Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Erlendir fjölmiðlar um kosningarnar!

Tekð af ruv.is

Erlendir fjölmiðlar fylgjast grannt með Alþingiskosningunum á Íslandi. Þar velta menn vöngum yfir hugsanlegum ástæðum þess af hverju sú ríkisstjórn, sem komst til valda eftir hrun, gjaldi mögulega afhroð þegar úrslit liggja fyrir í fyrramálið.

„Óánægðir Íslendingar eru efins um goðsögnina um efnahagsbatann eftir hrunið,“ er fyrirsögn á frétt Financial Times um kosningarnar á Íslandi. Þar kemur meðal annars fram að hagfræðingar  á borð við Paul Krugman og Joseph Stiglitz hafi hrifist af efnahagsstjórninni á Íslandi eftir hrun og að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Írar séu í hópi aðdáenda Íslands.

Financial Times segir að hinum almenna borgara á Íslandi sé sama um þetta, hann er óánægður með sín kjör og „margir vilji hverfa aftur til þess tíma sem var á Íslandi áður en efnahagshrunið varð,“ skrifar Financial Times. Þess vegna bendi allt til þess að núverandi vinstristjórn fái reisupassann og þeir flokkar sem stjórnuðu landinu fyrir hrun taki aftur við völdum. 

Á vef NRK fer Geir Halljesen, fréttamaður norska ríkisútvarpsins, ítarlega yfir landslag stjórnmálanna hér á landi og bendir á að hefð sé fyrir samsteypustjórnum á Íslandi, allir virðist geta unnið með öllum. Á Íslandi sé kjörsókn yfirleitt góð og staða lýðræðis því sterk. Halljesen segir að skuldamál heimilanna hafi verið aðalatriði þessarar kosningabaráttu.  Ekki sé hefð fyrir því að flokkar gangi bundnir til kosninga og það komi því ekki í ljós fyrr en öll atkvæði hafa verið talinn hverjir myndi næstu ríkisstjórn.

Á vef Washinton Post  er talsvert gert úr því að þeir tveir flokkar sem hafi mælst stærstir í skoðanakönnunum,  séu á móti aðild að Evrópusambandinu. Margir telji jafnframt að þessir sömu tveir flokkar séu á margan hátt ábyrgir fyrir efnahagshruninu. Á það er bent að þrátt fyrir að hér mælist hagvöxtur og atvinnuleysi  sé lítið sé verðbólgan há og margir eigi því erfitt með að greiða af húsnæðislánum sínum.

Vefur Al-Jazeera ræðir bæði við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Þeir séu líklegastir til að koma að myndun næstu ríkisstjórnar. Þar kemur einnig fram að núverandi ríkisstjórn hafi ekki náð að svara loforðum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðaflokksins um skuldaleiðréttingu og lækkun skatta.

Wall Street Journal, gerir sér mat úr aðildumsókn Íslands að Evrópusambandinu og hvaða áhrif úrslitin í kosningunum hafi á hana. „Ísland snýr baki við Evrópu“ er fyrirsögnin á frétt blaðsins.
Wall Street Journal bendir á að þeir tveir flokkar, sem hafi mælst stærstir í skoðanakönnunum, séu á móti aðild að ESB. Þá er einnig bent á að staða ferðmannaiðnaðarins og sjávarútvegarins sé sterk, bankarnir að ná sér á strik og þetta hafi haft þau áhrif að margir séu efins um að Evrópusambandinu sé svo góð hugmynd.

 


mbl.is Skynjar sveiflu til Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt að minna fólk á þetta. Setið þetta í samband við það sem Framsókn og Sjálfstæðismenn boða.

Þetta er mjög athyglisvert videó. Setið þetta í samband við allar sér leiðirnar hans Sigmundar og tillögur Sjálfstæðismanna. Þ.e. að við séu með hefðum getað notað sér Íslenskar leiðir. Útlendingar sem skilja það ekki eru bara "Asnar" t.d. eins og þegar að Lars frá Greiningardeild De Danske Bank varði okkur við núna um daginn eins og hann gerði fyrir hrun. 

 



Er ekki hægt að segja að Bjarni Ben og Sigmundur Davíð séu nýja útgáfan af sér Íslensku snillingunum sem haf sér Íslenskar leiðir sem útlendingar skilja bara ekki.  Svo hrynur þetta í andlitið á okkur eftir nokkur misseri.

Já hvaða breytingar vill Bjarni og Sigmundur Davíð!

Í fréttinni segir:

En aðalatriðið er að við náum nægjanlegum styrk í þessum kosningum til þess að mynda hér traustan meirihluta um ríkisstjórnarstefnu sem tryggir breytingar,“ segir hann.

Ætli þetta snúist ekki um að finna einhver hundurð þúsunda króna til að henda í fólk á næstu árum til að fá völd til þess að flytja bankana og fyrirtæki sem þeir eiga hlut í aftur til gömlu eigendurna eða þeirra líkra. Og það á einhverju gjafverði.

Og hvaða breytingar er hann að boða. Sýnist að mestu að það snúist um að hverfa aftur til tímans fyrir hrun.  

Og kjósendur eru að kaupa þetta. 

 


mbl.is Trausta stjórn sem tryggi breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um málflutning Sigmundar Davíðs - Ekki er hann alvega sannleikanum samkvæmur

Hér svarar Gunnar Tómsson málflutingi Sigmundar Davíðs:

Leiðrétting heimilisskulda

Í umræðuþætti á Stöð2 í gær lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að því liggja að gagnrýni mín á tillögu XB um leiðréttingu á heimilisskuldum sem “endemis rugl” byggðist á pólitískri hentistefnu þar sem ég væri í framboði í kosningunum á morgun.

„Hann á auðvitað rétt á því að beita sér í sinni pólitík,” bætti hann við.

Hér er um skipulega hagræðingu á staðreyndum að ræða.

  1. Ég er ekki í framboði.
  2. Ég tala ekki gegn betri vitund um hagfræðileg málefni.
  3. Ég hef gagnrýnt glórulausa peningahagfræði um langt árabil.

I skoðanaskiptum við forystumann í Hagsmunasamtökum heimilanna fyrr í dag vegna málsins setti ég fram eftirfarandi samantekt um viðfangsefnið:

Ef markmiðið er að leiðrétta húsnæðisskuldir þannig að greiðslubyrði vegna þess lendi ekki á ríkissjóði/almenningi þá er um þrjá kosti að velja.

  1. Að láta lánveitendur borga brúsann.
  2. Að leggja skatt á gjaldeyriseignir þrotabúanna.
  3. Að skipta út peningum í umferð fyrir nýkrónur að hætti Vestur-Þjóðverja eftir síðari heimsstyrjöld.

Síðastnefnda leiðin myndi væntanlega kosta Sigmund Davíð og Bjarna Ben dágóðan skilding og lánastofnanir/lífeyrissjóðir munu njóta stuðnings XB og XD í andstöðu gegn fyrstu leiðinni. Eftir stendur því leið 2 – að leggja skatt á gjaldeyriseignir þrotabúanna.

Markmið mitt með skrifum um hugmyndir XB hefur miðað að því einu að sýna fram á að þær ganga ekki upp – og sýna þannig að ekki verður um villst að Efnahagsteymi XB er ekki í stakk búið til að takast á við skuldavanda heimila og þjóðarbús á næsta kjörtímabili.

 Ekk það að ég sé alltaf sammála Gunnari en Sigmundur Davíð er farinn að kalla alla sem ekki eru sammála honum "bullara" t.d. sagði hann þetta um Árna Pál í kvöld og í gær var það Gunnar Tómasson. 


Til athugunar fyrir þá sem hafa fallir fyrir tillögum Framsóknar um lækkun skulda!

Ég verð var við að margir kjósendur telja að með sýknudómi ESA í Icesave málinu hafi hundruð milljarða skuldir horfið út af borðum almennings samkvæmt formúlunni: „Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna“.


Svo einfalt er þetta ekki.
1: Heildarkröfur vegna Icesave voru um 1.300 milljarðar króna. Um er að ræða forgangskröfur í þrotabú Landsbanka Íslands.
2: Þrotabú Landsbanka Íslands er búið að greiða um helminginn af þessum 1.300 milljörðum króna eða 650 milljarða.
3: Þrotabú Landsbanka Íslands á fyrir afgangi Icesave-krafnanna og gott betur.
4: Stærsta einstaka eign þrotabús Landsbanka Íslands er skuldabréf í nýja Landsbankanum að upphæð 300 milljarðar króna.
5: Til þess að geta greitt upp Icesaveskuldina verður þrotabú Landsbankans að innheimta þessa 300 milljarða króna hjá Nýja Landsbankanum, mestmegnis í erlendum gjaldeyri.
6: Nýji Landsbankinn er nú í 98% eigu íslensks almennings – íslenska ríkisins.
7 Ríkisstjórnin sem fer frá eftir kosningar tryggði að uppgjör þrotabúa gömlu bankanna yrði sett undir lög um gjaldeyrishöft og því hægt að stýra flæði gjaldeyris frá þeim til kröfueigenda erlendis.
8 Lagasetningin sem veitir skjól og öryggi gagnvart útflæði gjaldeyris var ekki studd af þingflokki Sjálfstæðisflokksins og framsóknarmenn sátu hjá.


Fyrir mína parta ætla ég að fylgjast vel með þegar Sigmundur Davíð og Bjarni Ben fara að borga þessa 300 milljarða.


By the way: Eru svo ekki til aðrir 300 milljarðar sem Sigmundur Davíð ætlar að rétta íslenskum heimilum, einkum efnuðu fólki á höfðuðborgarsvæðinu.

( tekið héðan)


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona í ljósi þessarar myndar - Hvaða heimilum á að hjálpa?

Skv. þessari mynd er meðalheimili á Íslandi með veðskuldir upp á um helming af fasteignarmati. Eins og Sigmundur Davíð talar gæti maður haldið að öll heimili séu að kafna í skuldum en svo er ekki. Á þá að lækka skuldir hjá öllum heimilum, bara þeim sem keyptu 2005 til 2008 áháð hversu ábyrg sú fjárfesting var. Og kannski óháð því hvort að fólk komist út úr vandræðum við það?

 

484471_10200733045542023_1117662582_n

 


Jóhönnu þakkað fyrir gott starf með rósum!

Mynd af ruv.is

Fyrst að Mogginn ætlar ekki að flýta sér að segja frá því þá er rétt að benda á að klukkan 16:00 í dag mættu yfir þúsund manns við Stjórnaráðið og færðu Jóhönnu eina rós hver fyrir vel unnin störf. Þessi hópur spratt upp á facebook og sagði svo á síðu hans. Jóhanna átti þetta svo fyllilega skilið. Og skítkast og ónot sem hún hefur mátt þola þetta tímabil verður bara þeim sem það stunduðu til skammar allt þeirra líf. Hún hefur haldið landinu gangandi í gegnum mestu kreppa Islands

Við hvetjum vinkonuhópa, samstarfsfélaga, fjölskyldur, félagasamtök og fleiri til að mæta með okkur með eina rauða rós eða fleiri við stjórnarráðið 26. apríl kl. 16:00 til að kveðja Jóhönnu Sigurðardóttur.

Við vinkonurnar sátum saman í vikunni og ræddum m.a. um pólítík. Við erum ekki alveg sammála í pólitík en allar erum við sammála um að okkur langar til að kveðja Jóhönnu Sigurðardóttur, fráfarandi forsætisráðherra með táknrænum hætti nú þegar hún hættir í
stjórnmálum.

Jóhanna Sigurðardóttir tók við stjórn landsins á mjög erfiðum tímum, fólk hefur ólíkar skoðanir á því hvernig til hefur tekist en við teljum að bæði þeir sem eru sammála henni og ósammála í pólitík geti vottað henni virðingu sína og þakkað henni fyrir að hafa tekið að sér stjórn landsins undir þeim kringumstæðum sem ríktu hér fyrir fjórum
árum.

Okkur hefur lengi blöskrað skítkastið og dónaskapurinn í garð þeirra sem taka að sér ábyrgðartörf í samfélaginu og viljum því nýta þetta tækifæri til koma þakklæti okkar á framfæri og vera þannig fyrirmyndir fyrir börn okkar og barnabörn.
Við ætlum að mæta í stjórnarráðið föstudaginn 26. apríl kl. 16:00 með rauðar rósir frá okkur og afkomendum okkar sem táknrænan þakklætisvott til Jóhönnu Sigurðardóttur. Ástæðan er ekki pólitísk heldur fyrst og fremst vilji til að þakka manneskju sem hefur unnið að því að taka til eftir að bólan sem við mögnuðum upp sprakk í andlitið á okkur og skildi okkur eftir ráðvillt, óörugg og reið.

 

551343_10201082993383267_380020758_n


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband