Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
Mánudagur, 21. janúar 2013
Svona virkar krónan KAFLI 4 Svona skrifar Egill Helgason
Íslenska krónan og dýrtíðin
Vigdís Hauksdóttir bar saman kassakvittanir í Bónus og komst að því að verðlag á Íslandi hefði hækkað óskaplega. Það er alveg rétt.
Við eru afskaplega háð innflutningi í þessu landi og sjálfum okkur nóg um frekar fáa hluti. Svoleiðis er það bara og breytist ekki nema við förum aftur á í frumþurftabúskap. En meira að segja hann var erfiður á Íslandi vegna lélegra aðfanga.
Skýringin á þessum verðhækkunum er svosem ekki flókin hún er minnst komin til vegna innlends verðbólguþrýstings. Maður finnur það vel þegar maður kemur til útlanda, þar virkar verðlagið svo hátt að Íslendingum finnst þeir vera afskaplega fátækir.
Hér er meginskýringin. Hún birtist á Facebook-síðu Láru Hönnu Einarsdóttur. Hér sést gengisskráning Seðlabankans 31. desember 2007, 31.desember 2008 og föstudaginn 18. janúar 2013 frá því fyrir helgi. Myndin er nokkuð óskýr, þið getið opnað hana í myndaforriti til að sjá betur, en svona lítur þetta út:
Á fyrstu myndinni er dollarinn 62 krónur, pundið, 123 krónur, danska krónan 12 krónur en evran 91 króna.
Á mynd númer tvö er dollarinn 120 krónur, pundið 175 krónur, danska krónan 23 krónur og evran 170.
Á þriðju myndinni, þeirri nýjustu, er dollarinn 129 krónur, pundið 205, danska krónan 23 krónur en evran 172 krónur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. janúar 2013
Svona virkar krónan KAFLI 3 Svona skrifar Bubbi Morthens
Framtíð fyrir börnin okkar
Krónan veikist og heimili landsins veikjast. Börnin mín líða fyrir þetta, þjóðin líður fyrir þetta. Skuldir mínar og þínar hækka. Gjaldeyrishöftin áttu að vera í 10 mánuði, já 10 fokking mánuði. Fólk verður að skilja að krónan er versti óvinur alþýðumanna hér á landi. Krónan veikist þrátt fyrir gjaldeyrishöftin. Þetta þýðir að að þeir sem eiga að stjórna því að hlutirnir gangi rétt fyrir sig, hafa misst tökin. Erlendir vogunarsjóðir voma yfir landinu líkt og soltnir hrafnar sem mæta á blóðvöllinn og ráðamenn láta sem lítið sé að.
Það er kominn tími á að losna við krónuna! Hvað er óeðlilegt við það að vilja hafa gjaldmiðil sem er í lagi? Ekki í plati. Krónan er fyrir örfá fyrirtæki sem græða á hroðanum. Það eru kosningar í nánd. Viltu bjarta framtíð fyrir börnin þín?Viltu eiga möguleika að lifa mannsæmandi lífi líkt og fólk í nágrannalöndum okkar? Ef svo er kjóstu þá fólk sem vill breytingu. Fólk sem þorir að vaka og horfa á sólina rísa en ekki fólk sem vill lifa í myrkri liðins tíma. Fólk sem trúir því að það sé hægt að vinna í þágu fólksins og er tilbúið að gera það en ekki leggja hvert annað í einelti á Alþingi þar sem lausnir snúast um að halda öllu í svarta myrkri.
Ef hér væri annar gjaldmiðill væri lífið annað á heimilum manna. Þá væru menn, konur og börn að ganga annan veg en þann sem nú er í boði.
Láttu ekki spunameistara og úrtölufólk draga úr þér kjarkinn. Það er vel hægt að fá nýjan gjaldmiðil. Þú átt rétt á að lifa lífinu frjáls en ekki í hlekkjum gjaldmiðils sem er ónýtur. Þú átt rétt til að lifa og njóta en ekki lifa til þess að hnjóta um platgjaldmiðil sem bregður fyrir þér fætinum í hvert sinn sem þú stendur upp. Sjá hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20. janúar 2013
Svona virkar krónan KAFLI 2
Þessa mynd var búið að birta hér áður. En nú er búið að reikna út ákveðnar sláandi staðreyndir.
í evrum 71.41 eða dollurum 92.99.
Nær engin hækkun frá 2007 til 2012 .
Hækkun hennar í búð hjá okkur er eingöngu vegna falls krónunar
Sunnudagur, 20. janúar 2013
Þetta sögðu formaður Sjálfstæðisflokks og þingflokksformaður í lok 2008
Bjarni og Illugi vilja aðildarviðræður við ESB
Tveir frammámenn Sjálfstæðisflokksins á þingi, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að þeir vilji að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að innganga í sambandið verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Bjarni og Illugi segja í aðsendri grein í blaðinu að krónan muni reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Þó megi ákvörðun um aðild ekki eingöngu snúast um gjaldmiðilinn. Þeir segja að stjórnvöldum hafi mistekist á undanförnum árum að tengja saman ríkisfjármál og stjórn peningamála. Vextir hafi orðið ein helsta útflutningsafurð þjóðarinnar og því hafi gengi krónunnar orðið sterkara en verðmætasköpun þjóðarinnar gat staðið undir. Einkavæðing ríkisbankanna hafi þó ekki verið mistök en þeir telja að herða hefði þurft reglur um eignarhald bankanna. Þá hafi Fjármálaeftirlitið verið of veikt og benda þeir á að enn sé það aðeins með um 60% af mannafla Fiskistofu.
Þá segja Bjarni og Illugi að atburðir síðustu mánaða hafi dregið úr trausti fólks á stjórnmálamönnum. Þeir telja því nauðsynlegt að endurskoða kosningafyrirkomulagið. Hvert sú endurskoðun ætti að leiða skýra þeir ekki frekar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 20. janúar 2013
Það fyrsta sem hinn ungi formaður ungra framsóknarmanna ætti að gera!
Leiðrétta þann leiða misskilning sem formaður Framsóknar og fleiri halda fram að einhver öfga umhverfisvernd sé að tefja fjárfestingu hér sbr.ruv.is
Virkjanir upp á 800 megawött undirbúnar
Fyrst birt: 20.01.2013 13:26, Síðast uppfært: 20.01.2013 13:28Unnið hefur verið að undirbúningi við Bjarnarflag. Safnmynd.
Tólf virkjanir sem nú eru í nýtingarflokki eru í undirbúningi, en mjög mislangt komnar. Sumar eru enn á undirbúningsstigi, meðan hönnun og rannsóknarboranir eru hafnar á öðrum stöðum.
Sextán virkjanakostir voru settir í nýtingarflokk í nýsamþykktri rammaáætlun. Landsvirkjun á sjö þeirra. Bjarnarflag og tvær virkjanir á Þeistareykjum eru nú í útboðshönnun og þá stendur verkhönnun yfir á þremur virkjunum í Kröflu. Vatnsaflsvirkjun í Blönduveitu er svo í umhverfismati. Þessar sjö virkjanir geta orðið allt að 450 megavött samtals.
Hjá HS Orku eru Eldvörp komin í umhverfismat, Sveifluháls á Krýsuvíkursvæðinu er á byrjunarstigi og þá er búið að veita leyfi fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar. Þessar þrjár virkjanir geta samtals framleitt allt að 220 megavött af raforku. Hinir tveir virkjanakostirnir, Stóra-Sandvík á Reykjanesi og Sveifluháls á Krýsuvíkursvæðinu eru hins vegar ekki í undirbúningi eins og er.
Þrjár virkjanir á Hengilssvæðinu eru einnig í nýtingarflokki sem eru á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Aðeins ein þeirra. Hverahlíðarvirkjun, er í undirbúningi en búið er að ljúka umhverfismati á henni. Hún á að vera allt að 90 megavött. Gráuhnúkar og Meitillinn, sem einnig eru í nýtingarflokki, eru ekki á dagskrá.
Þá er ein virkjun óupptalin, Hvalárvirkjun í Árneshreppi sem Vesturverk undirbýr, og er í skipulagsvinnu. Hún á að vera 30 megavött.
Samtals er því undirbúningur hafinn á tæplega 800 megavöttum af virkjunum sem nú eru í nýtingarflokki, en til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun 690 megavött. Undirbúningurinn er hins vegar mjög mislangt kominn og mörg ár, jafnvel áratugir, gætu liðið áður en sumar þeirra verða að veruleika - auk þess sem ekki er víst að allar virkjanirnar verði jafn stórar og stefnt er að.
Þetta er nú í samræmi við rammaáætlun sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur reyndu að tefja.
Síðan ætti hann að spyrja þingmenn flokksins afhverju þeir berjast svona á móti nýrri stjórnarskrá þegar ferlið er nærri þvi algjörlega eins og Framsókn vildi:
Og loks ætti hann að spyrja af hverju þingmenn flokksins sviku strax það sem landsfundur framsóknar samþykkti fyrir síðustu kosnignar að það ætti að sækja um aðild að ESB gegn ströngum skilyrðum og bera niðurstöðu þess samnings undir þjóðaratkvæði.
Og svo í framhaldi af því ætti hann að kynna sér og svo fyrir öðrum afhverju að fólk ætti að trúa að nokkuð sem þau segja nú komi til með að standast. Svona eins og hókus pókus lausnir formanns flokksins um að hægt sé að lækka skuldir,skatta og öll gjöld af fólki án þess að nokkuð þurfi að skera niður í staðinn.
Kosinn formaður ungra framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. janúar 2013
Svona virkar krónan
Hér er mynd af skjali sem einhver tók saman og bar saman verð 2007 á ákveðnum vörum og svo hvernig staðan er núna. Neðst má sá hvernig gengi krónunar hefur rýrnað frá 2007 miðað við Evru og Dollar. Og ef fólk bætir hækkun á launavísitölu við þá eru skýringar á flestum hækkunum komin. Þ.e. að Krónan hefur hækkað hér vöruverð um nærri 100%
(smella 2x á mynd til að sækka)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 19. janúar 2013
Stefna Sjálfstæðisflokks fær á kjaftinn. Haraldur ætti að berjast fyrir breytri stefnu.
Af ruv.is
Árstekjur 100 ríkustu manna heims eru fjórfalt hærri en sú upphæð sem þyrfti til að útrýma fátækt í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam.
Ríkasta eitt prósent jarðarbúa er með 60% hærri tekjur í dag en fyrir 20 árum. Ójöfnuður hefur því aukist mikið. Jeremy Hobbs, framkvæmdastjóri Oxfam í Bretlandi, segir að það sé löngu orðið ljóst að þessi auðsöfnun sé ekki til góðs fyrir heiminn.
Gagnstætt því sem haldið hafi verið fram sé ekkert sem bendi til þess að þeir fátæku njóti góðs af velgengni hinna ríku, þvert á móti dragi slík auðsöfnun úr hagvexti og skaði allt samfélagið til lengri tíma litið. Það sé kerfisbundin mismunun sem hafi gert þeim ríkustu kleift að margfalda auðæfi sín og sleppa við að greiða skatta.
Skýrslan verður rædd á Alþjóðlega efnahagsþinginu, World Economic Forum, sem hefst í Davos í Sviss í næstu viku. Þar verður meðal annars rætt um aðgerðir til að berjast gegn skattsvikum og loka svokölluðum skattaparadísum.
Brauðmola hagfræði Hannesar Hólmsteins og fleiri gekk og gengur út á að ef að við lækkum skatta og leyfum óheft frelsi manna í frjáfestingum þá verði þeir svo ríkir að aðrir lifi góðu lífi af brauðmolum sem falla af þeirra borði. Þetta er að sýna síg að sé bull. Eykur bara misskiptingu og fátækari verða fátækari því að þessir ríku eyða gríðalegum kröftum í að borga ekki neitt til samfélagsins og til að aðstoða þá sem verst standa.
Hættir sem formaður Bændasamtakanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 18. janúar 2013
Sjálfstæðisflokkur! Hvers vegna ætlar fólk að kjósa hann?
Nú er von að maður velti fyrir sér hvað sérstaklega veldur því að um 40% sé tilbúið að kjósa Sjálfstæðisflokk!
- Er það Bjarni Ben? Nú var hann þingmaður Sjálfstæðisflokks í hruninu sagði margt þá sem hann hefur dregið allt til baka.
- Er það kannski af því að hann stóð sig svo vel sem stjórnarformaður BNI eða hvað það hét sem keypti N1 og skuldsettu til andskotans. Keyptu og keyptu öll hjólbarðaverkstæði, varahlutaverslanir og fóru svo kyrfilega á hausinn. Halda menn að það sé besta leiðin fyrir Ísland í dag?
- Er það Einar Guðfinns. Stóð hann sig svo vel sem ráðherra?
- Er það styrkjakóngurinn Guðlaugur Þór?
- Er það Birgir Ármannsson?
- Er það af því að fólki líkar svo vel við hvaða stefnu Sjálfstæðisflokkur hefur gagnvart útgerðinni og fiskveiðilögum?
- Er það vegna þess að þeir hafa boðað að þeir ætli að afnema auðlegðarskattinn? Og hver á þá að borga hann í staðinn?
- Er það af því að þeir vilja virkja þó það sé engin kaupandi að orkunni í augnablikinu og því líkur á því að orkan verði nærri gefin?
- Er það kannski Árni Johnssen sem vekur áhuga fólks?
- Er það kannski Jón Gunnarsson? Hefur fólk heyrt hann flytja ræðu án þess að virkjun komi fyrir í henni?
- Er það kannski möguleikinn á að þeir selji Landsvirkjun sem vekur fólki löngun til að kjósa flokkinn?
- Er það kannski allar lausnirnar sem þeir eru með varðandi krónuna, vertryggingu, gjaldeyrishöft og svo framvegis? Nei úps þeir eru ekki með neinar!
- Er það kannski fyrri árangur Sjálfstæðismanna varðandi einkavinavæðingu banka?
- Er það kannski vegna þess hvernig þeir hafa valið embættismenn og dómara?
Hvað skildi það vera sem fær fólk til að gefa Sjálfstæðisflokkinn upp flokkinn sinn í kosningum.
P.s.smá viðbót. Síðunni barst bréf. Þar var viðkomandi búin að bera saman kannanir Fréttablaðsins frá því í des 2011. Og þá má sjá að fylgi Sjálfstæðismanna er nú ekki að aukast skv. þeim.
Kannanir þessar eru gerðar þannig að hringt er þangað til 800 svör hafa fengist.
Fréttablaðið og Stöð2 hafa tekið fram við allar þessar kannar að vegna þessa lága svarhlutfalls eigi að taka niðurstöðum um fylgi flokkanna með fyrirvara.
Minni á að það sem Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði sagði um könnunina 10. des 2011 í Fréttablaðinu má heimfæra upp á allar þessar kannanir: Líklegt er að þeir sem hafi kosið stjórnarflokkana, Samfylkinguna og Vinstri græna, í síðustu kosningum séu síður tilbúnir að taka afstöðu til flokka en þeir sem styðji Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokk. Því megi búast við því að stjórnarflokkarnir eigi eitthvert fylgi inni þegar komi að kosningum.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur - Björt framtíð í þriðja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 18. janúar 2013
Meirihluti vill klára þessar viðræður. Það hefur ekki breyst!
Það er ekki sambærilegt að bera saman kannanir frá fyrri árum því í þessari er spurt um möguleika sem var ekki spurtu um síðast. Þ.e. að setja umsókn um aðild í bið. Þannig að skv. þessari könnun þá yrði niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslu nokkuð ljós að meirihluti landsmanna vill klára þessar viðræður. Minnihluti vill hætta við umsókn.
48,5% vilja ljúka viðræðum við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 16. janúar 2013
Ef við værum í ESB! - Þetta þyrftu margir að sjá áður en þeir mynda sér skoðun.
Tekið af www.pressan.is
http://www.pressan.is/Kaffistofan/Lesakaffistofu/lifskjaramunurinn
Þarf að leita til þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson