Status frá Guðmundi Löve sem skilur ríkisstjórnina betur en hún skilur sjálfa sig:
Ímyndað samtal ríkisstjórnarinnar við kröfuhafa:
Ríkisstjórnin: Viljið þið láta okkur hafa 400 milljarða af krónueignunum ykkar?
Kröfuhafar: Ehm, nei.
Ríkisstjórnin: En ef við borgum ykkur út restina í alvöru gjaldmiðli á Seðlabankagengi?
Kröfuhafar: Augnablik
[reikna]
Nei.
Ríkisstjórnin: Hvers vegna ekki?
Kröfuhafar: Við höfum það bara ágætt með krónueignirnar. Þessi gjaldmiðill ber hæstu vexti í hinum vestræna heimi og við fáum að taka vexti og afborganir með okkur út úr landinu í alvörupeningum. Auk þess hafa sumar eignir vaxið svakalega frá hruni. Engin ástæða til að losa þetta.
Ríkisstjórnin: Er þá ekkert sem við getum gert?
Kröfuhafar: Jú. Ef þið viljið losna við snjóhengjuna skulið þið ganga inn í ERM II-myntsamstarfið og verja þannig krónuna. Þá getið þið litið á snjóhengjuna sem risastóra erlenda fjárfestingu í stað einhvers ógurlegs vanda. Við erum bara bissnissmenn. Ef þið skaffið okkur opið viðskiptaumhverfi þá látum við þessa peninga vinna fyrir bæði okkur og íslenskt samfélag í stað þess að líta á þá sem vandamál.
Ríkisstjórnin: En þá værum við að opna fyrir allskonar
erlend viðskipti!?
Kröfuhafar: Er það ekki þetta sem alþjóðasamfélagið gengur út á? Erlend fjárfesting er eina leiðin til hagvaxtar umfram mjög svo takmarkað sjálfaflafé
en þið eruð í dag að keppast við að loka öllum dyrum og fjárfesting er að hrynja! Þið eruð að verða að frumframleiðsluþjóð! Hvaða vit er í því?
Ríkisstjórnin: Þessi ríkisstjórn trúir á fullveldið!
Kröfuhafar: Vertu þá sæll Bjartur minn. Heyrumst eftir fjögur ár.
Ekki fjarri lagi svona daginn fyrir fyrsta nóvember.