sjálfstæðismanna og Framsóknar. Og almennar skattalækkanir veit Bjarni að koma ekki til greina því að um 1/4 tekna ríkisins fer í að borga herkostnað vegna hrunsins.

Menn geta séð hér að ofan að toppar í verðbólgunni eru t.d. afleiðingar netbólunar og fleira um árið 2000 og svo Kárahnjúkar og Reyðarál um 2004 til 5. Við erum örhagkerfi og því munu stórar framkvæmdir í algjöru frelsi valda hér verðbólguskoti ef við skiptum ekki um gjaldeyrir. Og það vill Bjarni Ben ekki. 

 

 


mbl.is „Við viljum stækka kökuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona er staðan - Gríðarlegur árangur ríkisstjórnarinnar!!!!!

 Óumdeildur árangur hvað sem hver segir. Eitthvað sem fólk gerir sér ekki grein fyrir:

Dregið hefur hraðar úr atvinnuleysi en flestir reiknuðu með. Atvinnuleysi varð mest um 9% í kjölfar bankahrunsins. Á miðju árinu 2011 voru 6,6% án atvinnu og var atvinnuleysið þá hið sjöunda minnsta í Evrópu. Á miðju árinu 2012 var atvinnuleysið komið niður í 4,8%. Samkvæmt Vinnumálastofnun var skráð atvinnuleysi 5.4% í nóvembermánuði 2012 – var 7.1% fyrir ári síðan, 7.7% í nóvember 2010 og 8% í nóvember 2009.

Árangur ábyrgrar efnahagsstjórnar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur endurspeglast í síðustu fjárlögum kjörtímabilsins. Fjárlög ársins 2013 gera ráð fyrir 3.6 milljarða halla – um 0.3% af landsframleiðslu – og hallalausum fjárlögum 2014. Fjárlagahallinn nam 216 milljörðum – heilum 14% af landsframleiðslu – þegar ríkisstjórnin tók við árið 2009. Var 140 milljaðar árið 2009, 123 árið 2010, 89 milljarðar 2011, verður 26 milljarðar 2012 og er áætlaður 3.6 milljarðar 2013 – 0.3% af landsframleiðslu.

Avinnuleysi í nóvember var 4,4 prósent samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar - atvinnuleytendum fækkaði um 12,5 prósent milli ára úr 8.700 í 7.600. Atvinnuþátttaka var tæplega 77,5% en var 76% fyrir ári. Hlutfall starfandi var 74% - sem er aukning um 2 prósentustig – starfandi Íslendum fjölgar um 5.200 á milli ára. 

Á Íslandi er mun meiri hagvöxtur en í flestum ríkjum. Þjóðarkakan stækkaði á síðasta ári um 3.1% samkvæmt Hagstofu Íslands. Tölur staðfesta að efnahagsbatinn er stöðugur og heldur áfram á þessu ári - vel yfir meðaltali þeirra ríkja sem við berum okkur oftast við.

Seðlabankinn spáir 3.1% hagvexti í ár, 2.9% 2013 og 3.5 % árið 2014. Hagstofan spáir 2.7% hagvexti í ár, 2.5% 2013 og 2.9% 2014.

Tekjur Íslendinga dreifðust jafnar árið 2011 en þær hafa gert síðan mælingar Hagstofunar hófust árið 2004. Bilið milli tekjuhópa hefur minnkað verulega frá árinu 2009 og er tekjuhæsti fimmtungurinn nú með 3.3 sinnum hærri tekjur en sá lægsti. Til samanburðar var hlutfallið 4.2 árið 2009.

Kaupmáttur launa hefur aukist um 0.4% síðasta árið.

Launavísitala hefur hækkað um 5% síðasta árið.

Stýrivextir eru 6% – voru 18% í ársbyrjun 2009.

Verðbólgan er nú 4.2% – var 18.6% í ársbyrjun 2009.

Íslendingar eru að verða bjartsýnni. Væntingavísitala Capacent Gallup mældist 78 í október og hefur ekki verið hærri í þessum mánuði í fjögur ár. Mældist 52.9 í okt. 2011, 32 í okt. 2010 og 47.9 í okt. 2009.

Brottflutningur er kominn í jafnvægi miðað við árin 2009-2010. Samkvæmt Hagstofunni þá fjölgaði landsmönnum um 1100 á fyrstu níu mánuðum ársins. Brottfluttir umfram aðflutta voru 900 á fyrstu 9 mánuðum 2012, voru 1395 á fyrstu 9 mánuðum 2011 og 1600 á fyrstu 9 mánuði 2010. 

Samkvæmt álagningu ríkisskattstjóra vegna ársins 2011 jókst verðmæti fasteigna landsmanna um 9.3% milli áranna  2010-2011 á sama tíma og skuldir heimilanna minnkuðu um 6.3%. Nettóeign heimila, skilgreind sem heildareignir að frádregnum heildarskuldum, jókst um tæp 17% á milli ára.

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands er tæplega 200 stig – var rúmlega 1100 þegar mest var.

Í nýlegum Eurobarometer – Þjóðarpúlsi allra Evrópulandanna - kom fram að fleiri Íslendingar telja nú samfélagið á réttri leið en rangri og fleiri Íslendingar eru jákvæðir gagnvart samfélagsþróuninni en íbúar flestra annarra Evrópulanda. Aðeins Svíar eru jákvæðari en Íslendingar í afstöðu sinni að þessu leyti.  

Íslenska leiðin út úr kreppunni virkar. Skýrslur Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands sýnir að aðgerðir stjórnvalda sem grundvallast á að verja lágtekju- og millitekjufólk fyrir áhrifum kreppunnar hefur skilað árangri. Fjöldi vísbendinga sýna að Íslendingar eru að ná sér fyrr upp úr kreppunni en flestar þær þjóðir sem illa urðu úti, þrátt fyrir stærra áfall hér – mesta rýrnun kaupmáttar frá 1945! Sýnt er fram á í skýrslunni að 2008-2010 rýrnuðu kjör lágtekjufólks um 9% á móti 38% rýrnunar hjá hæsta tekjuhópnum. Tekjuskattsbyrði í kreppunni stóð t.d. í stað eða lækkaði hjá 60% fjölskyldna, þ.e. lægri- og millitekjuhópum en hækkaði hjá um 40% fjölskyldna, þ.e. hærri tekjuhópunum.

Samkvæmt Hagstofunni þá jukust ráðstöfunartekjur heimilanna um 9,6% árið 2011 frá fyrra ári. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 9,3% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 5,1%.

Tekið af svonaerstadan.tumblr.com


« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband